Morgunblaðið - 16.05.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.05.2002, Blaðsíða 27
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2002 27 NEMENDUR í 10. bekk Flúðaskóla, sem eru 18 talsins, óku hver öðrum í hjólbörum síðastliðinn föstudag frá skóla sínum til Selfoss. Gekk ferðin vel en alls voru þessir spræku nem- endur 10 tíma á leiðinni en vega- lengdin er um 40 km. Nokkrir bílar fylgdu þeim og umsjónarkennari þeirra, Anna Ásmundsdóttir. Með þessu voru unglingarnir að safna áheitum í ferðasjóð. Mörg fyr- irtæki í sveitunum þremur, þar sem nemendurnir eiga heima, Hreppum og Skeiðum, lofuðu áheitum. Einnig nokkur fyrirtæki á Selfossi. Þessi hópur hefur reyndar aflað aura í ferðasjóðinn á ýmsan hátt, unnið við garðyrkju, veitingar, bónað bíla o.fl. Hópurinn hefur ákveðið að fara norður í land þegar veðrið fer að batna fyrir norðan, litast þar um og heilsa upp á jafnaldra. Morgunblaðið/Sig. Sigmundsson Tíundu bekkingar í Flúðaskóla óku hver öðrum í hjólbörum til Selfoss og báru auglýsingaskilti frá fyrirtækjum sem styrktu hópinn. Fóru áheitagöngu til Selfoss Hrunamannahreppur ÁRLEG vorsýning nemenda Hús- stjórnarskólans á Hallormsstað var haldin um helgina. Sýningunni var skipt í þrjá hluta; fatasaum og útsaum, vefnað og upplýsingar um námsefnið og annað starf skólans. Þá stóðu til boða glæsilegar veit- ingar framreiddar af nemendum. Ingveldur G. Ólafsdóttir, skóla- stjóri Hússtjórnarskólans, sagði sýninguna í ár, þá 71. í sögu skól- ans, vera einkar glæsilega og ein- kennast af nútímalegri nytja- stefnu. Útsaumur væri áberandi í flíkum nú og vefnaðurinn með hressilegu yfirbragði. Spurð um áhersluatriði í skóla- haldinu sagði hún það skila sér markvisst að meira væri nú um eldri einstaklinga í náminu, sem hefðu meiri þroska til að bera og væru tilbúnari að tileinka sér námsefnið. Áhersla er lögð á að nemendur fái að nýta eigin hug- myndir og sköpun í útfærslu námsefnis og hefur það gefið góða raun í skólastarfinu. Hússtjórnarskólinn hefur verið fullsetinn undanfarin 2 ár, eftir nokkurn mótbyr árin þar á undan. „Okkur finnst þetta vera skóli í öflugri sókn,“ segir Ingveldur „og teljum að námið hér sé einkar hag- nýtt fyrir ungt fólk. Það er gefandi og jafnframt skapandi og nýtist fólki vel úti í lífinu.“ Saumur og vefnaður á vorsýningu Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Gestir skoða fjölbreyttan vefnað á vorsýningu Hússtjórnarskól- ans á Hallormsstað. Egilsstaðir SJÁ EINNIG LANDIÐ Á SÍÐU 77 HAGLÖFS TIGHT bakpokar verð frá kr. 4.290 -14.990. 4.290 9.990 MCKINLEY RANGER 3ja manna tjald. 27.990MCKINLEY HEDOS5 manna tjald 19.990 MCKINLEY KATHMANDU 4 manna tjald 7.740 2.850 3.690 12.300 6.590 SIERRA TRAMP JR svefnpoki ÞÆGINDAHITASTIG: +9°C 9.990 3-MANNA 12.990 4-MANNA 30 0 240220 195 220 26 0 HAGLÖFS OUTBACK ZERO svefnpoki. ÞÆGINDAHITASTIG: +7°C STÆRÐ ÞYNGD S 210X80 1.000G STÆRÐ ÞYNGD 165X70 900G Göngustafir Verð frá: 4.980,- parið. Útivistarsokkar í miklu úrvali. McKinley RECON. Léttir og þægilegir gönguskór á góðu verði. St: 36 – 46. McKinley MAREX. Léttur og þægilegur regngalli með góðri öndun. Litir: svartur,rauður,blár, dökkblár,beige. Dömust: 36 – 44. Herrast: S – XXL. McKinley BASIC MICROTOP Létt og þægileg flíspeysa úr þunnum microflís. Fæst í fleiri litum. St: S – XXL SMÁRALIND S. 510 8030 SELFOSSI S. 482 1000 www.intersport.is BÍLDSHÖFÐA S. 510 8020 McKINLEY MONTGOMERY buxur sem hægt er að breyta í stuttbuxur Dömu- og herrasnið. St: S-XXL. 6.490 Gylltur sólarkoss á allan líkamann N Ý T T STAR BRONZER SÓLARFÖRÐUNARVÖRUR Lancôme hefur hannað „eins dags sólar- brúnku“: Star Bronzer, heila línu sólarförðun- arvara fyrir andlit og líkama. Vörurnar draga fram náttúrulegan lit húðar- innar sem verður geislandi, gyllt og falleg. Fast púður fyrir andlit og líkama, laust púður í bursta, litað andlitsgel. ÁRANGUR: Húð með fallega, gyllta bronsáferð. TRÚÐU Á FEGURÐ FRÁBÆRAR VÖRUR - FALLEG HÚÐ Þú hreinlega verður að prófa. Fjöldi nýrra vara, fjöldi girnilegra tilboða, frábærir kaupaukar, m.a. falleg armbandsúr. Láttu þessa kynningu ekki fram hjá þér fara. Snyrtifræðingur frá LANCÔME verður í versluninni í dag, á föstudag og laugardag. sími 568 5170
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.