Morgunblaðið - 16.05.2002, Blaðsíða 92

Morgunblaðið - 16.05.2002, Blaðsíða 92
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga SILVIO Berlusconi, forsætis- og ut- anríkisráðherra Ítalíu, kom til fund- ar við Davíð Oddsson, forsætisráð- herra, í ráðherrabústaðnum á Þingvöllum í gær. Eftir að hafa snætt saman hádegisverð lá leiðin að Gullfossi og Geysi. Berlusconi sagði í samtali við Morgunblaðið að þeir hefðu m.a. rætt um breytingar á pólitísku umhverfi Evrópu og uppgang hægri afla, líkt og gerst hefur í Frakklandi, en hann telur að sú þróun eigi eftir að eiga sér stað víðar; merki þess sjáist nú í Hol- landi og jafnvel í Þýskalandi. „Vinstri hreyfingar virðast vera að veikjast,“ sagði hann. Berlusconi, sem sjálfur er til hægri í stjórn- málum, óttast ekki þessa þróun og telur að svo framarlega sem öllum öfgum sé stillt í hóf sé engin hætta á ferðum. Að sögn Berlusconi ræddu ráð- herrarnir lítillega samskipti Íslands og Ítalíu og þá aðallega fjölgun ítalskra ferðamanna hingað til lands, en Berlusconi sagði ánægju- legt að sjá þennan gagnkvæma ferðamannastraum. Íslendingarnir sæki í sólina suður á bóginn en Ítal- irnir vilji upplifa hið sérstæða ís- lenska landslag. Rússland hefur enn sterka stöðu „Það sem ber hæst eftir leiðtoga- fund Atlantshafsbandalagsins í Reykjavík eru endalok kalda stríðs- ins, sem endanlega voru innsigluð með samkomulaginu við Rússa,“ sagði Berlusconi og ítrekaði mik- ilvægi samkomulagsins, það marki tímamót. Að hans mati hefur Rúss- land ennþá mjög sterka stöðu í al- þjóðasamfélaginu, það sé stórt ríki og hernaðarlega mikilvægt. Mjög áríðandi sé því að Rússlandi sé veitt aðild að ákvarðanatöku í öllum meiriháttar málefnum heimsins. Samkomulagið verður undirritað á fundi Atlantshafsbandalagsins í Róm eftir tvær vikur en Berlusconi á ekki von á að ný atriði verði rædd á fundinum til viðbótar við þau sem gengið var frá á Reykjavíkurfund- inum. „Við upplifðum hálfrar aldar skiptingu austurs og vesturs, hálfa öld af hræðslu og togstreitu milli tveggja stórra kjarnorkuvelda, þannig að ég sé fram á friðsamlegri framtíð og fundurinn í Róm á eftir að tryggja það enn frekar,“ sagði ítalski ráðherrann. Berlusconi er hlynntur stækkun Atlantshafsbandalagsins og jafnvel enn meiri en rætt er um. Hann telur mikilvægt að fá inn ríki eins og Búlgaríu og Rúmeníu. Aðspurður sagði hann að öll ákvarðanataka eigi vissulega eftir að verða erfiðari við stækkun bandalagsins en kost- irnir vegi hins vegar þyngra, stækk- un bandalagsins sé af hinu góða. Morgunblaðið/RAX Berlusconi og Davíð skoðuðu Geysi í gær. Davíð benti Berlusconi á að hlusta eftir hljóðum frá hvernum. Skömmu síðar gaus Geysir litlu gosi. Sér fram á friðsamlegri framtíð eftir Reykjavíkurfundinn  Að kaldastríðinu/46  Bjartsýn/12–13 COLIN Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Halldór Ás- grímsson, utanríkisráðherra Ís- lands, áttu óformlegar viðræður í gær um tvíhliða samskipti Íslands og Bandaríkjanna. Sagði Powell á fréttamannafundi eftir viðræðurn- ar að samband landanna væri byggt á afar traustum grunni. „Ís- land, sem stofnaðili að NATO, hef- ur lagt sitt af mörkum til banda- lagsins þann tíma sem það hefur starfað. Þá metum við sérstaklega fimmtíu ára varnarsamning okkar Bandaríkjamanna við Íslendinga og ég fullvissaði ráðherrann [Hall- dór] um að við vildum viðhalda góðum samskiptum í þeim efnum um mörg ókomin ár. Nú þegar framundan eru viðræður um bók- un við varnarsamninginn og þær breytingar sem hugað er að innan Bandaríkjahers vildi ég fullvissa ráðherrann, og íslensku þjóðina alla, um að við metum samskipti okkar mikils, kunnum vel að meta þá gestrisni sem Íslendingar hafa jafnan sýnt okkur, og að við áttum okkur á mikilvægi veru Banda- ríkjahers hér á landi sem hluta af gagnkvæmum varnarviðbúnaði okkar. Allt þetta verður tekið með í reikninginn er við hefjum samn- ingaviðræður um bókunina.“ Halldór Ásgrímsson sagði eftir viðræðurnar að ljóst væri að Bandaríkjamenn ætluðu sér að standa við þær skuldbindingar sem þeir hafi gagnvart Íslending- um með varnarsamningnum. Sagði hann að ekkert annað lægi fyrir en að þær flugvélar, sem Bandaríkja- her hefur haft hér á landi í sam- ræmi við bókun við varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna, yrðu hér áfram. Varnarliðið hluti af gagn- kvæmum varnarviðbúnaði  Áttum okkur/6 Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Íslands ræddu um Keflavíkurstöðina Halldór segir Bandaríkjamenn ætla að standa við skuldbindingar sínar GUÐJÓN Þórðarson knattspyrnu- stjóri verður ekki áfram við stjórnvöl- inn hjá Stoke City. Í yfirlýsingu sem Stoke sendi frá sér í gærkvöldi, sem Gunnar Þór Gíslason stjórnarformað- ur er skrifaður fyrir, segir: „Á fundi stjórnar Stoke City miðvikudaginn 15. maí var samþykkt að rifta núgild- andi samningi við Guðjón enda sé fé- laginu best borgið til lengri tíma litið að ráða nýjan knattspyrnustjóra. Við viljum þakka Guðjóni fyrir gott starf og óskum honum alls hins besta í framtíðinni. Stjórnin mun næstu daga velta upp hugsanlegum nöfnum varð- andi framkvæmdastjórastöðuna og taka ákvörðun fljótlega hver verður ráðinn,“ segir í yfirlýsingunni. Guðjón hættur hjá Stoke  Stjórn Stoke/B1 VÉLARVANA trilla átti eftir um 300 metra í land þegar slöngubátar frá Slysavarna- félaginu Landsbjörgu drógu hana frá ströndinni við Hvals- síki við ósa Hverfisfljóts í gærkvöldi. Einn maður var um borð og telur hann sig aldrei hafa verið í lífshættu. Trillan verður dregin til hafn- ar í Vestmannaeyjum og var hún væntanleg þangað í nótt. Bjarki Þór Arnbjörnsson var að sigla trillunni frá Höfn í Hornafirði áleiðis til Vest- fjarða þar sem hann ætlar að stunda handfæraveiðar í sum- ar. Þegar Bjarka varð ljóst að ekki væri hægt að gera við vélina hafði hann samband við Tilkynningaskylduna og ósk- aði eftir aðstoð. Trillan var þá um 1,5 sjómílur frá landi. Björgunarsveitum í Vík í Mýr- dal, á Kirkjubæjarklaustri og í Álftaveri barst útkall frá Til- kynningaskyldunni klukkan 19.21. Þyrla Landhelgisgæsl- unnar, TF-SIF, var einnig kölluð út. Vélin gallagripur Bjarki sagðist vera þakklát- ur fyrir þennan mikla viðbún- að en telur sig þó aldrei hafa verið í lífshættu. Hefði trilluna rekið í land hefði hann líklega getað vaðið í land enda hæg- lætisveður á þessum slóðum í gær. Björgunarsveitarmenn sjó- settu tvo slöngubáta í fjörunni við Hvalssíki og um klukku- stund eftir að hjálparbeiðnin barst höfðu þeir komið taug yfir í trilluna og gátu dregið hana frá landi. Dragnótarbát- urinn Friðrik Sigurðsson ÁR tók trilluna síðan í tog og björgunarskipið Þór frá Vest- mannaeyjum tók við drættin- um. Bjarki átti alls ekki von á vélarbilun enda setti hann nýja vél í trilluna í vetur. „Vél- in er greinilega einhver galla- gripur,“ sagði hann. Var 300 metra frá landi Vélarvana trilla á reki við Hvalssíki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.