Morgunblaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.06.2002, Blaðsíða 1
139. TBL. 90. ÁRG. LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 15. JÚNÍ 2002 GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti kenndi í gær „róttækum morðingjum“ um sprengjutilræði við ræðismannsskrifstofu Bandaríkjanna í Karachi í Pakistan sem olli dauða ellefu manna. Bush gekk hins vegar ekki svo langt að fullyrða al-Qaeda hryðjuverkasamtök Osama bin Ladens hefðu stað- ið fyrir ódæðinu og áður óþekkt samtök, Tarjuman al-Qanoon, lýstu ábyrgð á verkinu á hendur sér. Þau hótuðu frekari árásum og sögðu aðgerðir sínar miða að því, að skaða Bandaríkin og leppstjórn þeirra í Pakistan. Bandaríkjamenn brugðust við árásinni með því að fyrirskipa þegar lokun sendiráðs þeirra í Pak- istan, sem og ræðismannsskrifstofa í Lahore og Peshawar, og er óljóst hvenær byggingarnar verða opnaðar gestum að nýju. Þetta er fjórða árásin í Pakistan á þessu ári sem beinist að vestrænum skotmörkum, en 8. maí sl. fórust ellefu Frakkar og þrír Pakistanar þegar bíll var sprengdur í loft upp fyrir framan Sheraton- hótelið í Karachi. Talið er að al-Qaeda hafi þar verið að verki. Sagði vestrænn stjórnarerindreki, sem starfar í Karachi, að allt benti til að tengsl væru á milli sprengjutilræðanna en sem fyrr segir vildu Banda- ríkjamenn ekki ganga svo langt í gær að fullyrða að al-Qaeda hefði hér lagt hönd á plóg. Ari Fleischer, talsmaður Hvíta hússins, sagði til- ræðið sýna svart á hvítu þá ógn sem Bandaríkj- unum stafaði af alþjóðlegum hryðjuverkamönnum. „Þetta minnir okkur á að bandaríska þjóðin á í stríði við hryðjuverkamenn sem eru reiðubúnir til að beita öllum brögðum til að bana Bandaríkja- mönnum og öðrum.“ Engir Bandaríkjamenn í hópi látinna Talið er fullvíst að um sjálfsmorðsárás hafi verið að ræða og að ódæðismaðurinn hafi verið meðal þeirra ellefu sem létust. Talsverðar skemmdir urðu á ræðismannsskrifstofunni en engir Bandaríkja- menn eða aðrir erlendir ríkisborgarar voru í hópi þeirra sem biðu bana. Hins vegar fórust fjórir pak- istanskir lögreglumenn, sem höfðu það hlutverk að tryggja öryggi skrifstofunnar. Aðrir voru óbreyttir borgarar, sem fyrir tilviljun voru þarna á ferð er at- burðurinn átti sér stað. Um fjörutíu manns til við- bótar særðust. Svo virðist sem Suzuki-jeppa, sem fullur var af sprengiefni, hafi verið ekið á talsverðum hraða á lögregluvarðstöð við inngang ræðismannsskrifstof- unnar. Sprengingin var svo öflug að hún myndaði stóran gíg í jörðina og gat var á veggnum, sem um- lukti innkeyrslu ræðismannsskrifstofunnar. Árásin kemur aðeins degi eftir að Donald Rums- feld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, heim- sótti Pakistan í því skyni að þrýsta á stjórnvöld í landinu að ráða niðurlögum múslimskra öfga- manna og draga úr spennu í samskiptum Indlands og Pakistans. Sendiráði Bandaríkj- anna í Pakistan lokað Ellefu manns biðu bana í sprengjutilræði í borginni Karachi Reuters Hópur öryggisfulltrúa skoðar aðstæður á vettvangi sprengjutilræðisins í gær. Washington, Karachi. AFP, AP. ÞÚSUNDIR Suður-Kóreubúa fögn- uðu því í gær innilega að knatt- spyrnulandsliði þeirra skyldi í fyrsta skipti takast að vinna sig upp úr undanriðli í lokakeppni heims- meistaramótsins í knattspyrnu en S-Kórea vann óvæntan 1-0 sigur á Portúgölum. S-Kórea mætir Ítölum í 16-liða úrslitum keppninnar en hún er haldin í S-Kóreu og Japan. Og ekki var gleðin minni í Japan þar sem heimamenn unnu sigur á Túnis, 2-0. Þeir mæta Tyrkjum í 16-liða úrslitum, sem hefjast í dag. Reuters Draumurinn rættist  Portúgalar/B2–B4 NORSKU stjórnarandstöðuflokk- arnir hafa ákveðið að hindra áform minnihlutastjórnarinnar í Noregi um frekari einkavæðingu ríkisfyrirtækja þegar þau verða borin undir atkvæði á þinginu á þriðjudaginn kemur. Samkvæmt tillögum stjórnarinnar, sem voru lagðar fram í apríl, er stefnt að því að selja hlutabréf í stórfyrir- tækjum á borð við olíufélagið Statoil, samsteypuna Norsk Hydro og fjar- skiptafyrirtækið Telenor. Meirihluti flokkanna, sem eiga sæti í viðskipta- nefnd þingsins, samþykkti hins vegar í fyrrakvöld að hindra áformin þar sem þeir eru andvígir því að dregið verði frekar úr áhrifum ríkisins í mik- ilvægum fyrirtækjum. „Stjórnin fékk ekki heimild til frek- ari sölu á hlutabréfum ríkisins,“ sagði formaður nefndarinnar, Olav Aksel- sen, þingmaður Verkamannaflokks- ins. „Núna getum við haldið fyrir- tækjunum í Noregi.“ Stjórnin seldi 17,5% hlutabréfa rík- isins í Statoil fyrir ári og 21% í Tele- nor í desember. Hlutur ríkisins í Norsk Hydro minnkaði úr 51% í 44% árið 1999. Í tillögum minnihlutastjórnarinn- ar, sem þrír mið- og hægriflokkar mynduðu í fyrra, kom ekki fram hversu mörg hlutabréf ætti að selja. Verkamannaflokkurinn, Framfara- flokkurinn, Miðflokkurinn og Sósíal- íski vinstriflokkurinn, sem eru með meirihluta þingsætanna, sögðust ætla að fella flestar tillögurnar í atkvæða- greiðslunni á þriðjudaginn kemur. Þeir féllust þó á sölu á hlutabréfum í iðnfyrirtækinu Raufoss og fasteigna- fyrirtækinu Entra Eiendom, sem á nokkrar opinberar byggingar. Að sögn stjórnarinnar hefur hún enn heimild til að minnka hlut ríkisins í Telenor í 34%. Noregur Einkavæð- ingaráform hindruð Ósló. AP. ♦ ♦ ♦ GENGI hlutabréfa á evrópskum mörkuðum féll umtalsvert í gær og er ástæðan sögð sú að slegið hafi veru- lega á væntingar fjárfesta um efna- hagsbata og arð fyrirtækja. Þá olli sprengjutilræði fyrir framan ræðis- mannsskrifstofu Bandaríkjanna í Karachi í Pakistan óróa á mörkuðum. FTSE 100-hlutabréfavísitalan breska hrapaði um 3% og var 4,630 punktar við lokun. Í París féll gengi hlutabréfa um 2,9%, var 3,843 punkt- ar, og þýska DAX 30-vísitalan var 3,4% lægri í lok dags, eða 4,317 punkt- ar. Hafa hlutabréf ekki verið jafnlágt skráð í Evrópu í átta og hálfan mán- uð. Á Wall Street féll gengi hlutabréfa einnig við opnun en tók svo við sér á ný og var lækkun á Dow Jones-vísi- tölunni 0,3% þegar upp var staðið. Lækkun á evrópskum mörkuðum London, New York. AFP, AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.