Morgunblaðið - 15.06.2002, Page 9

Morgunblaðið - 15.06.2002, Page 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 2002 9 UM HELGINA verður haldið á Stöðvarfirði ættarmót niðja Hans Jónatans og Katrínar Antoníusar- dóttur, en mótið er haldið nú þegar 200 ár eru liðin frá því að Hofs og Stadsretten í Kaupmannahöfn neitaði Hans um frelsi og dæmdi hann til baka í þrældóm til Vestur Indía – þrátt fyrir að þrælahald væri bannað í Danmörku á þessum tíma. Hans Jón- atan, sem fæddist 1784 á eyjunni St. Croix í Karíbahafi í Vestur-Indíum, var þræll dansks aðalsfólks að nafni Schimmelmann, en Major General Ludvig Heinrich Von Schimmelmann var landstjóri Dana í Dönsku Vestur- Indíum á þessum tíma, segir á heima- síðu ættarmótsins. Á fæðingarvottorði var Hans Jón- atan sagður sonur ritara á plantekr- unni Constitution Hill og blökku- stúlku. Nafn hennar er ekki nefnt en hún hét Emiliane Regina og vann sem þjónustustúlka landstjórans. Við skírn drengsins upplýsti móðirin ekki um faðerni hans. Barðist fyrir Dani í orrustu við Englendinga Röð atburða varð til þess að Hans Jónatan hélt til Íslands. Sem barn í Vestur-Indíum hlaut hann menntun en þegar fjölskylda Schimmelmanns fluttist heim til Danmerkur fóru mæðginin með. Í manntali frá Kaup- mannahöfn 1801 er þeirra mæðgina getið og þau sögð vera þjónn og stofu- stúlka frú Schimmelmann, en Majór Schimmelmann lést árið 1793. Hans Jónatan var baldinn við gömlu ekkj- una og árið 1801 strauk hann frá henni og fór til þess að taka þátt í orr- ustu Dana við Englendinga um eyjun Reden á Eyrarsundi. Hann varð há- seti á herskipinu Charlotte Amalie og gat sér gott orð í orrustunni þrátt fyr- ir að hún hafi tapast. Að launum fyrir frammistöðu sína fékk Hans Jónatan 15 ríkisdali og vilyrði frá krónprins Dana um að hann fengi frelsi að laun- um fyrir framgöngu sína. Ekkjan var hins vegar ekki sátt við þessi málalok og þegar Hans Jónatan sneri til baka setti hún hann í stofufangelsi og neit- aði að gefa honum frelsi nema varn- armálaráðuneytið greiddi henni 402 ríkisdali sem hún sagðist hafa orðið að gefa í afslátt af plantekru þeirra hjóna á St. Croix vegna þess að þau höfðu tekið Hans Jónatan með sér til Danmerkur. Fékk hún því framgengt að hann yrði settur í gæsluvarðhald þar sem hann sat í rúman mánuð og reyndi hún eftir það að fá hann hand- tekinn á ný en eftir að Hans Jónatan hafði borið vitni neitaði lögreglustjór- inn í Kaupmannahöfn að handtaka hann aftur. Dæmdur til að flytjast í þrældóm á sykurplantekrur Gekk lengi á með bréfaskriftum milli varnarmálaráðuneytisins og ekkjunnar vegna þessara mála og sköpuðust af þessu miklar lagaflækj- ur þar sem þrælahald var ekki leyft í Danmörku en var hinsvegar leyft í nýlendum Dana. Ekkjan hélt því fram að eignarhald hennar væri ótví- rætt þar sem hún hefði eignast Hans í Vestur-Indíum. Að lokum greip ekkjan til þess ráðs að fá dómsúrskurð þess efnis að Hans Jónatan yrði fluttur nauðugur tilbaka til Vestur-Indía en hann krafðist þess á móti að á grundvelli ummæla krón- prinsins og þess að þrælahald væri bannað í Danmörku þá bæri honum frelsi. Ekkjan neitaði staðfastlega og endaði málið með réttarhöldum. Með- al dómara í málinu var maður að nafni A.S. Örsted er síðar varð frægur hæstaréttardómari í Danmörku en var alltaf í vafa hvort hann hefði dæmt rétt í máli Hans Jónatans. Dómur féll 31. maí 1802 á þann veg að Hans Jónatan var dæmdur til að flytj- ast í þrældóm á sykurplantekrur Vestur-Indía. Eftir dóminn hvarf slóð Hans Jónatans og fór engum sögum af honum fyrr en hann birtist sem starfsmaður verslunarinnar Örums & Wolf á Djúpavogi um 1816, en það er sama ár og ekkja Schimmelmanns lést í Kaupmannahöfn. Sagan segir að við komuna til Djúpavogs hafi Hans Jónatan haft með sér 3 ættargripi til sönnunnar um uppruna sinn – þeir eru nú týndir og er talið að einn af gripunum, tób- akspungur með skjaldarmerki, hafi farið með einum af afkomendum hans til Bergen í Noregi snemma á þessari öld. Danskir fjölmiðlar sýna málinu áhuga Árið 1824 kvæntist Hans Jónatan Katrínu Antoníusdóttur frá Hálsi í Berufirði. Þau eignuðust tvö börn sem fengu nöfnin Ludvig Jónatan Jónatansson og Hansína Regina Jón- atansdóttir. Telja afkomendurnir að nöfn barnanna ásamt mikilli leynd um föður Hans megi telja ákveðna vís- bendingu um faðerni hans. Afkom- endur Hans Jónatans eru nú mörg hundruð og eru dreifðir um Ísland, Ameríku, Mexíkó, Brasilíu, Dan- mörku, Ástralíu og Noreg. Um þessar mundir er statt hér á landi kvikmyndatökulið frá Dan- mörku sem er að gera heimildarmynd um ævi Hans Jónatans auk þess sem sögu hans hefur verið gerð skil í dönskum fjölmiðlum undanfarið. Afkomendur manns frá Vestur-Indíum halda ættarmót á Stöðvarfirði um helgina Dæmdur í þrældóm fyrir 200 árum Fæðingarstaður Hans Jónatans í Vestur-Indíum. Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 KARÍBAHAF - 12 d. hálfvirði = 2 fyrir 1 Heimsklúbbur Ingólfs-PRÍMA HÆSTIRÉTTUR hefur vísað frá dómi máli sem Náttúruverndarsam- tök Íslands og þrír einstaklingar höfðuðu gegn íslenska ríkinu þar sem þeir kröfðust þess aðallega að úrskurður umhverfisráðherra um mat á umhverfisáhrifum Kára- hnjúkavirkjunar yrði felldur úr gildi og ráðherra gert að staðfesta úr- skurð Skipulagsstofnunar sem hafði lagst gegn framkvæmdinni. Segir í dómi Hæstaréttar að um aðild að dómsmáli, sem höfðað er um ákvörðun stjórnvalds á grund- velli laga um mat á umhverfisáhrif- um, fari eftir almennum reglum. Þar á meðal þeirri grunnreglu að dómstólar leysi ekki úr sakarefni nema sýnt sé að það skipti að lögum máli fyrir stöðu stefnenda að fá dóm um það. Ekkert þeirra atriða sem stefnendur hafi haldið fram í mál- inu, því til stuðnings að þeir hafi hagsmuni af því að fá úrlausn dóm- stóla um aðalkröfu sína, sé þess eðl- is að þeir geti talist hafa slíka lög- varða hagsmuni af því að efnisdómur gangi um kröfuna. Þeg- ar af þeirri ástæðu verði að vísa henni frá héraðsdómi. Hagsmunir vegna varakröfu Varakrafa stefnenda var reist á því að meðferð ráðherra á málinu hafi verið andstæð lögum og segir í dómnum að stefnendur skorti ekki lögvarða hagsmuni af því að fá úr- lausn dómstóla um varakröfuna. Þar sem kröfunni hafi á hinn bóginn ekki verið beint að Landsvirkjun eða öðrum, sem hefðu hagsmuna að gæta af úrlausn þess, verði einnig að vísa þessari kröfu frá héraðsdómi. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson, Gunnlaugur Claessen, Haraldur Henrysson og Pétur Kr. Hafstein. Atli Gíslason hrl. flutti málið fyrir stefnendur en Skarphéðinn Þóris- son hrl. var til varnar. Leysir úr sakarefni ef hagsmunir eru fyrir hendi Sportlegur og sparilegur fatnaður fyrir þjóðhátíðardaginn Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. Vorum að fá ljósar gallabuxur og sumarboli                Ljósar sumardragtir Neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Opið í dag kl. 10-14 Laugavegi 58 - Smáralind, sími 551 3311 - 528 8800 Köflóttu töskurnar komnar Gallatöskurnar fást hjá okkur. Sendum í póstkröfu. Svört og rauð bönd 4.900 5.900 3.900 Útilegustóll með örmum, glasahaldara og skemil 2.590 kr. Í dag, laugardaginn 15. júní frá kl. 17-18, verður Ásmundur Gunnlaugsson með kynningu fyrir áhuga- sama á næstu jógakennaraþjálfun sem hefst helgina 21.–23. júní. Þjálfunin er ekki aðeins fyrir þá sem vilja gerast jógakennarar heldur einnig öflugt sjálfsþekkingar- og þroskanámskeið. Sjá nánar á www.yogastudio.is Auðbrekku 14, Kópavogi. Sími 544 5560 Kynningarfundur í dag

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.