Morgunblaðið - 16.05.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 16.05.2002, Blaðsíða 43
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2002 43 ÞAÐ skiptir miklu að það samfélag sem við byggjum nái til og henti ólíkum þörfum og áherslum þeirra sem í því búa. Lífsgæði íbú- anna hafa verið höfð að leiðarljósi á undanförn- um árum við stefnumót- un á öllum sviðum Reykjavíkurborgar. Þetta skiptir ekki hvað síst máli þegar kemur að Félagsþjónustunni sem um fimmtungur Reyk- víkinga nýtir á hverju ári. Um 18% heildarút- gjalda borgarinnar er ráðstafað til þessa mála- flokks og þurfa þeir fjármunir að nýtast mismunandi þörfum íbúanna. Stóraukin áhersla hefur verið lögð á það á undanförnum árum að fá fag- fólk til að móta í samráði við notend- urna þá þjónustu sem skilar ár- angri. Námsstyrkir Stærsti einstaki liður í starfi Fé- lagsþjónustunnar er fjárhagsaðstoð. Aðstoð og þjónusta á jöfnum höndum að vera til þess fallin að bæta úr vanda og koma í veg fyrir að einstaklingar og fjölskyldur kom- ist í þá aðstöðu að geta ekki ráðið fram úr málum sínum sjálf. Fé- lagsþjónustan í Reykjavík hefur í sí- auknum mæli lagt áherslu á náms- styrki. Hún hefur eflt þá starfsemi sem kemur til móts við þarfir þeirra sem ekki finna sig í almennu skóla- kerfi og eða á vinnumarkaðinum. Að uppfylltum ákveðnum skilyrðum er veitt fjárhagsaðstoð vegna náms til einstæðra foreldra og einstaklinga á aldrinum 18–24 ára ef stundað er nám sem er ekki lánshæft hjá Lána- sjóði íslenskra námsmanna. Eins hefur Félagsþjónustan í borginni boðið upp á 18 mánaða endur- hæfingu, Kvenna- smiðjur, fyrir ungar konur sem verið hafa lengi á fjárhagsað- stoð. Þær fá á sama tíma endurhæfingar- lífeyri frá Trygginga- stofnun. Markmiðið er að þær læri að standa á eigin fótum og hefur árangur þessa starfs verið mjög góður. Fjölsmiðjan Að frumkvæði Rauða krossins og í samstarfi við ríki og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu var Fjölsmiðj- an sett á laggirnar á síðasta ári. Markmiðið er að bjóða fjölþætta verkþjálfun og fræðslustarfsemi því unga fólki er þar starfar. Stefnt er að því að 40–70 nemar geti verið að störfum hverju sinni en í dag eru þar rúmlega 30 manns í ýmsum verkdeildum undir verkstjórn fag- fólks. Fjölsmiðjan er líka þjálfunar- og endurhæfingarstaður fyrir ungt fólk, sem þarf undirbúning fyrir frekara nám eða störf. Þetta er ekki meðferðarstofnun, en á að vera hentugur vinnustaður fyrir ungt fólk sem er að fóta sig að nýju úti á lífsins vegum eftir áföll. Fjölsmiðjan er dæmi um vel heppnað samvinnuverkefni félaga- samtaka, ríkis og sveitarfélaga sem líta má til við þróun þjónustu á næstu árum. Blómstrandi mannlíf Reykvíkingar búa í dag við fé- lagsþjónustu sem leitast við að styðja fólk á þeirra forsendum í þeirra heimahúsum. Félagsþjónust- an leitast við að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi og velferð á grundvelli samhjálpar. Félagsþjón- ustan í Reykjavík hefur verið braut- ryðjandi í uppbyggingu félagsþjón- ustu á öllu landinu og Reykvíkingar geta verið stoltir af því starfi sem þar hefur verið unnið. Ég sé ekki fyrir mér að þetta upp- byggingarstarf hefði verið unnið ef hugmyndafræði Sjálfstæðisflokks- ins hefði ráðið ríkjum. Þeirra hug- myndafræði byggir á því, eins og reynslan sýnir, að bjóða upp á tak- markaða þjónustu í einangruðum og fjársveltum stofnunum yfirleitt með það að markmiði að einkavæða þær síðan, þegar óánægjuraddirnar verða hvað háværastar. Markaðs- hyggja Sjálfstæðisflokksins hefur alltaf verið honum fjötur um fót í velferðarmálum. Reykjavíkurlistinn er velferðarframboð, sem ber hag borgaranna fyrir brjósti og vill bjóða upp á fjölbreytilega og sveigj- anlega félagsþjónustu sem mætir ólíkum þörfum allra íbúa borgarinn- ar. Að því marki hefur hann unnið og mun halda áfram að vinna, ef hann fær endurnýjað umboð. Björk Vilhelmsdóttir Reykjavík Ég sé ekki fyrir mér að þetta uppbyggingar- starf hefði verið unnið, segir Björk Vilhelms- dóttir, ef hugmynda- fræði Sjálfstæðisflokks- ins hefði ráðið ríkjum. Höfundur er félagsráðgjafi og skipar 6. sæti Reykjavíkurlistans. Uppbyggingarstarf Félagsþjónustunnar R-LISTINN kynnti kunnugleg kosningalof- orð á sumardaginn fyrsta. Nú á loksins að efna loforðin frá 1994 og 1998.  R-listinn lofaði því 1994 að stöðva bruðl í fjármálum borgarinn- ar, hefja endurreisn borgarsjóðs og gera langtímaáætlun um hvernig greiða ætti upp skuldir borgarinnar. Hvernig hefur R-listinn staðið við þessi loforð? Hreinar skuldir borg- arinnar hafa aukist úr 4 milljörðum í 33 millj- arða á árunum 1994–2002. Árið 1994 námu skuldir veitufyrirtækja borgar- innar um 125 milljónum króna. Í ár nema skuldir Orkuveitu Reykjavíkur um 20.000 milljónum króna. Orku- veitan borgar hátt í 2.000 milljónir í vexti á ári. Áður en R-listinn tók við fjármagnaði Hitaveita Reykjavíkur byggingu Perlunnar og byggingu Nesjavallavirkjunar án þess að taka langtímalán. R-listinn hefur aukið skuldir á hvern borgarbúa úr 39.000 kr í 286.000 kr. á tímabilinu 1993–2002.  R-listinn lofaði því árið 1994 að öll börn fengju aðgang að leikskóla og að biðlistum eftir leikskólavist yrði útrýmt. Þetta loforð R-listans hefur ekki verið efnt. Árið 1994 voru 1869 börn á biðlistum eftir leikskólaplássi en í ársbyrjun 2002 voru þau hins vegar 2360. Samt eru 500 færri börn á leikskólaaldri í Reykjavík nú en voru árið 1994.  R-listinn lofaði fyrir kosning- arnar 1998 að lækka holræsagjaldið sem hann sjálfur lagði á Reykvíkinga á fyrra kjörtímabili sínu. Holræsa- gjaldið er nú um fimmtungur fast- eignagjalda í Reykjavík og ekki hafa þau lækkað. Enn eitt svikið loforð.  R-listinn lofaði að setja á stofn heilsugæslustöð fyrir Voga-, Heima- og Sundahverfi. R-listinn lofar þessu enn á ný í stefnuskrá sinni 2002.  R-listinn lofaði að byggja tvö ný hjúkrunarheimili. Hverjar eru efnd- irnar? R-listinn hefur brugðist sjúku öldruðu fólki. Í dag eru 400 manns á biðlistum eftir hjúkrunarrými, þar af 250 í brýnni þörf.  R-listinn lofaði að ljúka hreinsun strand- lengjunnar. Þetta hefur R-listinn ekki staðið við þrátt fyrir holræsa- skattinn.  R-listinn lofaði 50 m yfirbyggðri sundlaug í Laugardalnum í Reykjavík. Þessu hefur R-listinn lofað áður, án efnda. Nú heitir þetta gamla kosningaloforð „Vatnaparadís í Laug- ardal“. Reykvíkingar hafa kynnst því hvernig R-listinn efnir kosningalof- orð sín. Þeir slá um sig með fínum orðum, klifa á framtíðarsýn í stað þess að að tala um stefnu. Þeir telja sig geta blekkt okkur almúgann með innihaldslausum gáfumannavaðli. Ég held að þeir misreikni sig illilega, fólk lætur ekki blekkja sig endalaust. Ég minni á að Sjálfstæðisflokkur- inn, með Davíð Oddsson í forystu, stóð við sín kosningaloforð sem hann gaf fyrir borgarstjórnarkosningarn- ar 1986 og 1990. Reykvíkingar þekkja verk Björns Bjarnasonar og í því ljósi bið ég hvern og einn að spyrja sig hvort hann telji að Björn Bjarnason muni svíkja samninginn sem hann vill gera við Reykvíkinga. Kosningaloforð R-listans Gísli Ragnarsson Höfundur er aðstoðarskólameistari. Reykjavík Ég minni á, segir Gísli Ragnarsson, að Sjálf- stæðisflokkurinn stóð við sín kosningaloforð sem hann gaf fyrir borg- arstjórnarkosningarnar 1986 og 1990. OFT var sagt frá því, að forsætisráð- herra myndi koma í viðtal í ríkisútvarpinu milli kl. 15–16 nk. sunnud. 12. maí. Þess vegna má gera ráð fyrir að margir hafi hlustað. Davíð Oddsson kom að borgarmálunum og gerði mikið úr skulda- söfnun hjá R-listan- um. Fánaberi væri Ingibjörg Sólrún, en Alfreð réði. Hann lagði áherslu á van- þekkingu hennar í fjármálunum. Staða mála væri samkvæmt því. Mikill munur væri á. Hann hefði lækkað skuldir rík- isins um marga milljarða, en skuldasöfnun R-listans væri hroða- leg. Hann gat þessi ekki einu orði að sjálfur stóð hann fyrir því að „hirða“ 12 milljarða frá frjáfest- ingarsjóðunum og leggja inn í rík- issjóðinn. Einng „gleymdi“ hann sölu ríkiseigna (sem við eigum öll) og setti söluverð til lækkunar skulda. Þetta átti að sýna mun á fjármálaviti og vanþekkingu. Minna má á að 1990 var eitt aðalslagorð Sjálfstæðismanna, að lækka skatta vinstri manna. Höggva nær í spað „skattatré“ þeirra. Þá voru talin til alls 32 atriði. En hvað eru þau mörg í dag? Haldið ykkur nú! Þau eru 42! Minna má Davíð á „Bláubókina“ 1952 og hvað varð um loforðin þar. Einnig um nýtt allsherjar skipulag, sem kom fram rétt fyrir kosningar 1962 og Geir Hallgrímsson skýrði að væri fyrir allt að 130.000 manna byggð. Hvað stóð af því í gegnum tím- ans rás? Að lokum vil ég vita og margir fleiri hvenær Ingibjörg Sólrún sagði „ég vil allt eða ekkert“. Þetta hefur Björn tuggið áður. Nú er tími til að standa við töluð orð, Davíð. Þetta á að merkja, að Björn verður áfram, þótt hann verði í minnihluta, en Ingibjörg hrökkva á burt, verði R-listinn með minni- hluta. Leggið spilin á borðið, takk. Spilin á borðið, takk Jón Ármann Héðinsson Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Reykjavík Nú er tími til að standa við, segir Jón Ármann Héðinsson, töluð orð, Davíð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.