Morgunblaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF
Classic Rock
Ármúla 5 - hjá gamla Hollywood
s. 568-3590
Idol-keppnin á breiðtjaldi
og boltinn í beinni.
Föstudaginn 12. nóv.&
Bubbi þrumuskang
mun þeyta skífum.
Laugardaginn 13. nóv
Grímsbæ &
Ármúla 15
Stærðir
36 - 50
Glæsilegur fatnaður fyrir allar konur
Þú færð skóna
hjá okkur
HELGIN
Það var orðið jólalegt hjáBraga Baldurssyni ogGuðrúnu Erlendsdóttur íbyrjun vikunnar enda eru
þau með hugann allan ársins hring
við jólaskraut.
„Það eru 25 ár síðan ég byrjaði að
dunda mér við að saga út jólaskraut
og gefa vinum og fjölskyldu og síðan
hef ég verið að bauka við þetta með
þegar vinnudegi lýkur og skyggja
tekur,“ segir Bragi en hann starfar
sem vörubílstjóri.
„Ég hef alltaf þurft að hafa eitt-
hvað fyrir stafni og verið að smíða
frá því ég var lítill strákur. Ég rakst
svo á hugmynd í dönsku blaði að
jólaskrauti og fannst gaman að fást
við það þannig að ég hélt áfram að
finna mér viðfangsefni í þeim dúr og
hef verið að þessu síðan,“ segir
hann.
Málningarlyktin minnir á jólin
En aðstæður til smíðanna voru
ekki alltaf mjög þægilegar og það er
ekki fyrr en núna síðustu fimm árin
að Bragi hefur bílskúr til að vinna í.
„Þar sem við bjuggum áður höfðum
við ekki aðstöðu fyrir smíðarnar svo
ég kom mér upp verkstæði til að
vinna í á kvöldin úti á svölum. Þá
lokaði ég svölunum með plasti, setti
út ofn og á mig grifflur og þannig
sagaði ég út þegar það var farið að
kólna. Ég málaði svo hlutina inni í
stofu áður en Guðrún tók að skreyta
þá. Börnin okkar eru uppkomin
núna en þau tala stundum um að
ilmurinn sem minni þau á jól sé
málningarlykt og vísa þá til þess
þegar ég var að mála skrautið.“
Bragi segist fást við smíðar flest
kvöld nema á sumrin, þá notar hann
tímann til að dytta að húsinu og
garðinum.
„Ég sest út í bílskúr á kvöldin.
Það er notalegt að vera með sjálfum
sér og skapa eitthvað í höndunum
sem maður er ánægður með.“
Guðrún tekur í sama streng, hún
segist finna sig í að sitja við borð-
stofuborðið og skreyta munina.
„Hún glæðir þetta allt lífi,“ segir eig-
inmaðurinn. „Ég saga út hluti en
þegar Guðrún er búin að fara hönd-
um um þá er eins og þeir lifni við,“
bætir hann við.
Hann í skúrnum,
hún í stofunni
Þegar ég impra á því hvort þau
verði aldrei leið hvort á öðru í föndr-
inu þá brosa þau og benda á að það
sé ekki svo auðvelt þar sem hann sé
alltaf í skúrnum og hún í stofunni.
„Svo er það nú einu sinni þannig að
ef við erum ósammála um eitthvað
sem snertir jólaskrautið kemur yf-
irleitt í ljós að hún hefur rétt fyrir
sér. Og þetta meina ég í fyllstu al-
vöru,“ undirstrikar hann.
Með árunum fór fólk að falast eft-
ir munum frá Braga og Guðrúnu og
undanfarin ár hafa þau selt skrautið
í verslunum úti á landi og t.d. í Firði
og í Jólaþorpinu í Hafnarfirði þar
sem fjölskyldan skiptist á að taka
vaktina þegar líður nær jólum.
„Þó að við höfum nú bara byrjað
að föndra við þetta jólaskraut að
gamni okkar fyrir aldarfjórðungi
finnst okkur þetta enn þá skemmti-
legt. Við erum í rauninni að hugsa
um þetta árið um kring, rekast á
hugmyndir og þróa þær áfram og
velta fyrir okkur nýju skrauti.“
Fjörutíu mismunandi fígúrur
„Nú erum við farin að framleiða
fjörutíu mismunandi jólafígúrur.
Þar að auki drifum við í að gefa
þessu litla fyrirtæki okkar nafnið
Hjartans list.“
En Bragi sagar út fleira en jóla-
skraut, hann hefur unun af því að
búa til endur og gæsir og heimili
þeirra prýða mörg listaverk af þeim
toga. Hann smíðaði líka leikföng
þegar börnin voru lítil og litla barna-
barnið er þegar farið að njóta góðs
af handlagni afa síns.
Þegar ég spyr þau svona að lokum
hvort þau eigi sitt uppáhalds-
jólaskraut stendur ekki á svarinu
hjá Guðrúnu:
„Við höldum einhverra hluta
vegna mikið upp á marga litla sam-
fasta jólasveina sem allir haldast í
hendur. Þeir hafa fylgt okkur í rúm-
lega tuttugu ár og eru alltaf settir á
góðan stað á jólunum.“
HANDVERK | Hjónin hafa föndrað jólaskraut í 25 ár
Bragi Baldursson
segist hafa dundað sér
við smíðar frá því hann
man eftir sér. Þegar
hann átti ekki bílskúr
útbjó hann sér verk-
stæði úti á svölum og
skar út jólaskraut.
Morgunblaðið/Golli
Hjónin: Guðrún Erlendsdóttir og Bragi Baldursson.
Jólin: Bragi segist allan ársins
hring vera að velta fyrir sér hug-
myndum að jólaskrauti.
gudbjorg@mbl.is
Jólasveinarnir:
Eru í miklu uppá-
haldi hjá Braga og
Guðrúnu.
Jólakarl: Oft fær hann hugmyndir
að skrauti úr dönskum tímaritum.
Jólalegt: Jólatréð sómir sér vel í glugga eða hvar
sem er.
Hann sagar út og hún skreytir
Listasmíð: Bragi hefur gaman af því að búa til endur en
mikil vinna liggur að baki einni slíkri.