Morgunblaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF ÞAÐ er notalegt um helgar að borða síðbúinn morgunverð eða dögurð (brunch). Hefð er fyrir því í Banda- ríkjunum að fjöl- skyldur fari sam- an út að borða slíkan málsverð og nú hefur Naustið tekið upp á því að bjóða til dögurðar á sunnudögum. Anton Viggós- son mat- reiðslumaður er nýtekinn við rekstri Naustsins ásamt konu sinni Katrínu Stefánsdóttur. Hann bjó lengi í Bandaríkjunum og segir að sig hafi lengi dreymt um að bjóða Íslendingum upp á ekta banda- rískan brunch eða dögurð. „Ég vil að heilu fjöl- skyldurnar geti komið hingað á sunnudög- um, foreldrar með börnin sín og ömmur og afar og notið þess að borða sam- an í rólegheit- um. Fólk get- ur komið á milli kl. 11 og 14.30 og fengið sér ekta dögurð að bandarískum hætti.“ Viggó ætlar að bjóða upp á ommilettubar þannig að fólk geti valið inni- haldið í eggjakökuna sína, hann verður með hlaðborð með hleyptum eggjum, eggjahræru, skinku, beikoni og kartöflum, alls kyns öðrum köld- um kjötréttum, síldarréttum, fersk- um ávöxtum, grænmeti og nýbökuðu brauði. En auðvitað getur fólk svo einnig búið til sinn eigin dögurð heima. Viggó segir að galdurinn við að búa til góða eggjaköku eða ommilettu sé að hafa gott hráefni og góða pönnu. „Góð panna er lykilatriði, með tef- lon-húð og svo á ekkert að vera að blanda mjólk út í eggin. Best er þriggja eggja ommiletta með því grænmeti eða kjötmeti úti í sem hver og einn velur sér. Hér gefur Viggó lesendum uppskrift að nokkrum réttum sem henta á borðið heima. Hann mælir auk þess með kaldri skinku, síldarréttum og ferskum ávöxtum og grænmeti á borðið. Eggjabrauð (french toast) Samlokubrauði er velt upp úr hrærð- um eggjum sem búið er að setja smá- vegis af kanil út í. Brauðið er síðan steikt á pönnu báðum megin, skorið horn í horn og flórsykri stráð yfir. Eggs Benedict Ristaðar samlokubrauðsneiðar hringskornar með glasi Steikt skinka eða hamborgarhryggj- arsneiðar hleypt egg Hollandaise sósa Skinkan er léttsteikt á pönnu og sett á brauðið. Þá er hleypt egg sett á beikonið og að lokum sósan. Þetta er svo borið fram með pönnusteiktum kartöflum og öðrum réttum sem eru á hlaðborðinu. Hollandaise-sósa 500 g smjör 5 eggjarauður 1 sítróna örlítið af salti tabasco vatn Bræðið smjörið við vægan hita og takið af og látið standa. Hafið hreina handþurrku tilbúna á borði. Setjið um 1–1½ lítra af vatni í pott og látið koma upp suðu. Eggjarauðurnar eru settar í kúpta skál með ¼ bolla af vatni, þær eru síðan þeyttar vel yfir pottinum með heita vatninu þar til þær eru orðnar léttar og ljósar. Setjið eggjarauðuskálarnar á handþurrk- una til að þær séu stöðugar og hellið smjörinu rólega út í eggjarauðurnar og hrærir stöðugt í á meðan uns allt smjörið er komið í en alls ekki vatnið sem er í smjörinu. Þá bragðbætið þið með safanum úr sítrónunni, saltinu og tabasco. Þessi sósa er svolítið vandmeðfarin upp á að hún skilji sig ekki. Þess vegna má smjörið ekki vera of heitt þegar það er sett út í. Ef sósan skilur sig er hægt að setja pínulítið vatn í aðra skál og ausa sósunni rólega yfir í  MATARKISTAN | Hlaðborð með ferskum ávöxtum, eggjakökum, beikoni og grænmeti Dögurður fyrir alla fjölskylduna Sígilt: Pönnusteiktar kartöflur og beikon. Morgunblaðið/ÞÖKTilheyrir: Ferskir ávextir á hlaðborðið. Matreiðslumeist- arinn: Anton Viggósson. Ommiletta: Galdurinn við að búa til góða eggjaköku er að eiga réttu pönnuna. „MEGINNIÐURSTÖÐUR þessara rannsókna eru í stuttu máli þær að ef við skoðum spilahegðun unglinga þá hafa flestir þeirra einhvern tíma spilað peningaspil, eða yfir 90%,“ segir Daníel Þór Ólason aðjúnkt í sálfræði. Sálfræðiskor Háskóla Íslands hefur með stuðningi Happdrætti Háskólans hafið athuganir á um- fangi og alvarleika spilavanda í ís- lensku samfélagi og mun Daníel fjalla um rannsóknir á unglingum í erindi sem hann flytur í dag, föstu- dag. Hann byggir fyrirlestur sinn á tveimur rannsóknum sem hann og samstarfsfólk hans gerðu á algengi spilavanda meðal unglinga. Annars vegar er um að ræða rannsókn sem gerð var á meðal 750 unglinga í framhaldsskólum, á aldrinum 16 til 18 ára, og hins vegar umfangsmikilli rannsókn á um 3.500 unglingum í 8. til 10. bekk í grunnskólum Reykja- víkur. Þess ber að geta að svarhlut- fall var mjög gott í síðari rannsókninni, en hún nær til um 77% af öllum unglingum á þessum aldri í Reykjavík. Um tvö prósent ung- linga í verulegum spilavanda „ Síðustu 12 mánuði fyrir könn- unina höfðu á bilinu 70% til 80% unglinga spilað eitthvert peningaspil og á bilinu átta til tíu prósent spila vikulega eða oftar. Algengustu pen- ingaspilin hjá báðum hóp- unum eru skafmiðar, spila- kassar og lottó. Einnig er talsvert um það að unglingar leggi peninga undir í spilum eða leikjum. Í þessum rann- sóknum höfum við lagt fyrir mælitæki sem metur spilavand- ann, en þetta eru erlend mæli- tæki sem við höfum þýtt og forprófað,“ segir Daníel Þór meðal annars um nið- urstöður þessara tveggja rannsókna. Að sögn Daníels Þórs mun hann í fyrirlestrinum fjalla um algengi spilavanda í þess- um tveimur hóp- um, en samkvæmt niðurstöðum rannsóknanna má skipta hópunum í fjóra flokka: 1. Þá sem spila eng- in peningaspil. 2. Þá sem spila pen- ingapspil án vandkvæða. 3. Þá sem spila pen- ingaspil og eiga í nokkr- um vanda, (áhættuhóp- ur). 4. Þá sem spila peningaspil og eiga í verulegum vanda. Um þriðjungur unglinga á aldrinum 13 til 15 ára spila engin peningaspil og um fimmtungur þeirra sem eru á aldrinum 16 til 18 ára. Flestir sem spila peningaspil gera það án vandkvæða, en um milli 3,2% til 3,7% teljast vera í áhættuhópi og um 2% þessara unglinga eiga við verulegan vanda að stríða vegna peningaspila. Daníel Þór segir að ef hóparnir eru skoðaðir eftir kyni sýni nið- urstöður beggja rannsóknanna að spilavandi sé fyrst og fremst vanda- mál meðal drengja, þar sem að á bilinu 3,4% til 3,7% drengja á þess- um aldri eiga við spilavanda að stríða en aðeins um 0,3% stúlkna. „Þetta er fyrst og fremst vandi á meðal drengja. Það er nánast engan spilavanda að finna á meðal stúlkna á þessum aldri,“ segir Daníel Þór um kynjaskiptinguna hvað þetta varðar. Fylgni milli hegðunarvanda og spilavanda „Við höfum ennfremur skoðað ýmislegt fleira í tengslum við spila- vanda unglinga, meðal annars tengsl spilavanda og neyslu áfengis- og vímuefna. Þar hefur komið í ljós að eftir því sem krakkarnir eru í meiri spilavanda því líklegri eru þau til að reykja, drekka áfengi og neyta fíkniefna. Þar er klárlega um sterk tengsl að ræða. Það segir þó ekki að spilavandi orsaki áfengis- eða vímu- efnavanda eða öfugt. Við vitum bara Spilavandi fyrst og fremst meðal drengja Rúmlega 90% unglinga hafa spilað eitthvert pen- ingaspil en algengustu spilin hjá unglingum eru skafmiðar, spilakassar og lottó. Einnig er talsvert um það að unglingar leggi peninga undir í spilum eða leikjum. Á bilinu átta til tíu prósent unglinga spila vikulega eða oftar. Allt til músaveiða og fl ugnaveiða Rafmagnsfl ugnabanar, límborðar, fl ugnaljós o.fl . Verslunin er staðsett á Selfossi Opið mán.-fi m. 9-13, föstudaga 9-18 og laugardaga 11-14 Gagnheiði 59 • meindyravarnir@meindyravarnir.is www.meindyravarnir.is • s: 482 3337 & 893 9121  UNGLINGAR | Í Reykjavík eiga um 85 til 90 unglingar 13–15 ára við verulegan spilavanda að stríða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.