Morgunblaðið

Date
  • previous monthMay 2002next month
    MoTuWeThFrSaSu
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Morgunblaðið - 16.05.2002, Page 27

Morgunblaðið - 16.05.2002, Page 27
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2002 27 NEMENDUR í 10. bekk Flúðaskóla, sem eru 18 talsins, óku hver öðrum í hjólbörum síðastliðinn föstudag frá skóla sínum til Selfoss. Gekk ferðin vel en alls voru þessir spræku nem- endur 10 tíma á leiðinni en vega- lengdin er um 40 km. Nokkrir bílar fylgdu þeim og umsjónarkennari þeirra, Anna Ásmundsdóttir. Með þessu voru unglingarnir að safna áheitum í ferðasjóð. Mörg fyr- irtæki í sveitunum þremur, þar sem nemendurnir eiga heima, Hreppum og Skeiðum, lofuðu áheitum. Einnig nokkur fyrirtæki á Selfossi. Þessi hópur hefur reyndar aflað aura í ferðasjóðinn á ýmsan hátt, unnið við garðyrkju, veitingar, bónað bíla o.fl. Hópurinn hefur ákveðið að fara norður í land þegar veðrið fer að batna fyrir norðan, litast þar um og heilsa upp á jafnaldra. Morgunblaðið/Sig. Sigmundsson Tíundu bekkingar í Flúðaskóla óku hver öðrum í hjólbörum til Selfoss og báru auglýsingaskilti frá fyrirtækjum sem styrktu hópinn. Fóru áheitagöngu til Selfoss Hrunamannahreppur ÁRLEG vorsýning nemenda Hús- stjórnarskólans á Hallormsstað var haldin um helgina. Sýningunni var skipt í þrjá hluta; fatasaum og útsaum, vefnað og upplýsingar um námsefnið og annað starf skólans. Þá stóðu til boða glæsilegar veit- ingar framreiddar af nemendum. Ingveldur G. Ólafsdóttir, skóla- stjóri Hússtjórnarskólans, sagði sýninguna í ár, þá 71. í sögu skól- ans, vera einkar glæsilega og ein- kennast af nútímalegri nytja- stefnu. Útsaumur væri áberandi í flíkum nú og vefnaðurinn með hressilegu yfirbragði. Spurð um áhersluatriði í skóla- haldinu sagði hún það skila sér markvisst að meira væri nú um eldri einstaklinga í náminu, sem hefðu meiri þroska til að bera og væru tilbúnari að tileinka sér námsefnið. Áhersla er lögð á að nemendur fái að nýta eigin hug- myndir og sköpun í útfærslu námsefnis og hefur það gefið góða raun í skólastarfinu. Hússtjórnarskólinn hefur verið fullsetinn undanfarin 2 ár, eftir nokkurn mótbyr árin þar á undan. „Okkur finnst þetta vera skóli í öflugri sókn,“ segir Ingveldur „og teljum að námið hér sé einkar hag- nýtt fyrir ungt fólk. Það er gefandi og jafnframt skapandi og nýtist fólki vel úti í lífinu.“ Saumur og vefnaður á vorsýningu Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Gestir skoða fjölbreyttan vefnað á vorsýningu Hússtjórnarskól- ans á Hallormsstað. Egilsstaðir SJÁ EINNIG LANDIÐ Á SÍÐU 77 HAGLÖFS TIGHT bakpokar verð frá kr. 4.290 -14.990. 4.290 9.990 MCKINLEY RANGER 3ja manna tjald. 27.990MCKINLEY HEDOS5 manna tjald 19.990 MCKINLEY KATHMANDU 4 manna tjald 7.740 2.850 3.690 12.300 6.590 SIERRA TRAMP JR svefnpoki ÞÆGINDAHITASTIG: +9°C 9.990 3-MANNA 12.990 4-MANNA 30 0 240220 195 220 26 0 HAGLÖFS OUTBACK ZERO svefnpoki. ÞÆGINDAHITASTIG: +7°C STÆRÐ ÞYNGD S 210X80 1.000G STÆRÐ ÞYNGD 165X70 900G Göngustafir Verð frá: 4.980,- parið. Útivistarsokkar í miklu úrvali. McKinley RECON. Léttir og þægilegir gönguskór á góðu verði. St: 36 – 46. McKinley MAREX. Léttur og þægilegur regngalli með góðri öndun. Litir: svartur,rauður,blár, dökkblár,beige. Dömust: 36 – 44. Herrast: S – XXL. McKinley BASIC MICROTOP Létt og þægileg flíspeysa úr þunnum microflís. Fæst í fleiri litum. St: S – XXL SMÁRALIND S. 510 8030 SELFOSSI S. 482 1000 www.intersport.is BÍLDSHÖFÐA S. 510 8020 McKINLEY MONTGOMERY buxur sem hægt er að breyta í stuttbuxur Dömu- og herrasnið. St: S-XXL. 6.490 Gylltur sólarkoss á allan líkamann N Ý T T STAR BRONZER SÓLARFÖRÐUNARVÖRUR Lancôme hefur hannað „eins dags sólar- brúnku“: Star Bronzer, heila línu sólarförðun- arvara fyrir andlit og líkama. Vörurnar draga fram náttúrulegan lit húðar- innar sem verður geislandi, gyllt og falleg. Fast púður fyrir andlit og líkama, laust púður í bursta, litað andlitsgel. ÁRANGUR: Húð með fallega, gyllta bronsáferð. TRÚÐU Á FEGURÐ FRÁBÆRAR VÖRUR - FALLEG HÚÐ Þú hreinlega verður að prófa. Fjöldi nýrra vara, fjöldi girnilegra tilboða, frábærir kaupaukar, m.a. falleg armbandsúr. Láttu þessa kynningu ekki fram hjá þér fara. Snyrtifræðingur frá LANCÔME verður í versluninni í dag, á föstudag og laugardag. sími 568 5170

x

Morgunblaðið

Saqqummersitap suussusaa:
Katersaatit:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Oqaatsit:
Ukioqatigiiaat:
111
Assigiiaat ilaat:
55869
Aviisini allaaserineqarsimasut nalunaarsornikut:
3
Saqqummersinneqarpoq:
1913-Massakkut
Iserfigineqarsinnaavoq piffissaq una tikillugu:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Saqqummerfia:
Redaktør:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-Massakkut)
Haraldur Johannessen (2009-Massakkut)
Saqqummersitsisoq:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-Massakkut)
Oqaaseq paasinnissutissaq:
Allaaserineqarnera:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Sponsori:
Ilassut:

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue: 113. tölublað (16.05.2002)
https://timarit.is/issue/250529

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

113. tölublað (16.05.2002)

Actions: