Morgunblaðið - 16.05.2002, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.05.2002, Blaðsíða 29
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2002 29 Ólífutré eru vel þekkt fyrir undraverðan kraft. Hreint efni, unnið úr laufblöðum þeirra, styrkir viðnám húðar- innar gegn fyrstu einkenn- um sem tengj- ast öldrun. Heimsækið okkur á www.biotherm.com AGE FITNESS Áhrifaríkur kraftur ólífu- trjáa hefur yngjandi áhrif á húðina, mýkir og eykur teygjanleikann. Velkomin á kynningu í dag, fimmtudag, í Kringlunni kl. 13-17 og á morgun, föstudag, í Mjódd kl. 13-17 Flott taska fylgir þegar keyptar eru Biotherm vörur fyrir kr. 3.500 eða meira. ASSOCIATED Press greinir frá því að á meðalskrifstofuborði séu um 400 sinnum fleiri bakteríur en á meðalklósettsetu. Þessi tíðindi eru niðurstaða rannsóknar sem gerð var við Arizona-háskóla í Bandaríkjunum og var tilgang- urinn sá að ganga úr skugga um hvar flestar bakteríur sé að finna á vinnustöðum. „Þótt flestar bakt- eríur reynist vera á símtækjum var engu að síður um mikinn fjölda að ræða á skrifborðum, fax- tækjum, drykkjarkrönum, hurð- arhúnum örbylgjuofna og lykla- borðum,“ segja rannsakendur. Rannsóknin var kostuð af fyr- irtækinu The Clorox Co. sem framleiðir hreinsiefni og voru gaumgæfð yfir 7.000 sýni frá vinnusvæðum og fyrirtækjum í Tucson, New York, San Francisco og Tampa. Var hreinustu vinnu- borðin að finna í Tucson og þau óhreinustu í New York, sam- kvæmt niðurstöðunum. Haft er eftir Chuck Gerba, sem fer fyrir rannsóknarhópnum, að ástæðan sé að líkindum sú að fleiri neyti matar við skrifborðið sitt í stórborgum en í minni borg- um. Einnig kunni þurrt loftslag Tucson að bægja bakteríum frá. Flestar bakteríur fundust á drykkjarkrönum á vinnustöðum í Tucson. Fólki á skrifstofum sem rann- sóknin náði til var ennfremur skipt í tvo hópa, þar sem annar þvoði skrifborð, síma og tölvur með sótthreinsiblautklútum. Seg- ir að bakteríum hafi fækkað um 99,9% í kjölfarið. „Ef ekki er hreinsað með sótt- hreinsiklútum flytjast óhrein- indin bara til við þrifin. Bakt- eríum getur fjölgað um 19–31% á dag á skrifborðum sem ekki eru hreinsuð reglulega,“ segir Gerba og kveðst ekki hissa á að færri bakteríur sé að finna á klósett- setum en skrifborðum. „Á flestum heimilum eru færri bakteríur á klósettsetum en eld- húsborðum og skrifborð eru ekki þrifin jafn oft og salerni á vinnu- stöðum,“ segir hann. Að síðustu er haft eftir ráðgjafa um öryggi á vinnustöðum að starfsmenn geti lagt sitt af mörk- um til þess að fækka bakteríum í vinnuumhverfinu. „Ég vil ekki vekja hræðslu hjá starfsmönnum við að snerta hluti á vinnustaðn- um en tel að hægt sé að brýna fyr- ir fólki kosti þess að þvo sér reglulega um hendur og þrífa skrifborðið sitt,“ segir loks í frétt Associated Press. Fleiri bakteríur á skrifborði en klósettsetu SAMSÖLUBAKARÍ hefur sett á markað nýtt brauð sem nefnist Fitty. Um er að ræða trefjaríkt brauð með hámarks næring- argildi, að því er segir í tilkynn- ingu. „Fitty- brauðið var þróað með næringu íþróttafólks og allra þeirra sem hugsa um heilsuna í huga. Fitty inniheldur hátt hlutfall af grófu mjöli og er þar af leiðandi mjög trefja- og næringarríkt,“ segir enn- fremur. Þyngd brauðsins er u.þ.b. bil 400 g og 8 sneiðar í pakka, samkvæmt upplýsingum frá Samsölubakaríi. NÝTT Fitty-brauð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.