Morgunblaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 1
Rappsveit
með Níu líf
Hljómsveitin Igore gefur út
ferskt popprapp Menning
Jólaskraut
í 25 ár
Hagleikshjón smíða 40 mismun-
andi jólafígúrur Daglegt líf
Chelsea efst á blaði Alþjóðlegt
badmintonmót Fyrsti sigur
Hamars
Íþróttir í dag
TUGÞÚSUNDIR manna flykkt-
ust í gærmorgun út á götur og torg
á Gaza og Vesturbakkanum til að
syrgja fallinn félaga en þá hafði
verið tilkynnt, að Yasser Arafat,
tákngervingur baráttunnar fyrir
sjálfstæðu ríki Palestínumanna,
væri allur. Var lík hans flutt í gær
frá Frakklandi til Kaíró í Egypta-
landi en þar verður hann jarðsung-
inn að viðstöddum fulltrúum er-
lendra ríkja. Hann verður síðan
borinn til grafar í Ramallah á Vest-
urbakkanum.
Frönsku læknarnir, sem önnuð-
ust Arafat, sögðu að hann hefði lát-
ist á þriðja tímanum í fyrrinótt en
vildu ekki greina frá banameini
hans, sögðu þær upplýsingar að-
eins ætlaðar fjölskyldu hans. Eftir
lát Arafats kom Jacques Chirac,
forseti Frakklands, á sjúkrahúsið
til að votta honum virðingu sína í
hinsta sinn en að því búnu var lík-
kistan flutt út á flugvöll og þaðan
til Kaíró.
Tayep Abdelrahim, yfirmaður
palestínsku forsetaskrifstofunnar í
Ramallah, sagði í yfirlýsingu sinni,
að allir Palestínumenn, allir arabar
og allur heimurinn syrgði Arafat,
„son Palestínu og tákngerving bar-
áttunnar fyrir frelsi og sjálfstæði“.
Lýsti Abdelrahim jafnframt yfir 40
daga þjóðarsorg.
Kaflaskil í
Miðausturlöndum
Hanan Ashrawi, hin kunna, pal-
estínska þingkona, sagði, að með
dauða Arafats væri komið að
ákveðnum tímamótum.
„Arafat var enginn venjulegur
leiðtogi og nú hafa orðið kaflaskil í
öllum þessum heimshluta. Við tek-
ur nýr tími en baráttunni verður
haldið áfram.“
Ashrawi kvaðst ekki óttast upp-
lausn og ofbeldi í kjölfar dauða
Arafats en leiðtogar nokkurra her-
skárra fylkinga, meðal annars
Hamas, sökuðu Ísraela um að hafa
„eitrað“ fyrir Arafat og hótuðu að
hefna hans.
Þjóðarleiðtogar og aðrir
frammámenn minntust Arafats í
gær. Í ávarpi sínu sagði George W.
Bush, forseti Bandaríkjanna, að
hann vonaði, að framtíðin bæri í
skauti sínu sjálfstætt ríki Palest-
ínumanna og Ariel Sharon, for-
sætisráðherra Ísraels, sagði, að
dauði hans gæti boðað söguleg
tímamót í Miðausturlöndum.
Kvaðst hann fús til viðræðna við
nýjan leiðtoga Palestínumanna.
Arafat kvaddur
hinstu kveðju
Fráfall hans talið geta boðað upphaf nýs tíma í Miðausturlöndum
París, Ramallah. AP, AFP.
Arafat/18 og 34
BANDARÍSKT herlið, stutt flugvélum og
stórskotaliði, gerði stórárás á suðurhluta
Fallujah-borgar í Írak í gær í þeim tilgangi
að einangra uppreisnarmenn í litlum hluta
hennar.
Bandaríkjamenn stefna að því að hafa
náð Fallujah á sitt vald á laugardag og
áætla, að þeir hafi fellt 500 til 600 uppreisn-
armenn. Sjálfir segjast þeir hafa misst átján
menn auk þess sem fimm íraskir þjóðvarð-
liðar hafi fallið. Engar tölur eru um mann-
fall meðal óbreyttra borgara.
Sagt er, að Fallujah sé víða mjög illa farin
eftir sprengjuhríðina, en á sama tíma og
hún er að falla Bandaríkjamönnum í hendur
láta uppreisnarmenn æ meira að sér kveða í
öðrum borgum. Adnan Pachachi, súnníti,
sem átti sæti í fyrstu bráðabirgðastjórninni
eftir innrásina í Írak, sagði í fyrrakvöld, að
hernaðurinn í Fallujah gæti komið í bakið á
Bandaríkjamönnum. Hefði hann vakið
mikla reiði og súnnítum fyndist nú sem þeir
sérstaklega væru ofsóttir. Spáði hann því,
að fyrirhugaðar kosningar í janúar væru
dauðadæmdar fyrirfram.
Segja um
600 fallna
Fallujah. AP, AFP.
Reuters
Bandarískur hermaður í Fallujah. Sagt er
að borgin sé illa farin eftir stanslausar
loftárásir og stórskotahríð í fjóra daga.
EGYPSKUR heiðursvörður ber líkkistu Yassers
Arafats, leiðtoga Palestínumanna, frá flugvélinni,
sem flutti hana frá Frakklandi til Kaíró. Þar fer
fram í dag opinber minningarathöfn að við-
stöddum þjóðarleiðtogum og öðrum fulltrúum
meira en fimmtíu ríkja. Að henni lokinni verður
kistan flutt til Ramallah á Vesturbakkanum þar
sem Arafat verður lagður til hinstu hvílu. Sjálfur
vildi hann fá legstað í Jerúsalem en Ísraelar
komu í veg fyrir það. Hann mun þó hvíla í „jerú-
salemskri“ mold, sem flutt var til Ramallah frá
hinni helgu borg.
Reuters
Síðasti áfanginn
SAMKVÆMT upplýsingum Morg-
unblaðsins verður skipaður gerðar-
dómur til að leysa kjaradeilu kenn-
ara og sveitarfélaga samkvæmt
lagafrumvarpi sem lagt verður fyrir
ríkisstjórnina á fundi kl. 9 í dag. Í
kjölfarið verða haldnir þingflokks-
fundir og síðan verður frumvarpið
lagt fram á Alþingi á aukaþingfundi.
Frumvarpið gerir ráð fyrir að verk-
fallinu verði aflýst.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins verða kjör stétta með sam-
bærilega menntun og vinnutíma m.a.
lögð til grundvallar gerðardómnum.
Má búast við að þingið afgreiði frum-
varpið í dag eða á morgun og kennsla
hefjist í grunnskólunum eftir helgi.
Líklegt er að gerðardómur þurfi
nokkrar vikur til að komast að niður-
stöðu.
Fundað með aðilum deilunnar
Ráðherrar áttu í gær marga fundi
með ýmsum aðilum vegna deilunnar.
Halldór Ásgrímsson forsætisráð-
herra sagði eftir fund með forystu-
mönnum samninganefnda deiluaðila
í gær að þeim hefði verði gerð grein
fyrir að lagasetning kæmi til greina.
„En það er hins vegar alveg ljóst
að okkur finnst það mjög slæmt og
við teljum að það sé algjört neyð-
arúrræði,“ sagði Halldór.
Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, for-
maður launanefndar sveitarfélag-
anna, sagði eftir fund með ráðherr-
um að lagasetning færði deiluna
bara til. „Þá eigum við og viðsemj-
endur okkar í raun heilmikið mál eft-
ir – að vinna úr því.“
Eiríkur Jónsson, formaður Kenn-
arasambands Íslands, sagðist hafa
kynnt ráðherrum í gær þá tillögu
kennara að fara gerðardómsleiðina.
Hann sagði kennara ekki kalla eftir
að lög verði sett á verkfallið þótt þeir
gætu hugsað sér að leggja málið í
gerðardóm.
Leita þarf afbrigða frá þingsköp-
um til að taka megi frumvarpið á
dagskrá í dag. Ekki er búist við að
stjórnarandstaðan leggist gegn því
að það komist strax á dagskrá.
Endi bundinn á kjaradeilu kennara og sveitarfélaga með lögum
Kveðið á um gerðardóm í
fyrirhuguðu lagafrumvarpi
Lög/4
Í REYKJAVÍK eru á bilinu 85–90
unglingar á aldrinum 13–15 ára sem
talið er að eigi við verulegan spila-
vanda að etja. Níu af hverjum tíu
unglingum hafa spilað peningaspil og
talið er að um 2% unglinga eigi við
verulegan vanda að stríða vegna
slíkra spila.
Þetta kemur fram í rannsókn sem
sálfræðiskor Háskóla Íslands hefur
framkvæmt með stuðningi happ-
drættis Háskóla Íslands.
Daníel Þór Ólason, aðjunkt í sál-
fræði, segir spilavanda einkum vanda
drengja á aldrinum 13–15 ára. Eftir
því sem spilavandi krakkanna er
meiri eru þeir líklegri til að reykja,
drekka áfengi og neyta fíkni-
efna./28–29
Unglingar
í spilavanda
STOFNAÐ 1913 309. TBL. 92. ÁRG. FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is