Morgunblaðið - 06.12.2003, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 06.12.2003, Qupperneq 28
Jólakort Kvenfélagsins | Kven- félag Keflavíkur hefur um árabil verið með jólakortasölu fyrir jólin til tekjuöflunar en jólakortasalan er ein af helstu fjáröfl- unarleiðum kvenfélagsins. Mismunandi myndir eftir ýmsa listamenn hafa skreytt jólakortin frá ári til árs. Að þessu sinni er mynd af lista- verki eftir Írisi Jónsdóttur framan á kortinu. Hægt er að nálgast kortin hjá kvenfélagskonum. SUÐURNES 28 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Reykjanesbær | Yfir eitt hundrað manns er á biðlista eftir að komast í hljóðfæra- og söngnám hjá Tónlist- arskóla Reykjanesbæjar. Um 650 nemendur eru nú í skólanum, þar af rúmur helmingur í forskólanámi í húsnæði grunnskólanna fjögurra. Nú er uppskerutími í tónlistar- skólum landsins. Það heyrist meðal annars í húsnæði Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, tónlist ómar úr stofunum. Hljómsveitirnar og ein- stakir hljóðfæranemendur halda tónleika fyrir jól- in, til að leyfa fjöl- skyldunum og bæjarbúum að heyra hvað bæst hefur við þekk- inguna. „Öll börn í fyrsta og öðrum bekk grunnskól- anna eru í for- skóla á vegum Tónlistarskólans,“ segir Haraldur Árni Haraldsson, skólastjóri Tónlist- arskóla Reykjanesbæjar. Kennslan fer fram í húsnæði grunnskólanna. Einnig hljóðfærakennsla þeirra nemenda grunnskólanna sem halda áfram, allt upp í sjötta til sjöunda bekk, en sú kennsla er hluti af sam- felldum skóladegi. Haraldur segir að starfsaðstaðan hafi gjörbreyst við einsetningu skólanna. Við þær breytingar hafi verið gert ráð fyrir aðstöðu fyrir tónlistarnámið og nú séu þrjár stofur fyrir hljóðfæra- kennslu í öllum grunnskólunum auk stofu fyrir forskólakennslu. „Við er- um ákaflega stolt af því hvað vel hef- ur verið staðið að þessu,“ segir Har- aldur. Önnur hljóðfærakennsla fer fram í húsnæði Tónlistarskólans á Austur- götu 13 í Keflavík þar sem Tónlist- arskóli Keflavíkur var til húsa fyrir sameiningu skólanna og Þórustíg 7 í Njarðvík þar sem Tónlistarskóli Njarðvíkur hafði starfsemi sína. Haraldur Árni segir að aðstaðan í þessum húsum sé afar bágborin enda hafi þau verið byggð sem at- vinnu- og íbúðarhúsnæði. Mikil þrengsli séu þar síðdegis, þegar nemendur komi í bóklega tíma og á hljómsveitaæfingar og eldri nem- endur mæti í hljóðfæra- og söng- tíma, auk þess sem mikill hljóðleki sé milli stofa, einkum við Austurgötu. Þetta stendur þó til bóta því í und- irbúningi er bygging tónlistarmið- stöðvar þar sem aðstaða verður fyrir tónlistarskólann og Poppminjasafn Íslands. Nefnd á vegum bæjaryfir- valda vinnur að undirbúningi máls- ins og hefur meðal annars það verk- efni að athuga hvort hægt sé að koma slíkri aðstöðu upp í tengslum við félagsheimilið Stapa. Haraldur Árni segir að miðað við áform um þróun byggðarinnar í Reykjanesbæ sé staðsetning tónlist- arskólans við Stapa ágæt. Ekki sé langt í að sá staður verði miðsvæðis í Reykjanesbæ. Einnig sé góðra gjalda vert að nýta sal félagsheim- ilisins sem tónleikasal en hann tekur fram að til þess að það verði unnt verði að leggja í mikinn kostnað við breytingar á honum. Þá segir Har- aldur mikilvægt að húsið verði þann- ig hannað að hægt verði að halda op- inberar skemmtanir í Stapa án þess að sá umgangur sem því fylgi tengist húsnæði tónlistarskólans. Haraldur segist sannfærður um að vel verði að byggingunni staðið. „Bæjaryfirvöld hafa mikinn metnað í skólamálum. Þau hafa sýnt að þau gera allt sem þau geta til að búa vel að starfseminni. Það er svo hlutverk okkar fagfólksins í skólunum að nýta aðstæðurnar og gera eins vel og við getum í okkar fagi,“ segir skólastjór- inn. Það er þekkt að nokkuð brottfall er úr tónlistarnámi. Haraldur segir að oft finnist nemendum að nóg sé komið í tónlistarnámi við fimmtán eða sextán ára aldur og hætti. „Við veltum þessu oft fyrir okkur því á þessum aldri eru nemendur oft komnir vel á veg í tónlistarnámi sínu. Þau eru þá komin yfir vissa þrösk- ulda og komin með vissa færni til að leika það sem þau langar til,“ segir Haraldur og bætir því við að vissu- lega sé námið orðið meira krefjandi á þessum árum, erfiðari verkefni og meiri tími fari í æfingar. „Þegar kennari finnur að los er að koma á nemandann er mikilvægt að hann geri námið aðlaðandi fyrir viðkom- andi, reyni að hafa það eins og hægt er á hans nótum. Oft dugar það til að fleyta nemandanum yfir þessi ár og hann hættir við að hætta.“ Blástur og popp Sterk popphefð er í Keflavík. Har- aldur Árni staðfestir að það komi að nokkru leyti fram í tónlistarskólan- um. Þannig sé mikill áhugi á gítar- námi. Fyrir fjórum árum hófst kennsla á rafmagnsgítar. Nú er kennari í fullu starfi við þá kennslu og nokkrir tugir nemenda á biðlista eftir að komast að. Töluverð ásókn er einnig í að læra á rafmagnsbassa. „Við erum þó enginn poppskóli. Að- aláherslan er á hefðbundið hljóð- færanám, eins og í öðrum tónlistar- skólum,“ segir hann. Skólinn býður upp á nánast allar hugsanlegar námsgreinar í tónlist, á öllum stig- um, allt til framhaldsprófs. Sterk blásarahefð er í Reykja- nesbæ og kemur það einnig fram í starfi tónlistarskólans. Þar eru starf- andi lúðrasveitir og léttsveitir. Þær leika mikið við ýmis tækifæri í bæj- arfélaginu og víðar. Hægar hefur gengið að efla strengjasveitastarfið þótt markvisst hafi verið að því unn- ið. „En við sjáum fram á bjartari tíma þar,“ segir Haraldur og vísar til þess að stefnt sé að ráðningu fiðlu- kennara í hálft starf til viðbótar til að auka við þá kennslu og er það hluti af markmiðum skólans við uppbygg- ingu strengjadeildar. Yfir hundrað bíða eftir að komast í nám hjá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar „Enginn poppskóli“ Haraldur Árni Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Rétti tónninn: Gítarleikararnir Aðalsteinn og Sigfús spila saman undir handarjaðri Aleksöndru og Ragnheiður kennir Önnu Katrínu Klukknahljóm. Reykjanesbær | Hið árlega Bóka- konfekt Bókasafns Reykjanesbæjar, menningarfulltrúa Reykjanesbæjar, Miðstöðvar símenntunar á Suð- urnesjum og Pennans-Bókabúðar Keflavíkur verður í dag, laugardag, í sal Listasafns Reykjanesbæjar í Du- ushúsum. Þeir höfundar sem lesa úr verkum sínum eru Úlfar Þormóðsson, Linda Vilhjálmsdóttir, Guðmundur Stein- grímsson og Jón Kalman Stef- ánsson. Þá mun Alexandra Cherny- shova, sópransöngkona frá Úkraínu, syngja nokkur einsöngslög við und- irleik Ragnheiðar Skúladóttur. Bókakonfektið hefst kl. 16 og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Boðið verður upp á kaffi og konfekt og verk höfundanna verða til sölu á staðnum. Bókakonfektið hald- ið í Duushúsum í dag Harmóníkuball í Sandgerði | Haldið verður harmóníkuball í Sam- komuhúsinu í Sandgerði í kvöld. Fé- lagar úr Félagi harmóníkuunnenda á Suðurnesjum þenja nikkurnar sér og öðrum til ánægju. Gestir úr Harmóníkufélagi Reykjavíkur mæta einnig með sín hljóðfæri. Harmóníkuböll voru algeng á Suðurnesjum um miðja síðustu öld en þetta mun vera fyrsta ballið af þessu tagi sem haldið er á svæðinu í mörg ár. Félag harmóníkuunnenda á Suð- urnesjum hefur starfað í mörg ár og komið fram við ýmis tækifæri. Jólaljósin tendruð | Kveikt verð- ur á ljósunum á jólatrénu við Tjarn- argötutorg í Keflavík við athöfn sem hefst klukkan 18 í dag. Jólatréð er gjöf frá vinabæ Reykjanesbæjar, Kristiansand í Noregi, og mun Gutt- orm Vik sendiherra afhenda tréð. Blásarasveit og söngvarar frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar skapa jólastemmninguna með söng og leik, Björk Guðjónsdóttir, forseti bæjarstjórnar, ávarpar samkomuna og Guðrún Ólöf Olsen, nemandi í Heiðarskóla, tendrar jólaljósin. For- eldrafélag Tónlistarskólans býður heitt kakó. Handverk í Saltfisksetri | Sýn- ing á handverki verður í húsnæði Saltfiskseturs Íslands um helgina, laugardag og sunnudag, báða dag- ana frá klukkan tólf til hálfsex síð- degis. Sýningin er í sal á efri hæð Salt- fisksetursins. Þar eru fimmtán bás- ar, allir fullmannaðir. Sýnendur eru úr Grindavík, úr heimahúsum, Gall- erý Gesthúsum og Sjólist. Sýningin er sölusýning. „MIG langaði að læra á hljóð- færi og var oft búin að leika mér á píanó hjá frænda mín- um,“ sagði Anna Katrín Gísla- dóttir, 10 ára, þegar hún var spurð af hverju hún hefði byrj- að að læra á píanó. Anna var í píanótíma hjá Ragnheiði Skúladóttur þegar blaðamaður heimsótti Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Anna sagði að það væri ekkert sérstaklega erfitt að læra á píanó. „Hún er dugleg þessi stelpa, áhugasöm og þá gerist margt,“ skaut Ragnheiður inn í samtalið. Ragnheiður hefur kennt á pí- anó í fjörutíu ár en eldmóð- urinn hefur aldrei verið meiri en nú. „Mér fannst þetta held- ur leiðinlegt starf í fyrstu. Ég var nítján ára þegar ég byrjaði að kenna og hafði meiri áhuga á að spila sjálf en kenna. Þetta verður skemmtilegra eftir því sem líður,“ sagði Ragnheiður. Áttatíu nemendur eru í pí- anódeildinni og Ragnheiður segist hafa frábært samstarfs- fólk. Hún getur þess að fjórir nemendur skólans hafi tekið þátt í keppni ungra píanóleik- ara sem Íslandsdeild samtaka evrópska píanóleikara efndi til fyrir skömmu. Keppendur voru alls liðlega þrjátíu þannig að framlag Tónlistarskóla Reykjanesbæjar var gott. „Verð að kunna á gítar“ Aðalsteinn Axelsson og Sig- fús Árnason voru í gítartíma hjá Aleksöndru Pitak. Þetta er annar veturinn þeirra í gít- arnámi. „Sennilega af því að mér leist ekki á neitt annað,“ sagði Aðalsteinn þegar þeir fé- lagarnir voru spurðir hvers vegna gítarinn hefði orðið fyr- ir valinu. „Þetta er búið að vera lengi í ættinni hjá mér. Pabbi er Vestmanneyingur og maður verður að kunna á gít- ar,“ sagði Sigfús. „Dugleg þessi stelpa“            
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.