Morgunblaðið - 12.11.2004, Síða 6

Morgunblaðið - 12.11.2004, Síða 6
6 FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR edda.is Kraftmikil skáldsaga Auður Jónsdóttir hefur vakið mikla athygli fyrir bækur sínar og tvær þeirra, Stjórnlaus lukka og Skrýtnastur er maður sjálfur, voru tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Ólík viðmið kynslóða Klara ólst upp við frjálslyndi hippaforeldra en býr nú með uppa. Kraftmikil skáldsaga sem tekst á við ólíkt verðmætamat kynslóða, venjubundnar hugmyndir um lífið og knýr lesanda til afstöðu. MEÐ dómi Héraðsdóms Reykjavík- ur í gær fékk fimm manna fjölskylda skráð lögheimili í Bláskógabyggð en þangað flutti fjölskyldan í fyrravet- ur. Sveitarstjórnin neitaði að sam- þykkja umsókn hennar um lögheim- ili þar sem hús hennar stendur á svæði sem skipulagt er sem sumar- húsabyggð. Fjölskyldan flutti frá Reykjavík í febrúar á þessu ári og sóttu hjónin þá um skólavist fyrir börn sín. Því hafnaði Bláskógabyggð og tilkynnti að þau fengju ekki skráð lögheimili í sveitarfélaginu. Í lok apríl fengu börnin bráðabirgðaskólavist en á yf- irstandandi skólaári var þeim hafnað um skólavist. Fjölskyldan stefndi þá sveitarfélaginu og Hagstofunni og krafðist þess að fá lögheimili skráð í húsinu sem stendur í landi Iðu. 50 ára hefð Rök Bláskógabyggðar voru m.a. þau að landið sé eingöngu ætlað fyrir frístundabyggð, dvöl í frístundahús- um verði einungis jafnað til orlofs og dvöl þar geti því ekki verið grund- völlur lögheimilisskráningar. Þá vís- aði sveitarfélagið til þess að því væri skylt að veita öllum íbúum sveitarfé- lagsins sömu þjónustu og því væri brýn nauðsyn á því að fólk byggi á skilgreindu íbúasvæði. Minnt var á að í umsókn um byggingu hússins hafi verið óskað heimildar til að reisa sumarhús og ekki sé hægt að breyta nýtingu þess síðar. Þá var bent á að skráning í þjóðskrá byggist á 50 ára gamalli hefð og dvöl í sumarhúsi hafi aldrei verið jafnað til fastrar búsetu. Dómurinn taldi á hinn bóginn ágreiningslaust að heimili fjölskyld- unnar uppfyllti öll skilyrði til varan- legrar búsetu og í lögum sé hvergi bannað að eiga lögheimili á land- svæði sem skipulagt hefur verið sem frístundabyggð. Bláskógabyggð var dæmd til að greiða 400.000 krónur í málskostnað. Helgi I. Jónsson dómstjóri kvað upp dóminn. Lögmaður fjölskyld- unnar var Guðjón Ægir Sigurjóns- son hdl., lögmaður Bláskógabyggðar var Atli Björn Þorbjörnsson hdl. og Óskar Thorarensen hrl. var til varn- ar fyrir Hagstofuna. Fimm manna fjölskylda vinnur mál gegn Bláskógabyggð Fær að skrá lögheimili í sumarhúsahverfi „ÉG votta pal- estínsku þjóðinni samúð mína og ríkisstjórn- arinnar vegna andláts hans,“ sagði Davíð Oddsson utan- ríkisráðherra á þingfundi í gær, um andlát Yassers Arafats, leið- toga Palestínumanna. „Það verður að vona að eftirmenn Arafats vinni í þágu friðarins með því að gera nauðsynlegar umbætur heima fyr- ir og hefja eindregna baráttu gegn hryðjuverkaöflum,“ sagði hann ennfremur. Davíð sagði í samtali við Morg- unblaðið að Arafat hefði verið ótvíræður forystumaður sinnar þjóðar í háa herrans tíð. „Auðvitað má segja að síðustu árin hafi verið honum mjög erfið því hann var orðinn all-einangraður,“ bætti hann við. Arafat hefði bæði verið einangraður í orðsins fyllstu merkingu, þar sem hann hefði ver- ið í hálfgerðu stofufangelsi, og á hinu pólitíska sviði, þar sem hann hefði hlaupið frá samningsgerð við Ehud Barak, fyrrverandi forsætis- ráðherra Ísraels og ekki fylgt því eftir. „Það er ljóst að Bandaríkja- menn, bæði demókratar og repúblikanar, töldu að það væri afar ósennilegt að slíkt samnings- tækifæri næðist á nýjan leik eins og þar virtist vera að nást. Og Arafat missti stöðu mjög við enda- lok þeirrar samningsgerðar,“ sagði Davíð. Davíð Oddsson Vottaði palest- ínsku þjóðinni samúð sína ANDLÁT Yass- ers Arafats kem- ur ekki á óvart. Hann er búinn að vera veikur all- lengi. Ég hitti hann fyrir tveim- ur til þremur ár- um og þá var hann orðinn nokkuð sjúkur maður,“ segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra um fráfall Arafats. „Hans lífshlaup er samofið palestínsku þjóðinni og bar- áttu hennar fyrir frelsi og sjálfstæði. Hann var afskaplega merkilegur maður sem hefur leitt þessa baráttu í langan tíma og það er ljóst að með fráfalli hans skapast tómarúm en jafnframt á að skapast tækifæri til þess að koma friðarferlinu af stað á ný.“ Nýr kafli í friðarferlinu „Sumir hafa haldið því fram að hann hafi staðið í vegi fyrir því og um leið og við látum í ljós sorg yfir því að hann sé fallinn frá, þá er rétt að bera þá von í brjósti að nú hefjist nýr kafli í friðarferlinu og þar eru það að sjálf- sögðu Bandaríkjamenn sem geta gert mest og skipt sköpum í því sam- bandi,“ segir forsætisráðherra. Halldór segir um fund sinn og Arafats á sínum tíma að Arafat hafi verið vingjarnlegur maður og gott að ræða við hann. „Hann var einlægur, greinilega mikill hugsjónamaður, þannig að ég hef ágætar minningar frá okkar fundi.“ Viðbrögð við andláti Yassers Arafats Halldór Ásgrímsson Skapast tómarúm við fráfall hans JÓHANNA Kristjónsdóttir blaðamaður hitti Yasser Arafat nokkrum sinnum, fyrst í Jemen árið 1985. „Þá var hann úthrópaður af öll- um og gaf sjaldan færi á blaðamannaviðtölum en það tókst nú. Þetta var ekkert sér- staklega merkilegt viðtal, það var helst að hafa náð í Arafat sem þótti merkilegt. Mér fannst þá, og líka síð- ar, að hann væri viðkunnanlegur maður, en furðaði mig engu að síður á hvað hann hafði verið mikill áhrifa- valdur því hann var ekki fyrirferð- armikill í framkomu, talaði lágt og lét heldur lítið fara fyrir sér,“ segir hún. Samstarfsmennirnir hafi reyndar tiplað á tánum í kringum hann og átt erfitt með að gera honum til geðs. Hann hafi verið dyntóttur og erfiður í samvinnu. „En maður fann það, og kannski hreifst af, hvað hann trúði hjartanlega á að Palestínumenn ættu rétt á að fá aftur sitt land. Þessi fund- ur með Arafat varð til þess að ég fór að setja mig miklu betur inn í sögu Palestínu og þessarar deilu, þó að ég hefði þá lengi verið búin að skrifa fréttir í Moggann.“ Efldi þjóðarvitund og stolt Seinni árin hafi Arafat setið ein- angraður og niðurlægður í hálfhrun- inni byggingu. Jóhanna segir að George Bush, forseti Bandaríkjanna, hafi gert mikil mistök þegar hann hafi ákveðið að gefa Arafat aldrei tækifæri til að greina frá sínum sjón- armiðum heldur eingöngu hlustað á Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísr- aels. „Það hefur hleypt illu blóði í Palestínumenn að vera svona snið- gengnir. Arafat hafi ekki bara verið niðurlægður heldur líta þeir svo á að þeir hafi verið niðurlægðir.“ Jóhanna telur að arfleifð Arafats verði sú að hann hafi gefið Palest- ínumönnum þjóðarímynd sem þá hafi sárlega vantað. „Hann efldi með þeim þjóðarvitund og stolt sem var svo nauðsynlegt,“ segir hún. Hann hafi einnig gert ýmis mistök og stað- ið fyrir umdeildum verkum. Ein af mistökunun hafi verið þau að velja sér ekki arftaka og því viti enginn hver verði leiðtogi Palestínumanna. Aðspurð segist Jóhanna helst vilja sjá Hanan Ashrawi í því hlutverki en hún hefur af og til verið talsmaður Palestínumanna. Ashrawi sé vel menntuð, tali mörg tungumál og höfði vel til kvenna. Hún myndi gefa nýja mynd af Palestínu sem væri gott fyrir þetta hrjáða land. Jóhanna Kristjónsdóttir Efldi þjóðar- vitund og stolt Palestínumanna HANN var óskaplega hlýr og tók okkur mjög vel. Sagt hafði verið að hann væri mjög veikur og hrumur en hann virtist alls ekki eins mikill sjúklingur og af var látið,“ segir Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins Ís- land-Palestína, um þá stund sem hann átti með Yasser Arafat í júní 2002 ásamt Björk Vilhelmsdóttur. „Þrátt fyrir að vera lokaður inni í rústum stjórnarbyggingarinnar í Ramallah var hann andlega hress og mjög skýr. Hann átti með okkur klukkustundarlangan fund og greindi okkur frá stöðu mála. Ég minnist þess hvað hann lét mann finna hversu vænt honum þótti um heimsóknina frá Íslandi. Þegar við fórum leiddi hann mig alla leiðina út, eftir löngum göngum byggingarinnar, framhjá sand- pokavirkjum og slíku.“ Sveinn Rúnar segir að fráfall Ara- fats sé mikill missir fyrir palestínsku þjóðina og allan hinn friðelskandi heim. Hefði Arafat aldrei misst sjón- ar á því markmiði að Palestína yrði frjáls og þjóðin fengi að njóta sjálfs- ákvörðunarréttar síns. Heita því að koma í veg fyrir alla óreiðu Sveinn Rúnar spáir ekki upplausn í kjölfar andláts Arafats heldur muni áfallið þjappa þjóðinni saman. „Ak- hmed Kurei sem tekur við stjórn- artaumunum hefur þegar haldið fund með fulltrúum hinna ýmsu hópa, þar á meðal íslömsku samtak- anna og menn hafa heitið því að standa saman og koma í veg fyrir alla óreiðu. En mögulegar frið- arviðræður mótast fyrst og fremst af stefnu Ísraelsstjórnar því að það liggur fyrir, eins og helsti ráðgjafi Sharons upplýsti nýverið, að Sharon ætlar alls ekki að semja um frið.“ Einn hæsti punkturinn á ferli Arafats er að mati Sveins Rúnars undirritun Oslóarsamkomulagsins 13. september 1993. „Þótt þær vonir sem bundnar voru við samkomulagið hafi brugðist var þetta mjög stórt augnablik. Enn þá stærra augnablik var þeg- ar Sameinuðu þjóðirnar buðu Arafat að ávarpa Allsherjarþing SÞ haustið 1988. Hann fékk ekki vegabréfsárit- un til Bandaríkjanna og því flutti Allsherjarþingið sig til Genfar. Þá varð mikil stefnubreyting hjá Pal- estínumönnum sem lýstu yfir sjálf- stæði Palestínu 15. nóvember. Í yf- irlýsingunni fólst í raun viður- kenning á Ísraelsríki og stórkostleg eftirgjöf gagnvart Ísrael.“ Minningarbók Minngarbók um Yasser Arafat forseta Palestínu mun liggja frammi í Ráðhúsi Reykjavíkur frá og með deginum í dag. Sveinn Rúnar Hauksson Missti aldrei sjónar á mark- miði sínu um frjálsa Palestínu ÓLAFUR Ragn- ar Grímsson, for- seti Íslands, sendi í gær samúðar- kveðjur til palest- ínsku þjóðarinnar vegna andláts Yassers Arafats, forseta heima- stjórnarinnar. „Þar sagði Ólafur Ragnar að Ara- fat hefði markað djúp spor í sögu Mið-Austurlanda og heimsins alls og barátta hans fyrir réttindum og sjálfstæði Palestínumanna verið þjóðinni leiðarljós í áratugi. Vonandi yrði arfleifð Arafats öllum áhrifaöfl- um hvatning til að koma á var- anlegum friði, sátt og samkomulagi sem tryggði þjóð hans réttinn til að búa í eigin ríki,“ segir í fréttatilkynn- ingu frá skrifstofu forseta Íslands. Ólafur Ragnar Grímsson Forseti Íslands sendi samúðar- kveðjur HALLDÓR Ásgrímsson forsætisráðherra segir lífs- hlaup Yassers Arafats samofið palestínsku þjóðinni og baráttu hennar fyrir frelsi og sjálfstæði og að hann hafi verið mjög merkilegur maður. Davíð Oddsson utanrík- isráðherra segir Arafat hafa verið ótvíræðan forystu- mann sinnar þjóðar lengi. Ótvíræður forystumaður sinnar þjóðar Reuters

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.