Morgunblaðið - 16.05.2002, Page 29

Morgunblaðið - 16.05.2002, Page 29
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2002 29 Ólífutré eru vel þekkt fyrir undraverðan kraft. Hreint efni, unnið úr laufblöðum þeirra, styrkir viðnám húðar- innar gegn fyrstu einkenn- um sem tengj- ast öldrun. Heimsækið okkur á www.biotherm.com AGE FITNESS Áhrifaríkur kraftur ólífu- trjáa hefur yngjandi áhrif á húðina, mýkir og eykur teygjanleikann. Velkomin á kynningu í dag, fimmtudag, í Kringlunni kl. 13-17 og á morgun, föstudag, í Mjódd kl. 13-17 Flott taska fylgir þegar keyptar eru Biotherm vörur fyrir kr. 3.500 eða meira. ASSOCIATED Press greinir frá því að á meðalskrifstofuborði séu um 400 sinnum fleiri bakteríur en á meðalklósettsetu. Þessi tíðindi eru niðurstaða rannsóknar sem gerð var við Arizona-háskóla í Bandaríkjunum og var tilgang- urinn sá að ganga úr skugga um hvar flestar bakteríur sé að finna á vinnustöðum. „Þótt flestar bakt- eríur reynist vera á símtækjum var engu að síður um mikinn fjölda að ræða á skrifborðum, fax- tækjum, drykkjarkrönum, hurð- arhúnum örbylgjuofna og lykla- borðum,“ segja rannsakendur. Rannsóknin var kostuð af fyr- irtækinu The Clorox Co. sem framleiðir hreinsiefni og voru gaumgæfð yfir 7.000 sýni frá vinnusvæðum og fyrirtækjum í Tucson, New York, San Francisco og Tampa. Var hreinustu vinnu- borðin að finna í Tucson og þau óhreinustu í New York, sam- kvæmt niðurstöðunum. Haft er eftir Chuck Gerba, sem fer fyrir rannsóknarhópnum, að ástæðan sé að líkindum sú að fleiri neyti matar við skrifborðið sitt í stórborgum en í minni borg- um. Einnig kunni þurrt loftslag Tucson að bægja bakteríum frá. Flestar bakteríur fundust á drykkjarkrönum á vinnustöðum í Tucson. Fólki á skrifstofum sem rann- sóknin náði til var ennfremur skipt í tvo hópa, þar sem annar þvoði skrifborð, síma og tölvur með sótthreinsiblautklútum. Seg- ir að bakteríum hafi fækkað um 99,9% í kjölfarið. „Ef ekki er hreinsað með sótt- hreinsiklútum flytjast óhrein- indin bara til við þrifin. Bakt- eríum getur fjölgað um 19–31% á dag á skrifborðum sem ekki eru hreinsuð reglulega,“ segir Gerba og kveðst ekki hissa á að færri bakteríur sé að finna á klósett- setum en skrifborðum. „Á flestum heimilum eru færri bakteríur á klósettsetum en eld- húsborðum og skrifborð eru ekki þrifin jafn oft og salerni á vinnu- stöðum,“ segir hann. Að síðustu er haft eftir ráðgjafa um öryggi á vinnustöðum að starfsmenn geti lagt sitt af mörk- um til þess að fækka bakteríum í vinnuumhverfinu. „Ég vil ekki vekja hræðslu hjá starfsmönnum við að snerta hluti á vinnustaðn- um en tel að hægt sé að brýna fyr- ir fólki kosti þess að þvo sér reglulega um hendur og þrífa skrifborðið sitt,“ segir loks í frétt Associated Press. Fleiri bakteríur á skrifborði en klósettsetu SAMSÖLUBAKARÍ hefur sett á markað nýtt brauð sem nefnist Fitty. Um er að ræða trefjaríkt brauð með hámarks næring- argildi, að því er segir í tilkynn- ingu. „Fitty- brauðið var þróað með næringu íþróttafólks og allra þeirra sem hugsa um heilsuna í huga. Fitty inniheldur hátt hlutfall af grófu mjöli og er þar af leiðandi mjög trefja- og næringarríkt,“ segir enn- fremur. Þyngd brauðsins er u.þ.b. bil 400 g og 8 sneiðar í pakka, samkvæmt upplýsingum frá Samsölubakaríi. NÝTT Fitty-brauð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.