Morgunblaðið - 12.11.2004, Side 2

Morgunblaðið - 12.11.2004, Side 2
2 FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR DEILAN Í KJARADÓM Kennaradeilan verður lögð í gerð- ardóm samkvæmt lagafrumvarpi sem lagt verður fyrir Alþingi í dag. Búist er við að afgreiðslu frumvarps- ins ljúki um helgina og að grunn- skólar geti hafist að nýju á mánu- daginn. Arafat kvaddur Yasser Arafat, leiðtogi Palest- ínumanna, verður jarðsunginn í Kaíró í Egyptalandi í dag og að því búnu verður kista hans flutt til Ram- allah á Vesturbakkanum þar sem Arafat verður lagður til hinstu hvílu. Hundruð þúsunda Palestínumanna hörmuðu í gær fráfall þessa tákn- gervings baráttu þeirra fyrir frelsi og sjálfstæði og höfðu sumir á orði, að dauði hans boðaði kaflaskil í öll- um Mið-Austurlöndum. Borga konu skaðabætur Þrír menn voru í gær dæmdir í héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða konu samtals 1,1 milljón króna í miskabætur fyrir að hafa framið ólögmæta meingerð gegn henni og æru hennar, samkvæmt ákvæðum skaðabótalaga. Konan kærði þá fyrir nauðgun en menn- irnir voru hvorki ákærðir né dæmdir fyrir nauðgun en voru samt dæmdir til að greiða konunni miskabætur eftir að hún höfðaði skaðabótamál. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Bréf 40 Úr verinu 14 Forystugrein 34 Viðskipti 16 Viðhorf 36 Erlent 18 Minningar 40/47 Heima 20 Brids 49 Höfuðborgin 22 Dagbók 52/55 Akureyri 22 Víkverji 52 Austurland 24 Leikhús 56 Landið 24 Menning 56/65 Suðurnes 25 Bíó 62/65 Daglegt líf 26/29 Ljósvakamiðlar 66 Listir 30/31 Veður 67 Umræðan 32/39 Staksteinar 67 * * * Kynning – Morgunblaðimu í dag fylgir auglýsingablaðið Í GÓÐUM GÍR frá Ingvari Helgasyni. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull- trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl                                   ! " #          $         %&' ( )***                 BLÍÐFINNUR BAKAR LUMMUR M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Í BÓKABÚÐ MÁLS OG MENNINGAR Á LAUGAVEGI KL. 11.00 OG Í PENNANUM-EYMUNDSSON Í SMÁRALIND KL. 14.00 Á MORGUN ÞORVALDUR ÞORSTEINSSON LES ÚR BÓKINNI HALLDÓR Gíslason, deildarforseti hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskólans, hefur þekkst boð um að stjórna nýrri hönnunardeild Norsku listaakademíunnar. Lista- akademían norska var stofnuð fyrir um áratug við sameiningu fimm eldri listaháskóla en nú um áramótin verður deildafyrirkomulagi skólans gjörbreytt og þrjár nýjar deildir stofnaðar á grunni hinna eldri. Halldór segir það mikinn heiður fyrir sig að hafa verið boðið þetta starf. Nýja hönnunardeildin í Ósló sé stærri en deildin sem hann hefur stýrt við Listaháskólann, og lengra á veg komin, þótt hún byggist á svip- aðri hugmyndafræði og deildin hér. „Nýja starfið leggst mjög vel í mig, en það að ég skuli þiggja það er um leið ákveð- in gagnrýni á það hvernig að málum Listaháskóla Ís- lands er staðið. Hér heima eru húsnæðismál Listaháskólans í ólestri, við höfum ekki einu sinni fengið lóð til að byggja á; við höfum ekki aðstöðu til rannsókna og við getum ekki enn boðið upp á meistaranám. Stjórnvöld sinna þessari stofnun ekki sem skyldi. Það er ekkert í starfi Lista- háskóla Íslands sjálfs sem veldur því að ég tók ákvörðun um að þiggja starfið, heldur fyrst og fremst það að stjórnvöld styðja ekki við vinnu okk- ar þar. Úti er allt annað upp á ten- ingnum. Norska listaakademían nýt- ur mikils stuðnings yfirvalda og Norðmenn leggja miklu meira í list- nám en gert er hér; bæði með meira fé, nýrri byggingu sem nú er í smíð- um og öllum öðrum stuðningi. Þetta er örugglega efnaðasta listaaka- demía í Evrópu. Á Íslandi störfum við við mjög lélegar aðstæður, sem fleiri en ég hafa verið gagnrýnir á. Ef ekkert verður að gert hér á landi mun fleira fólk hverfa héðan til út- landa, þar sem aðstæður eru betri.“ Boðið að stjórna hönnunardeild Norsku listaakademíunnar Norðmenn leggja miklu meira í listnám Halldór Gíslason ÞAÐ FÓR ekki framhjá borgar- búum í gær að það er kominn vetur. Um tíma snjóaði í borginni þó að jörð næði ekki að verða hvít nema í stutta stund. Þrátt fyrir slyddu og rigningu lætur margur hjólreiða- maðurinn það ekki á sig fá og held- ur áfram að hjóla um stræti og torg. Það er þó lykilatriði að vera varinn fyrir vindum á þessum árstíma og sjálfsagt á þessi hjólreiðamaður eft- ir að hafa það bak við eyrað næst. Morgunblaðið/Golli Hjólað í slyddunni HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær Sig- urð Hólm Sigurðsson í 2½ árs fang- elsi fyrir hylmingu, níu þjófn- aðarbrot, eina tilraun til þjófnaðar og umferðarlagabrot. Ákærði hafði hlotið 27 sinnum dóma á árunum 1979 til 2000. Með dómi sínum mildaði Hæsti- réttur dóm Héraðsdóms Reykjavík- ur frá í maí sl. þar sem ákærða var gerð þriggja ára fangelsisrefsing. Málið dæmdu hæstaréttardóm- ararnir Árni Kolbeinsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Verjandi ákærða var Sigmundur Hannesson hrl. og sækjandi Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari. 2½ árs fangelsi fyrir ýmis brot RÚMLEGA þrítug kona var í gær dæmd í fimm mánaða fangelsi fyrir að svíkja út tæplega 260.000 kr. með því að gefa 27 sinnum símleiðis upp raðnúmer og gild- istíma greiðslukorts í eigu fyr- irtækis. Brotin áttu sér stað á eins mán- aðar tímabili. Konan hefur oft komið við sögu lögreglu og hefur m.a. hlotið átta dóma fyrir brot gegn almennum hegningarlögum, einkum vegna fjársvika. Dómur- inn sem kveðinn var upp í gær var hegningarauki við eldri dóm. Sveik 27 sinnum út vörur með greiðslukorti BENSÍNVERÐ lækkaði í gær og reið Atlantsolía á vaðið þegar félag- ið lækkaði bensínverð um eina krónu á bensínstöðvum sínum. Eftir lækkun kostar bensínlítrinn 102,90 og lítrinn af dísilolíu 48,90 krónur hjá félaginu. Esso, Olís, ÓB, Ego og Orkan fylgdu í kjölfarið og lækkuðu verð hjá sér um u.þ.b. eina krónu. Bensínverð lækkar LYF og heilsa má ekki selja hefð- bundin gleraugu í verslun sinni í Kringlunni samkvæmt ákvörðun rekstrarfélags Kringlunnar. Fyrir- tækið hefur ákveðið að víkka út starfsemi sína, bjóða upp á sjónmæl- ingar og selja gleraugu og linsur í verslunum sínum en vegna takmark- ana sem rekstrarfélag Kringlunnar setur verða gleraugu ekki til sölu í nýrri verslun Lyfja og heilsu í Kringlunni. Verslunin má þó selja linsur og bjóða upp á sjónmælingar í Kringlunni líkt og gert verður í öll- um verslunum Lyfja og heilsu innan skamms. Sjóntækjafræðingur hefur verið ráðinn til starfa í versluninni í Kringlunni sem mun sinna sjónmæl- ingum. Skilti var sett upp við versl- unina í gær þar sem gerð var grein fyrir ákvörðun rekstrarfélagsins. Hrönn Rudolfsdóttir, fram- kvæmdastjóri Lyfja og heilsu, segir að fyrirtækið hafi lengi selt lesgler- augu og sólgleraugu en nú hafi verið ákveðið að auka þjónustuna á þessu sviði. Hún segir það vonbrigði að ekki skuli fást leyfi hjá rekstrar- félaginu til að selja hefðbundin gler- augu í verslun fyrirtækisins í Kringl- unni og hefur þessari ákvörðun verið harðlega mótmælt. „Í samþykktum rekstrarfélags Kringlunnar kemur fram að einstakir aðilar mega ekki fara út fyrir skilgreint svið í smásölu og við erum skilgreind sem lyfsölu- fyrirtæki,“ segir Hrund. „Við bent- um þó á að erlendis þekkist það að umgjarðir og gleraugu séu hluti af vöruvali, t.d. í Boots. Þetta er líka náskylt að mörgu leyti. Inn til okkar kemur fólk með lyfseðla og vanda- mál tengd augnsjúkdómum og því finnst okkur eðlileg þróun að fara út í gleraugnasölu. En rekstrarfélagið féllst ekki á þau rök.“ Mega ekki selja gler- augu í Kringlunni VIÐ húsleit lögreglu í Árnessýslu á sveitabæ þar í sýslu í gær fundust um 120 g af maríjúana. Karlmaður á sextugsaldri var handtekinn og viðurkenndi að eiga efnið. Það hefði verið ætlað til eigin neyslu. Einnig kom upp fíkniefnamál í gær er fangaverðir á Litla-Hrauni fundu u.þ.b. 20 g af hassi. Þetta er fimmta fíkniefnamálið sem kemur upp í fangelsinu á nokkrum dögum, segir í tilkynningu frá rannsóknar- deild lögreglunnar á Selfossi. Fíkniefni á sveitabæ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.