Morgunblaðið - 16.05.2002, Page 32
ERLENT
32 FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
SPÆNSK stjórnvöld sögðu í
gær að þeim hefði tekist að
koma í veg fyrir hryðjuverka-
árás sem gera átti í tengslum
við fund leiðtoga Suður-Amer-
íkuríkja og Evrópuríkja sem
haldinn verður í Madríd um
næstu helgi. Tveir menn sem
grunaðir eru um að vera félagar
í ETA, aðskilnaðarhreyfingu
Baska, voru handteknir í gær og
í fórum þeirra í íbúð í miðborg
Madríd fundust nærri 200 kg af
sprengiefni, hvellhettur, sjálf-
virkir rifflar og fölsuð bílnúmer.
„Þessir tveir menn ætluðu
ekki að hræða neinn. Þeir ætl-
uðu að drepa,“ sagði Javier Ans-
uategui, fulltrúi í spænska inn-
anríkisráðuneytinu. Hann sagði
að árásinni hefði verið beint að
fundinum sem hefst á föstudag
en þá koma saman yfir 40 þjóð-
arleiðtogar frá Evrópu, Suður-
Ameríku og ríkjum við Karíba-
haf.
Johnny „óða
hundi“ Adair
sleppt
JOHNNY „óða hundi“ Adair,
einum alræmdasta liðsmanni
öfgasam-
taka mót-
mælenda á
Norður-Ír-
landi, var í
gær sleppt
úr haldi, en
hann var
dæmdur til
sextán ára
fangelsis-
vistar árið
1996 fyrir hryðjuverk. Stuðn-
ingsmenn Adairs sögðu að hann
myndi „láta gott af sér leiða“ nú
er hann væri laus úr fangelsi en
margir hafa lýst áhyggjum
vegna þeirrar ákvörðunar að
sleppa honum í aðdraganda
hinnar árlegu „göngutíðar“ á
Norður-Írlandi.
Adair var leystur úr haldi í
september 1999 í samræmi við
skilmála friðarsamkomulagsins
frá 1998, sem kveður á um lausn
fanga, en fangelsaður á nýjan
leik sumarið 2000 vegna ásak-
ana um að hann hefði tekið upp
fyrri hætti að nýju.
Vilja upplýs-
ingar um við-
ræður
YFIRVÖLD í Íran hafa skipað
leyniþjónustu landsins að kanna
réttmæti ásakana um að leyni-
legar viðræður hafi farið fram
milli bandarískra og íranskra
stjórnarerindreka. Þrálátur
orðrómur hefur verið um slíkar
viðræður en stjórnvöld hafa
ávallt neitað þeim staðfastlega.
Vilja stjórnvöld að leyniþjónust-
an grafist fyrir um það hverjir
áttu í slíkum viðræðum, ef þær
fóru sannanlega fram.
Taipei skalf
ÖFLUGUR jarðskjálfti skók
Taipei, höfuðborg Taívans, í
gær. Engin meiðsl urðu á fólki
og skemmdir litlar en skjálftinn,
sem mældist 6,2 á Richter, átti
upptök sín um níu km frá norð-
austurströnd landsins.
STUTT
Komu í
veg fyrir
hryðju-
verk
Johnny
Adair
KENNETH Clarke, fyrrverandi
fjármálaráðherra á Bretlandi, til-
kynnti í gær stofnun samtaka er
berjast fyrir því að evran, sameig-
inlegur gjaldmiðill nokkurra Evr-
ópusambandsríkja, verði tekin í
notkun á Bretlandi. Þykir þetta vís-
bending um að deilur um evruna séu
aftur að spretta upp innan breska
Íhaldsflokksins.
Málið er svo viðkvæmt innan
flokksins, að því hefur verið haldið á
lágu nótunum síðan Clarke laut í
lægra haldi í kapphlaupinu um for-
mennskuna í flokknum fyrir Evr-
ópuandstæðingnum Ian Duncan
Smith í fyrra. Flokkurinn sjálfur er
andvígur evruaðild og Duncan
Smith hefur hert andstöðuna við
samevrópska gjaldmiðilinn og sagt
að Íhaldsmenn muni „aldrei taka
þátt“ í honum.
En Clarke sagði í grein í The
Times að hann væri „sannfærður
um að rödd fylgismanna evrunnar í
Íhaldsflokknum ætti að fá að heyr-
ast“. Clarke var fjármálaráðherra í
stjórnartíð Margaret
Thatchers og Johns
Majors. Clarke sagði í
greininni að þótt
íhaldsmenn ættu að
einbeita sér að þeim
málefnum sem al-
menningur teldi brýn-
ust þýddi það ekki að
íhaldsmenn þyrftu alls
ekki að ræða Evrópu-
mál.
Clarke skoraði á
ríkisstjórn Verka-
mannaflokksins að
efna til þjóðarat-
kvæðagreiðslu um
evruna og sagði að
breyting væri að verða á almenn-
ingsálitinu og síðan í janúar hefði
Evrópusinnum vaxið mjög fiskur
um hrygg. Ríkisstjórnin stefnir að
því að Bretland verði aðili að evr-
unni, en hefur sagst vilja bíða með
þjóðaratkvæðagreiðslu uns tiltekin
efnahagsleg skilyrði hafi verið upp-
fyllt.
Í viðtali við BBC-
sjónvarpið í gær ítrek-
aði Tony Blair forsætis-
ráðherra að kostir
evruaðildar væru „yfir-
gnæfandi“ fyrir Breta,
og að í júní á næsta ári
yrði lagt mat á það
hvort þeim efnahags-
legu skilyrðum, sem
væru fyrir þjóðarat-
kvæðagreiðslu, hefði
verið fullnægt. Blair er
eindregið fylgjandi
evruaðild og sagði hann
ennfremur að það
„gengi þvert gegn
hagsmunum þjóðarinn-
ar“ að sniðganga evruna eingöngu
af pólitískum ástæðum.
Flestar skoðanakannanir benda
til þess að meirihluti Breta sé and-
vígur aðild að evrunni, en fylgis-
menn aðildar segja aftur á móti að
hægt væri að auka stuðninginn ef
forsætisráðherrann hæfi harða bar-
áttu fyrir aðild.
Evrudeilur komnar upp í breska Íhaldsflokknum á ný
Kenneth Clarke
London. AFP.
Clarke stofnar sam-
tök um evruaðild
RÉTTARHÖLD yfir fyrrverandi
meðlimi samtakanna Ku Klux
Klan, sem ákærður er fyrir
sprengjutilræði er varð fjórum
þeldökkum stúlkum að bana 1963,
hófust í Birmingham í Alabama í
Bandaríkjunum í fyrradag, og
sagði saksóknari að hinn ákærði,
Bobby Frank Cherry, hafi „flagg-
að glæp sínum líkt og heiðurs-
merki“. Ennfremur hafi Cherry
sagt að það eina sem hann sjái eft-
ir sé að ekki skyldu fleiri láta lífið
í sprengjutilræðinu, sagði Robert
Posey saksóknari við kviðdóminn,
sem er að mestu skipaður hvítum.
Lögfræðingur Cherrys, Mickey
Johnson, hélt því aftur á móti
fram, að allir sem segist hafa
heyrt Cherry gorta af glæpnum –
þ. á m. barnabarn hans og fyrrver-
andi mágur – séu með öllu óáreið-
anleg vitni. „Hann sagði þetta
ekki,“ sagði Johnson. Verði
Cherry fundinn sekur gæti hann
átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi.
Réttarhöldin í Birmingham
gætu orðið lokakaflinn í einu al-
ræmdasta máli sem enn er ólokið
frá því á tímum réttindabaráttu
svartra í suðurríkjum Bandaríkj-
anna um miðja síðustu öld.
Sprengjutilræðið sem Cherry er
ákærður fyrir varð til þess að auka
eindrægni meðal baráttusinna og
átti þannig þátt í því að ný rétt-
indaákvæði komust á, en tilræðið
hefur líka legið eins og mara yfir
Birmingham í fjóra áratugi.
Stúlkurnar sem létust voru í
kjallara baptistakirkju í borginni
að undirbúa sig fyrir messu að
morgni sunnudagsins 15. septem-
ber 1963 þegar dínamítsprengja
sprakk. Kynþáttaskipting hafði
verið afnumin í opinberum skólum
í borginni nokkrum dögum áður,
og baptistakirkjan var orðin sam-
komustaður baráttusinna, þ. á m.
fjölda barna.
Cherry og aðrir félagar í Ku
Klux Klan lágu undir grun strax í
byrjun, en bandaríska alríkislög-
reglan, FBI, fór hægt í sakirnar
við rannsókn málsins, vegna þess
hve kynþáttaaðskilnaður var við-
kvæmt mál í borginni. Meira en
áratugur leið áður en fyrsti sak-
borningurinn kom fyrir rétt, og
hátt í tveir áratugir til viðbótar
liðu áður en rannsóknin var aftur
hafin eftir að þeldökkir prestar
báru fram kvörtun við yfirmann
FBI-deildarinnar í borginni 1993.
Annar sakborningur í málinu,
Thomas Blanton, var fundinn sek-
ur í fyrra og dæmdur í lífstíð-
arfangelsi, en réttarhöldunum yfir
Cherry var frestað vegna þess að
dómari úrskurðaði hann andlega
vanheilan vegna heilaskemmda.
Dómarinn breytti síðan úrskurði
sínum eftir að sérfræðingar kom-
ust að þeirri niðurstöðu að Cherry
hefði gert sér upp veikindin.
Þriðji sakborningurinn – sem
líka var meðlimur í Ku Klux Klan
– Robert Chambliss, var dæmdur
sekur 1977 og lést í fangelsi.
Fjórði maðurinn sem grunaður var
um aðild að tilræðinu, Herman
Cash, lést áður en hann var
ákærður.
Sagður hafa „flagg-
að glæp sínum“
AP
Sakborningurinn, Bobby Frank Cherry, í miðið, og einn lögfræðinga
hans, Rodger Bass, til vinstri, koma til dómshússins í Birmingham.
Birmingham í Alabama. AP.
Réttarhöld að hefjast í máli fyrrverandi meðlims
Ku Klux Klan vegna sprengjutilræðis 1963
TVEIR meintir stríðsglæpamenn
úr átökunum á Balkanskaga á síð-
asta áratug, Serbarnir Milan
Martic og Mile
Mrksic, gáfu sig
fram við fulltrúa
alþjóðastríðs-
glæpadómstóls-
ins í Haag í Hol-
landi í gær. Hafa
þá fimm menn,
sem ákærðir
hafa verið fyrir
stríðsglæpi, látið
undan þrýstingi
stjórnvalda í
Júgóslavíu um
að gefa sig fram
við dómstólinn.
Martic hélt
fram sakleysi
sínu við brottför
frá Belgrad í
gær. Hann var
leiðtogi Serba í
Krajina-héraði í
Króatíu, en þeir
lýstu yfir sjálfstæðu ríki í stríðinu
í Júgóslavíu, sem stóð 1991–1995.
Sú yfirlýsing hlaut hins vegar aldr-
ei viðurkenningu og Króatar
hröktu síðar marga Serba frá
Krajina.
Mrksic var hins vegar hershöfð-
ingi í her Serba í Króatíu og
stjórnaði m.a. aðgerðum í umsátr-
inu um borgina Vukovar árið 1991
en Vukovar féll ekki í hendur
Serba fyrr en eftir þriggja mánaða
langan bardaga. Var borgin nánast
lögð í rúst í þessum aðgerðum.
Martic er ákærður fyrir að hafa
fyrirskipað að svokölluðum klasa-
sprengjum skyldi varpað á Zagreb,
höfuðborg Króatíu, í maí 1995 en
sjö manns dóu í árásinni og margir
fleiri særðust.
Ásakanir á hendur Mrksic eru
hins vegar viðameiri. Eru ákæru-
atriðin á hendur honum alls fjögur,
og er hann bæði sakaður um
stríðsglæpi og glæpi gegn mann-
kyni. Ákærurnar víkja m.a. að at-
burði sem átti sér stað við sjúkra-
húsið í Vukovar 20. nóvember 1991
en um 250 manns voru þá leiddir
afsíðis og teknir af lífi.
Gáfu sig
fram í
Haag
Haag. AFP.
Mile Mrksic
Milan Martic
Ákærðir fyrir
stríðsglæpi
T-sett
aðeins 650 kr.
NETVERSLUN Á mbl.is