Morgunblaðið - 15.06.2002, Síða 1

Morgunblaðið - 15.06.2002, Síða 1
139. TBL. 90. ÁRG. LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 15. JÚNÍ 2002 GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti kenndi í gær „róttækum morðingjum“ um sprengjutilræði við ræðismannsskrifstofu Bandaríkjanna í Karachi í Pakistan sem olli dauða ellefu manna. Bush gekk hins vegar ekki svo langt að fullyrða al-Qaeda hryðjuverkasamtök Osama bin Ladens hefðu stað- ið fyrir ódæðinu og áður óþekkt samtök, Tarjuman al-Qanoon, lýstu ábyrgð á verkinu á hendur sér. Þau hótuðu frekari árásum og sögðu aðgerðir sínar miða að því, að skaða Bandaríkin og leppstjórn þeirra í Pakistan. Bandaríkjamenn brugðust við árásinni með því að fyrirskipa þegar lokun sendiráðs þeirra í Pak- istan, sem og ræðismannsskrifstofa í Lahore og Peshawar, og er óljóst hvenær byggingarnar verða opnaðar gestum að nýju. Þetta er fjórða árásin í Pakistan á þessu ári sem beinist að vestrænum skotmörkum, en 8. maí sl. fórust ellefu Frakkar og þrír Pakistanar þegar bíll var sprengdur í loft upp fyrir framan Sheraton- hótelið í Karachi. Talið er að al-Qaeda hafi þar verið að verki. Sagði vestrænn stjórnarerindreki, sem starfar í Karachi, að allt benti til að tengsl væru á milli sprengjutilræðanna en sem fyrr segir vildu Banda- ríkjamenn ekki ganga svo langt í gær að fullyrða að al-Qaeda hefði hér lagt hönd á plóg. Ari Fleischer, talsmaður Hvíta hússins, sagði til- ræðið sýna svart á hvítu þá ógn sem Bandaríkj- unum stafaði af alþjóðlegum hryðjuverkamönnum. „Þetta minnir okkur á að bandaríska þjóðin á í stríði við hryðjuverkamenn sem eru reiðubúnir til að beita öllum brögðum til að bana Bandaríkja- mönnum og öðrum.“ Engir Bandaríkjamenn í hópi látinna Talið er fullvíst að um sjálfsmorðsárás hafi verið að ræða og að ódæðismaðurinn hafi verið meðal þeirra ellefu sem létust. Talsverðar skemmdir urðu á ræðismannsskrifstofunni en engir Bandaríkja- menn eða aðrir erlendir ríkisborgarar voru í hópi þeirra sem biðu bana. Hins vegar fórust fjórir pak- istanskir lögreglumenn, sem höfðu það hlutverk að tryggja öryggi skrifstofunnar. Aðrir voru óbreyttir borgarar, sem fyrir tilviljun voru þarna á ferð er at- burðurinn átti sér stað. Um fjörutíu manns til við- bótar særðust. Svo virðist sem Suzuki-jeppa, sem fullur var af sprengiefni, hafi verið ekið á talsverðum hraða á lögregluvarðstöð við inngang ræðismannsskrifstof- unnar. Sprengingin var svo öflug að hún myndaði stóran gíg í jörðina og gat var á veggnum, sem um- lukti innkeyrslu ræðismannsskrifstofunnar. Árásin kemur aðeins degi eftir að Donald Rums- feld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, heim- sótti Pakistan í því skyni að þrýsta á stjórnvöld í landinu að ráða niðurlögum múslimskra öfga- manna og draga úr spennu í samskiptum Indlands og Pakistans. Sendiráði Bandaríkj- anna í Pakistan lokað Ellefu manns biðu bana í sprengjutilræði í borginni Karachi Reuters Hópur öryggisfulltrúa skoðar aðstæður á vettvangi sprengjutilræðisins í gær. Washington, Karachi. AFP, AP. ÞÚSUNDIR Suður-Kóreubúa fögn- uðu því í gær innilega að knatt- spyrnulandsliði þeirra skyldi í fyrsta skipti takast að vinna sig upp úr undanriðli í lokakeppni heims- meistaramótsins í knattspyrnu en S-Kórea vann óvæntan 1-0 sigur á Portúgölum. S-Kórea mætir Ítölum í 16-liða úrslitum keppninnar en hún er haldin í S-Kóreu og Japan. Og ekki var gleðin minni í Japan þar sem heimamenn unnu sigur á Túnis, 2-0. Þeir mæta Tyrkjum í 16-liða úrslitum, sem hefjast í dag. Reuters Draumurinn rættist  Portúgalar/B2–B4 NORSKU stjórnarandstöðuflokk- arnir hafa ákveðið að hindra áform minnihlutastjórnarinnar í Noregi um frekari einkavæðingu ríkisfyrirtækja þegar þau verða borin undir atkvæði á þinginu á þriðjudaginn kemur. Samkvæmt tillögum stjórnarinnar, sem voru lagðar fram í apríl, er stefnt að því að selja hlutabréf í stórfyrir- tækjum á borð við olíufélagið Statoil, samsteypuna Norsk Hydro og fjar- skiptafyrirtækið Telenor. Meirihluti flokkanna, sem eiga sæti í viðskipta- nefnd þingsins, samþykkti hins vegar í fyrrakvöld að hindra áformin þar sem þeir eru andvígir því að dregið verði frekar úr áhrifum ríkisins í mik- ilvægum fyrirtækjum. „Stjórnin fékk ekki heimild til frek- ari sölu á hlutabréfum ríkisins,“ sagði formaður nefndarinnar, Olav Aksel- sen, þingmaður Verkamannaflokks- ins. „Núna getum við haldið fyrir- tækjunum í Noregi.“ Stjórnin seldi 17,5% hlutabréfa rík- isins í Statoil fyrir ári og 21% í Tele- nor í desember. Hlutur ríkisins í Norsk Hydro minnkaði úr 51% í 44% árið 1999. Í tillögum minnihlutastjórnarinn- ar, sem þrír mið- og hægriflokkar mynduðu í fyrra, kom ekki fram hversu mörg hlutabréf ætti að selja. Verkamannaflokkurinn, Framfara- flokkurinn, Miðflokkurinn og Sósíal- íski vinstriflokkurinn, sem eru með meirihluta þingsætanna, sögðust ætla að fella flestar tillögurnar í atkvæða- greiðslunni á þriðjudaginn kemur. Þeir féllust þó á sölu á hlutabréfum í iðnfyrirtækinu Raufoss og fasteigna- fyrirtækinu Entra Eiendom, sem á nokkrar opinberar byggingar. Að sögn stjórnarinnar hefur hún enn heimild til að minnka hlut ríkisins í Telenor í 34%. Noregur Einkavæð- ingaráform hindruð Ósló. AP. ♦ ♦ ♦ GENGI hlutabréfa á evrópskum mörkuðum féll umtalsvert í gær og er ástæðan sögð sú að slegið hafi veru- lega á væntingar fjárfesta um efna- hagsbata og arð fyrirtækja. Þá olli sprengjutilræði fyrir framan ræðis- mannsskrifstofu Bandaríkjanna í Karachi í Pakistan óróa á mörkuðum. FTSE 100-hlutabréfavísitalan breska hrapaði um 3% og var 4,630 punktar við lokun. Í París féll gengi hlutabréfa um 2,9%, var 3,843 punkt- ar, og þýska DAX 30-vísitalan var 3,4% lægri í lok dags, eða 4,317 punkt- ar. Hafa hlutabréf ekki verið jafnlágt skráð í Evrópu í átta og hálfan mán- uð. Á Wall Street féll gengi hlutabréfa einnig við opnun en tók svo við sér á ný og var lækkun á Dow Jones-vísi- tölunni 0,3% þegar upp var staðið. Lækkun á evrópskum mörkuðum London, New York. AFP, AP.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.