Morgunblaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2004 57 MENNING STÚDENTALEIKHÚSIÐ færist í aukana ár frá ári og nú í ár er sýn- ingin svo góð að spurningin er hvort þetta er ekki áhugaverðasta leik- húsið á landinu. Þegar allt er talið. Sýningin er spunasýning; unnin af hópnum og leikstjóranum Jóni Páli Eyjólfssyni sem segir í leikskrá: „Við búum við þann munað að geta látið skoðanir okkar í ljós án þess að leggja lífið að veði … listamenn sem búa við þann munað hafa þá skyldu að vera sífellt í stjórnarandstöðu, hafa þá skyldu að véfengja ríkjandi gildi, þá skyldu að vera sífellt í bar- áttu við umhverfi sitt.“ Jón Páll sendi unga fólkið í Stúd- entaleikhúsinu út að rannsaka þjóð- félagið og sagði þeim koma til baka og segja frá því sem væri að. Og þannig bjuggu þau til ágenga, ofsa- fengna, fallega, grófa, reiða og bjart- sýna sýningu sem er það pólitískasta sem ég hef séð í leikhúsinu í mjög mörg ár. Fjöldamörg ár. Kannski tuttugu. Jón Páll veit nákvæmlega hvað hann er að gera. Það eru engar tilviljanir í þessari spunasýningu, engir ómarkvissir reiðispunar. Allt er agað og nákvæmt og fallega unnið út í æsar. Jón Páll er leikstjóri og hönnuður sýningarinnar frá upphafi til enda. Mig grunar að hann fái næg verkefni í leikhúsunum eftir þetta. Því að fagmennskan ríkir í hverju horni. Í öllu er sögn. Í texta, sviðs- mynd, búningum, tónlist, förðun, lýsingu og staðsetningu áhorfenda. Það er talað um ástandið í þjóðfélag- inu: ,,Þið vitið hvernig þetta er.“ Setningin hljómar sem stef. Það er talað um ríkisstjórnina, um tískuna, um megrun, Kárahnjúka, kenn- araverkfallið, samráð olíufélaganna, bankavaldið, tyllidagaloforð, raun- veruleikaþætti, þunglyndi, stress, að falla í kramið, um fjölmiðla, um allt sem fólk talar um sín á milli og er óánægt með en tekur ekki afstöðu til. Krakkarnir í Stúdentaleikhúsinu sýna okkur það. Þau sýna okkur raunverulegt fólk; Íslendinga sem stjórna, finna til, eru valdasjúkir, firrtir, einmana, stressaðir. Og sýnin er skelfileg. Skelfilega sönn því að þetta er Ísland í dag eins og ungt fólk milli tvítugs og þrítugs sér það. Þau koma með þetta allt saman. Sýna að við svo búið má ekki standa lengur og gera það mjög, mjög vel. Þau fara alla leið í öllu undir ná- kvæmri og agaðri stjórn leikstjórans síns. Þetta er stór hópur fólks sem vinnur sýninguna sem ein mann- eskja, ein heild, því þannig leggur leikstjórinn senurnar sem verða enn áhrifameiri en ella af því að leik- ararnir nota alltaf sín eigin nöfn. Þau eru nefnilega líka Íslending- arnir sem verkið fjallar um. Þau benda ekki beinlínis á leiðir til úr- bóta en lausnin svífur undir og yfir og allt um kring: Verum sönn, ver- um á lífi, hættum að ljúga, tökum af- stöðu, sinnum hvert öðru svo að okk- ur langi ekki mest til að fremja sjálfsmorð í beinni. Þau eru hárbeitt og pólitísk, þetta unga fólk, og segja okkur að hætta að tala en fram- kvæma í staðinn. Þið vitið ekki hvernig þetta unga fólk í Stúdenta- leikhúsinu er fyrr en þið farið og sjá- ið það með eigin augum. Húrra fyrir þeim. LEIKLIST Stúdentaleikhúsið Höfundar: Leikhópurinn og leikstjórinn. Leikstjóri: Jón Páll Eyjólfsson. Útlits- hönnun (ljós, búningar, svið, förðun): Jón Páll Eyjólfsson. Sýning í Tónlistarþróunarmiðstöðinni 7. nóvember. Þú veist hvernig þetta er Hrund Ólafsdóttir SENDIRÁÐ Íslands í Helsinki tók þátt í bókastefnunni „Helsingin kirjamessut 2004“ fyrir skemmstu með 20 fermetra bás, sem hannaður var af starfsfólki sendiráðs- ins. Á básnum voru seldar íslenskar bækur sem Anna Einarsdóttir kom með frá Ís- landi og sá um. Finnsk forlög létu sendi- ráðið hafa þýddar íslenskar bækur, í allt sautján titla, og Edda útgáfa sendi bækur eftir Arnald Indriðason til sýnis og sölu. Bókastefnan er stærsta verkefni sem sendi- ráðið hefur staðið að á stuttum starfstíma sínum. Slegið var aðsóknarmet á bókastefnunni og heimsóttu yfir 43.000 gestir hana en 700 uppákomur voru á sex sýningarsviðum. Þrír íslenskir rithöfundar komu fram sam- tals þrettán sinnum. Þar að auki stóð sendi- ráðið fyrir tveimur blaðamannafundum. Sendiráðið bauð Arnaldi Indriðasyni, glæpasagnahöfundi, á stefnuna. Vigdís Grímsdóttir var á vegum Johnny Kniga og Sjón gestur LIKE-forlagsins og NIFIN (Nordens Institut i Finland). Á aðalupp- ákomum allra íslensku höfundanna voru u.þ.b. 500 áhorfendur. „Dagskráin tókst í alla staði vel og naut bás sendiráðsins mikilla vinsælda alla stefnudagana. Það seldist fjöldi bóka og áhuginn á að tala við starfsfólk bássins um Ísland og íslenskar bókmenntir var mikill,“ segir Päivi Kumpulainen verkefnastjóri. Á básnum unnu Anna Einarsdóttir og Unnur María Figved frá Íslandi. Af hálfu sendiráðsins voru Seija Holopainen og Sig- rún Bessadóttir en þær unnu báðar einnig við túlkun á sviðsuppákomum. Päivi Kumpulainen var verkefnastjóri og var á staðnum alla dagana. Sendiherrafrúin tók viðtal við Arnald Indriðason Sendiherrahjónin tóku einnig þátt í verk- efninu. Bryndís Schram opnaði básinn og um leið var haldin stutt móttaka fyrir sam- starfsaðila sendiráðsins við undirbúning stefnunnar. Hún setti einnig tvo blaða- mannafundi og tók viðtal við Arnald Ind- riðason á Eino Leino-sviðinu. Í sendiherrabústaðnum var haldin mót- taka fyrir boðsgesti. Útflutningsráð styrkti stefnuna með 500.000 króna framlagi. Icelandair og Saga Matkat styrktu spurningakeppni á básnum um nýjar íslenskar bækur sem gefnar hafa verið út á finnsku. Um 2.000 manns tóku þátt í henni. Sendiráðið leigði 42 tommu sjónvarpsskjá og sýndar voru kynningar- myndir um Ísland ásamt mynd um Björk. Dregið hefur verið í spurningakeppninni en aðalvinningurinn er ferð fyrir tvo til Ís- lands. Aukavinningar eru bækur frá útgef- endum og súkkulaði frá Nóa Síríus. „Spurningakeppnin heppnaðist vel og Vig- dís Grímsdóttir talaði meira að segja um að þetta væri ein sniðugasta hugmynd sem hún hefði séð á bókasýningum sem þess- ari,“ segir Päivi Kumpulainen. Bækur | Íslenskar bókmenntir kynntar á bókastefnu í Helsinki Aðsóknarmet slegið á stefnunni Bækur íslensku höfundanna sem sóttu stefnuna. Päivi Kumpulainen verkefnastjóri og Anna Einarsdóttir í ís- lenska básnum á bókastefnunni í Helsinki á dögunum. LISTVINAFÉLAG Hallgríms- kirkju gengst fyrir jólatónlistar- hátíð í Hallgrímskirkju í fyrri hluta desembermánaðar. Á hátíð- inni verður boðið upp á þrjár dag- skrár af ólíkum toga, þar sem jóla- og aðventutónlist er í fyrirrúmi. Fyrsta atriði hátíðarinnar eru árlegir jólatónleikar Mótettukórs- ins sem að þessu sinni verða með íslenskri áherslu. Með kórnum syngur Ísak Ríkharðsson, hinn 11 ára gamli drengjasópran sem vakti hrifningu tónleikagesta á sálu- messutónleikum kórsins á dög- unum. Saxófón- leikarinn Sig- urður Flosason mun einnig end- urnýja kynni sín af Mótettu- kórnum og bregða á leik með kórnum í flutningi alþekktra sálma. Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgel á tónleikunum og stjórnandi verð- ur að venju Hörður Áskelsson, kantor Hallgrímskirkju. Tónleik- arnir verða haldnir 1., 3. og 4. des- ember. Sunnudaginn 5. desember mun bandaríski organistinn Stephen Tharp halda tónleika þar sem hann leikur fjölbreytta jóla- og að- ventutónlist fyrir orgel. Tharp kom fram í tónleikaröðinni Sum- arkvöldi við orgelið í Hallgríms- kirkju í sumar sem leið. Síðasti viðburður hátíðarinnar er Jólaóratóría Johanns Sebast- ians Bachs (kantötur I–III), en hún verður flutt helgina 11.–12. desember. Þar mun meistaraverk Bachs hljóma í barokkstíl í fyrsta sinn á Íslandi. Flytjendur eru kammerkórinn Schola cantorum, barokksveitin The International Baroque Orchestra frá Haag í Hollandi og ungir íslenskir ein- söngvarar undir stjórn Harðar Ás- kelssonar. Miðasala er hafin í Hallgríms- kirkju. Kirkjan er opin kl. 9–17 alla daga og síminn er 510-1000. Tónlist | Miðasala hafin á jólatónlistarhátíð Hallgrímskirkju Íslenskt efni, jólaorgel og Bach Hörður Áskelsson Fréttasíminn 904 1100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.