Morgunblaðið - 16.05.2002, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 16.05.2002, Blaðsíða 58
UMRÆÐAN 58 FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Á OPNUM borgara- fundi í Ráðhúsinu ný- verið upplýsti oddviti F-listans, listi Frjáls- lyndra og óháðra, Ólaf- ur F. Magnússon, að borgarfulltúar Sjálf- stæðisflokksins vildu selja Orkuveitu Reykjavíkur. Þessi ásetningur að selja Orkuveituna hafi þróast í nokkur ár frá því að vera enginn í fullan vilja. Enda er þetta í fullu samræmi við yfirlýsta stefnu rík- isstjórnarinnar að selja og einkavinavæða öll ríkisfyrirtæki. Þetta er ríkisstjórn Björns Bjarnasonar og Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar. Báðir hafa þeir mót- mælt þessu. En stöldrum aðeins við. Í Morgunblaðinu 4. maí síðastlið- inn er viðtal við Hannes Hólmstein Gissurarson hugmyndafræðing sjálfstæðismanna númer eitt, vegna laga um veiðigjald. Þar segir hug- myndafræðingurinn númer eitt að „Morgunblaðið geti þakkað sér það að auðlindagjald hafi verið tekið upp. Þetta sé sigur blaðsins og ósig- ur okkar hinna, sem teljum eðlileg- ast, að allar náttúruauðlindir séu í hendi einkaaðila, enda fari þannig sérhagsmunir og almannahagsmun- ir saman.“ Allar náttúruauðlindir, ekki bara þær sem eru í eigu ríkisins heldur líka þær sem eru í eigu sveit- arfélaga. Ágæti kjósandi, þarna hefur þú staðreyndir um hvert hugurinn stefnir hjá sjálfstæðismönnum og spurningin er því sú vilt þú selja Orkuveitu Reykjavíkur? Ef ekki þá veitir þú F-listanum brautargengi í komandi kosningum. En tókuð þið eftir orðinu almannahagsmunir eins og að ríkisstórnin, ríkisstjórn Björns og Vilhjálms sé fræg fyrir almanna- hagsmuni? Eru þeir tveir Björn og Vilhjálmur svo skyni skroppnir að halda að þeir ráði einhverju innan Sjálfstæðisflokksins þegar það hent- ar Davíð að selja Orkuveituna. Lít- um aðeins á valdapíramída Sjálf- stæðisflokksins. Á toppnum trónir Davíð, þar fyrir neðan eru flokkseigendur og í þriðja sæti er hum- yndafræðingur númer eitt. Mér er í fersku minni aðförin að Ingu Jónu Þórðardóttur eft- ir að Björn Bjarnason gaf í skyn vilja til að bjóða sig fram í kom- andi borgarstjórnar- kosningum. Þá upp- hófst ár hinna löngu hnífa í Valhöll. Sjálf- stæðismenn kepptust við hver um annan þveran að koma höggi á Ingu Jónu og léku allir ljótan leik. En hún náði fram hefndum og ýtti Birni út í djúpu laugina girtan öllum þeim hjálparkútum sem hann hafði fundið og kunnu jájá sönginn utanað. Kosningabarátta Björns einkenn- ist af kvörtunum við fjölmiðla um slæma meðferð á sér og sínum og að hann sé sífellt minntur á veru sína í ríkisstjórninni og dæmdur út frá þeim verkum. Þetta er dæmigerður LÍÚ söngur. Eigum við að dæma hann af verkum sínum í borgarmál- unum? Þegar ráðherra stígur niður úr stól sínum og býður sig fram í sveitarstjórnarkosningum dregur hann óhjákvæmilega störf þeirrar ríkisstjórnar sem hann sat í inn í um- ræðuna. Sjálfstæðismenn eru vart svo grunnhyggnir að halda að allt gleymist á örskotsstundu eða heita allir sjálfstæðismenn í Reykjavík Vilhjálmur Egilsson? F-listinn hafnar einkavæðingu Björgvin E. Arngrímsson Reykjavík Þeir sem vilja ekki selja Orkuveitu Reykjavíkur, segir Björgvin E. Arn- grímsson, veita F- listanum brautargengi. Höfundur skipar 25. sæti F-listans í Reykjavík. TÁKN eru máttug. Tölur eru töfrum fyllt- ar. Við galdur hafa menn alltaf nýtt tölur, þó líklega aldrei meira en nú. Ef hægt er að setja tölu á hugmynd, þá getur hún margfald- að kraft hennar. Þannig eru tölur líka nýttar til að blekkja, eins og bæði er bent á og notað í Ís- lendingi, málgagni Sjálfstæðisflokksins á Akureyri (hér eftir táknað með S). ,,104 lof- orð efnd af 112,“ segir á forsíðu Íslendings, og í opnunni er annað nú- tímaform galdra, töflur, í lit. Þar sjáum við himinbláan lit S, sem tákn- ar efnd loforð og þann gula, hálfefnd, yfirgnæfa rauða litinn sem táknar svikin. Þar sem ég sat við eldhúsborð- ið mitt á sumardaginn fyrsta, sötraði kaffi og renndi í gegnum litaraðirnar, þótti mér sem S væri nú farin að förl- ast dómgreindin. Mér leiðist yfirleitt stjórnmálabarátta sem snýst um mót- herjana, en að þessu sinni þykir mér ekki fært að þegja. Í raun eru bláu fletirnir (loforð efnt – verki lokið) ein- ungis 77, en ekki 104. Í stuttri grein er ekki hægt að fjalla um öll 112 atriðin, en ég hvet Akureyringa til að fara gaumgæfilega yfir bláu og gulu reit- ina í sumarglaðningn- um og meta hver fyrir sig. Hér mun ég renna yfir örfá þeirra atriða, sem ég þekki best til. Ríkisstofnanir og jafnrétti Í þriðju línu að ofan er loforð um að bæjar- stjórn fái nýjar og gaml- ar ríkisstofnanir til Ak- ureyrar, merkt bláu. Eru bæjarbúar sam- mála því? Er því verki lokið? Sterkan grun hef ég um að S eigi lítinn heiður að því að Jafn- réttisstofu var valinn staður hér, nema ef hugmynd ráðherra hefði verið sú, að ekki veitti af að vekja meirihluta bæjarstjórnar til vitundar um jafnrétti kynjanna. Líklegra er að staðarvalið hafi ráðist af því að hér hef- ur verið unnið mikið og gott jafnrétt- isstarf frá því að Kvennaframboðið setti þau mál á dagskrá fyrir réttum 20 árum og undirrituð hefur tekið virkan þátt í því starfi síðan, ásamt fjölda ann- arra kvenna og karla, innan bæjar- stjórnar og utan, en án alls stuðnings S. Í því sambandi er rétt að vekja at- hygli á gulum reit, sem segir okkur að loforð um jafnrétti kynja til launa hafi verið efnt. Flestum er eflaust í fersku minni hversu vel S hefur staðið sig á þeim vettvangi. Svo vill til að frá því að dómar féllu hver af öðrum á þann meirihluta sem S skipar með forystu- konu Samfylkingarinnar, og eftir breytingar í launakerfi stjórnenda, hefur launamunur kvenna og karla aukist aftur og í uppsiglingu er enn eitt dómsmálið. Menntasmiðjan skorin „Framtíð Menntasmiðju verði tryggð, námstilboð miðuð við bæði kynin,“ er merkt bláu. Í hverju felast svo þessar efndir? Eftir kröftuga þró- un í Menntasmiðjunni 1998–2000 var hún skorin niður við trog af meirihlut- anum. Engin var ráðin í stað forstö- ðufreyju sem fór til annarra starfa, starfsfólki haldið í spennitreyju í heilt ár og þá voru þrjú önnur stöðugildi lögð niður, svo eftir sátu tveir fastir starfsmenn. Námsframboð fyrir bæði kynin hafði verið tryggt með fjöl- þættu námskeiðahaldi, en meirihlut- anum þótti það ekki nógu gott, heldur ýttu Menntasmiðju kvenna til hliðar. Á sama tíma var hert að Punktinum, sem hefur verið ein af gersemum þessa bæjarfélags. Ljóst er að hann á sér enga framtíð í áætlunum S, enda er ekki á hann minnst í loforðunum 112. Samkomuhúsið fúnar Nokkur svokölluð „efnd loforð – verk í gangi“ í gulu eru verð sérstakr- ar skoðunar. Eitt þeirra er „Endur- bótum á Samkomuhúsinu haldið áfram“. Af því er það að segja að á hverju ári þetta kjörtímabil lofuðu bæjaryfirvöld að búningsaðstaða leik- ara yrði bætt, svo ekki þyrftu þeir að standa í stórhríð bak við tjöldin, þar sem húsið heldur hvorki vatni né vindum. Samkomuhúsið er friðuð menningargersemi sem liggur undir skemmdum, en því hefur nú enn verið frestað að gera nokkurn hlut fyrr en á nýju kjörtímabili. Umhverfi hússins er til skammar, en ekki hefur enn ver- ið staðið við árlegt loforð um endur- bætur þar. Það er auðvelt á kosn- ingaári að lofa að framkvæma á næsta kjörtímabili, og tákna svo í töflu sem efnt loforð. „Sérstök áhersla á að gera göngu- götuna aðlaðandi,“ er táknað með bláu. Ég geri ekki ráð fyrir að stöðumæl- arnir og bílarnir séu skrautið sem hér er átt við, og spyr því í hverju þessi andlitslyfting felst. Ásýnd Ráðhús- torgs á einnig að hafa verið gerð líf- legri. Efndir eru hér gular, sem fellur vel að gulum stöfunum á kynlífssölu- staðnum Venus. Að allri kaldhæðni slepptri hefur engin breyting átt sér stað á Ráðhústorgi, nema hvað þarna í hjarta bæjarins er nú starfandi svo- kallaður næturklúbbur af billegustu gerð, búið er að byggja þar verð- launaháhýsi og bílaumferð er leyfð. Enn um tölur Að lokum get ég ekki látið hjá líða að benda á að Íslendingur gagnrýnir túlkun Samfylkingarinnar á tölum kosningakannananna, um leið og hann fellur í sömu gryfju sjálfur. „Hin framboðin“ eru á forsíðu sögð fá á bilinu 1–2 fulltrúa á meðan S fái alltaf 5. Þetta er auðvitað ekki rétt, og það veit S. Útkoma Vinstrihreyfingarinn- ar – græns framboðs úr þessum könn- unum er að við fáum á bilinu 2–3 full- trúa, og mest er fylgi VG meðal kvenna, ungra kjósenda og þeirra elstu. Í þeim könnunum sem gefa VG minnst, er aldurshámark 75 ár, þau sem eru eldri fá ekki að vera með í vís- indalegum könnunum, þótt þau séu enn duglegust að kjósa. Þau eru held- ur ekki ofarlega í huga S, sem láðist að huga að því að öldruðum fer fjölg- andi, S hefur fækkað hjúkrunarrým- um og ekkert hugað að uppbyggingu nýrra, þegar 40 manns liggja heima í neyð. S leyfir sér að segjast hafa efnt loforðið um sólarhringshjúkrunar- þjónustu. Þau sem heima liggja vita að það er ekki hreinn tilbúningur. Kristján Þór ætti í leit sinni að konum að athuga hvort hann finnur þær ekki heima hjá sjúkum foreldrum sínum og tengdaforeldrum, í heimahjúkrun og á yfirfullum öldrunardeildum, frekar en í saumaklúbbum. Að telja rétt – bláigaldur sjálfstæðismanna Valgerður H. Bjarnadóttir Akureyri Í hjarta bæjarins, segir Valgerður H. Bjarnadóttir, er nú starfandi svokallaður næturklúbbur af billegustu gerð. Höfundur skipar 1. sætið á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs fyrir bæjarstjórnar- kosningar á Akureyri í vor. ALDREI fleiri íbúar og aldrei meiri tekjur: GOTT MÁL aldrei meiri skattar og aldrei meiri skuldir: VONT MÁL. Í Skessuhorni sem kom út 8. maí s.l. var viðtal við Gísla Gísla- son bæjarstjóra á Akranesi um reikninga Akraneskaupstaðar og haft eftir honum að nið- urstaða reikninga Akraneskaupstaðar 2001 sé ekki góð og er það orð að sönnu. Þetta er niðurstaða sem kem- ur okkur sjálfstæðismönnum á Akranesi ekki á óvart og sannast sagna höfum við varað við þessu ár eftir ár, við hverja fjárhagsáætlun á eftir annarri en ekki verið hlustað á okkar varnaðarorð. Það var ljóst þegar meirihlutinn hér á Akranesi ákvað að fara svo hratt í einsetningu grunnskólans sem raun ber vitni að bæjarsjóður réð ekki við það pen- ingalega og því fór sem fór. Þá er líka ljóst við lestur reikninga bæj- arins að rekstur hans hefur farið meira og minna úr böndum. Það er líka ljóst að það hefur fleira en reksturinn farið úr böndum á s.l. árum, t.d. nýbygging við Byggðasafnið að Görðum sem á að hýsa steina-, íþrótta- og landmælingasafn sem átti að kosta kr. 36 milljónir og opna í ágúst 2001. Í dag er bara búið að standsetja steinasafnið og verður íþróttasafnið vonandi opnað í þessum mánuði og verður það safn þá komið í ca. 70 milljónir króna, og eftir því sem ég best veit verður safn Landmæl- inga ekki opnað fyrr en á næsta ári. Saga nýja safnahússins að Görðum er kennslubókardæmi um hvernig ekki á að vinna. Því miður sýnist mér að sagan sé nú að endurtaka sig með kaupum á húsnæði fyrir slökkvistöð hér á Akranesi. Ekki er gert ráð fyr- ir einni krónu í fjárhagsáætlun í ár eða á því næsta til kaupa eða bygg- ingar á slökkvistöð og þarf því að taka enn eitt lánið, þrátt fyrir að árið 2001 fóru 98% af tekjum Akranes- kaupstaðar í rekstur hans og að pen- ingaleg staða bæjarins hafi versnað um 324 milljónir milli ára og heild- arskuldir bæjarins séu komnar í 1,9 milljarða. Eins og fram kemur í fyrr- nefndu blaðaviðtali við bæjarstjór- ann á Akranesi. Það er löngu kominn tími til að bæjaryfirvöld á Akranesi læri af fenginni reynslu, undirbúi og skipuleggi sín mál betur þannig að þær áætlanir sem gerðar eru stand- ist og virki sem stjórntæki fyrir bæj- arfulltrúa og embættismenn. Og munið á kjördag – að Sjálf- stæðisflokkurinn er fyrir fólk sem vill framfarir!!! Reksturinn úr böndunum Gunnar Sigurðsson Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti sjálfstæðismanna á Akranesi. Akranes Ljóst er við lestur reikninga bæjarins, seg- ir Gunnar Sigurðsson, að rekstur hans hefur farið meira og minna úr böndum. GREIN mín í Morgunblaðinu á þriðjudaginn um skyndilegan áhuga Björns Bjarnasonar á aukn- um rétti til greiðslu húsaleigubóta virðist hafa komið illa við borgar- stjórnarframbjóðandann. Undanfarin sjö ár hef ég flutt fjölda mála á Alþingi ásamt fé- lögum mínum til að rétta hlut þeirra sem standa höllum fæti í samfélaginu. Aldrei áður hef ég heyrt Björn eða félaga hans í Sjálf- stæðisflokknum á Alþingi kvarta yfir því að ekki sé nógu langt geng- ið í þeim málum fyrr en Björn nú, hvað þá að þeir hafi stutt þau. Hann var aftur á móti einn þeirra sem felldu tillögu okkar um aukinn rétt einstæðra foreldra til húsa- leigubóta 15. maí 2001. Ég minni enn á að rétturinn til húsaleigubóta er ákvarðaður á Alþingi en ekki í borgarstjórn. Um það hver sé besti málsvari þeirra sem höllum fæti standa gagnvart húsaleigubótum eða öðru í kerfinu er hvorki Björns né mitt að dæma, heldur annarra. Málflutningur Björns í húsa- leigubótamálinu er aftur á móti ómerkilegt kosningaskrum, sem dæmir sig sjálft. Ásta R. Jóhannesdóttir Kosninga- skrum Björns Höfundur er alþingismaður. Frábærir fótskemlar Verð kr. 34.000 Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mánudag-föstudag 11-18, laugardag 11-15 DILBERT mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.