Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 17
Jónsson, að gert yrði ráð fyrir hljóm-
sveitargryfju í aðalsal hússins, og þar
með möguleika á óperuflutningi. Í
ályktun aðalfundarins var sagt að
stefnt yrði að því að hönnun hússins
yrði lokið fyrir árslok 1987. Eins og sjá
má hefur ágreiningur um óperuflutn-
ing í tónlistarhúsinu verið lífseigur
lengi, þótt aldrei hafi almennilega á
hann reynt. Vera má að tónlistarmenn
og áhugafólk um tónlist hafi litið á það
sem forgansverkefni að sýna því sam-
stöðu að knýja á um byggingu hússins
og að framkvæmdir gætu hafist. Sátt
var um það að húsið yrði fyrst og
fremst heimili Sinfóníuhljómsveitar
Íslands, og tæpast hægt að segja að
Íslenska óperan væri búin að slíta
barnsskónum og festa sig í sessi sem
fullburða atvinnustofnun í tónlist. Lít-
ið heyrðist frá Samtökunum næstu ár-
in, en 1991 komst aftur skriður á mál-
in, þegar þau efndu til fjáröflunar til
stuðnings byggingunni. Í mars það ár,
sagði fulltrúi fjáröflunarnefndarinnar
í viðtali við Morgunblaðið að fyrsta
skólflustungan yrði væntanlega tekin
þá um sumarið. Húsið yrði fyrsta sér-
hannaða tónlistarhúsið hérlendis.
Rúmu ári síðar voru framkvæmdir
enn ekki hafnar, þegar Samtök um
byggingu tónlistarhúss óskuðu eftir
viðræðum við borgaryfirvöld um nýja
lóð fyrir tónlistarhúsið, og þá við Ing-
ólfsgarð við Reykjavíkurhöfn. Þá voru
uppi hugmyndir um að tengja tónlist-
arhús fyrirhugaðri byggingu ráð-
stefnumiðstöðvar við höfnina. Árið
1994 var enn allt með kyrrum kjörum
og ekkert varð af fyrstu skóflustungu
hússins fyrirheitna sumarið 1991. Þó
voru Samtök um byggingu tónlistar-
húss greinilega vel vakandi, og aug-
lýstu opna skrifstofu alla daga frá kl.
10–15.
Tónlistarhúsið kosningamál
Í mars 1994 kom fram í kosninga-
stefnuskrá R-listans í Reykjavík, að
það yrði skoðað sem eitt af forgangs-
verkefnum í menningarmálum að
byggja tónlistarhús í borginni, og að
listinn myndi sjá til þess að farið yrði
af stað á kjörtímabilinu í samvinnu við
ríkið og nágrannasveitarfélög. Þar
með tóku vinstri menn undir ályktun
landsfundar Sjálfstæðisflokksins frá
árinu áður um að flokkurinn styddi við
áform um byggingu tónlistarhúss, og
vonir um pólitíska samstöðu um málið
glæddust. Enn leið þó tíðindalítið ár. Í
maí 1995 sagði Björn Bjarnason
menntamálaráðherra í Morgunblaðs-
viðtali að taka yrði ákvörðun um tón-
listarhús á kjörtímabilinu og reyna að
koma því á einhvern rekspöl. Björn
sagði eðlilegt að bygging hússins yrði
samstarfsverkefni margra öflugra að-
ila. Síðar um sumarið lýsti Vladimir
Ashkenazy píanóleikari og hljómsveit-
arstjóri áhyggjum sínum af deyfð í
málefnum tónlistarhússins, og bauðst
til að leggja hönd á plóginn. Það voru
ekki orðin tóm. Bæði menntamálaráð-
herra og formaður Samtaka um bygg-
ingu tónlistarhúss þökkuðu Ashken-
azy velviljann opinberlega, og átti
Ashkenazy eftir að reynast vel sem
ráðgjafi um byggingu hússins á kom-
andi misserum. Næsta vetur, eða í
febrúar 1996 var verkefnaáætlun
menntamálaráðuneytisins fyrir kjör-
tímabilið sett fram, og þar kom fram
að tekin yrði ákvörðun á kjörtíma-
bilinu um það hvort reisa skyldi tón-
listarhús. Þá um haustið skýrði Gunn-
ar Birgisson bæjarfulltrúi í Kópavogi
svo frá því að fyrsti sérhannaði tón-
listarsalur landsins myndi rísa í
Kópavogi. Salurinn myndi rúma um
300 manns. Þá var orðið ljóst að stóra
tónlistarhúsið yrði ekki fyrsta tónlist-
arhúsið á höfuðborgarsvæðinu, því
auk fyrirhugaðs tónlistarhúss í Kópa-
vogi hafði Karlakór Reykjavíkur enn-
fremur hafið byggingu sérstaks tón-
listarhúss í Skógarhlíð í Reykjavík.
Tónlistarhús skal rísa en
Óperan dregur sig í hlé
Það dró loks til tíðinda í júní 1997
þegar nefnd menntamálaráðherra
um tónlistarhús skilaði áliti sínu, þar
sem mælt var með því að byggt yrði
tónlistarhús í Reykjavík. Lagðir voru
fram þrír kostir um staðsetningu
hússins: í Laugardal, við Hótel Sögu,
eða í Öskjuhlíð. Tveir síðarnefndu
kostirnir gerðu ráð fyrir því að tón-
listarhúsið yrði reist í tengslum við
ráðstefnuaðstöðu. Nefndin gerði ráð
fyrir því að tveir tónleikasalir yrðu í
húsinu, fyrir 1.200–1.300 manns og
fyrir 300–400 manns. Ekki var gert
ráð fyrir óperuflutningi í húsinu, þar
sem Íslenska óperan taldi stærri sal-
inn of stóran fyrir íslenskar aðstæð-
ur, auk þess sem hætta væri á að leik-
sviðsaðstaða gerði hljómburð fyrir
sinfóníska tónlist lakari. Kostnaður
var áætlaður að lágmarki 1.550 millj-
ónir króna. Mánuði síðar samþykkti
ríkisstjórn Íslands tillögu mennta-
málaráðherra um að fá sérfræðilegt
mat á kostum og göllum þeirra
þriggja kosta sem lágu fyrir bygg-
ingu tónlistarhússins. Ákveðið var að
samráð yrði haft við Samtök um
byggingu tónlistarhúss og þá sem
störfuðu að ferðamálum. Kallað var
eftir aðstoð sérfræðinga frá Banda-
ríkjunum og Danmörku. Um haustið
skipaði samgönguráðherra svo nefnd
til að kanna möguleika á byggingu
ráðstefnumiðstöðvar í tengslum við
’ „Á fimmta áratug síðustu aldar varfarið að efna til tónleika til styrktar
byggingu tónlistarhúss.“ ‘
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2003 17
Tvö sóltjöld
fylgja öllum
bílstólum
til páska.
Acidophilus
H
á
g
æ
ð
a
fra
m
le
ið
sla
A
ll
ta
f
ó
d
ýr
ir
Fyrir meltingu
og maga
FRÁ