Morgunblaðið - 16.05.2002, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 16.05.2002, Blaðsíða 53
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2002 53 HÖFÐABAKKI 9 112 REYKJAVÍK SÍMI: 544 5330 FAX: 544 5335 10 11 / T A K T ÍK - N r.: 2 8 B R-LISTINN brást við skuldaklukku ungra sjálfstæðis- manna, sem sýnir hraðann á skuldaaukn- ingu Reykjavíkurborg- ar, sem er rúmar 11 milljónir á dag, með því að setja upp svo- kallaða „fjárfestinga- klukku“. Klukka R- listans, sem kölluð hef- ur verið eyðsluklukkan, á að sýna þá fjárhæð sem R-listinn hefur varið til fjárfestinga og hún gengur hratt. Erfitt er að koma auga á þá miklu uppbyggingu sem R-listinn gumar af og fjárfestingaklukkan á að endurspegla. Enda hefur R-list- inn ekki treyst sér til þess að leggja fram greinargóða útlistun á því hvað standi á bak við tölurnar. Eyðslu- klukka R-listans virðist því aðeins enn eitt dæmið um slaka fjármála- stjórn og blekkingarleikina sem list- inn hefur í frammi til þess að breiða yfir staðreyndir um fjárhag borg- arinnar. Auðvitað gengur klukkan hratt Það er hægt að finna ýmsar skýr- ingar á hinum mikla hraða á eyðslu- klukku R-listans. Mikið hefur verið rætt um Línu.Net, sem hátt í annan milljarð króna hefur verið lagt í. Þær ,,fjárfestingar“ herða án efa töluvert á eyðsluklukkunni. Orku- veitan er um þessar mundir að byggja skrifstofuhúsnæði fyrir hátt í fjóra milljarða, en byggingin hefur þegar farið milljarð fram úr áætlun. Eyðsluklukkan geysist auðvitað áfram þegar slíkar ,,fjárfestingar“ eru annars vegar. Að öðru leyti er erfitt að skilja tölur R-listans, t.d. hvort eðlilegar endurfjárfestingar séu taldar með, svo allt viðhald, á skólplögnum jafnt sem götum og gangstéttum. Í það minnsta er ljóst að fjárfestingarnar sem R-listinn hreykir sér af eru að mestu leyti framkvæmd verkefna sem borginni er að lögum skylt að sinna og gera verður kröfu um að hún komi í verk án þess að hlaða upp skuldum. Stöðvum eyðslufylliríið Staðreyndin er auð- vitað sú að skulda- klukkan sýnir fráleita skuldasöfnun Reykja- víkurborgar sem R- listinn ber ábyrgð á. R- listanum hefur ekki tekist að ná endum saman í rekstri borg- arinnar frá því hann komst í meirihluta, heldur þurft að taka lán fyrir útgjöldunum. Og skuldirnar vaxa og vaxa. Svo einfalt er málið. Það hefur engan tilgang fyrir R-listann að benda á að borgin eigi eignir fyrir skuldum því þær á væntanlega ekki að selja upp í skuldirnar. Nema auð- vitað að búast megi við uppboðum á skólum og gangstígum fljótlega. Eina leiðin til þess að snúa þessari þróun við er að stoppa eyðslufyllerí R-listans. Reykvíkingum gefst kost- ur á því hinn 25. maí. Eyðsluklukka R-listans Hrefna Ástmarsdóttir Höfundur er háskólanemi. Reykjavík Það hefur engan tilgang fyrir R-listann að benda á að borgin eigi eignir fyrir skuldum, segir Hrefna Ástmarsdóttir, því þær á væntanlega ekki að selja upp í skuldirnar. KARLAR halda því fram þegar skoðana- kannanir vegna kom- andi borgarstjórnar- kosninga sýna að fleiri konur styðja R-listann en karlar, að þetta sé þannig vegna ábyrgð- arleysis kvenna í fjár- málum. Ég vil samt ekki ætla körlum það í dag að þeir haldi konu sinni svo utan við fjár- málin að þær geri sér aðeins grein fyrir hvað er í eldhúsbuddunni. Á þeim vettvangi hefur Jóhannes í Bónus veitt góðan stuðning, sem komið hefir heimilunum vel, en á sama tíma hefur R-listinn hinsvegar seilst æ dýpra ofan í vasa borgarbúa, með hærri sköttum og ýmsum gjöld- um. Skattamálin Góð fjármálastjórn hlýtur að vera mikilvæg fyrir heimilin í borginni, en því miður hefur mikið vantað þar á hjá R-listanum. Skatttekjur borgar- innar voru árið 1993 rúmlega 15 milljarðar króna en jukust í 25 millj- arða árið 2001 og eru áætlaðar 27 milljarðar árið 2002. Þrátt fyrir þetta hafa skuldir Reykjavíkurborgar flogið upp í 34 milljarða króna og hafa meir en áttfaldast í tíð R-listans. Þetta kemur heim og saman við það sem sjötti maður R-listans sagði í viðtalsþætti um kosningamálin á Skjá einum 8. maí sl. að peningar skiptu ekki máli. Þá vitum við það! „Greinilegt er að mikill hluti Reykvíkinga er einstaklega ánægður með að greiða miklu hærri gjöld til borgarsjóðs í formi útsvara, fast- eignagjalda, vatnsskatts, holræsa- gjalda og svo mætti lengi telja, en íbúar grannbæjarfélaganna þurfa að greiða,“ segir Magnús Erlendsson föstudaginn 8 mars s.l. í grein í Morgunblaðinu sem ber yfirskriftina „Heill hærri sköttum!“. Ennfremur segir hann: „Opinberar tölur sýna nefnilega að skattgreiðendur í Reykjavík greiða oftast tugum þús- unda króna, jafnvel hundruð þús- unda, meira í gjöld til sveitararsjóðs en t.d. skattgreiðendur á Seltjarnar- nesi. Á flestum sviðum þjónustu stendur samt Seltjarnarnesbær jafnfætis eða framar Reykjavíkur- borg. Skýringin er einföld: Í nær fjóra áratugi hafa sjálfstæðismenn haft meirihluta á Seltjarnarnesi. Í grein í DV 3. maí s.l. segir Hildur Guðmundsdóttir m.a.: „Skoðana- kannanir eru sagðar sýna að meirihluti kvenna styðji R- listann. Á vinnustað mínum voru menn að stríða mér á því að skýringin væri þetta sí- gilda ábyrgðarleysi kvenna í fjármálum. Þær hefðu ekki hug- mynd um að borgin væri sokkin í hyldjúpt skuldafen og segðu bara að Ingibjörg væri svo fín og frökk sem stjórnandi.“ Hildur heldur áfram og segir: „Ég mótmæli svona karlrembu, en velti þá upp þeirri spurningu að mikið voða- lega væru þær ríkar konurnar í Reykjavík að hafa efni á að halda uppi þessu valdabandalagi kvenna sem heitir R-listinn.“ Leikskóla- og heilsugæslumálin Konur hafa ef til vill einblínt á það sem borgarstjóri kallar mjúku málin. Þar á meðal voru m.a. kosningalof- orð hans að tryggja öllum börnum aðgang að leikskóla, og setja á stofn heilsugæslustöðvar fyrir Heima-, Voga- og Sundahverfi. En í þessum málum hefur Reykjavíkurborg ekki komist í hálfkvisti við það sem ná- grannabæjarfélögin hafa gert, enda hefur ungt fólk flust unnvörpum þangað þar sem þjónustan er betri og skattar lægri, t.d.: Á Seltjarnarnesi eru skólar ein- setnir og engir biðlistar eftir leik- skólum. Í Kópavogi fá öll börn tveggja ára og eldri átta tíma dagvistun. Þar hafa verið byggðir á árunum 1998- 2002 fimm leikskólar og einn einka- leikskóli. Sá háttur var hafður á til sparnaðar, að alltaf var byggt eftir sömu teikningu, en í hvert sinn sem byggt var, var grandskoðað hvað hefði mátt betur fara, og voru það einu breytingarnar sem gerðar voru. Þannig kostaði sex deilda leikskóli Kópavogsbúa kr. 140 milljónir króna. Á sama tíma var Reykjavík- urborg að greiða 190 milljónir fyrir byggingu sömu stærðar leikskóla. Í Reykjavík eru 2.360 börn á aldr- inum eins til fimm ára á biðlista í jan- úar 2002. Þetta er svo þrátt fyrir kosningaloforð R-listans 1998 um að öll börn fengju pláss á leikskóla, en í janúar 2002 bíða 1.390 tveggja ára börn, 416 þriggja ára börn og 77 fjög- urra til fimm ára börn eftir plássi. Ljóst er samkvæmt þessu að sum börn koma aldrei til með að fá leik- skólapláss, og flest ekki fyrr en þau verða a.m.k. þriggja ára. Meira að segja fyrir kosningarnar 1994 lofaði R-listinn að öll börn fengju leikskólapláss, en nú átta ár- um síðar hafa biðlistar lengst þrátt fyrir að 500 börn færri þurfi á þess- ari þjónustu að halda. Þessi mál láta konur sig varða, mæður og ömmur. Margir hafa einfaldlega greitt at- kvæði með fótunum og flust með fjöl- skyldur sínar í nágrannabæjarfélög- in þar sem þjónustan er betri. Óuppfylltar væntingar Skattamál, leikskólamál og fjár- mál borgarinnar í heild hafa mikil áhrif á hag heimilanna. Skattar hafa endalaust hækkað, og orkan (raf- magn, hitaveita og kalt vatn) hefði getað lækkað ef skuldir borgarinnar hefðu ekki verið fluttar á Orkuveit- una. Það er greinilegt að það er ekki vegna uppfylltra væntinga í leik- skólamálum eða byggingar heilsu- gæslustöðva sem konur eru að veita R-listanum atkvæði sitt, en þetta eru mjög mikilvæg mál barnafjölskyld- um. Ekki vil ég samt ætla konum að þær álíti að fjármál borgarinnar skipti ekki máli. Hver er þá skýringin á gengi R- listans í skoðanakönnunum hvað konur varðar? Getur verið að stór hluti Reykvíkinga sé orðinn svo upp- numinn af orðagjálfri borgarstjóra, að þeir geri sér ekki grein fyrir að loforðin hafa ekki gengið eftir og hvað sú staðreynd hefur kostað þá aukalega? Áskorun til reykvískra kvenna Mál er að linni. Konur, stöndum saman um að velja áreiðanlega aðila til að taka við stjórn borgarinnar. Við látum ekki blekkjast endalaust. Kjósum Sjálfstæðisflokkinn, þar er ábyrgur maður í brúnni ásamt vel valinni áhöfn. Hafa konur ekki vit á fjármálum? Margrét K. Sigurðardóttir Reykjavík Konur, stöndum saman, segir Margrét K. Sigurðardóttir, um að velja áreiðanlega aðila til að taka við stjórn borgarinnar. Höfundur er viðskiptafræðingur og 20. maður á lista Sjálfstæðisflokks- ins. HUGMYND um að selja eða einkavæða Ríkisútvarpið væri bæði sorgleg og van- hugsuð hugmynd. Hún hlýtur að koma frá þeim sem lítið eða ekk- ert hlusta á Rás 1. Ég er einn af þessum for- réttinda-eftirlaunaþeg- um sem þurfa ekki að mæta í vinnuna á dag- inn og get þess vegna ráðið mínum tíma og hlusta töluvert á út- varpið. Ég er oft þakklát og undrandi yfir öllum þeim fróðleik sem það miðlar, bæði í samtalsþáttum og samantektum á alls konar efni, um það sem er að gerast í nútíð og for- tíð. Útvarpið fylgist með því sem fólk er að fást við vítt og breitt um landið í atvinnu-, félags- og menn- ingarmálum. Eins eru margskonar áhugaverðir þættir þar sem fólk miðlar okkur af þekkingu sinni og fróðleik. Má þar nefna úrvals tónlist- arþætti, þar sem fjallað er um tón- list, tónlistarmenn og tónskáld, þætti um bókmenntir og heimspeki. Ekki má gleyma leikritum, ljóðalestri, smásögum eða framhaldssögum. Hver hefði viljað missa af Halldóri Laxness lesa Brekkukotsannál, Gísla Halldórssyni lesa Góða dátann Sveik eða Arnari Jónssyni lesa Sjálfstætt fólk og þannig má lengi telja. Ég fresta því oft að skreppa frá ef það er eitthvað í útvarpinu, sem ég vil ekki missa af. Auðvitað er efnið ekki alltaf jafn áhuga- vert og einstaka sinnum jafnvel leið- inlegt fyrir minn smekk, en það verður hver og einn að meta fyrir sig, enda alltaf hægt að snúa sér að öðru. Engin innlend útvarpsstöð kemst í samjöfnuð við Ríkisútvarpið og þá sérstaklega Rás 1 og væri mikið menningarslys að einkavæða það. Hætt er við, að ef af einkavæð- ingu yrði, mundu eigendur hugsa fyrst og fremst um það sem þeir héldu að almenningur vildi helst hlusta á. Aðaláherslan yrði á afþrey- ingarefni í léttum dúr. Við megum ekki undir nokkrum kirngumstæð- um missa Ríkisútvarpið, þá rótgrónu og góðu stofnun, – og okkur ber skylda til að efla Ríkissjónvarpið, sem því miður hefur ekki tekist að skapa sér eins eftirtektarverðan sess með menningarlegri dagskrá. Verjum Ríkisútvarpið. Ríkisútvarpið er ómissandi Herdís Þorvaldsdóttir Höfundur er leikari. RÚV Engin önnur stofnun kemst í samjöfnuð við Ríkisútvarpið, segir Herdís Þorvaldsdóttir, sem varar við hugmyndum um einka- væðingu eða sölu stofnunarinnar. Bossakremið frá Weleda – þú færð ekkert betra Fæst í: Þumalínu, Heilsuhúsinu, Lyfju, Lyf og heilsu og Apótekinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.