Morgunblaðið - 06.04.2003, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN
38 SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
NÚ ER landsfundur Sjálfstæð-
isflokksins liðinn. Þar mættu þús-
und Íslendingar á samkomu í hina
fjölnota Laugardalshöll. Í höllinni
hafa margar íþróttahetjurnar verið
hvattar til dáða, auk þekktra lista-
manna, svo sem hinn heimsfrægi
tenór Jose Carreras, sem hylltur
var þar á liðnu ári af aðdáendum
sínum.
Ekki voru fagnaðarlætin minni í
kjölfar vakningarræðu formanns
Sjálfstæðisflokksins, ef marka má
frásagnir af setningu landsfundar-
ins, enda flutti formaður ljóð um
stríð undir slagorði, sem myndi
sóma sér á hvaða landsleik sem
væri – Áfram Ísland.
Það er í hæsta máta eðlilegt að
formaður Sjálfstæðisflokksins sam-
gleðjist flokkssystkinum sínum á
landsfundi, enda hefur mörgu góðu
verið áorkað í stjórnartíð hans. Það
vekur hins vegar ætíð tortryggni
þegar lofræðum er ætlað að breiða
yfir staðreyndir, einkum og sér í
lagi þegar þær eru á allra vitorði.
Af nógu er að taka úr ræðu for-
manns til að nefna sem dæmi um
slíkt. Þar ber fyrst á góma einurð
flokksleiðtogans til að styðja stríðs-
rekstur Bandaríkjanna og Bret-
lands af sömu dyggð og hann
verndaði hinn friðelskandi forseta
Kína fyrir Falun Gong-iðkendum.
Stríðskafla ræðunnar var síðan
fylgt úr hlaði með ljóðlínum eftir
Tómas Guðmundsson, sem voru
sjálfsagt betur til þess fallnar að
viðhalda stemningunni en ljóð
Kristjáns frá Djúpalæk, Slysaskot í
Palestínu.
Þá tók við langhundur um
skattamál þar sem prósentur af
ýmsum toga voru lagðar fram til
stuðnings fullyrðinga um að skattar
hafi lækkað undir forystu for-
manns. Í þeim kafla vitnar formað-
ur af sinni landsþekktu lítilsvirð-
ingu í kollega sinn, formann
Samfylkingarinnar Össur Skarp-
héðinsson, þar sem hann nefnir
hann „einn af aðaltalsmönnum
Samfylkingarinnar“. Hafi þetta
verið tilraun til gamansemi, þá
virðist eitthvað hafa fallið á egg
hinnar hárbeittu kímnigáfu, sem
formaðurinn sýndi af sér á dögum
útvarps Matthildar, eða hvað hann
nú hét sá ágæti þáttur.
Eftir stendur að stjórn formanns
hagnast nú um 14 milljarða á ári
vegna þess að persónuafsláttur hef-
ur ekki fengið að fylgja launaþró-
un. Þá verða allar launahækkanir
hjá almennum launþegum fyrir 60–
70% raunsköttun vegna áhrifa jað-
arskatta. Það skal því engan undra
þótt unnt sé að lækka skatta, en að
sama skapi hlýtur hver kjósandi að
velta fyrir sér hvernig í ósköpunum
stendur á því að ætíð skortir fé til
heilbrigðis- og velferðarmála.
Í miðri skattaumræðunni skýrð-
ist hvers konar stjórnmálamaður
formaður er. Hann er athafna-
stjórnmálamaður, ekki umræðu-
stjórnmálamaður. Þessu verður
seint mótmælt. Það eru ófá dæmi
um athafnir formanns sem ekki
fengu umræðu fyrirfram.
Til að forðast stílbrot sá formað-
ur til þess að skattamálum lyki
ekki án þess að lítilsvirða ein-
hverja, í þessu tilfelli hagfræðinga,
sem hann uppnefndi hagtækna og
vændi um að þykja 199 króna vín-
berin súr.
Næst ber hæst kaflann um illar
tungur. Þar kvartar formaður
sáran undan því að einhverjir hafi
veist að persónu hans og gert hana
tortryggilega. Kannski halda illar
tungur því fram að hann sé bara
fortæknir. Þessi kafli heldur sig við
efnið, þ.e.a.s. illar tungur, nema
hvað hið illa umtal verður um R-
listann og fjármál Reykjavíkur-
borgar, og er fylgt úr hlaði með
stuðlum og höfuðstöfum.
Nú kemur að því sem formaður
fullyrðir að vel hafi reynst. Hér er
ekkert til sparað, svo landsfund-
argestir fái sem besta innsýn í þau
málefni sem vel hafa reynst. Það er
hvorki meira né minna en fimm lín-
um varið í ræðu formanns til um-
ræðu um stöðu og framtíð landbún-
aðar. Svo mörg voru þau orð um
einn undirstöðuatvinnuveg þjóðar-
innar, sem nú þarf sex milljarða
króna ríkisframlag til að hann legg-
ist ekki af.
Í beinu framhaldi af því tjáði for-
maður viðstöddum að almenn sátt
væri um sjávarútvegsstefnu lands-
ins, nema hvað andstæðingar
flokksins hefðu hvað eftir annað
flutt ræður og ályktanir af full-
komnu ábyrgðarleysi í garð þess-
arar mikilvægu atvinnugreinar.
Hverjar voru svo helstu áhyggj-
ur formanns vegna þessara ábyrgð-
arlausu ályktana? Ekki voru það
atvinnumöguleikar í sjávarbyggð-
um landsins, ekki rýrnun á verð-
mæti eigna fólks á landsbyggðinni
þegar kvóti hefur verið seldur burt,
eða hin gríðarlega eignatilfærsla
sem á sér stað þegar einstaklingar
selja gjafakvóta og fara með
hundruð, jafnvel þúsundir milljóna
skattfrjálst úr landi. Nei, ekkert af
þessu angrar formann. Það sem
veldur áhyggjum formanns er
hugsanlegt hrun á veðhæfni sjáv-
arútvegsins.
Við sem ekki berum fálkaflokks-
skírteinið getum varla sett okkur í
spor korthafa. Við spyrjum í for-
undran hverjir eru svona sáttir við
sjávarútvegsstefnu Sjálfstæðis-
flokksins? Eina augljósa svarið er:
Þeir sem fengu auðlindina gefins
og var gert kleift að hagnast um
ótrúlegar upphæðir á því að selja
eða leigja gjöfina frá sér.
Það er við hæfi að rifja upp af
þessu tilefni nokkrar ljóðlínur úr
kvæði Davíðs Stefánssonar frá
Fagraskógi, Söngur loddarans, sem
hann orti fyrir munn ónefnds at-
hafnastjórnmálamanns.
Ég blæs í lyginnar lúður
og leik á hégómans strengi,
og hræsninnar bumbu ber ég,
svo bergmálið hljómi lengi …
Söngur loddarans
Eftir Sigurð
Inga Jónsson
„Við sem
ekki berum
fálkaflokks-
skírteinið
getum varla
sett okkur í spor kort-
hafa. Við spyrjum í for-
undran hverjir eru svona
sáttir við sjávarútvegs-
stefnu Sjálfstæðis-
flokksins?“
Höfundur er oddviti Frjálslynda
flokksins í Reykjavíkurkjördæmi
norður.
Í dag milli kl 14 og 16 verður opið
hús í Garðastræti 16 jarðhæð.
Um er að ræða góða 56 fm 2ja her-
bergja íbúð með sérinngangi, flísar
og parket á gólfum, góðar innrétting-
ar. Húsið verður málað í sumar og er
það gert á kostnað seljanda, þetta er
góð eign í miðbænum þannig að
núna er bara að drífa sig og skoða.
Verð 8,1 millj
Garðastræti 16 - Opið hús
Skúlagata 17, Rvk, 595 9000
Hlíðasmári 15, Kóp., 595 9090
holl@holl.is • www.holl.is
Opið virka daga kl. 9-18, laugard. kl. 12-14.
GSM 896 8232
AUSTURBRÚN - RVÍK
Stórglæsilegt samtals 212,9 fm (m. bílskúr)
nýlegt parhús á þessum frábæra stað. Rúm-
gott og vel skipulagt hús, skemmtilegur lok-
aður garður. Verð 27 millj.
KJARRMÓAR - GBÆ
Nýkomið í einkasölu mjög gott 85 fm raðhús
(+fm undir súð efri hæðar). Frábær staður
þar sem er stutt í alla þjónustu. Bílskúrsrétt-
ur.
HÓLMATÚN - ÁLFTANESI
Mjög fallegt og bjart um 130 fm (m. bílskúr)
raðhús á einni hæð. 3 svefnherbergi, byggt
árið 2000. Hellulagt plan og góð verönd með
skjólveggjum. Rólegt og gott umhverfi, stutt
í skóla og leikskóla. Verð 17 millj.
SJÁVARGRUND - GBÆ
Nýkomin í einkas. sérlega falleg 146 fm hæð
ásamt bílageymslu í þessu vinsæla húsi.
Íbúðin er á einni hæð (fyrstu) og svo er
geymsla o.fl. ásamt inngangi úr bílageymslu
í kjallara.
SKÓLAGERÐI - KÓP.
Góð 78 fm 4ra herb. á 2. hæð í vesturbæ
Kópavogs. Nýtt baðherb., ágætar innrétting-
ar. Þvottahús í íbúð, geymsla í kjallara. Verð
11,9 millj.
NÝBÝLAVEGUR - NÝTT
Mjög góðar og vel skipulagðar 85 fm nýjar
íbúðir í nýju 5 íbúða húsi á þessum gróna
stað. Skilast fullbúnar án gólfefna 1. desem-
ber 2003. Möguleiki á bílskúr. Teikningar
hjá Garðatorgi.
OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14-17
Höfum til sölu glæsilega 98 m², 3ja herb. íbúð á jarðhæð með
sérgarði og verönd, ásamt 22 m² bílskúr. Húsið er 2ja hæða með
6 íbúðum. Verð kr. 10.500.000.
Upplýsingar veitir:
Eignaland ehf., Hlíðasmára 9, Kóp.,
Guðmundur Þórðarson hdl. og lögg. fast.sali.
Símar 568 3040 og 891 6768.
3ja herb. íbúð og bílskúr
við Bakkastaði í Reykjavík
Hörkugott, bjart og skemmtilegt verslunarrými á jarðhæð, 54,2 fm, á þessum frábæra
stað með sérinngangi í reisulegu og fallegu húsi. Rafmagn nýlega endurnýjað. Nýlegar
lagnir fyrir tölvur og síma. Sérgeymsla í kjallara fylgir. Hugsanlegt að breyta í íbúð.
Rýmið opið fyrir utan wc og starfsmannaaðstöðu. Eign sem býður uppá skemmtilega
möguleika. Verð 6,7 millj. Áhv. ca 4,7 millj. Myndir á www.holl.is. Frekari upplýsingar á
skrifstofum Hóls eða hjá Björgvin í síma 595 9012.
Af sérstökum ástæðum er til sölu ein rótgrónasta og glæsilegasta blómabúðin í dag.
Verslunin selur fjölbreytta blómaflóru og mjög vandaða gjafavöru. Verslunin er sérlega
vel staðsett. Traustur kúnnahópur og föst verkefni. Góð velta. Starfsemin í traustu
rúml. 100 fm húsnæði. Fullkominn blómakælir, allar innréttingar, tæki og tól til reksturs-
ins fylgja með í kaupunum. Heildarverð ásamt lager er aðeins 10.0 millj. (Lager er
rúml. 6 millj.). Hér er frábært tækifæri fyrir rétta aðila. Ýmiss skipti athugandi. Myndir á
www.holl.is. Frekari uppl. á skrifstofum Hóls eða hjá Björgvin í síma 595 9012.
Grundarstígur - jarðhæð
Blómið Grensásvegi - Verð 10 millj. m/lager
Skúlagata 17 - Sími 595 9000
Hlíðarsmári 15 - Kópavogur - Sími 595 9090
holl@holl.is - www.holl.is
Opið virka daga kl. 9-18,
laugard. kl. 12-14
Opið mán.-fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9-17
Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033
Íbúðin er á tveimur hæðum, ein-
staklega fallega innréttuð 4ra til 5
herbergja ásamt stæði í lokuðu bíl-
skýli. Sérþvottahús í íbúðinni,
sérsmíðuð eldhúsinnrétting með
innbyggðri upp-
þvottavél og ís-
skáp, halogen-
lýsing o.fl.
Opið hús í dag
frá kl. 14 og 17 hjá
Rögnu og Ágústi.
NAUSTABRYGGJA 27
OPIÐ HÚS - FULLBÚIN „PENTHOUSE“-ÍBÚÐ