Morgunblaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 12
Óli horfir á hana og roðnar. Hún myndaði alveg áreiðanlega orðin: Ég elska þig. Óli trú- ir varla sínum eigin aug- um, og finnur að hann roðnar niður í tær......... Börn á morgun 12 FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞÓRÓLFUR Árnason, fráfarandi borgarstjóri, lagði fram lausnar- beiðni sína sem borgarstjóri í upphafi borgarráðsfundar sem hófst í Ráð- húsi Reykjavíkur í gær. Jafnframt var lögð fram tillaga borgarráðsfull- trúa Reykjavíkurlistans að Steinunn Valdís Óskarsdóttir yrði ráðin borg- arstjóri frá og með 1. desember næst- komandi. Auk þess lagði Þórólfur fram tvær bókanir á fundinum varð- andi starfskjör sín. Í seinni bókuninni gagnrýndi Þór- ólfur Vilhjálm Þ. Vihjálmsson, borg- arfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, vegna opinberra ummæla Vilhjálms, sem birtust hinn 10. nóvember í DV, varðandi starfslokakjör borgarstjóra. Þar heldur Vilhjálmur því fram að Þórólfur fái laun út kjörtímabilið og hverfi á braut með um 20 milljónir króna. Þórólfur segir orð Vilhjálms falla gegn betri vitund og séu vísvit- andi rógur. Þórólfur lagði fram í borgarráði ráðningarbréf sitt frá 3. febrúar 2003 í tilefni ummæla Vilhjálms. „Í því koma fram hverjum skilmálum ráðn- ing borgarstjóra er bundin og hvern- ig kjör borgarstjóra eru ákvörðuð. Allar upplýsingar um ráðningu borg- arstjóra og starfskjör hans eru op- inber og hafa ítrekað verið birtar í fjölmiðlum á síðustu misserum,“ seg- ir í bókuninni. Þar kemur enn fremur fram að Vil- hjálmur hafi verið viðstaddur þegar tillaga um ráðningu Þórólfs var lögð fram í borgarráði hinn 14. janúar 2003 og einnig þegar hún var af- greidd í borgarstjórn 16. janúar 2003. „Þá lá ljóst fyrir að um ráðningu hans giltu sömu reglur og forvera hans í starfi, en í tillögu um ráðningu hans segir: „Ráðningarkjör hans verði þau hin sömu og gilda skv. reglum um kjör borgarstjóra.“ Borgarstjórn ákvað árið 1982 að ráðningar- og starfskjör borgarstjóra tækju mið af embætti forsætisráð- herra. Samkvæmt ráðningarbréfi nýtur borgarstjóri „sömu almennra réttinda og aðrir starfsmenn Reykja- víkurborgar“. Biðlaunaréttur skap- ast eftir tvö ár í starfi og á því ekki við núverandi borgarstjóra, sem hóf störf 1. febrúar 2003,“ segir í bókun- inni. Í yfirlýsingu sem barst fjölmiðlum í gær frá Þórólfi kom fram að hann harmi það að Vilhjálmur sé ekki mað- ur til þess að neita ummælum sínum sem röngum eða draga þau til baka. Þórólfur ítrekar að fullyrðingar Vil- hjálms eigi ekki við rök að styðjast. Finnst miður hvernig borgar- stjóri kjósi að túlka orð sín Vilhjálmur segir að ekki hafi falist nein aðdróttun í garð borgarstjóra í ummælum sínum. Hann lét bóka á fundinum, að honum þætti miður hvernig borgarstjóri kysi að túlka orð sín enda hefði hann ekki fullyrt að Þórólfur fengi full laun greidd til loka kjörtímabilsins. „Ég nefndi aðeins að ég teldi það ekki útilokað miðað við á hvern hátt starfslok hans báru að, enda er það þekkt í borgarkerfinu að gerðir séu lengri starfslokasamning- ar við æðstu starfsmenn borgarinnar. Ég áréttaði að ég vissi þó ekkert um hvernig samið yrði um hans starfslok. Það væri borgarráðs að ákveða það og engin vitneskja eða tillaga lægi fyrir um það. Ég ræð því ekki á hvern hátt fjölmiðlar kjósa að matreiða sín- ar fréttir en harma á hvern hátt DV kaus að slá upp umræddri frétt. Það var síður en svo ætlan mín að gefa til kynna að borgarstjóri krefðist sér- stakra biðlauna umfram það sem seg- ir í hans ráðningarsamningi,“ segir í bókun Vilhjálms. Sannfærður um að rétt ákvörðun hafi verið tekin Í fyrri bókuninni segist Þórólfur vera þakklátur fyrir það tækifæri sem honum gafst til þess að gegna störfum í almannaþágu og láta gott af sér leiða. Hann sagði það vera sam- eiginlega niðurstöðu síns sjálfs og borgarfulltrúa Reykjavíkurlistans að hann léti af störfum borgarstjóra hinn 30. nóvember næstkomandi. „Ég er sannfærður um það að það er rétt ákvörðun og ég óska Reykjavík- urborg, starfsmönnum hennar og borgarbúum alls hins besta á kom- andi tímum. Eftirmanni mínum, borgarfulltrúanum Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, óska ég allra heilla og velfarnaðar,“ segir í bókuninni. Borgarstjóri gagnrýnir ummæli um starfslok sín Rógur settur fram gegn betri vitund BORGARRÁÐ samþykkti í gær til- lögu að nýrri gjaldskrá fyrir Leik- skóla Reykjavíkur, en hún hefur í för með sér umtalsverða hækkun á leik- skólagjöldum fyrir foreldra þar sem annað foreldrið er nemandi en hitt útivinnandi. Þorlákur Björnsson, formaður leikskólaráðs Reykjavíkur, segir að með þessum breytingum sé verið að taka út gjaldflokk sem hafi verið bætt inn þegar aðstæður voru aðrar en í dag. Hann segir að búinn hafi verið til sérstakur flokkur fyrir for- eldra þar sem annað foreldrið er í námi þar sem námslán frá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN) voru lækkuð vegna tekna maka, en þar sem nú sé búið að afnema þessa tekjutengingu sé ekki lengur þörf fyrir þennan gjaldflokk. Pör þar sem annar aðilinn er í námi þurfa því frá 1. janúar 2005 að greiða sama gjald og aðrir foreldrar í sambúð, en eftir sem áður greiða pör þar sem báðir aðilar eru í námi lægra gjald. Þorlákur segir vissulega rétt að einhverjir séu í þeirri aðstöðu að tekjur maka séu ekki miklar og vissulega geti það valdið erfiðleikum. „Það er ekkert kerfi algjörlega skot- helt. Við getum líka verið með ein- stæða foreldra, sem falla í lægsta gjaldflokkinn, sem eru með háar tekjur og jafnvel hærri en báðar fyr- irvinnurnar hjá fólki í efri gjald- flokknum. Það er aldrei hægt að gera eitthvað sem er fullkomlega öruggt, ef það ætti að gera það væri verið að búa til kerfi sem væri svo dýrt og flókið að menn væru að kasta mörgum krónum til að spara einn eyri.“ Í bókun fulltrúa Reykjavíkurlist- ans um málið í leikskólaráði kemur fram að svo miklar breytingar hafi orðið á högum og umhverfi náms- manna frá stofnun þessa sérstaka gjaldflokks að nauðsynlegt hafi verið að endurskoða hann. Þorlákur þver- tekur þó fyrir að þar sé borgin að seilast í vasa námsmanna eftir kjara- bótum sem þeir hafa náð með bar- áttu sinni undanfarin ár. Hann segir að til séu ýmsir námsmöguleikar, fjarnám, nám með vinnu, styttri námsbrautir og annað sem geri skil- greininguna á því hvað sé námsmað- ur erfiðari. „Lánasjóðurinn hefur framfærslu- skylduna, það var komið til borgar- innar á sínum tíma og spurt hvort við vildum bæta námsmönnum þessa tekjuskerðingu. Og það var gert. En svo gengur skerðingin til baka og þá hlýtur þetta að ganga til baka líka. Ef mönnum finnst full framfærsla lánasjóðsins ekki nóg til framfærslu eiga þeir að líta til lánasjóðsins,“ seg- ir Þorlákur. Bitnar harkalega á námsmönnum Jarþrúður Ásmundsdóttir, for- maður stúdentaráðs, segir að stúd- entar hafi sent borgarfulltrúum bréf þar sem þeir eru hvattir til að gera ekki þessa breytingu á leikskóla- gjöldunum. Hún segir þessa hækkun nema um það bil 7.300 krónum að meðaltali á hvern stúdent í sambúð með eitt barn, eða tæplega 90 þús- und krónum á ári. Til samanburðar sé mánaðarframfærsla námsmanns með eitt barn um 99 þúsund krónur. Með þessari hækkun sé því verið að taka næstum eina mánaðargreiðslu af þessum námsmönnum. „Þetta bitnar mjög harkalega á þeim sem minnst mega sín, þetta bitnar á þeim hópi sem er að komast yfir þann erfiða hjalla að stofna fjöl- skyldu og mennta sig. Mér fyndist eðlilegt að borgin stæði við bakið á þessu fólki, þetta eru skattgreiðend- ur framtíðarinnar og hljóta að vera eftirsóknarverður hópur fyrir sveit- arfélagið,“ segir Jarþrúður. Hún segir það ótrúlega réttlæt- ingu að segja hag námsmanna hafa batnað svo mikið að það þurfi ekki að bjóða þeim lægri gjöld. „Það er ekki eðlilegt þegar stúdentar hafa náð einhverjum árangri gagnvart ríkinu að þá taki borgin það í sinn hlut.“ Tillaga um gjaldskrá Leikskóla Reykjavíkur samþykkt Umtalsverð hækkun fyrir suma námsmenn Morgunblaðið/Kristján Stúdentar í Reykjavík eru ósáttir við hækkun á leikskólagjöldum þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.