Morgunblaðið - 16.05.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.05.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtándi árgangur Óperublaðsins Styðja og styrkja starfið VINAFÉLAG Ís-lensku óperunnarer félagsskapur sem heldur úti öflugu kynningar- og stuðnings- starfi fyrir Íslensku óp- eruna. Nýlega kom t.d. út fyrra tölublað 15. árgangs Óperublaðsins. Soffía Karlsdóttir er formaður fé- lagsins og svaraði hún nokkrum spurningum. – Þetta er afmælisár- gangur Óperublaðsins, er eitthvað gert til hátíðar- brigða? „Já, það er rétt, Óperu- blaðið er búið að slíta barnsskónum, orðið fullra fimmtán ára og hefur átt mikilli velgengni að fagna frá því að Styrktarfélag, nú Vinafélag, Íslensku óper- unnar hóf að gefa það út 1987. Blaðið hefur tekið stórstígum breytingum undanfarið og hefur líklega sjaldan státað af jafn ríku- legu efni og nú. Blaðið hóf göngu sína undir ritstjórn Árna Tómasar Ragnarssonar læknis og núver- andi ritstjóri þess er Margrét Sveinbjörnsdóttir, kynningarstjóri Íslensku óperunnar. Ritnefndina skipa Ingjaldur Hannibalsson, Ólafur Jóhannes Einarsson og ég.“ – Hvert er efni blaðsins? „Það má segja að við höldum upp á afmæli blaðsins með því að tileinka það rúmlega hundrað og sextíu ára afmæli óperunnar Hol- lendingsins fljúgandi. Aðaláhersl- an er lögð á þessa rómantísku óperu Wagners sem frumsýnd var um síðustu helgi sem samstarfs- verkefni Íslensku óperunnar, Þjóðleikhússins, Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands og Listahátíðar í Reykjavík. Þar er meðal annars að finna viðtöl við nokkra af aðstand- endum uppsetningarinnar. Steinn Jónsson læknir og diva óperunnar, Magnea Tómasdóttir, velja sér draumasöngvara í Hollendingnum fljúgandi, burtséð frá því hvort þeir eru lífs eða liðnir, og Viðar Pálsson sagnfræðingur skoðar Wagner-hátíðina í Bayereuth í lok keisaratímans og í Weimar-lýð- veldinu. Annar sagnfræðingur rit- ar í blaðið, Magnús Lyngdal Magnússon, sem hefur hlýtt á nokkrar útgáfur af Hollendingn- um og segir lesendum frá niður- stöðu þeirrar pælingar. Ekki er hægt að minnast á Óperublaðið nema geta Halldórs Hansen lækn- is sem hefur ritað efni í nánast hvert blað frá því að það hóf göngu sína. Einhver sagði að Óperublaðið mætti vel nefna Læknablaðið þar sem greinar eftir lækna eru áber- andi en það er áberandi hve marg- ir úr þeirri stétt eru forfallnir óp- eruaðdáendur. Við höfum til allra heilla getað virkjað þennan áhuga læknastéttarinnar blaðinu og les- endum til hagsbóta með því að fá þá til að skrifa í blaðið. Fyrir utan þá tvo lækna sem ég hef þegar nefnt ritar Valgarður Egilsson um uppáhaldsóperuna sína, sem aldrei hefur verið skrifuð.“ – Hver er dreifingin og upplagið? „Óperublaðið er gefið út tvisvar á ári og dreift ókeypis til félaga í Vinafélagi Íslensku óperunnar, sem eru nú um 700. Auk þess er blaðið selt á öllum helstu blaðsölu- stöðum landsins. Upplagið er 2.000 eintök.“ – Segðu okkur aðeins frá því hvað Vinafélagið er að fást við í dag … „Vinafélagið er félagsskapur um 700 einstaklinga, sem kýs sér fimm manna stjórn. Tveir úr þeirri stjórn eiga einnig sæti í stjórn Ís- lensku óperunnar samkvæmt sam- þykktum hennar. Daglegur rekst- ur félagsins er í höndum Óperunnar. Megintilgangur fé- lagsins er að styðja og styrkja starf Óperunnar með fræðslu og kynningarstarfi á óperulist með hliðsjón af verkefnum Óperunnar og í samstarfi við hana, en einnig að vinna að því að auka áhuga og þekkingu á óperulist á Íslandi al- mennt. Vinafélagið býður fé- lagsmönnum sínum ýmis fríðindi, s.s. forkaupsrétt að aðgöngumið- um á sýningar og tónleika Óper- unnar, þeir fá Óperublaðið sent ókeypis, auk afsláttar af þátttöku- gjaldi á námskeið sem félagið stendur fyrir sjálft eða í samstarfi við aðra. Vinafélagið hefur staðið fyrir námskeiðum í samstarfi við Endurmenntun Háskóla Íslands um óperur sem verið er að taka til sýninga, síðast Hollendinginn fljúgandi eftir Richard Wagner og næsta haust verður námskeið um Rakarann í Sevilla eftir Rossini sem frumsýna á í Óperunni næsta haust. Meðal helstu nýjunga sem félagið hyggst gangast fyrir eru skipulagðar óperuferðir erlendis. Í Óperublaðinu er sagt frá fyrstu ferðinni sem fyrirhuguð er í nóv- ember á þessu ári. Ferðinni er heitið til New York þar sem farið verður á 2–4 óperusýningar; Aidu, La Traviata, Il Trovatore og Fide- lio ýmist í Metropolitan-óperunni eða New York City Opera. Gist er á góðu hóteli frá fimmtudegi til sunnudags. Verðið er afar hagstætt en með í ferðinni verður farar- stjóri sem á líklega Íslandsmet í óperuáhorfi.“ – Er framtíðin björt? „Framtíð Vinafélagsins er björt, enda ljóst að aðsókn að óperum fer vaxandi og áhugi fólks á listgrein- inni hefur aukist til muna. Vina- félagið hyggst efla starfsemi sína á næstu árum og má segja að það átak hefjist næsta haust með öflun nýrra félaga. Soffía Karlsdóttir  Soffía Karlsdóttir er fædd í Reykjavík 1962. Stúdent frá MR. Hefur 8. stig í söngnámi, rekstr- ar- og viðskiptanám frá Endur- menntun HÍ og nemur nú rekstr- arfræði við HÍ. Hefur verið í fjöl- miðlun, m.a. hjá Rás 1. Var áður hjá Íslensku óperunni, við rit- stjórn og kynningarmál, einnig hjá Reykjavík – menningarborg. Er nú kynningarstjóri hjá Lista- safni Reykjavíkur og stjórnar- maður í Íslensku óperunni. For- maður Vinafélagsins og í ritnefnd blaðsins. Gift Gunnari J. Árna- syni listheimspekingi og eiga þau Árna Frey, Sunnefu og Júlíu. Tvisvar á ári og dreift ókeypis NÁMSMENN sem leigja íbúðir hjá Gistiheimilinu Felli í Garðabæ fá ekki húsaleigubætur vegna þess að gisti- heimilið er skilgreint sem iðnaðar- húsnæði. Námsmennirnir hafa þess vegna ekki fengið leyfi til að skrá lög- heimili sitt í húsinu. Arnór Hannes- son, eigandi gistiheimilisins, segist í mörg ár hafa barist fyrir því að fá þessu breytt en hann komi alls staðar að lokuðum dyrum. Fékk leyfi til að reka gistiheimili Arnór hefur í þrjú ár rekið Gisti- heimilið Fell, en það er staðsett við Smiðsbúð í Garðabæ. Hverfið er skil- greint sem iðnaðarhverfi, en Arnór hefur engu að síður fengið leyfi til að reka þar gistiheimili. Í húsinu eru 13 íbúðir sem allar eru með eldhúsi og baði. Íbúðirnar uppfylla því ákvæði laga um húsaleigubætur, en í þeim eru gerðar vissar kröfur til húsnæðis. „Ég keypti á sínum tíma iðnaðar- lóð, en búið var að byggja þriðjung af því húsnæði sem átti að vera á lóð- inni. Ég ræddi um það við bæjar- stjórann í Garðabæ að ég vildi ekki halda áfram að byggja á lóðinni nema að ég fengi leyfi til að reka þar gisti- heimili með löglegum hætti þar sem krakkar fengju húsaleigubætur. Ég fékk leyfið og byggði síðan upp hús í framhaldi af því. En húsið er hins vegar alltaf kallað iðnaðarhúsnæði þó svo að heimilt sé að reka í því gisti- heimili. Ég fékk þau svör í félagsmálaráðu- neytinu að fólk sem byggi á gisti- heimilum fengi ekki húsaleigubætur. Ég ákvað þá að fara þá leið að leigja námsmönnunum beint og fékk meira að segja bréf um það frá sýslumanni. Síðan ætlaði ég mér að reka gisti- heimili fyrir ferðamenn yfir sumar- mánuðina. Þegar á reyndi reyndist þessi leið hins vegar ekki heldur fær. Málið virðist snúast um það að yfir- völd í Garðabæ skilgreina húsið sem iðnaðarhúsnæði og þannig er það skráð hjá Fasteignamati ríkisins,“ sagði Arnór. Arnór sagði að þrátt fyrir að Smiðsbúð væri skilgreind sem iðnar- hverfi væri eitt raðhús við götuna og þar hefði einnig verið staðsett sam- býli. Enginn námsmannanna mætti hins vegar skrá lögheimili sitt á gisti- heimilinu. Þeir stunda nám í fram- haldsskólum í Garðabæ og Kópavogi, iðnskóla og háskólanum í Reykjavík. „Ég er búinn að berjast í þessu í mörg ár án árangurs. Raunar þarf ég ekkert að vera að standa í þessu vegna þess að ég fæ leiguna greidda, en mér finnst þetta svo ranglátt gagnvart námsfólkinu sem hjá mér býr,“ sagði Arnór. Gistiheimili í Garðabæ skráð sem iðnaðarhúsnæði Námsmenn fá ekki húsaleigubætur HANN er líflegur að sjá, fyrirbærið Skuldahali, sem sjá má á myndinni, en hlutskipti hans er að elta fram- bjóðendur R-listans fram að kosn- ingum 25. maí næstkomandi að sögn Hauks Arnar Birgissonar, varaformanns Heimdallar. Haukur segir að Skuldahalinn sé útfærður af Heimdalli en sé táknrænn fyrir skuldir Reykjavíkurborgar, sem hafi verið að aukast eins og ítrekað hefur verið bent á að hans sögn. „Skuldahalinn er helsti stuðnings- maður R-listans og fylgir honum hvert sem hann fer,“ segir Haukur. „Skuldahalinn hefur vaxið og dafn- að hjá R-listanum og þar líður hon- um best. Á næstu vikum mun Skuldahalinn elta R-listann um alla borg út af því að hann kann vel við sig í þeirri lélegu fjármálastjórn sem þar er viðhöfð. Umhverfi R- listans er því fullkomið fyrir Skuldahalann og því sækir hann í þá staði þar sem R-listinn fer um.“ Skuldahali á ferð um borgina Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.