Morgunblaðið - 12.11.2004, Side 53

Morgunblaðið - 12.11.2004, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2004 53 DAGBÓK Miðstöð heilsuverndar barna heldur ídag sína árlegu haustráðstefnu áGrand hóteli Reykjavík undir yf-irskriftinni „Barnið vex ... en brókin?“ og vísar til þess að Miðstöð heilsuverndar barna vinnur nú á landsvísu með verkefni og þróun þjón- ustu ung- og smábarnaverndar og skólaheilsu- gæslu. Fjölbreytileg dagskrá ráðstefnunnar end- urspeglar að heilsuvernd barna hér á landi sem í nágrannaríkjunum stendur frammi fyrir nýjum verkefnum í ljósi breyttra þjóðfélagshátta og betra almenns heilsufars barna. Geir Gunnlaugsson, forstöðumaður Heilsuvernd- ar barna, segir gott þjónustustig og almenna far- sæld í ung- og smábarnavernd hér á landi þýða að þroskafrávik barna og greining þeirra hafi orðið brýnna úrlausnarverkefni á sviði heilsuverndar barna. „Einnig hafa börn með sérstakan bakgrunn fengið vaxandi athygli, t.d. börn sem fæðast með mjög lága fæðingarþyngd og langveik börn. Því er nauðsynlegt að aðlaga heilsuvernd barna þessu nýja umhverfi.“ Hversu mikilvægur er þessi málaflokkur? „Heilsuvernd barna og framkvæmd hennar er að mínu mati einn af hornsteinum hvers samfélags og leggur grunn að framtíðar mannauði þjóða. Það er ekki eingöngu heilsugæslan sem hefur hlutverk á þessu sviði, þó hún sé mjög mikilvæg, heldur einnig önnur svið samfélagsins, t.d. menningarstarfsemi tengd börnum, t.d. íþróttir, tónlist, leiklist og bók- menntir, og húsnæðis- og skipulagsmál. Mikilvægið þarf einnig að endurspeglast í almennri umræðu svo stjórnvöld taki mið af þörfum barna og fjöl- skyldna þeirra í löggjöf og öðrum ákvörðunum.“ Hverjar eru helstu nýjungar á sviði heilsuvernd- ar barna? „Að mínu mati er ein helsta nýjungin sú áherslu- breyting að líta á heilsuvernd barna sem samfellda þjónustu við börn og fjölskyldur frá fæðingu til 18 ára aldurs, í anda Barnasáttmála SÞ. Með því erum við m.a. að brjóta múra á milli ung- og smábarna- verndar og skólaheilsugæslu og gera tilraun til að líta á starfsemina sem eina heild þar sem einn þátt- ur styður annan. Starfsemin í dag er þverfaglegri en áður sem endurspeglar þá skoðun að heilsu- vernd barna er ekki einkamál lækna og hjúkr- unarfræðinga heldur verkefni alls samfélagsins. Starfsemin er því eðli málsins samkvæmt í stöðugri þróun, studd vísindalegum rannsóknum. Betri greining þroskafrávika og inngrip fyrr en áður er mikilvægt verkefni, en auk þess markviss fræðsla á ýmsum sviðum, t.d. hvað varðar aga og uppeldi, brjóstagjöf og svefn ungbarna. Vaxandi þátttaka barna í leikskólum með vel menntuðu starfsfólki skapar svo nýja og spennandi möguleika til að efla enn heilsuvernd barna.“ Dagskrá ráðstefnunnar má nálgast á www.hr.is og fer skráning fram í síma 585 1350 eða á netfang- inu barnapostur@hr.is. Ráðstefnan er opin öllu áhugafólki um heilsuvernd barna á Íslandi. Heilsuvernd | Ráðstefna um heilsuvernd barna á Grand hóteli Reykjavík Nauðsynlegt að aðlagast nýju umhverfi  Geir Gunnlaugsson fæddist 1951 í Gauta- borg. Að loknu lækna- prófi frá HÍ stundaði hann framhaldsnám og störf í barnalækn- ingum og lýð- heilsufræðum við barnaspítala Karol- inska/St Göran í Stokkhólmi á árunum 1985 til 1993 og lauk þaðan doktorsprófi og meistaraprófi. Árin 1982–85 og 1993–98 starfaði hann í Gíneu-Bissá í Vestur-Afríku. Hann var yfirlæknir Miðstöðvar heilsuverndar barna 2000–04, nú forstöðumaður og er for- maður Félags um lýðheilsu frá stofnun 2001. Geir er kvæntur Jónínu Einarsdóttur mann- fræðingi og lektor við HÍ og eiga þau þrjá syni. Opið bréf til Sjafnar Ingólfsdóttur Í FRÉTTATÍMA sjónvarpsins í vik- unni komu skólaliðar á fund formanns síns, Sjafnar Ingólfsdóttur, til að ræða launakjör í framhaldi af starfs- mati á störfum starfsmanna Reykja- víkurborgar. Þetta starfsmat virtist ekki ná til skólaliða að svo komnu og þegar fulltrúi úr hópi skólaliða orðaði það svo að við værum með rétt rúmar 100 þús. krónur á mánuði í laun svar- aði formaðurinn okkar að þetta væri betra en ekki neitt. Hvers eigum við að vænta með slíkan formann í réttindabaráttu okk- ar skólaliða? Ég tel þessi munnmæli Sjafnar slíka mannfyrirlitningu á störf okkar skólaliða að ég hvet hana eindregið til að biðja okkur op- inberlega afsökunar á orðum sínum eða segja af sér ella. Vestarr Lúðvíksson. Meira um PoppTíví MEÐ æluna í hálsinum sest ég nú niður og skrifa þessi orð eftir að hafa horft á 70 mínútur með dóttur minni. Ég geri það stundum til að útskýra fyrir henni óeðlið, ofbeldið og firr- inguna í þáttunum. Ég var sjálf ekki orðin kynþroska þegar fyrsti karl- maðurinn leitaði á mig og ég þurfti að þola klámfengna tilburði í orði og verki. Það hefur fylgt mér síðan. Eftir marga sálfræðitíma, fyrirbænir og geðlækningar sem staðið hafa yfir með hléum árum saman hef ég lært að njóta kynlífs með manninum mín- um. Kynlíf er frábært! En því þarf að fylgja virðing og traust. Eitthvað ann- að en þið boðið. Ég bið ykkur, forsvarsmenn stöðvarinnar, að athuga á hvaða leið þið eruð. Hvað eruð þið að bera á borð fyrir æsku þessa lands?! Þið hafið e.t.v. ekki sjálfir lent í kynferðislegu ofbeldi og finnst allt mega gera, segja og selja. Þegar svo er þá er erfitt að setja sig í annarra spor t.d. þeirra sem hafa orðið fyrir ofbeldi. Þið skilj- ið ekki hvað særir blygðunarkennd- ina. Hafið þið kannski ekki slíka kennd lengur? Ég geri ráð fyrir að viðbrögð ykkar við orðum mínum séu eitthvað á þessa leið: „Hættu þessu röfli, kelling, og slökktu ef þú getur ekki horft.“ Ég mun gera það framvegis því mér var nú endanlega nóg boðið. Móðir. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is SÝNINGIN Vetrarmessa var opnuð með pomp og prakt í Norræna hús- inu í gær. Þar sýna verk sín fimmtán listamenn og -konur, sem öll eiga það sameiginlegt að hafa verið virk í listalífinu í borginni undanfarin ár, og sýnt víða um land og erlendis. Vetrarmessa er framhald sýning- arinnar „Draumar Dystópíu“, sem haldin var í sýningarsal Klink og Bank síðastliðið sumar. Þátttakendur í sýningunni eru listamennirnir Arnfinnur Amazeen, Baldur Geir Bragason, Birta Guð- jónsdóttir, Bryndís Ragnarsdóttir, Darri Lorenzen, Elín Helena Evertsdóttir, Gunnhildur Hauks- dóttir, Hafsteinn Mikael, Jón Sæ- mundur Auðarson, Jóní Jónsdóttir, Markús Þór Andrésson, Páll Banine, Ragnar Kjartansson, Sigríður Björg Sigurðardóttir og Sirra Sigrún Sig- urðardóttir. Morgunblaðið/Kristinn Vetrar- messa í Norræna húsinu Vetrarmessan verður opin í sýning- arsölum og anddyri Norræna húss- ins frá kl. 12–17 alla daga nema mánudaga, fram að áramótum. PLÖTUBÚÐ Smekkleysu í Kjör- garði á Laugavegi 59 verður í dag kl. 17 vettvangur tónleika, en eig- endur búðarinnar segja það stefn- una að halda þá hefð að hafa tón- leika á hverjum föstudegi og laugardegi. Í dag munu Plötusnúð- arnir DJ Galdur og DJ B-Ruff leika ásamt sveitinni Jeff Who?, sem m.a. er skipuð meðlimum sveitanna Ghostigital og Skakkamanage. Sveitin leikur í dag sína aðra tón- leikar, en þeirra fyrstu tónleikar voru um Iceland Airwaves-helgina og fengu þeir m.a. góða dóma hjá vefritinu www.drownedinsound- .com. Tónlist Jeff Who? er að sögn meðlima í anda listrænna gít- arrokksveita á borð Interpol og Franz Ferdinand, nokkurs konar listrænt dansgólfsrokk. Á morgun kl. 15 munu hins vegar skáldin Bragi Ólafsson og Kristín Ei- ríksdóttir lesa úr verkum sínum, Samkvæmisleikir og Kjötbærinn, en hljómsveitin Steintryggur mun leika undir. Þessi gjörningur verður und- ir merkjunum „Orðsins tónlist“. Í nýrri plötubúð Smekkleysu í Kjörgarði. Tónleikar í Smekkleysu Morgunblaðið/RAX BRYNHILDUR Guðjónsdóttir mun syngja nokkur lög í Bókabúð Máls og Menningar í dag kl. 16.30 í tilefni af útgáfu nýrrar plötu með lögum úr metsölusýn- ingunni Edith Piaf eftir Sigurð Pálsson, sem sýnd er í Þjóðleik- húsinu. Platan er gefin út af Tólf tón- um en allar útsetningar eru eftir Jóhann G. Jóhannsson sem leikur á píanó og með honum leika landsþekktir tónlistarmenn, þeir Birgir Bragason á bassa, Jóel Pálsson á klarinett og tenorsax, Hjörleifur Valsson á fiðlu og Tatu Kantomaa á harmonikku. Útgáfugleði Edith Piaf Morgunblaðið/Ásdís

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.