Morgunblaðið - 06.04.2003, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 06.04.2003, Qupperneq 28
28 SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þ EGAR herlið sem er fjölmennara en íslenska þjóðin hefur ráðist inn í land þjóðar, sem þrátt fyrir að búa við harðræði er nú bara fólk eins og við, börn, unglingar, fullorðið fólk og aldraðir, er óhjákvæmilegt annað en hrollur fari um flesta – jafnvel okkur sem bless- unarlega búum fjarri átakasvæðunum. Maður spyr sig hvað maður geti gert í málinu, hvort gagn sé að því að sniðganga bandarískar vörur í mótmælaskyni og allt það. Hvort gagn sé að því fyrir fólkið í Írak að standa fyrir utan Stjórnarráðið og mótmæla þátttöku Íslands í stríðinu, eða leggjast flöt á fimmtu breiðgötu New York borgar. Sennilega komast allir að þeirri niðurstöðu, að í það minnsta geti fólk gert gagn í þessu máli eins og öllum öðrum með því að rækta eigin garð, eins og stundum er sagt. Sinna sínu vel, vinnu, barnauppeldi, rækta fjöl- skyldu og vini, vera tillitssamur við náungann í hversdeginum. Ekki getum við öll lagt hönd á plóginn við að hjálpa þeim sem lifa við hörm- ungar stríðsins með beinum hætti, en við get- um kannski reynt eftir fremsta megni að auka að minnsta kosti ekki byrðar hvers annars. Gert það að verkum að eitthvað gott sé að minnnsta kosti að gerast einhvers staðar í heiminum, þó að það sé bara hamingjusamt barn í risíbúð hér í litlu Reykjavík. Fyrir okkur sem fáumst við að skrifa umlistir – líkt og fyrir flestar aðrar starfs-greinar – hlýtur óhjákvæmilega aðvakna sú spurning hvers virði starf okkar sé á tímum sem þessum. Væri kannski nær að hætta bara að flytja tónlist eða sýna myndlist, og hætta að skrifa um það, og að blaðamenn og listamenn gengju þess í stað í Human Shield sjálfboðaliðaverkefnið eða gerð- ust friðargæsluliðar? Eða hefur list sérstaka merkingu einmitt á tímum sem þessum og hvaða merking er það þá? Listir og menning þjóna ótal hlutverkum í samfélagi eins og okkar. Bæði hafa listamenn ólíkar forsendur fyrir listsköpun og fólkið sem nýtur listarinnar sækir í hana af ólíkum hvöt- um. Sum list leitast við að skýra heiminn og sýna hann í nýju ljósi. Vera gagnrýnin og hvetja fólk jafnvel til dáða. Önnur list er ein- ungis sett fram í þeim tilgangi að láta fólki líða vel og miðla fegurð. Veita því kærkomið fylgsni í önnum dagsins og áhyggjum af stríðinu í Írak. Sú list er nefnilega ekki að fjalla um pólitísk viðfangsefni. Miklu fleiri skilgreiningar á list- um eru að sjálfsögðu til, en hér verður staldrað við þessar tvær. Hvorug þessara tveggja skilgreiningaer hinni rétthærri. Besta listin erekki endilega sú sem gagngert ersett fram til að vekja áhorfandann, -heyrandann eða lesandann til umhugsunar, en þannig list getur auðvitað skipt miklu máli á erfiðum tímum. En sú list sem ekki virðist á beinan hátt taka afstöðu og hvetja til athafna getur líka samt sem áður haft sérstaka merk- ingu í ákveðnum málum. Dæmi um þetta eru tvær ólíkar myndlistarsýningar sem nú standa yfir í tveimur stærstu listasöfnunum í Reykja- vík og fjalla báðar um náttúru landsins. Annars vegar er sýning norska listamannsins Patrick Huse í Listasafni Reykjavíkur sem hefur sterka pólitíska skírskotun um gildi náttúrunn- ar í nútímasamfélagi. Hins vegar er mál- verkasýning Georgs Guðna í Listasafni Íslands sem sýnir náttúru Íslands á afar áhrifamikinn hátt. Á ólíkan hátt fá báðar sýningarnar mann til þess að velta fyrir sér öðru mikilvægu máli sem hefur undanfarið verið í deiglunni á Íslandi, virkjanir og náttúruvernd. Með sýningu sinni virðist Huse beinlínis vera að vekja okkur til umhugsunar um náttúruna og gildi hennar með textaverkum sem innihalda pólitískar skírskot- anir. Georg Guðni er hins vegar „bara“ með málverkasýningu. Engu að síður geta mál- verkin hans sagt okkur mikið um gildi náttúr- unnar, án þess að það sé yfirlýst markmið þeirra. Með þessu má segja að list fái oft, eins og málverk Georgs Guðna í þessu tilviki, nýja vídd á erfiðum tímum. Þegar eitthvað mikilvægt brennur á huga manns, virkjanir eða stríðið í Írak eða hvað sem er, setur maður listina oft einmitt í það samhengi sem er manni efst í huga hverju sinni og það er eitt af því sem gerir hana svo lífsnauðsynlega. Þannig getur vöggu- vísa sem sungin er við jarðarför fengið nýja merkingu þegar hún er sungin við kistu í stað vöggu. Þó var vögguvísan ef til vill alls ekki samin með það í huga að færa látnum manni hinstu kveðju. Kannski var hún einfaldlega samin sem fallegt lag. List getur líka hjálpað til með beinumhætti á stríðstímum sem þessum. Gottdæmi um það eru teiknimyndasögursem í mörgum erlendum stórblöðum hafa öðlast aukið vægi í hinum viðamikla frétta- flutningi af stríðinu í Írak, sérstaklega í net- útgáfum þeirra. Um þessar mundir finnst flest- um óhjákvæmlegt annað en reyna að fylgjast með því sem er að gerast. En ef fylgjast á með prentmiðlum getur því fylgt mikill lestur og hann getur verið erfiður. Sumir hafa ekki tíma til þess að lesa sig gegn um heilu opnurnar í Morgunblaðinu sem daglega fjalla um stríðið í Írak, aðrir ekki úthald eða einfaldlega þá lestr- artækni sem til þarf. Þetta á auðvitað sér- staklega við um börn. Flestir vilja samt sem áður geta fylgst með. Þarna geta teiknimyndirnar hjálpað til með beinum hætti, því góð myndasaga getur oft sagt meira en heil blaðsíða af skrifuðum texta. Aftur á móti má spyrja hvort fjalla eigi um stríð alls staðar eða hvort gott sé að fá hvíld, að hugsa um eitthvað annað, og hvort listir og menning gegni einmitt því hlut- verki. Hvort teiknimyndasagan um Gretti gefi fólki ekki jafnmikið á tímum stríðs í Írak, eða jafnvel meira, en teiknimyndin um Terror- tubbies sem nýlega birtist á heima- síðu The San Francisco Chronicle. Hér erum við aftur komin að þess- um tveimur ólíku skilgreiningum á list. Líklegast er að báðar gerðir séu jafnnauðsynlegar. Önnur hjálpar okkur að skilja og setja í samhengi, hin hjálpar okkur að halda sönsum þegar við stöndum frammi fyrir erfiðum málum og finnst ýmsum gildum ógnað. Listamenn í Bandaríkjunum veltu margirfyrir sér hvers virði störf þeirra værueftir hryðjuverkin 11. september 2001.Sumir hættu að starfa sem listamenn og fannst listsköpun lítilmótleg í samanburði við þau brýnu verkefni sem nú biðu þjóð- arinnar. Aðrir risu upp og sögðu að list hefði aldrei skipt Bandaríkjamenn eins miklu máli og einmitt þá. Sitt sýndist hverjum. Nýlega bárust fregnir af rekstrarvanda Metropolitan óp- erunnar í New York sökum lítillar aðsóknar – Bandaríkjamenn eru víst að miklu leyti hættir að sækja stóra listviðburði á borð við óperusýn- ingar, vegna hræðslu sinnar á hryðjuverkum. Að þeim sé illa við að koma saman margir á ein- um stað er sögð vera ástæðan. Samt hikuðu mörg hundruð þúsund manns fyrir nokkrum vikum ekki við að koma saman og mótmæla stríðinu í sömu borg. Það gæti verið að hræðsl- an við hryðjuverk sé ekki endilega ástæðan fyr- ir slöku aðgengi að óperusýningum, heldur að fólki finnist einfaldlega slík list – eða jafnvel öll list – ekki höfða til sín á tímum sem þessum. Það væri samt alltof sorglegt ef þetta viðhorf yrði ríkjandi. Þá yrði pælingin um að rækta eigin garð farin fyrir lítið. Við gerum heiminn að verri stað ef við gefum listum og menningu ekki tækifæri til að blómstra áfram. Ef við leyf- um stríðinu í Írak að gera útaf við meira en þau fjölmörgu mannslíf sem þegar eru að tapast þar á hverjum degi. Hlutverk listar á erfiðum tímum The San Francisco Chronicle/Don Asmussen Góð myndasaga getur oft sagt meira en heil blaðsíða af skrif- uðum texta, sem nýtist vel þegar fylgjast þarf með miklu magni upplýsinga eins og margir gera þessa dagana. Þrátt fyrir að vera „bara“ landslagsmálverk geta málverk Georgs Guðna sagt okkur mikið um gildi náttúrunnar, án þess að það sé yfirlýst markmið þeirra. AF LISTUM Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.