Morgunblaðið - 12.11.2004, Qupperneq 35
!"#$!""
, - & . / ! 0 &
%
& * . & & & %
% 1 %2&
?( P
!"13
/
!
1 %
<!(
6!3 (!/
P
.3!
//"
? QH<>+9I
6RSI9'
.T
S
+
9
I
/
!
"!#
!
$
% &
!
$
%
14,,5
! " 4UUUUUUUUUUUUUU
/
! ,3
L"""7 "!4
(/!"" (!4" D2"
524##
"#!(
5
1 %
?4 (#
.2 !//& )4## "#
+!4" D2"
4## ""
6
'(!%)
*)
#
5 & - &
# %
.
& !
, %& &
& %
&
@ 0!
(" 4 0&!# 7
&#B 7*
0+ &
5
1 %á viðræð-
ilverurétti
að Banda-
væri við
að í 13 ár.
t á fundi í
náði há-
rsamning-
n áttu að
ngju þeir
m svæðum
a.
eim úr út-
eildi hann
els með
sráðherra
utanríkis-
var síðan
Palestínu-
æða árið
m töldu að
ýn í deil-
eiri.
Brostnar vonir í Camp David
En Yitzhak Rabin var myrtur
1995 og harðlínumenn náðu um hríð
völdum í Ísrael. Enn er deilt hart um
ástæður þess að ekki tókust endan-
legir samningar í Camp David árið
2000; sumir segja að gestgjafinn,
Bill Clinton Bandaríkjaforseti, hafi
flýtt sér um of. Arafat hafi ekki verið
reiðubúinn. Ísraelar segjast hafa
með milligöngu Clintons veifað í
reynd framan í Arafat tillögum sem
hefðu merkt að Palestínumenn
fengju umráð amk. 95% af öllum
hernumdu svæðunum og heimild til
að stofna þar eigið ríki. En Arafat
hikaði. Hann óttaðist að harðlínu-
menn í röðum Palestínumanna
myndu saka hann um svik ef hann
tryggði ekki líka að nokkrar millj-
ónir útlægra Palestínumanna og af-
komenda þeirra fengju allir að snúa
heim og hann taldi að einnig yrði að
tryggja Palestínumönnum yfirráð í
Jerúsalem.
Sagt hefur verið að á þessum
tímapunkti hafi Arafat getað valið.
Annar þekktur frelsisleiðtogi, Nel-
son Mandela, sem sannarlega átti
harma að hefna gagnvart hvíta
minnihlutanum í Suður-Afríku, valdi
að taka áhættu, bjóða raunverulegar
sættir þótt hann vissi af andstöðu
innan eigin raða við alla málamiðlun.
Mandela ákvað að taka afdráttar-
lausa afstöðu, segja sínu fólki, svarta
meirihlutanum, að slaka yrði á ýtr-
ustu kröfum til að ná friði. Mandela
hefur tryggt sér sess í sögunni sem
mikilhæfur leiðtogi en Arafat valdi á
örlagastundu að segja nei. Bill Clint-
on var hvassyrtur þegar hann ræddi
í síma við Arafat eftir að Bandaríkja-
maðurinn lét af völdum í Hvíta hús-
inu 2001, hann sakaði Arafat um að
hafa komið í veg fyrir frið.
Arafat vissi vel að Ísraelar gætu
ekki fallist á kröfurnar um endur-
komu allra flóttamanna, það myndi
einfaldlega merkja að ríki gyðinga í
Ísrael væri úr sögunni. Síðustu árin
hafa margir velt því fyrir sér hvort
hann hafi sjálfur átt þátt í að hrinda
af stað seinni uppreisninni á her-
numdu svæðunum sem enn stendur
yfir og hófst haustið 2000. Sumir
segja að hún hafi komið honum á
óvart, aðrir að hann hafi ætlað að
reyna að þrýsta á Ísraela og fá þá til
að slaka enn meira til. Þess vegna
hafi hann ýtt undir árásir á Ísraela
til að reyna að taka þá á taugum.
Leikið tveim skjöldum
Bent er á að Arafat hafi oft tjáð
sig af ásettu ráði með svo loðnum
hætti að erfitt væri að ráða í hvað
honum fyndist. Hann hafi stöðugt
haldið við blekkingunni um að raun-
hæft væri að krefjast endurkomu
allra palestínsku flóttamannanna án
þess að útskýra hvernig hægt yrði
að telja Ísraela á það.
Svo hræddur var hann við að
skuggi félli á ímynd hinnar ótrauðu
hetju sem berðist til þrautar að eitt
sinn er hann var á samningafundi
með Yitzhak Rabin varð uppistand
mikið í lokin vegna þess að Arafat
hafði aðeins þóst rita nafn sitt undir
skjalið, haldið á pennanum en forð-
ast að láta hann snerta pappírinn.
Kom þetta í ljós þegar Rabin átti að
undirrita og hótaði hann þá, rauður
af bræði, að yfirgefa fundinn í fússi.
Eftir nokkurra klukkustunda samn-
ingaviðræður þar sem Arafat krafð-
ist enn orðalagsbreytinga lét hann
loks undan. En markmiðið með
þessum látalátum hefur vafalaust
verið að sýna Palestínumönnum að
leiðtoginn samþykkti aldrei neina
tilslökun nema tilneyddur.
Arafat sagði oftar en einu sinni í
ræðum á arabísku að „milljón písl-
arvottar“ myndu endurheimta Jerú-
salem. Arabíska orðið yfir píslar-
votta, shaheed, er nú einnig notað
yfir sjálfsmorðssprengjumenn.
Hrollur fór um Ísraela við að heyra
þessi orð leiðtogans. Arafat gætti
þess hins vegar að nota friðsamlegra
tungutak þegar hann ræddi við
heimspressuna á ensku og fordæmdi
þá hryðjuverk. Margir Palestínu-
menn skildu þennan tvískinnung svo
að hann meinti ekkert með friðartal-
inu, það væri aðeins leið til að
blekkja útlendingana. Í reynd vill
Arafat að árásum sé haldið áfram,
sögðu þeir sín í milli.
Enn aðrir fullyrða að Arafat hafi
gefið í skyn að Palestínumenn þyrftu
aðeins að vera þolinmóðir. Þeim
fjölgaði svo miklu hraðar en Ísr-
aelum og þegar þeir væru orðnir
fleiri en gyðingarnir myndi Ísr-
aelsstjórn ekki vera stætt á að hunsa
endalaust lýðræðisréttindi þeirra.
Tíminn ynni með Palestínumönnum.
Sagan mun dæma Arafat eins og
aðra leiðtoga og varla verða menn á
eitt sáttir. Ef til vill stafaði hik hans
af ótta við að ef hann teygði sig of
langt í átt til málamiðlunar myndu
trylltir ofstækismenn fá aukinn
hljómgrunn meðal Palestínumanna.
En ljóst er að með vífilengjum sínum
kallaði Arafat yfir sig tortryggni Ísr-
aela sem að lokum hættu að trúa
nokkru sem frá honum kom. Afleið-
ingin varð að hvorki hefur gengið né
rekið í friðarviðleitninni síðustu árin
þótt þar eigi Ísraelar að sjálfsögðu
mikla sök sjálfir með óbilgirni sinni.
Ef til vill segir það nokkuð um feril
Arafats að margir fréttaskýrendur
telja nú að friðarhorfur hafi aukist
við fráfall hans. Aðrir telja hins veg-
ar jafn líklegt að nú taki við upp-
lausn og innri átök í röðum Palest-
ínumanna sem geri enn torveldara
að leysa deilurnar með málamiðlun.
Helstu heimildir: The Economist, The New
York Review of Books, Al-Jazeera, The
Washington Post, International Herald
Tribune.
ðsögn kveður sviðið
um.
kjon@mbl.is
nn sem
ruliða-
ð að
vekja at-
ann varð
frelsis-
og um
ryggja
ðarhöfð-
Reuters
Yasser Arafat og Yitzhak
Rabin, þáverandi forsætisráð-
herra Ísraels, takast í hendur við
Hvíta húsið í Washington haust-
ið 1993. Rabin neitaði í fyrstu
harðlega að fallast á handaband-
ið enda hötuðu margir Ísraelar
Arafat ákaft vegna hryðjuverka
sem menn hans höfðu framið.
Milli leiðtoganna stendur Bill
Clinton Bandaríkjaforseti sem
hafði milligöngu um samn-
ingana. Þeir voru kenndir við
Ósló vegna mikilvægs hlutverks
sem Norðmenn gegndu við und-
irbúning þeirra.
Reuters
Sögulegt
handaband
Ein af síðustu myndunum sem teknar voru af Yasser Arafat. Hann er á leið upp í þyrlu sem
flutti hann sjúkan frá bækistöðvunum í Ramallah á Vesturbakkanum til Jórdaníu en þaðan var
flogið með Palestínuleiðtogann á sjúkrahús skammt frá París. Þar lést Arafat í gærmorgun.
Reuters
Kveðjustund í Ramallah
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2004 35