Morgunblaðið - 16.05.2002, Blaðsíða 81
BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2002 81
Kringlunni, sími 553 2888.
Brúðarskór
Teg.: LN-022
Stærðir: 36-41
Kr. 11.250
Teg.: LN-016
Stærðir: 36-41
Kr. 11.490
GLÆSILEGT ÚRVAL
V O R / S U M A R 2 0 0 2
Kringlunni 8-12, sími 568 6211,
Skóhöllin, Bæjarhrauni 16, Hf., sími 555 4420.
verð
st. 36-41 • drappaðir og svartir
verð
st. 36-41 • svartir og drappaðir
verð
st. 36-42 • svartir og hvítir
verð
st. 36-41 • svartir og ljósbláir
4.990
3.990 5.990
4.990
3.990verð
st. 36-41 • drappaðir og bláir
verð
3.990
st. 36-42 • bláir/drappaðir,
svartir
Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa
kl. 14–17 í neðri safnaðarsal. Sönghópur
undir stjórn organista. Dómkirkjan. Opið
hús í safnaðarheimilinu kl. 14–16. Kaffi
og með því á vægu verði. Ýmsar uppá-
komur.
Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.
Samleikur á flautu og orgel. Guðrún S.
Birgisdóttir og Hörður Áskelsson leika.
Léttur málsverður í safnaðarheimili eftir
stundina.
Háteigskirkja. Foreldramorgunn kl. 10.
Íhugun kl. 19. Taizé-messa kl. 20.
Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45–
7.05. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Org-
eltónlist í kirkjunni kl. 12–12.10. Að
stundinni lokinni er málsverður í safnað-
arheimili.
Breiðholtskirkja. Mömmumorgunn föstu-
dag kl. 10–12.
Hjallakirkja. Vortónleikar Kórs Hjalla-
kirkju kl. 20.30. Fjölbreytt efnisskrá. Ein-
söngvarar úr röðum kórfélaga. Söngstjóri
Jón Ólafur Sigurðsson.
Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðarstund kl.
21. Tónlist, ritningarlestur, hugleiðing og
bæn. Bænarefnum má koma til presta
kirkjunnar og djákna. Hressing í safnaðar-
heimilinu eftir stundina.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung
börn og foreldra þeirra í Vonarhöfn, safn-
aðarheimili Strandbergs, kl. 10–12. Opið
hús fyrir 8–9 ára börn í safnaðarheimilinu
Strandbergi, Vonarhöfn, frá kl. 17–18.30.
Víðistaðakirkja. Foreldrastund kl. 13–
15. Kjörið tækifæri fyrir heimavinnandi
foreldra með ung börn að koma saman og
eiga skemmtilega samveru í safnaðar-
heimili kirkjunnar.
Þorlákskirkja. Biblíupælingar í kvöld kl.
20.
Landakirkja: Kl. 19.30 andlegt ferðalag,
tólf spora kerfið – lokaður fundur í turn-
herberginu.
Kletturinn. Kl. 19 alfanámskeið. Allir vel-
komnir.
Akureyrarkirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna-
stund kl. 12. Bænaefnum má koma til
prestanna. Eftir stundina er hægt að
kaupa léttan hádegisverð í safnaðarheim-
ili. Æfingar fermingarbarna kl. 16–18.
Glerárkirkja. Opið hús fyrir foreldra og
börn kl. 10–12.
Safnaðarstarf
Morgunblaðið/Sverrir
Fríkirkjan, Tjörnin.
KIRKJUSTARF
KRISTÓFER heiti ég Sigurðsson,
almennur borgari og kjósandi. Ég
bý í Reykjavík, vinn hjá Reikni-
stofnun Háskóla Íslands, dunda
mér við flugnám og reyni að haga
mér af bestu getu eins og hver
annar venjulegur borgari lýðveld-
isins Íslands. Ég vissi, eins og
flestir, að Ísland hefði verið her-
setið síðan 1940, en ég lét það ekki
fara í taugarnar á mér, þar sem
viðkomandi herseta virtist halda
sig við Keflavík.
Svo var Laufásvegi lokað. Þar
sem ég bý þarna nálægt, tók ég
eftir þessu, en ég kærði mig koll-
óttan. Hersetan var þá bundin við
Keflavík og Laufásveg. Allt í lagi,
ég fer ekki mikið til Keflavíkur, og
mér dettur ekki í hug að rúnta um
Laufásveginn.
Við þetta sat í nokkurn tíma, ég
vinn, dunda mér við flug, rúnta um
bæinn með vinum mínum, o.s.frv.
Svo var mér bannað að fljúga.
Af öryggisástæðum var það ákveð-
ið, að á meðan íslenskir skattgreið-
endur greiða ógrynni fjár fyrir
ráðstefnu NATO (ein af hinum
svokölluðu „alþjóðlegu“ stofnunum
Bandaríkjanna), megi ég ekki
fljúga. Ég bý á Íslandi, og er
ánægður með það. En ég verð að
horfast í augu við það, að hér viðr-
ar ekki nálægt því alltaf til einka-
flugs. En núna, þegar þetta er
skrifað, er sólskin og blíða, ótak-
markað skyggni og næstum því
logn. En mér er sagt að ég þurfi
að hundsa þetta blíðviðri næstu 4
daga, vegna þess að herrarnir
vestan um haf vilja funda hér.
Fyrir utan það, að ég hef enga
trú á því, að hér sé nokkur maður
sem myndi vilja steypa flugvél of-
an á ráðstefnuna, þá leyfi ég mér
að efast stórlega um það, að einka-
flugbann yfir Reykjavík myndi
stöðva einbeittan geðsjúkling.
Hann myndi þá einfaldlega fara í
loftið frá öðrum, óstjórnuðum flug-
velli í nágrenninu.
Allt í lagi. Þegar hér er komið
við sögu verð ég að viðurkenna, að
ég var farinn að finna meira fyrir
hersetunni en venjulega. Þó gat ég
svosem lifað þetta af. Borgarar í
öðrum löndum þar sem Banda-
ríkjamenn eða vinir þeirra hafa
stjórnað hafa nú haft það mun
verra, og þar nægir að vísa í Pal-
estínu nútímans, eða Suður- og
Mið-Ameríku fyrir ekki svo löngu.
Það er mánudagsmorgunn. Ég
mæti í vinnuna, eins og ég geri
venjulega um það leyti vikunnar.
Þegar ég keyri Suðurgötuna sé ég,
að eitthvað er ekki eins og það er
venjulega. Það er búið að setja
upp skilti sem banna innkeyrslu
inn á bílastæði vestan megin við
Suðurgötu. Til áréttingar hafði
stór og rammgirt girðing verið
reist utan um vinnustað minn,
Tæknigarð. Auk þessa höfðu nokk-
ur skilti sem á stóð „Media
Centre“ verið sett á víð og dreif.
Nú spyr ég ykkur, hvers á ég að
gjalda? Er eitthvað í íslensku
stjórnarskránni sem segir að ég
hafi rétt til að vera frjáls og óheft-
ur, en aðeins ef ég er ekki fyrir
hernámsliðinu? Að lokum vil ég
spyrja út í það, hvar réttlætingin
sé fyrir því, að ég borgi fyrir ör-
yggi erlendra stríðsherra, þegar
embættismenn segja mér, að ekki
séu til peningar til að tryggja ör-
yggi mitt á leiðinni til og frá vinnu,
með því að setja beygjuljós á
Hringbraut, þar sem hún mætir
Snorrabraut og Njálsgötu?
KRISTÓFER
SIGURÐSSON,
netsérfræðingur,
Reiknistofnun HÍ.
Opið bréf til dómsmála-
og utanríkisráðherra
Frá Kristófer Sigurðssyni:
MARGIR óttast að Reykjavík
stefni nú hraðfari fram á hengiflug
fjármálaóreiðu. Hve lengi er hægt
að taka lán ofan í lán svo milljónum
eða milljörðum skiptir án þess að
stefni í gjaldþrot? Ingibjörg Sólrún
borgarstjóri er efalaust heiðarleg
og dugleg sem slík, þó hún komist
ekki í hálfkvisti við Björn Bjarna-
son hvað varðar dugnað, skipulagn-
ingu og framtíðarsýn, en í skugga
hennar í framboði er fólk sem ég
treysti ekki.
Það eru vafagemlingar í liðinu.
R-listinn er að éta upp eigur Reyk-
víkinga og lifir nú á fyrningum frá
stjórnartíð sjálfstæðismanna. Ég
væri til í að gera mikið til að koma í
veg fyrir að R-listinn ráði borginni
enn ein fjögur ár.
Allir sem hafa barnaskóla- eða
gagnfræðapróf í stærðfræði hljóta
að sjá að ekki er hægt að auka
skuldir um margar milljónir á dag
endalaust ár og síð og alla tíð, ein-
hverntíma springur blaðran. Það
eru litlir peningar til og innan
skamms munu sívaxandi skattar á
Reykvíkinga, þrátt fyrir loforð um
annað, varla duga fyrir vöxtum af
óreiðuskuldunum. R-listinn mun
skilja eftir sviðna jörð, sannkallaða
eyðimörk svikinna loforða og taum-
lauss sukks og óhófs, þegar hann
hrekst frá völdum. Gífurleg fjölgun
starfsmanna í Ráðhúsinu vekur at-
hygli og þeir sem grunaðir voru um
að vera hliðhollir D-listanum, voru
aftengdir og nýir millistjórnendur
ráðnir í hrönnum.
Rómverjar buðu upp á brauð og
leiki þegar veldi þeirra var að
hrynja innan frá af spillingu, hóglífi
og kynsvalli. Þeir buðu upp á leiki
sem fólust í því að kristnu fólki var
fleygt fyrir óargadýr, sem rifu það
á hol, m.a. konur og börn. R-listinn
flytur nú inn sirkusfólk á okkar
kostnað til að skemmta lýðnum,
púðurkerlingar og flugelda sem
gera fuglana útlæga af Tjörninni,
svo flytja hefur þurft herlegheitin
niður að höfn.
Reykvíkingar! Gerum uppreisn
gegn óaldarlýðnum í Ráðhúsinu og
hrindum R-listanum af höndum
okkar. Vinnum það verk fyrir fram-
tíð okkar kæru borgar.
ÓLAFUR H. HANNESSON,
Snælandi 4,
Reykjavík.
Er Reykjavík
gjaldþrota?
Frá Ólafi H. Hannessyni: