Morgunblaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2004 47
MINNINGAR
ingum, það hefði hún viljað því
dýra- og mannvinur var hún. Guð
blessi minningu þína, góða ferð inn
í ljósheima.
Við hittumst síðar, bið að heilsa
fólkinu þínu. Takk fyrir minning-
arperlur þessa lífs.
Erla St.
Elsku María.
Nú er kallið komið og þú ert
komin til ástvina þinna sem þú
þráðir svo heitt. Reyndar vildir þú
fara mikið fyrr en tíminn hefur
ekki verið kominn. Við kynntumst
Maju, eins og við kölluðum hana
þegar við unnum hjá Sjálfsbjörg
að Hátúni 12. Það var alltaf gott að
koma inn í herbergið til hennar og
spjalla. Hún átti oftast svör við
öllu sem var spurt um enda var
hún hafsjór af fróðleik. María var
bundin við rúmið sitt í mörg ár en
tók því með jafnaðargeði. Það er
ekki á allra færi að taka þvílíkum
örlögum með ró, en það gerðir þú
svo sannarlega elsku vinkona og
við dáðumst að þér fyrir það. Oft
var fjör á kvöldvökunum þegar við
vorum að vinna og komum inn til
þín eins og þegar spurningakeppni
var í útvarpinu og keppni var milli
þín og Þorbjarnar hvort vissi réttu
svörin. Ekki mátti á milli sjá hvort
hafði betur því bæði voru bráð-
snjöll.
Við þökkum þér fyrir samveruna
elsku María og kveðjum þig með
ljóði sem Helgi Seljan orti fyrir
okkur til minningar um þig.
Með klökkum huga kveðjum við þig nú
og kærar þakkir flytjum hinzta sinni.
Þú áttir hetjulund og trausta trú
og tryggð er geyma okkar ljúfu kynni.
Þín minning veitir heiðríkju í hug
um horska konu er sýndi þrek og dug.
Þú fagnaðir af hjarta er stopul stund
með stjörnubliki gleðinnar var þín.
Við kvæði og sögur áttir yndisfund
þar andans ljómi merlar nú og skín.
Við geymum ljóð þín eins og gullin
skrín,
þar gafstu okkur skíra hugarsýn.
Um lífið gekkstu þína þyrnibraut,
en þolgæðinu ævin vitni ber.
Víst barstu í heimi marga þunga þraut,
en þjáningin var oft í fylgd með þér.
Þig dreymdi um unaðssælu í alvalds
geim.
Það eitt er víst: Nú muntu komin heim.
Lilja og Fjóla.
Við burtför þína er sorgin sár
af söknuði hjörtun blæða.
En horft skal í gegnum tregatár
í tilbeiðslu á Drottin hæða
og fela honum um ævi ár
undina dýpstu að græða.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Elsku afi, það er erfitt að hugsa út
í það að þú sért ekki meðal okkar
enn í dag. Núna ert þú kominn til
ömmu og líður vonandi miklu betur
en þér leið síðustu ár ævi þinnar.
Þegar mamma hringdi í mig á
sunnudagsmorguninn var það eins
og vakna við vondan draum, þegar
hún bar mér tíðindin um andlát þitt.
Mikið vildi ég að ég hefði hitt þig áð-
ur en þú féllst frá.
Ég man þegar ég og pabbi vorum
að veiða með þér í Soginu, ég var
með mína litlu og ræfilslegu veiði-
stöng sem þér leist nú ekkert á. Svo
var nú bitið á hjá mér og var það nú
enginn smá fiskur, tókst með naum-
indum að landa honum vegna þess
að stöngin var alveg kominn að því
brotna. Nokkru eftir þennan veiði-
dag komuð þú og amma í heimsókn í
Gauksrimann og gafst þú mér þessa
fínu veiðistöng sem ég nota enn í
dag. Þú sagðir að ef ég ætlaði mér að
stunda veiðiskap að einhverju ráði,
þá þyrfti ég að eiga góða stöng.
Alltaf spurðirðu um Broncoinn
sem ég var að leika mér að gera upp.
Loks komst hann á götuna og kom
ég á Eyrarbakka til þess að sýna þér
hann. Þér fannst nú gaman að skoða
hann og hefur það örugglega vakið
upp margar minningar hjá þér.
Megi guð vera með þér og ömmu
og takk fyrir samveruna í þessu lífi.
Þinn
Ólafur Þór.
Það er laugardagur,
bankað er snaggara-
lega á dyrnar. „Má ég
nota réttina hjá þér?
Það eru komnir kallar
að sækja hross í haga-
göngu.“ „Ekkert mál,“ segi ég.
„Þakka þér fyrir,“ segir Guðjón í
Miðbænum og hlær. Og hann snar-
ast af stað brosandi og glaður í
bragði því nú er líf í tuskunum, nóg
að gera. Sólarhring síðar er Guðjón
Jónsson, nágranni okkar, kallaður
til starfa í öðrum heimi. Hann fædd-
ist og ólst upp hér á Núpi í faðmi
stórrar fjölskyldu og ræktaði hana
vel, enda mikill fjölskyldumaður.
Samheldni hans og Ástu var líka
mikil og margar ferðirnar er hann
Guðjón búinn að fara með Ástu sína
að sækja eitt og annað í garðinn.
Guðjón naut ekki langrar skóla-
göngu á nútímavísu en gekk í skóla
lífsins og útskrifaðist þaðan með
hæstu einkunn, gekk upp hæstu
brekkur, stundum fram á ystu brún
og hoppaði jafnvel fram af en kom
alltaf standandi niður. Hann var
sannkallað náttúrubarn með næmt
auga fyrir lífinu í kringum sig, var
einlægur, hreinskilinn og bjartsýnn,
iðinn og úrræðagóður og hjálpsam-
ur. Í návist hans heyrðist oft hlegið
dátt því hann hafði glöggt auga fyr-
ir spaugilegum hliðum lífsins og
ekkert til sem hét vandamál, heldur
fór stundum allt í eina stertabendu.
Svo var sagt „jæja“ og málið leyst.
Við á Núpsbæjum söknum nú góðs
granna, stórt skarð er höggvið í
GUÐJÓN
JÓNSSON
✝ Guðjón Jónssonfæddist á Núpi í
Vestur-Eyjafjalla-
hreppi 13. september
1950. Hann lést á Sel-
fossi 31. október síð-
astliðinn og var útför
hans gerð frá Ásólfs-
skálakirkju 6. nóv-
ember.
samhenta fjölskylduna
í Miðbænum. En það
er líka margs að minn-
ast. Eitt sinn bar kýr
hér á bæ og kallað var
á Guðjón til að toga,
eins og oft áður. Kálf-
urinn fæddist andvana
og heimasætan horfði
sorgmædd á. Við lát-
um svona fallegan kálf
ekki drepast í höndun-
um á okkur sagði Guð-
jón með bros í augum
og blés hið snarasta
lífi í kálfinn. Við hugs-
um með hlýjum hug til
góðs drengs og söknum nú fé-
lagsskapar við daglegt amstur hér á
bæjarhlaðinu þar sem árvekni og
eftirtekt Guðjóns kom sér vel. Nú á
haustdögum er heiðin skyldi smöluð
var bíllinn okkar bilaður og góð ráð
dýr að koma mannskapnum upp.
„Við fyllum bara minn bíl, setjum
krakkana í skottið,“ sagði Guðjón.
Og svo var krökkum og hundum
skellt í skottið og þegar hvert rúm
var skipað í jeppanum ók Guðjón
rólegur og öruggur að vanda með
alla hersinguna upp. Þetta var góð-
ur dagur í safni minninganna.
Frammí sátu frændurnir Guðjón og
Guðmundur yngri og töluðu um allt
annað en alvarlega hluti og úr
skottinu heyrðust hlátrasköll og
hálfkveðnar vísur um eitt og annað
sem á dagana hafði drifið hjá unga
fólkinu. Veðrið var gott og sólin
skein og þannig munum við alltaf
hugsa til Guðjóns, með sól í hjarta
og bros á vör. Hafðu kæra þökk fyr-
ir allt og allt, Guðjón, Guð blessi þig
og varðveiti þar til við öll hittumst á
ný.
Innilegar samúðarkveðjur send-
um við til Ástu og barna þeirra og
fjölskyldunnar allrar.
Í Guðs friði.
Guðmundur og Berglind
á Núpi III.
Útför föður okkar,
BENEDIKTS DAVÍÐSSONAR,
Duggugerði 1,
Kópaskeri,
sem lést miðvikudaginn 3. nóvember, fer fram í
Snartarstaðakirkju laugardaginn 13. nóvember
kl. 14.00.
Að ósk hins látna fer fram líkbrennsla.
Duftker verður jarðsett síðar í Snartarstaðakirkjugarði.
Rannveig, Erna og Guðmundur Örn.
„Þegar ég leystur er
þrautunum frá.“ Þessi
setning kom upp í
huga mér þegar ég
stóð við rúmið hans
Guðmundar aðfaranótt 11. október
og leiðir okkar voru að skilja. Ég
fann fyrir miklum söknuði, en einn-
ig fyrir þakklæti að nú væri að
linna mikilli þrautagöngu vinar
míns.
Elsku Guðmundur, ég vil þakka
þér fyrir alla þá hlýju og vináttu
sem þú sýndir mér, allt spjallið
GUÐMUNDUR
SVEINBJÖRNSSON
✝ GuðmundurSveinbjörnsson
fæddist á Mælifellsá
í Lýtingsstaðahreppi
10. apríl 1914. Hann
lést á Heilbrigðis-
stofnun Sauðár-
króks 11. október
síðastliðinn og var
útför hans gerð frá
Goðdalakirkju 16.
október.
okkar yfir kaffibollun-
um á morgnana sem
var fastur liður hjá
okkur. Ferðin okkar
út á Skaga sumarið
2002 er mér ofarlega í
huga þegar ég sit og
hugsa um þig. En það
er svo margt sem ég
vildi segja og þakka
þér fyrir, en það bíður
bara betri tíma.
Ég þekki gleði góða
sem græðir allt með varma
og sælu er svíkur aldrei
en sefar alla harma.
Ég veit um stjörnu er vakir
þó vetrarmyrkur ríki,
um ást sem er á verði
þó ástir heimsins svíki.
(Hulda.)
Hafðu þökk fyrir allt, kæri vinur,
og ég bið engla guðs að vaka yfir
þér og þínum.
Þín vinkona
Auður.
Einstakur er orð
sem notað er þegar lýsa á
því sem engu öðru er líkt,
faðmlagi eða sólarlagi
eða manni sem veitir ástúð
með brosi eða vinsemd.
Einstakur lýsir fólki
sem stjórnar af vild síns hjarta
og hefur í huga hjörtu annarra.
Einstakur á við þá sem eru dáðir og
dýrmætir
og hverra skarð verður aldrei fyllt.
Einstakur er orð sem best lýsir þér.
(Terri Fernandez.)
Hjördís var á margan hátt ein-
stök stelpa. Það var henni líkt að
HJÖRDÍS
KJARTANSDÓTTIR
✝ Hjördís Kjart-ansdóttir fædd-
ist í Reykjavík 13.
september 1982.
Hún lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut 4. október síð-
astliðinn og var
útför hennar gerð
frá Fossvogskirkju
18. október.
hringja og bjóða mér
með á Rosso þegar ég
var ekki búin að vera
lengi í Finnlandi og
hafði ekkert fyrir
stafni eitt kvöldið. Við
skemmtum okkur
konunglega og enduð-
um kvöldið á löngum
göngutúr í Helsinki
leitandi að ís.
Þetta kvöld stendur
upp úr þegar ég
hugsa til baka. Ég
veit að ferðir mínar til
Finnlands verða ófáar
í framtíðinni. Í öllum mínum ferð-
um þangað og eins þegar ég hlusta
á Sálina, mun ég minnast Hjördís-
ar.
Ég er ákaflega þakklát og mér
finnst ég vera rík að hafa kynnst
Hjördísi.
Mínar innilegustu samúðar-
kveðjur sendi ég fjölskyldu hennar
og vinum.
Guð styrki ykkur í sorginni.
Lilja Þórunn.