Morgunblaðið - 06.04.2003, Síða 55

Morgunblaðið - 06.04.2003, Síða 55
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. APRÍL 2003 55 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 49.965 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára. Flug, gisting, skattar, 27. apríl, 24 nætur. Ofangreint verð er staðgreiðsluverð. Alm. verð kr. 52.460. Verð kr. 59.950 M.v. 2 í íbúð, 27. apríl, 24 nætur. Flug og gisting, skattar. Ofangreint verð er staðgreiðsluverð. Alm. verð kr. 62.950. Ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Costa del Sol þann 27. apríl í 24 nætur. Nú getur þú notið fegursta tíma ársins á þessum vinsælasta áfangastað Íslendinga í sólinni og búið við frábæran aðbúnað. Þú bókar núna og tryggir þér síðustu sætin, og 4 dögum fyrir brottför hringjum við í þig og tilkynnum þér hvar þú býrð. Að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Síðustu sætin Munið Mastercard ferðaávísunina Stökktu til Costa del Sol 27. apríl - 24 nætur frá kr. 49.965 ÞETTA var rétti leikurinn hjá henni, að leita á ný mið, hvíla sig (og okkur) aðeins á kraftballöðunum. Það eru því engin „My Heart Will Go On“ hér, því hún hefur kosið að leita til meistara iðnaðarpoppsins, helstu fjöldaframleiðenda handhægra og auðmeltra dægur- flugna, sem búið er að sannreyna útfrá vísindalegum stöðl- um að límast við heila hlustenda, hvort sem þeim lík- ar betur eða verr. Við erum auðvitað að tala um Svíana, dúxana í Abba- skólanum, þá Max Martin og félaga, en eins og margir vita er íslenski Sví- inn Arnþór Birgisson í þeim mæta og eftirsótta hópi. Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá valdi hún Celine blessunin sér alveg hárréttan fé- lagsskap, því fyrir vikið er hún orðin miklu viðkunnanlegri og lögin mörg hver á One Heart bara býsna fín. Ekki nóg með það heldur beitir hún röddinni á mun smekklegri máta en áður, hefur blessunarlega afráðið að róa sig heilmikið í öllum þessum slauf- um og dúllum, og er meira farin að prófa ný og settlegri stílbrigði. Ég er ekki að segja að hún muni hér vinna á sitt band þá sem hafa látið hana fara í sínar fínustu í gegnum tíðina en One Heart er þó hin prýðilegasta popp- platan sem mun vafalítið viðhalda vin- sældum hennar.  Tónlist Celine og sænsku dúxarnir Celine Dion One Heart Columbia Tólfta platan frá þessari kanadísku drottningu kraftballaðanna. Minni kraft- ur, færri ballöður, betri plata. Skarphéðinn Guðmundsson Á DÖGUNUM efndi markaðsdeild Morg- unblaðsins til bíóleiks á mbl.is fyrir áskrif- endur Morgunblaðs- ins. Gafst þeim kost- ur á að spreyta sig á nokkrum laufléttum spurningum er allar tengdust rómantísku gamanmyndinni Man- hattanmær á einn eða annan máta. Fjöldi glæsilegra vinninga var í boði. Þeir glöggu en um leið heppnu sem dregnir voru úr potti réttra svara voru Hólmfríður Sigurðardóttir og Ragnar Stefánsson. Í vinning fengu þau bæði ársbirgðir af Diet Coke, rómantískan pakka frá Rad- isson SAS Hótel Sögu og Mecca Spa, boðsmiða fyrir tvo á Man- hattanmey og gjafabréf frá Zik Zak tískuhúsi. Markaðsdeild Morgunblaðsins þakkar öllum sem tóku þátt og óskar vinningshöfum til hamingju. Manhattanmær á mbl.is Frá vinstri eru Jón Gunnar Geirdal hjá kvik- myndasviði Norðurljósa, Ragnar, Hólmfríður og Jón Agnar hjá markaðsdeild Morgunblaðsins. Morgunblaðið/Kristinn NEMENDUR starfsbrautar fjöl- brautaskólans FNV á Sauðárkróki hafa ávallt tekið virkan þátt í dag- skrá „opinna daga“ og árshátíð skól- ans. Það er auðvitað hið besta mál og þykir ekki sæta neinum tíðindum. Hins vegar er það örugglega mjög sjaldgæft að maður sem er lögblind- ur, með minna en 10% sjón, skuli hafa tekið þátt í gerð stuttmyndar. Þetta gerði Gunnlaugur Dan ásamt skólafélögum sínum og það sem er ennþá merkilegra er það að hann sá algerlega um upptökuna sjálfur og með aðstoð góðra manna annaðist hann einnig myndvinnsluna. Nemendur starfsbrautar FNV gerðu stuttmynd Upptöku- maðurinn lögblindur Á myndinni eru, talið frá vinstri: Heiðar Örn Heimisson, Dóra Rebekka Sævarsdóttir, Viðar Aðalsteinsson og Gunnlaugur Dan Sigurðsson. Sauðárkróki. Morgunblaðið. ATVINNA mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.