Morgunblaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR DEILAN Í KJARADÓM Kennaradeilan verður lögð í gerð- ardóm samkvæmt lagafrumvarpi sem lagt verður fyrir Alþingi í dag. Búist er við að afgreiðslu frumvarps- ins ljúki um helgina og að grunn- skólar geti hafist að nýju á mánu- daginn. Arafat kvaddur Yasser Arafat, leiðtogi Palest- ínumanna, verður jarðsunginn í Kaíró í Egyptalandi í dag og að því búnu verður kista hans flutt til Ram- allah á Vesturbakkanum þar sem Arafat verður lagður til hinstu hvílu. Hundruð þúsunda Palestínumanna hörmuðu í gær fráfall þessa tákn- gervings baráttu þeirra fyrir frelsi og sjálfstæði og höfðu sumir á orði, að dauði hans boðaði kaflaskil í öll- um Mið-Austurlöndum. Borga konu skaðabætur Þrír menn voru í gær dæmdir í héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða konu samtals 1,1 milljón króna í miskabætur fyrir að hafa framið ólögmæta meingerð gegn henni og æru hennar, samkvæmt ákvæðum skaðabótalaga. Konan kærði þá fyrir nauðgun en menn- irnir voru hvorki ákærðir né dæmdir fyrir nauðgun en voru samt dæmdir til að greiða konunni miskabætur eftir að hún höfðaði skaðabótamál. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Bréf 40 Úr verinu 14 Forystugrein 34 Viðskipti 16 Viðhorf 36 Erlent 18 Minningar 40/47 Heima 20 Brids 49 Höfuðborgin 22 Dagbók 52/55 Akureyri 22 Víkverji 52 Austurland 24 Leikhús 56 Landið 24 Menning 56/65 Suðurnes 25 Bíó 62/65 Daglegt líf 26/29 Ljósvakamiðlar 66 Listir 30/31 Veður 67 Umræðan 32/39 Staksteinar 67 * * * Kynning – Morgunblaðimu í dag fylgir auglýsingablaðið Í GÓÐUM GÍR frá Ingvari Helgasyni. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull- trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl                                   ! " #          $         %&' ( )***                 BLÍÐFINNUR BAKAR LUMMUR M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Í BÓKABÚÐ MÁLS OG MENNINGAR Á LAUGAVEGI KL. 11.00 OG Í PENNANUM-EYMUNDSSON Í SMÁRALIND KL. 14.00 Á MORGUN ÞORVALDUR ÞORSTEINSSON LES ÚR BÓKINNI HALLDÓR Gíslason, deildarforseti hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskólans, hefur þekkst boð um að stjórna nýrri hönnunardeild Norsku listaakademíunnar. Lista- akademían norska var stofnuð fyrir um áratug við sameiningu fimm eldri listaháskóla en nú um áramótin verður deildafyrirkomulagi skólans gjörbreytt og þrjár nýjar deildir stofnaðar á grunni hinna eldri. Halldór segir það mikinn heiður fyrir sig að hafa verið boðið þetta starf. Nýja hönnunardeildin í Ósló sé stærri en deildin sem hann hefur stýrt við Listaháskólann, og lengra á veg komin, þótt hún byggist á svip- aðri hugmyndafræði og deildin hér. „Nýja starfið leggst mjög vel í mig, en það að ég skuli þiggja það er um leið ákveð- in gagnrýni á það hvernig að málum Listaháskóla Ís- lands er staðið. Hér heima eru húsnæðismál Listaháskólans í ólestri, við höfum ekki einu sinni fengið lóð til að byggja á; við höfum ekki aðstöðu til rannsókna og við getum ekki enn boðið upp á meistaranám. Stjórnvöld sinna þessari stofnun ekki sem skyldi. Það er ekkert í starfi Lista- háskóla Íslands sjálfs sem veldur því að ég tók ákvörðun um að þiggja starfið, heldur fyrst og fremst það að stjórnvöld styðja ekki við vinnu okk- ar þar. Úti er allt annað upp á ten- ingnum. Norska listaakademían nýt- ur mikils stuðnings yfirvalda og Norðmenn leggja miklu meira í list- nám en gert er hér; bæði með meira fé, nýrri byggingu sem nú er í smíð- um og öllum öðrum stuðningi. Þetta er örugglega efnaðasta listaaka- demía í Evrópu. Á Íslandi störfum við við mjög lélegar aðstæður, sem fleiri en ég hafa verið gagnrýnir á. Ef ekkert verður að gert hér á landi mun fleira fólk hverfa héðan til út- landa, þar sem aðstæður eru betri.“ Boðið að stjórna hönnunardeild Norsku listaakademíunnar Norðmenn leggja miklu meira í listnám Halldór Gíslason ÞAÐ FÓR ekki framhjá borgar- búum í gær að það er kominn vetur. Um tíma snjóaði í borginni þó að jörð næði ekki að verða hvít nema í stutta stund. Þrátt fyrir slyddu og rigningu lætur margur hjólreiða- maðurinn það ekki á sig fá og held- ur áfram að hjóla um stræti og torg. Það er þó lykilatriði að vera varinn fyrir vindum á þessum árstíma og sjálfsagt á þessi hjólreiðamaður eft- ir að hafa það bak við eyrað næst. Morgunblaðið/Golli Hjólað í slyddunni HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær Sig- urð Hólm Sigurðsson í 2½ árs fang- elsi fyrir hylmingu, níu þjófn- aðarbrot, eina tilraun til þjófnaðar og umferðarlagabrot. Ákærði hafði hlotið 27 sinnum dóma á árunum 1979 til 2000. Með dómi sínum mildaði Hæsti- réttur dóm Héraðsdóms Reykjavík- ur frá í maí sl. þar sem ákærða var gerð þriggja ára fangelsisrefsing. Málið dæmdu hæstaréttardóm- ararnir Árni Kolbeinsson, Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Verjandi ákærða var Sigmundur Hannesson hrl. og sækjandi Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari. 2½ árs fangelsi fyrir ýmis brot RÚMLEGA þrítug kona var í gær dæmd í fimm mánaða fangelsi fyrir að svíkja út tæplega 260.000 kr. með því að gefa 27 sinnum símleiðis upp raðnúmer og gild- istíma greiðslukorts í eigu fyr- irtækis. Brotin áttu sér stað á eins mán- aðar tímabili. Konan hefur oft komið við sögu lögreglu og hefur m.a. hlotið átta dóma fyrir brot gegn almennum hegningarlögum, einkum vegna fjársvika. Dómur- inn sem kveðinn var upp í gær var hegningarauki við eldri dóm. Sveik 27 sinnum út vörur með greiðslukorti BENSÍNVERÐ lækkaði í gær og reið Atlantsolía á vaðið þegar félag- ið lækkaði bensínverð um eina krónu á bensínstöðvum sínum. Eftir lækkun kostar bensínlítrinn 102,90 og lítrinn af dísilolíu 48,90 krónur hjá félaginu. Esso, Olís, ÓB, Ego og Orkan fylgdu í kjölfarið og lækkuðu verð hjá sér um u.þ.b. eina krónu. Bensínverð lækkar LYF og heilsa má ekki selja hefð- bundin gleraugu í verslun sinni í Kringlunni samkvæmt ákvörðun rekstrarfélags Kringlunnar. Fyrir- tækið hefur ákveðið að víkka út starfsemi sína, bjóða upp á sjónmæl- ingar og selja gleraugu og linsur í verslunum sínum en vegna takmark- ana sem rekstrarfélag Kringlunnar setur verða gleraugu ekki til sölu í nýrri verslun Lyfja og heilsu í Kringlunni. Verslunin má þó selja linsur og bjóða upp á sjónmælingar í Kringlunni líkt og gert verður í öll- um verslunum Lyfja og heilsu innan skamms. Sjóntækjafræðingur hefur verið ráðinn til starfa í versluninni í Kringlunni sem mun sinna sjónmæl- ingum. Skilti var sett upp við versl- unina í gær þar sem gerð var grein fyrir ákvörðun rekstrarfélagsins. Hrönn Rudolfsdóttir, fram- kvæmdastjóri Lyfja og heilsu, segir að fyrirtækið hafi lengi selt lesgler- augu og sólgleraugu en nú hafi verið ákveðið að auka þjónustuna á þessu sviði. Hún segir það vonbrigði að ekki skuli fást leyfi hjá rekstrar- félaginu til að selja hefðbundin gler- augu í verslun fyrirtækisins í Kringl- unni og hefur þessari ákvörðun verið harðlega mótmælt. „Í samþykktum rekstrarfélags Kringlunnar kemur fram að einstakir aðilar mega ekki fara út fyrir skilgreint svið í smásölu og við erum skilgreind sem lyfsölu- fyrirtæki,“ segir Hrund. „Við bent- um þó á að erlendis þekkist það að umgjarðir og gleraugu séu hluti af vöruvali, t.d. í Boots. Þetta er líka náskylt að mörgu leyti. Inn til okkar kemur fólk með lyfseðla og vanda- mál tengd augnsjúkdómum og því finnst okkur eðlileg þróun að fara út í gleraugnasölu. En rekstrarfélagið féllst ekki á þau rök.“ Mega ekki selja gler- augu í Kringlunni VIÐ húsleit lögreglu í Árnessýslu á sveitabæ þar í sýslu í gær fundust um 120 g af maríjúana. Karlmaður á sextugsaldri var handtekinn og viðurkenndi að eiga efnið. Það hefði verið ætlað til eigin neyslu. Einnig kom upp fíkniefnamál í gær er fangaverðir á Litla-Hrauni fundu u.þ.b. 20 g af hassi. Þetta er fimmta fíkniefnamálið sem kemur upp í fangelsinu á nokkrum dögum, segir í tilkynningu frá rannsóknar- deild lögreglunnar á Selfossi. Fíkniefni á sveitabæ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.