Morgunblaðið - 16.05.2002, Qupperneq 77

Morgunblaðið - 16.05.2002, Qupperneq 77
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2002 77 FNV-DAGURINN var haldinn í annað sinn í Fjölbrautaskóla Norð- urlands vestra nú fyrir skömmu en þessi dagur er byggður upp í kring- um árlega stærðfræðikeppni meðal nemenda níunda bekkjar grunn- skólanna á Norðurlandi vestra. Margir lögðu leið sína í Bóknáms- hús skólans til þess að fylgjast með keppninni en einnig fór fram viða- mikil kynning á háskólanámi í Skagafirði, kynning á Hólaskóla og einnig var Námsgagnastofnun með kynningu á námsefni og kennslufor- itum í raungreinum. Fjölbrautaskólinn byrjaði á stærðfræðikeppninni fyrir fimm ár- um og leitar þátttakenda með for- keppni í grunnskólunum, en þeir sextán sem bestum árangri ná halda áfram í úrslit. Keppnin er haldin í tengslum við fyrirtæki á svæðinu og eru gefendur verðlauna Element, Mjólkursamlag KS á Sauðárkróki, KLM á Siglufirði, Landssíminn, Námsgagnastofnun, Mál og menn- ing, Heimilistæki og Íslandsflug í Reykjavík. Eftir tveggja tíma glímu við stærðfræðina lágu úrslit fyrir, en sigurvegari var Ágúst Sigurjónsson frá Varmahlíðarskóla, með 92 stig af 110 mögulegum sem er mjög glæsi- legur árangur. Í öðru og þriðja sæti voru svo Árni Þ. Þorsteinsson og Gunnar E. Sævarsson frá Árskóla. Viðurkenning að verðmæti um eitt hundrað þúsund krónur kom í hlut sigurvegara, en fimmtíu til áttatíu þúsund króna verðlaun til keppenda í öðru og þriðja sæti. Allir þeir sem í úrslit komust fengu við- urkenningar að verðmæti rúmlega tíu þúsund krónur. Ársæll Guðmundsson aðstoðar- skólameistari sagði þessa keppni einn af mörgum ánægjulegum þátt- um skólastarfsins og ekki síst fyrir það að hér væru efld tengsl skóla og atvinnulífs og einnig benti hann á að nú væri kynjahlutfall jafnt meðal keppenda sem einnig væri ánægju- legt og sýndi að raungreinar væru ekki lengur sérstakar strákagrein- ar. Fjöldi gesta, sem lögðu leið sína á FNV-daginn skoðuðu síðan skólann og þ.m.t. verknámshúsið og sýning- ar nemenda á verkum sínum sem þar voru sett upp. Morgunblaðið/Björn Björnsson Glæsilegur hópur ungra stærðfræðinga á FNV-degi. Þetta eru þeir 16 sem bestum árangri náðu í keppninni. FNV-dagurinn á Sauðárkróki Sauðárkrókur ELDRI borgarar í Rangárþingi héldu fyrir skemmstu handverks- sýningu í félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli. Margt fagurra muna var á sýningunni enda hafa eldri borg- arar notið leiðsagnar tveggja leið- beinenda í vetur, þeirra Rósalindar Ragnarsdóttur tómstundafulltrúa og Halldórs Óskarssonar smíða- kennara. Á sýningunni mátti m.a. sjá glerlist, silkimálun, taumálun, trévinnu, prjón, útsaum, bútasaum, málverk og margt fleira. Sýningin var afar vel sótt og var fróðlegt að spjalla við eldri borgarana og sjá hvað tómstundavinna þeirra gefur þeim mikið og hefur skilað miklum árangri. Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Á handverkssýningu eldri borgara. Margrét Ísleifsdóttir, Ragnhildur Sveinbjörnsdóttir og Oddgeir Guðjónsson virða fyrir sér smíðisgripi Oddgeirs en hann er á nítugasta og öðru aldursári og átti marga smíð- isgripi á sýningunni, enda sagður dverghagur þúsundþjalasmiður. Handverkssýning eldri borgara í Rangárþingi Hvolsvöllur ÁTTUNDI bekkur Grunnskóla Grundarfjarðar vann ferð til Þýska- lands í Evrópukeppni meðal reyk- lausra 7. og 8. bekkinga 2001– 2002.Verðlaunin voru veitt af tób- aksvarnanefnd fyrir góða frammi- stöðu við tóbaksvarnir. Börnin dvelja fjóra daga í Þýskalandi ásamt jafnöldrum sínum frá hinum Norð- urlöndunum. Í haust ákváðu nem- endurnir að reyna að fá foreldra sína til að hætta að reykja. Við athugun kom í ljós að helmingur foreldra barnanna í bekknum voru reykinga- fólk. Börnin ákváðu því að halda námskeið fyrir foreldrana um skað- semi reykinga og aðferðir til að hætta að reykja. Þau undirbjuggu námskeiðið sjálf og buðu síðan for- eldrum sínum á tvo fundi um efnið. Fyrri fundurinn bar yfirskriftina „Nokkrar staðreyndir um tóbak“. Þar héldu nemendurnir fyrirlestur um áhrif reykinga á heilsuna. Í fyr- irlestrinum notuðu börnin glærur með hjálp fartölvu og skjávarpa. Efni seinni fundarins var „Hvers vegna að hætta?“ Eftir fyrirlestur og glærusýningu buðu nemendurnir foreldrum sínum kaffi, ávaxtasafa og meðlæti. Nokkrar stúlkur höfðu bakað tvær kökur sem áttu að tákna lungu. Önnur var skreytt með bleiku kremi og átti að vera hreint og heilbrigt lunga, en hin kakan var með brúnu kremi og svörtum lakkrísbitum og átti að tákna skemmt og illa farið lunga. Áhrif fundanna voru síðan mæld, og skömmu eftir fundinn hafði ein móðirin alveg hætt reykingum og tvær aðrar verulega dregið úr tób- aksnotkun. Að lokum sömdu nemendurnir dreifibréf um reykingar og báru í öll hús í Grundarfirði Morgunblaðið/Hallgrímur Magnússon Þau voru auðvitað stolt af árangrinum, krakkarnir í 8. bekk Grunnskóla Grundarfjarðar, enda hlutu þau ferð til Þýskalands í verðlaun fyrir viðleitnina til að venja mömmu og pabba af sígarettunni daunillu eða pípunni. Hlutu verðlaun fyrir viðleitni til að fá foreldra til að hætta að reykja Grundarfjörður 9. BEKKUR Grunnskólans í Stykk- ishólmi hefur í vetur verið að safna fyrir bekkjarferð til Danmerkur sem farin verður 26. ágúst nk. En það kostar mikið að fara til útlanda og því þarf að hafa úti allar klær til að safna fyrir ferðinni. Í vetur hafa bekkjarfélagarnir viðhaft hefð- bundnar söfnunaraðferðir eins og að selja skúffuköku og kleinur. Krakkarnir og foreldrar þeirra hafa komið saman nokkra laug- ardaga í vetur og steikt kleinur í skólaeldhúsinu og síðan boðið bæj- arbúum að kaupa heitar kleinur með kaffinu. Það dugði ekki til og enn vantaði peninga í pottinn. Ýms- ar hugmyndir komu fram um hvað væri hægt að gera til að fá í bauk- inn. Þeim leist vel á eina hugmynd sem aðrir hafa ekki notað svo vitað sé. Hugmyndin var að standa fyrir rennibrautarmaraþoni. Við sund- laugina í Stykkishólmi er stór og mikil vatnsrennibraut sem er 57 metrar á lengd. Söfnun fór fram um síðustu helgi og á mánudagsmorgun hinn 6. maí kl. 8 hófst maraþonið. Í bekknum eru 24 nemendur sem skiptust niður í fjóra hópa og hver hópur renndi sér niður rennibraut- ina í klukkutímalotum. Maraþonið stóð í einn sólarhring og var seinni hlutinn lengi að líða, en markmiðið náðist. Bekkjarfélagarnir renndu sér 11.087 ferðir á þessum sólar- hring sem gerir 642 kílómetra og er sú vegalengd nokkrar ferðir til Reykjavíkur. Með þessu uppátæki söfnuðu þau yfir 200.000 kr. og voru að vonum ánægð með árangurinn. Þar með hafa þau náð að fjármagna Danmerkurferðina sem vonandi verður þeim til fróðleiks og skemmtunar og þáttur í að efla nor- ræna samvinnu. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Nemendur 9. bekkjar Grunnskólans í Stykkishólmi renndu sér niður vatnsrennibrautina við sundlaugina í gríð og erg í heilan sólarhring og söfnuðu áheitum til að fjármagna fyrirhugaða Danmerkurferð sína. Renndu sér 632 kílómetra í vatnsrennibraut Stykkishólmur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.