Morgunblaðið - 16.05.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.05.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í SVARI borgarstjóra Reykjavíkur við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins, sem lagt var fram í borgarráði, kemur fram að með vilja- yfirlýsingu heilbrigðisráðherra og borgarstjóra um fjölgun á hjúkrunar- rýmum í Reykjavík um 284 á árunum 2003–2007, hafi sameiginleg viljayfir- lýsing Reykjavíkurborgar, Frumafls hf. og sjálfseignarstofnunarinnar Markarholts, um að stofna félag til að reisa hjúkrunarheimili við Sogamýri, fallið úr gildi. Yfirlýsingin sem felld var úr gildi kvað á um að hlutur Reykjavíkur- borgar í hjúkrunarheimilinu yrði 40%, hlutur Frumafls hinn sami og Markarholt átti að leggja fram 20%. Ríkið hefði lagt fram 40% af stofn- kostnaði þannig að félagið hefði skipt með sér 60%. Þessi yfirlýsing var undirrituð 26. apríl sl. en var felld úr gildi með viljayfirlýsingu ráðherra og borgarstjóra á mánudaginn. Skv. þeirri yfirlýsingu ætlar ríkið að leggja fram 70% af byggingarkostnaði við hjúkrunarheimilið í Sogamýri en Reykjavíkurborg 30%. Í Sogamýri verða 100 hjúkrunarrými, jafnmörg verða í nýju hjúkrunarheimili og af- gangurinn bætist við hjá hjúkrunar- heimilinu Eir, Hrafnistu og á Drop- laugarstöðum. Borgarráð hefur samþykkt yfirlýsinguna en fram- kvæmdir eru háðar því að nægilegt fé fáist á fjárlögum. Rekstur ekki í hendi fyrirtækja Fyrirætlanir Reykjavíkurborgar skv. fyrri yfirlýsingunni vöktu nokkra athygli, sérstaklega þar sem Vinstri- grænir höfðu á Alþingi lagst eindreg- ið gegn áþekkum samningi ríkisins við Frumafl um byggingu hjúkrunar- heimilis við Sóltún. Árni Þór Sigurðs- son, formaður skipulags- og bygg- inganefndar Reykjavíkurborgar og efsti maður á Reykjavíkurlistanum, sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki telja ástæðu til að tjá sig um efni fyrri yfirlýsingarinnar enda væri hún fallin úr gildi. Hann segir að borgarstjórnar- meirihlutinn og heilbrigðisráðherra hefðu haft meiri áhuga á að vinna að byggingu hjúkrunarheimila skv. yfir- lýsingunni frá því á mánudag og því hefði fyrrnefnt samkomulag náðst. Hann segir viljayfirlýsinguna mjög mikilvægt skref í þá átt að anna eft- irspurn eftir á hjúkrunarrýmum fyrir eldri borgara í Reykjavík. „Hins veg- ar vitum við að þörfin er gríðarleg í mikil í Reykjavík og á höfuðborgar- svæðinu og hún mun vaxa á komandi árum. Þannig kann vel að vera að það þurfi að gera meira en þetta,“ segir hann. Aðspurður um hvort til greina komi að leita til einkaaðila um þátt- töku, líkt og hefði verið gert skv. vilja- yfirlýsingu borgarinnar við Frumafl og Markarholt, segir Árni að afstaða Vinstri-grænna sé vel þekkt í þeim efnum. Að hans mati eigi opinberir aðilar að sinna slíkum rekstri. Það eigi þó ekki við um ýmis félagasam- tök, s.s. Sjómannadagsráð og Rauða krossinn, sem hafi rekið hjúkrunar- heimili með góðum árangri. Gera verði skýran greinarmun á slíkum samtökum og fyrirtækjum sem hafi einvörðungu gróðasjónarmið í huga. Árni Þór Sigurðsson um rekstur hjúkrunarheimila Opinberir aðilar eiga að sjá um reksturinn EIGINKONUM utanríkisráðherranna, sem setið hafa fund Atlantshafsbandalagsins undanfarna tvo daga, var boðið á reiðsýningu í Reiðhöllinni í gærdag. Að sýn- ingunni stóðu nokkrir einstaklingar en þar sýndi Gull- gengið svokallaða, hópur ungra knapa á aldrinum 8–15 ára, listir sínar á hestum. Knaparnir eru víðsvegar að af landinu og vöktu fyrst athygli á sýningu í Skauta- höllinni síðastliðið haust. Sýndu þau samhæfðar æfing- ar á hestum, svokallaða mynsturreið, sem vakti mikinn fögnuð viðstaddra. Því næst sýndi Sigurbjörn Bárðar- son stóðhestinn Markús og kynntu þeir félagar gang- tegundir íslenska hestsins. Að því loknu bauðst eig- inkonunum að ræða við ungu knapana og kynnast hestunum betur. Segir Sigurbjörn að þær hafi verið mjög áhugasamar um sögu íslenska hestsins og sögðust hrifnar af sýningu Gullgengisins. Morgunblaðið/Árni Sæberg Eiginkonum ráðherra boðið á reiðsýningu HALLDÓR Jón- björnsson háseti á rækjubátnum Dögg ÍS sem sökk um 2 sjó- mílur norðaustur af Arnarnesi við Ísa- fjarðardjúp á þriðju- dagskvöld, telur að ekki hafi verið bráð hætta á ferðum þótt skipskaðann hafi bor- ið brátt að. Tveir voru um borð, Halldór og Guðjón Kjartansson skipstjóri og var verið að sigla bátnum frá Súðavík í slipp á á Ísafirði. „Lekinn byrjaði á hliðinni,“ sagði Halldór en sagðist ekki átta sig nákvæmlega á því hvað báturinn sökk á löngum tíma. „Þegar báturinn var að sökkva, fór- um við í flotgallana og fleygðum björgunarbátnum út. Það gekk ágætlega. Við fengum ágætis tíma til koma okkur út og ég myndi ekki segja að við höfum verið í bráðri hættu.“ Skip- verjar horfðu því næst á bátinn sökkva en þeim var síðan bjargað um borð í björgunarskipið Gunnar Friðriksson frá Ísafirði klukkan 21.20. „Þetta er bara enn önnur lífsreynsl- an,“ sagði Halldór að- spurður um hvernig hafi verið að lenda í atvikinu. Hann telur ekki ólíklegt að lek- ann megi rekja til at- viks á Ísafjarðardjúpi fyrir hálfum mánuði þegar bátinn rak í slæmu veðri og hafi hann hugsanlega tekið niðri með þeim afleiðingum að gat hafi komið á hann. „Það er mjög líklegt að eitthvað hafi gefið sig þá,“ sagði Halldór. Tveir skipverjar björguðust er Dögg ÍS sökk á Ísafjarðardjúpi Voru ekki í bráðri hættu að mati háseta Halldór Jónbjörnsson TÆPLEGA tvítug belgísk stúlka hefur verið dæmd í tveggja mánaða fangelsi fyrir að smygla rúmlega kílói af hassi og um 65 grömmum af amfetamíni til landsins. Hassið hafði hún falið í sólum stígvéla sinna og stungið því niður með fótleggjum en tollverðir stöðvuðu hana á Keflavík- urflugvelli. Stúlkan hefur setið í gæsluvarð- haldi frá því hún var handtekin 13. apríl sl. Gera má ráð fyrir að Útlend- ingaeftirlitið vísi henni úr landi þeg- ar afplánun er lokið. Pétur Guðgeirsson héraðsdómari kvað upp dóminn. Vísað úr landi vegna hasssmygls MORGUNBLAÐINU hefur borist yfirlýsing frá Eyjólfi Sveinssyni, útgáfustjóra Fréttablaðsins, í til- efni fréttar Ríkisútvarpsins í gær um innheimtuaðgerðir gagnvart fyrirtækjum sem hann er í forystu fyrir. „Vegna fréttar um innheimtuað- gerðir Blaðamannafélags Íslands vegna ógreiddra félagsgjalda í kvöldfréttatíma Ríkisútvarpsins í gær, 15. maí 2002, finnst mér rétt að bregða af vana mínum og árétta nokkur atriði: Fyrirtæki það sem ég tengist í dag, Fréttablaðið ehf., skuldar Blaðamannafélagi Íslands ekki fé- lagsgjöld vegna starfsmanna sinna, núverandi eða fyrrverandi. Þar með er framsetning fréttarinnar óskiljanleg en í henni var mín per- sóna tengd aðskiljanlegustu skulda- málum sem Blaðamannafélagið væri að sækja. Félög þau sem vísað var til, önnur en Fréttablaðið, tengdust sum mér áður en önnur ekki. Rétt er að taka fram að ég er hvorki hluthafi, stjórnarformaður né starfsmaður í neinu af þeim fé- lögum sem nefnd voru. Undantekningin er Vísir.is ehf. þar sem ég er ekki eigandi en hef tekið að mér að sitja sem stjórn- arformaður í gegn um þær þreng- ingar sem Vísir hefur gengið í gegnum undanfarin misseri eins og reyndar flest önnur internetfyrir- tæki. Varla er það tilefni slíkra upphrópana eða frekari ályktana. Blaðamannafélagið á ekki í erf- iðleikum með að ná sambandi við mig og þarf ekki atbeina yfirvalda til. Síðast í gær, 4 klukkustundum fyrir flutning fréttarinnar, sátu saman á fundi lögmaður minn og fulltrúi félagsins vegna lánsveðs sem ég hafði veitt í minni einkaeign og félagið hafði ákveðið að ganga að. Þeir sem vilja ná af mér tali geta fundið mig á skrifstofu minni á Fréttablaðinu, Þverholti 9, Reykjavík. Þar hefði Sveinn Helga- son, fréttamaður Ríkisútvarpsins, fundið mig í gær ef hann hefði kært sig um að renna stoðum undir frétt sína. Líklegast gerði hann það ekki af ótta við að fréttin yrði þá ekki eins hasarkennd og æsispenn- andi. Það er sorglegt að harðnandi samkeppni á fjölmiðlamarkaði skuli setja æ sterkari svip á fréttaflutn- ing fjölmiðla. Allt frá því að Frétta- blaðið hóf göngu sína hafa verið birtar og sagðar fréttir sem ætlað hefur verið að draga úr trúverð- ugleika blaðsins sjálfs og fyrirtæk- isins sem stendur að útgáfu þess. Eftir því sem Fréttablaðinu hefur vaxið ásmegin, unnið hylli fleiri les- enda og eflt stöðu sína á auglýs- ingamarkaði hefur þessum annar- legu fréttum fjölgað. Þótt það sé hvimleitt má þola slíkar fréttir í DV. En það er óþolandi að frétta- stofa Ríkisútvarpsins skuli láta leiða sig út í þennan leik – og það með aðstoð frá Blaðamannafélag- inu. Hörð og heiðarleg samkeppni fjölmiðla um auglýsingatekjur á að fara fram á markaði – ekki í frétta- tímum eða dómsölum.“ Yfirlýsing frá Eyjólfi Sveinssyni Fundað í gær með Blaða- mannafélaginu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.