Morgunblaðið - 03.08.2002, Page 21

Morgunblaðið - 03.08.2002, Page 21
ÞEGAR gengið er um kríuvarp er yf- irleitt gerð árás úr öllum áttum því að kríurnar verja unga sína og egg með kjafti og vængjum. Í Vík í Mýrdal er eitt af stærri kríuvörpum á landinu. Þegar fréttaritari Morgunblaðsins hætti sér út í varpið sem er rétt í út- jaðri Víkurþorps fékk hann að finna fyrir árásarliði kríanna enda eru þær flestar komnar með unga og því mikið fjaðrafok þegar farið er um varp- svæðið. Kríur í árásarham Fagridalur Morgunblaðið/Jónas Erlendsson LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2002 21 FRIÐRIK Steingrímsson frá Gríms- stöðum kannast margir við einkum fyrir snjallar vísur og gamanmál, sem leika honum á tungu og er það kynfylgja hans. Nýlega fékk hann beiðni frá Ingu Þorleifs hótelstýru í Hótel Reykjahlíð, að hann útvegaði henni nokkrar bleikjur úr vatninu. Hann varð seint við þessari bón því lítil veiði er í vatninu nú um stund- ir, en mælti þegar hann rétti henni loks silunginn: Kem ég nú með hálfum huga / heim til þín. Skyldi þessi dráttur duga / dúfan mín. Morgunblaðið/BFH Friðrik Steingrímsson að búast á netin úr veiðistöð í Helgavogi. Skyldi þessi dráttur duga? Mývatnssveit

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.