Morgunblaðið - 16.05.2002, Blaðsíða 79

Morgunblaðið - 16.05.2002, Blaðsíða 79
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2002 79 Útflutningsráð Samtaka verslunarinnar - FÍS boðar til fundar í dag fimmtudaginn 16. maí kl. 12:00 í Háteigi, Grand Hótel. Gestur fundarins verður Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra. Þátttökugjald með hádegisverði er kr. 2.500. Vinsamlega tilkynnið þátttöku á skrifstofu samtakanna í síma 588 8910 eða á netfang: lindabara@fis.is FUNDURINN ER ÖLLUM OPINN. Vorfundur Útflutningsráðs Sv/FÍS Veiðileyfagjald og aðrar breytingar - framfaraspor eða afturför? SAMTÖK VERSLUNARINNAR Á AFMÆLISDEGI Kópavogsbæj- ar, 11. maí síðastliðinn, var síðari áfangi Menningarmiðstöðvar tekinn í notkun. Af því tilefni munu kven- frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi standa fyrir menningar- göngu um menningarsetur Kópa- vogs, laugardaginn 18. maí klukkan 10–12. Mæting er við menningarmiðstöð- ina Hamraborg 6. klukkan 9.50, en gangan hefst með heimsókn á Bóka- safnið þar sem Hrafn Harðarson bæjarbókavörður mun segja frá starfsemi safnsins. Þaðan liggur leið- in á Náttúrufræðistofu sem verður skoðuð undir leiðsögn Hilmars Malmquist forstöðumanns. Salurinn verður því næst heimsóttur og þar mun Jónas Ingimundarson tónlistar- ráðunautur segja frá starfsemi Tón- listarhúss Kópavogs. Að lokum verð- ur Listasafn Kópavogs-Gerðarsafn skoðað undir undir leiðsögn Guð- bjargar Kristjánsdóttur safnstjóra og sýning úr einkasafni Þorvaldar Guðmundssonar og Ingibjargar Guð- mundsdóttur. Að göngu lokinni verð- ur boðið upp á léttan hádegisverð þar sem þátttakendur geta spjallað sam- an og skipst á skoðunum við fram- bjóðendur, segir í fréttatilkynningu. Menningarganga í Kópavogi DAGSNÁMSKEIÐ í hugleiðslu verð- ur haldið laugardaginn 18. maí á veg- um Karuna. Kennari er búddanunnan Gen Nyingpo sem mun kenna grund- vallaraðferðir í búddískri hugleiðslu og hvernig hægt er að hefja reglu- bundna iðkun. Námskeiðið verður haldið í Bolholti 4, 4. hæð, kl. 11–17. Kennt er á ensku. Námskeiðið kostar kr. 3.000 með grænmetisrétti. Atvinnulausir og ör- yrkjar borga 2.000 krónur. Dagsnámskeið í hugleiðslu ÁRSFUNDUR Háskóla Íslands verður haldinn í hátíðarsal á 2. hæð í Aðalbyggingu Háskólans þriðjudag- inn 21. maí kl. 13–4.30. Boðið verður upp á kaffiveitingar að fundi loknum. Páll Skúlason háskólarektor setur fundinn, fer yfir starfsemi síðasta árs og fjallar um meginatriði í starfi Há- skólans. Ingjaldur Hannibalsson, for- maður fjármálanefndar háskólaráðs, gerir grein fyrir reikningum ársins 2001 og kynnir fjárhag Háskólans. Rektor svarar fyrirspurnum að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Ársfundur Háskóla Íslands SJÁLFSTÆÐISMENN í Hvera- gerði halda kosninga- og fjöl- skylduhátíð gegnt kosningaskrifstof- unni á grasbletti við listaverkið Mýri, laugardaginn 18. maí kl. 14. Fram- bjóðendur grilla pylsur fyrir gesti og stjórna leikjum með börnunum. Einnig verður boðið upp á Kjörís. Laddi skemmtir, leiktæki og and- litsmálun fyrir yngstu kynslóðina og fleiri skemmtiatriði. Allir eru vel- komnir. Kosninga- og fjölskylduhátíð í Hveragerði VILJINN, félag ungra sjálfstæðis- manna í Mosfellsbæ, stendur fyrir balli föstudaginn 17. maí. Hljómsveitin Í svörtum fötum leikur. Húsið verður opnað kl. 23.18 ára aldurstakmark, segir í fréttatil- kynningu. X-D-ball í Hlégarði RANNSÓKNARDAGUR í hjúkrun- arfræði verður haldinn föstudaginn 17. maí frá kl. 13–17, Eirbergi, Ei- ríksgötu 34. Kynnt verða lokaverk- efni til BS gráðu í hjúkrunarfræði. Ávörp flytja deildarforseti, for- maður Hollvinafélags hj.fr.deildar, fjórða árs nemendur og afmælisár- gangar. Allir velkomnir. Rannsóknardagur í hjúkrunarfræði BLEIKJUVEIÐI í Soginu hefur verið fremur dauf það sem af er vori. Veiðiskapur hófst þegar 1. apríl, en veiði hefur verið brokk- geng og telur Sogssérfræðingur- inn Ólafur Kr. Ólafsson í Inter- sport að það stafi af vorkuldum. „Sogið er að vísu með mjög stöðugt hitastig, en það hefur margsýnt sig að ef lofthiti er lágur þá tekur bleikjan mjög illa og grannt,“ sagði Ólafur. Ólafur sagði að veiðin hefði verið einna skást í Bíldsfelli og þar væru komnar nálægt 60 bleikjur í veiði- bók. Í Ásgarði væru aðeins milli 40 og 50 skráðar. „Bíldsfellið hefur alltaf vinninginn á vorin. Þetta er mest 1,5 til 2 punda bleikjur og við höfum ekki enn vitað um stærri bleikjur en 4 punda. Það eru miklu stærri fiskar í ánni, allt að 10–12 punda fiskar en þeir taka illa. Kannski sjáum við eitthvað af þeim fiski þegar fer að hlýna. Það er batnandi veðurspá núna og veiðin ætti að glæðast,“ bætti Ólafur við. Glæðist á Hrauni Veiði er mjög að glæðast á Hrauni í Ölfusá. Fyrir skemmstu var veiðin aðeins milli 20 og 30 fisk- ar sem voru mest niðurgöngufisk- ar, en venju samkvæmt fer veiðin að hressast um miðjan maí. Það hefur gengið eftir og er aflinn þá nær eingöngu bjartur birtingur sem kemur upp í Ölfusárós á flóði og hopar svo til baka. Farið er að bera á þessum fiski, fiski á bilinu 1 til 4 pund. Þegar líður á koma stærri fiskar í bland. Morgunblaðið/Einar Falur Veiðimaður glímir við bleikju í Hlíðarvatni fyrir fáum dögum. Fremur dauf veiði í Soginu ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? KOMIÐ er fram nýtt framboð í Sveitarfélaginu Ölfusi – Listi frjáls- lyndra til sjávar og sveita í Ölfusi. Hefur hann listabókstafinn C. Listann skipa eftirtaldir: 1. Þórhildur Ólafsdóttir bóndi, 2. Dagný Magnúsdóttir stjórnandi fé- lagsstarfs aldraðra, 3. Ólafur Helga- son rafvirki, 4. Vilhelm Björnsson vélamaður, 5. Kristján Gauti Guð- laugsson skipstjóri, 6. Gísli Gunnar Jónsson framkvæmdastjóri, 7. Sig- ríður G. Guðnadóttir skrifstofumað- ur, 8. Auðunn Jóhannsson trésmíða- nemi, 9. Ásta Margrét Grétarsdóttir bókari, 10. Sig. Þröstur Hjaltason pípulagningamaður, 11. Jakob Sig- tryggsson vinnuvélastjóri, 12. Unnur Erla Malmquist stuðningsfulltrúi, 13. Sigurbjörg Jónsdóttir hjúkrun- arfræðingur og 14. Þórarinn Snorra- son bóndi. Nýtt framboð í Sveitarfélaginu Ölfusi AFRÍKUDAGAR standa yfir í verslunum Tes & kaffis, Laugavegi 27 og Suðurveri. Sértök áhersla er lögð á kaffi og te frá Afríku og eru m.a. kynntar tvær nýjar tegundir af kaffi frá Eþíópíu, Yirgacheffe og Harrar Longberry, og ein ný tegund frá Zimbabwe. Einnig er kynning á Rauðrunnatei frá Suður-Afríku og Kenýa-tei. Á kaffihúsinu á Laugavegi 27 stendur einnig yfir sýning á grafík- myndum eftir spænska listamanninn Miquel Aparici, og eru nokkrar myndanna tengdar Afríku. Mynd- irnar eru unnar í ætingu og silki- þrykk, en einnig eru tvær þeirra unnar í ætingu og kaffi. Sýningin stendur til 10. júní, segir í fréttatil- kynningu. Afríkudagar í Tei & kaffi UNGIR sjálfstæðismenn og ungt fólk í R-listanum boða til opins fundar á efri hæð Kaffi Reykjavíkur í dag, fimmtudaginn 16. maí, kl. 20. Yfirskrift fundarins er „Framtíð Reykjavíkur – skiptir hugmynda- fræði máli við stjórnun borgarinnar?“ Björn Bjarnason og Gísli Marteinn Baldursson, frambjóðendur Sjálf- stæðisflokksins, munu ræða málefni Reykjavíkurborgar ásamt Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Degi B. Egg- ertssyni, frambjóðendum R-listans. Fundarstjóri er Magnús Þór Gylfa- son, framkvæmdastjóri S.u.s. Hver frambjóðandi heldur stutta framsögu og að því loknu verður tekið við fyrirspurnum frá fundargestum í sal, segir í fréttatilkynningu. Opinn málfundur um borgarmálefni ÍSLANDSPÓSTUR gefur út í dag, fimmtudaginn 16. maí, frímerki með mynd af Sesselju Hreindísi Sig- mundsdóttur, stofnanda Sólheima, í tilefni af því að hundrað ár eru liðin frá fæðingu Sesselju. „Sesselja var brautryðjandi í upp- eldismálum barna, þjónustu við fatl- aða og umhverfismálum á Íslandi. Sesselja lagði ríka áherslu á sam- skipan fatlaðra og ófatlaðra löngu áður en þær kenningar voru settar fram erlendis. Hún var langt á und- an sinni samtíð og sjónarmið henn- ar mættu tortryggni og skilnings- leysi. Áratugum saman barðist hún við fordóma og skammsýn yfirvöld. Hún lagði alla tíð áherslu á að Sól- heimar héldu fullu sjálfstæði gagn- vart opinberum aðilum og að þeir hefðu ekki afskipti af starfinu þar. Hún barðist gegn því að Sólheimar færu undir lög um málefni fatlaðra, þar sem hún taldi það hvorki Sól- heimum né fötluðum íbúum til framdráttar. Yfirvöldum líkaði ekki þessi sjálfstæða sterka kona og var Sesselja svipt starfsleyfi og þurfti að sækja það mál til Hæstaréttar. Árið 1946 voru sett bráðabirgða- lög til að víkja henni af staðnum, en lögin hlutu ekki staðfestingu. Hvorki málaferli, persónulegar sorgir né bráðabirgðalög, sem sett voru til höfuðs Sesselju, náðu að buga hana. Hún trúði á það sem hún var að gera og lét aldrei truflast af aðstæðum eða áliti annarra. Opin- berir aðilar hafa fimm sinnum reynt að yfirtaka eignir og starf- semi á Sólheimum. Útgáfa frímerkisins er liður í há- tíðahöldum sem verða í sumar á Sólheimum, en 5. júlí nk., á fæðing- ardegi Sesselju og afmælisdegi Sól- heima, verður Sesseljuhús formlega opnað á Sólheimum. Sesseljuhús er fyrsta nútímabyggingin á Íslandi sem er laus við öll PVC-efni. Nú eru starfandi 150 staðir í 30 löndum sem byggja á svipaðri hug- myndafræði og Sólheimar og hefur þeim farið ört fjölgandi,“ segir í fréttatilkynningu frá Sólheimum. Sesselja Hreindís Sigmundsdóttir á frímerki GJAFADAGAR Kringlunnar hefj- ast í dag, fimmtudag 16. maí, og standa fram á laugardag, 18. maí. Á gjafadögum munu verslanir sýna úr- val sitt af gjafavöru fyrir öll tilefni. Sérstök áhersla verður lögð á brúð- kaup og þá þjónustu sem verslanir Kringlunnar veita brúðhjónum og brúðkaupsgestum. Boðið verður upp á lifandi tónlist og ýmsar uppákomur skipulagðar. Fataverslanir kynna spariklæðnað fyrir öll tækifæri, gestum gefst kost- ur á að kynna sér snyrtivörur af ýmsu tagi og borðbúnaður verður kynntur á uppbúnum veisluborðum. Um kl. 12 á föstudaginn verður settur saman einhver stærsti brúð- arvöndur, sem gerður hefur verið á Íslandi, á blómatorginu á fyrstu hæð Kringlunnar en búast má við að brúðarvöndurinn verði fullbúinn um kl. 16. Það er verslunin B1 blóma- skreytar í Kringlunni sem hefur veg og vanda af gerð brúðarvandarins. Nokkur bílaumboð kynna skreytta brúðarbíla og geta gestir Kringlunnar greitt atkvæði um glæsilegasta bílinn. Verðandi brúðhjón geta tekið þátt í brúðkaupsleik Kringlunnar. Unnt verður að skrá nöfn brúðhjóna í sér- stakan brúðarpott á gjafadögunum en í boði eru gjafavörur frá versl- unum Kringlunnar, segir í fréttatil- kynningu. Gjafadagar í Kringlunni UMFERÐARVIKA hófst á Sel- tjarnarnesi 13. maí og stendur til 17. maí. Á síðasta ári var framkvæmd vikunnar þannig að sjálfboðaliðar stóðu við helstu gangbrautir á Sel- tjarnarnesi og töldu umferð barna og bíla. Um leið voru börn hvött til að ganga í skólann. Með þessu fékkst ákveðin mynd af þeim fjölda bíla og gangandi vegfarenda er ferðast um Nesið á morgni hverjum. Þetta vorið verður megináhersl- unni beint að nemendum og foreldr- um Mýrarhúsaskóla. Skipulags-, umferðar- og hafnarnefnd ásamt skólanefnd hafa látið útbúa lítinn bækling er fjallar um að fara örugga leið í Mýrarhúsaskóla. Bæklingurinn er hugsaður þannig að hann sé unn- inn í samstarfi skóla, foreldra og nemenda. Umferðarfræðsla er hluti af náms- efni grunnskóla en það er von að- standenda umferðarvikunnar að slíkt framtak beini enn frekar at- hyglinni að mikilvægi þess að þjálfa börn í að verða ábyrgir vegfarendur. Í byrjun umferðarvikunnar munu allir nemendur Mýrarhúsaskóla koma með umræddan bækling heim með sér. Bæklingurinn mun síðan verða afhentur öllum nemendum er hefja skólagöngu í Mýrarhúsaskóla, segir í fréttatilkynningu. Umferðarvika á Seltjarnarnesi Málsgrein féll niður Vegna mistaka féll niður fyrsta málsgreinin í bréfi til blaðsins eftir Rúnar Kristjánsson sem birtist í Morgunblaðinu í gær. Málsgreinin er svohljóðandi: „Hvernig á þjóð upp á rúmlega 280.000 sálir að hafa mikil áhrif innan vébanda ESB? Hvert verður vægi slíkrar smáþjóðar gagn- vart þýskum, frönskum eða breskum áhrifum innan evrópska miðstjórn- arveldisins?“ Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Misræmi í vikudegi og dagsetningu Það gætti misræmis í dagsetningu og vikudegi í frétt um frestun á tón- leikum Vengerovs í blaðinu í gær. En þeir sem ekki geta nýtt sér mið- ana á tónleikana 27. maí fá þá endur- greidda mánudaginn 20. maí. LEIÐRÉTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.