Morgunblaðið - 06.12.2003, Page 28

Morgunblaðið - 06.12.2003, Page 28
Jólakort Kvenfélagsins | Kven- félag Keflavíkur hefur um árabil verið með jólakortasölu fyrir jólin til tekjuöflunar en jólakortasalan er ein af helstu fjáröfl- unarleiðum kvenfélagsins. Mismunandi myndir eftir ýmsa listamenn hafa skreytt jólakortin frá ári til árs. Að þessu sinni er mynd af lista- verki eftir Írisi Jónsdóttur framan á kortinu. Hægt er að nálgast kortin hjá kvenfélagskonum. SUÐURNES 28 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Reykjanesbær | Yfir eitt hundrað manns er á biðlista eftir að komast í hljóðfæra- og söngnám hjá Tónlist- arskóla Reykjanesbæjar. Um 650 nemendur eru nú í skólanum, þar af rúmur helmingur í forskólanámi í húsnæði grunnskólanna fjögurra. Nú er uppskerutími í tónlistar- skólum landsins. Það heyrist meðal annars í húsnæði Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, tónlist ómar úr stofunum. Hljómsveitirnar og ein- stakir hljóðfæranemendur halda tónleika fyrir jól- in, til að leyfa fjöl- skyldunum og bæjarbúum að heyra hvað bæst hefur við þekk- inguna. „Öll börn í fyrsta og öðrum bekk grunnskól- anna eru í for- skóla á vegum Tónlistarskólans,“ segir Haraldur Árni Haraldsson, skólastjóri Tónlist- arskóla Reykjanesbæjar. Kennslan fer fram í húsnæði grunnskólanna. Einnig hljóðfærakennsla þeirra nemenda grunnskólanna sem halda áfram, allt upp í sjötta til sjöunda bekk, en sú kennsla er hluti af sam- felldum skóladegi. Haraldur segir að starfsaðstaðan hafi gjörbreyst við einsetningu skólanna. Við þær breytingar hafi verið gert ráð fyrir aðstöðu fyrir tónlistarnámið og nú séu þrjár stofur fyrir hljóðfæra- kennslu í öllum grunnskólunum auk stofu fyrir forskólakennslu. „Við er- um ákaflega stolt af því hvað vel hef- ur verið staðið að þessu,“ segir Har- aldur. Önnur hljóðfærakennsla fer fram í húsnæði Tónlistarskólans á Austur- götu 13 í Keflavík þar sem Tónlist- arskóli Keflavíkur var til húsa fyrir sameiningu skólanna og Þórustíg 7 í Njarðvík þar sem Tónlistarskóli Njarðvíkur hafði starfsemi sína. Haraldur Árni segir að aðstaðan í þessum húsum sé afar bágborin enda hafi þau verið byggð sem at- vinnu- og íbúðarhúsnæði. Mikil þrengsli séu þar síðdegis, þegar nemendur komi í bóklega tíma og á hljómsveitaæfingar og eldri nem- endur mæti í hljóðfæra- og söng- tíma, auk þess sem mikill hljóðleki sé milli stofa, einkum við Austurgötu. Þetta stendur þó til bóta því í und- irbúningi er bygging tónlistarmið- stöðvar þar sem aðstaða verður fyrir tónlistarskólann og Poppminjasafn Íslands. Nefnd á vegum bæjaryfir- valda vinnur að undirbúningi máls- ins og hefur meðal annars það verk- efni að athuga hvort hægt sé að koma slíkri aðstöðu upp í tengslum við félagsheimilið Stapa. Haraldur Árni segir að miðað við áform um þróun byggðarinnar í Reykjanesbæ sé staðsetning tónlist- arskólans við Stapa ágæt. Ekki sé langt í að sá staður verði miðsvæðis í Reykjanesbæ. Einnig sé góðra gjalda vert að nýta sal félagsheim- ilisins sem tónleikasal en hann tekur fram að til þess að það verði unnt verði að leggja í mikinn kostnað við breytingar á honum. Þá segir Har- aldur mikilvægt að húsið verði þann- ig hannað að hægt verði að halda op- inberar skemmtanir í Stapa án þess að sá umgangur sem því fylgi tengist húsnæði tónlistarskólans. Haraldur segist sannfærður um að vel verði að byggingunni staðið. „Bæjaryfirvöld hafa mikinn metnað í skólamálum. Þau hafa sýnt að þau gera allt sem þau geta til að búa vel að starfseminni. Það er svo hlutverk okkar fagfólksins í skólunum að nýta aðstæðurnar og gera eins vel og við getum í okkar fagi,“ segir skólastjór- inn. Það er þekkt að nokkuð brottfall er úr tónlistarnámi. Haraldur segir að oft finnist nemendum að nóg sé komið í tónlistarnámi við fimmtán eða sextán ára aldur og hætti. „Við veltum þessu oft fyrir okkur því á þessum aldri eru nemendur oft komnir vel á veg í tónlistarnámi sínu. Þau eru þá komin yfir vissa þrösk- ulda og komin með vissa færni til að leika það sem þau langar til,“ segir Haraldur og bætir því við að vissu- lega sé námið orðið meira krefjandi á þessum árum, erfiðari verkefni og meiri tími fari í æfingar. „Þegar kennari finnur að los er að koma á nemandann er mikilvægt að hann geri námið aðlaðandi fyrir viðkom- andi, reyni að hafa það eins og hægt er á hans nótum. Oft dugar það til að fleyta nemandanum yfir þessi ár og hann hættir við að hætta.“ Blástur og popp Sterk popphefð er í Keflavík. Har- aldur Árni staðfestir að það komi að nokkru leyti fram í tónlistarskólan- um. Þannig sé mikill áhugi á gítar- námi. Fyrir fjórum árum hófst kennsla á rafmagnsgítar. Nú er kennari í fullu starfi við þá kennslu og nokkrir tugir nemenda á biðlista eftir að komast að. Töluverð ásókn er einnig í að læra á rafmagnsbassa. „Við erum þó enginn poppskóli. Að- aláherslan er á hefðbundið hljóð- færanám, eins og í öðrum tónlistar- skólum,“ segir hann. Skólinn býður upp á nánast allar hugsanlegar námsgreinar í tónlist, á öllum stig- um, allt til framhaldsprófs. Sterk blásarahefð er í Reykja- nesbæ og kemur það einnig fram í starfi tónlistarskólans. Þar eru starf- andi lúðrasveitir og léttsveitir. Þær leika mikið við ýmis tækifæri í bæj- arfélaginu og víðar. Hægar hefur gengið að efla strengjasveitastarfið þótt markvisst hafi verið að því unn- ið. „En við sjáum fram á bjartari tíma þar,“ segir Haraldur og vísar til þess að stefnt sé að ráðningu fiðlu- kennara í hálft starf til viðbótar til að auka við þá kennslu og er það hluti af markmiðum skólans við uppbygg- ingu strengjadeildar. Yfir hundrað bíða eftir að komast í nám hjá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar „Enginn poppskóli“ Haraldur Árni Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Rétti tónninn: Gítarleikararnir Aðalsteinn og Sigfús spila saman undir handarjaðri Aleksöndru og Ragnheiður kennir Önnu Katrínu Klukknahljóm. Reykjanesbær | Hið árlega Bóka- konfekt Bókasafns Reykjanesbæjar, menningarfulltrúa Reykjanesbæjar, Miðstöðvar símenntunar á Suð- urnesjum og Pennans-Bókabúðar Keflavíkur verður í dag, laugardag, í sal Listasafns Reykjanesbæjar í Du- ushúsum. Þeir höfundar sem lesa úr verkum sínum eru Úlfar Þormóðsson, Linda Vilhjálmsdóttir, Guðmundur Stein- grímsson og Jón Kalman Stef- ánsson. Þá mun Alexandra Cherny- shova, sópransöngkona frá Úkraínu, syngja nokkur einsöngslög við und- irleik Ragnheiðar Skúladóttur. Bókakonfektið hefst kl. 16 og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Boðið verður upp á kaffi og konfekt og verk höfundanna verða til sölu á staðnum. Bókakonfektið hald- ið í Duushúsum í dag Harmóníkuball í Sandgerði | Haldið verður harmóníkuball í Sam- komuhúsinu í Sandgerði í kvöld. Fé- lagar úr Félagi harmóníkuunnenda á Suðurnesjum þenja nikkurnar sér og öðrum til ánægju. Gestir úr Harmóníkufélagi Reykjavíkur mæta einnig með sín hljóðfæri. Harmóníkuböll voru algeng á Suðurnesjum um miðja síðustu öld en þetta mun vera fyrsta ballið af þessu tagi sem haldið er á svæðinu í mörg ár. Félag harmóníkuunnenda á Suð- urnesjum hefur starfað í mörg ár og komið fram við ýmis tækifæri. Jólaljósin tendruð | Kveikt verð- ur á ljósunum á jólatrénu við Tjarn- argötutorg í Keflavík við athöfn sem hefst klukkan 18 í dag. Jólatréð er gjöf frá vinabæ Reykjanesbæjar, Kristiansand í Noregi, og mun Gutt- orm Vik sendiherra afhenda tréð. Blásarasveit og söngvarar frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar skapa jólastemmninguna með söng og leik, Björk Guðjónsdóttir, forseti bæjarstjórnar, ávarpar samkomuna og Guðrún Ólöf Olsen, nemandi í Heiðarskóla, tendrar jólaljósin. For- eldrafélag Tónlistarskólans býður heitt kakó. Handverk í Saltfisksetri | Sýn- ing á handverki verður í húsnæði Saltfiskseturs Íslands um helgina, laugardag og sunnudag, báða dag- ana frá klukkan tólf til hálfsex síð- degis. Sýningin er í sal á efri hæð Salt- fisksetursins. Þar eru fimmtán bás- ar, allir fullmannaðir. Sýnendur eru úr Grindavík, úr heimahúsum, Gall- erý Gesthúsum og Sjólist. Sýningin er sölusýning. „MIG langaði að læra á hljóð- færi og var oft búin að leika mér á píanó hjá frænda mín- um,“ sagði Anna Katrín Gísla- dóttir, 10 ára, þegar hún var spurð af hverju hún hefði byrj- að að læra á píanó. Anna var í píanótíma hjá Ragnheiði Skúladóttur þegar blaðamaður heimsótti Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Anna sagði að það væri ekkert sérstaklega erfitt að læra á píanó. „Hún er dugleg þessi stelpa, áhugasöm og þá gerist margt,“ skaut Ragnheiður inn í samtalið. Ragnheiður hefur kennt á pí- anó í fjörutíu ár en eldmóð- urinn hefur aldrei verið meiri en nú. „Mér fannst þetta held- ur leiðinlegt starf í fyrstu. Ég var nítján ára þegar ég byrjaði að kenna og hafði meiri áhuga á að spila sjálf en kenna. Þetta verður skemmtilegra eftir því sem líður,“ sagði Ragnheiður. Áttatíu nemendur eru í pí- anódeildinni og Ragnheiður segist hafa frábært samstarfs- fólk. Hún getur þess að fjórir nemendur skólans hafi tekið þátt í keppni ungra píanóleik- ara sem Íslandsdeild samtaka evrópska píanóleikara efndi til fyrir skömmu. Keppendur voru alls liðlega þrjátíu þannig að framlag Tónlistarskóla Reykjanesbæjar var gott. „Verð að kunna á gítar“ Aðalsteinn Axelsson og Sig- fús Árnason voru í gítartíma hjá Aleksöndru Pitak. Þetta er annar veturinn þeirra í gít- arnámi. „Sennilega af því að mér leist ekki á neitt annað,“ sagði Aðalsteinn þegar þeir fé- lagarnir voru spurðir hvers vegna gítarinn hefði orðið fyr- ir valinu. „Þetta er búið að vera lengi í ættinni hjá mér. Pabbi er Vestmanneyingur og maður verður að kunna á gít- ar,“ sagði Sigfús. „Dugleg þessi stelpa“            

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.