Morgunblaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2004 27 DAGLEGT LÍF ar það var við lýði. Við þekkjumst því orðið nokkuð vel og vitum hverju við göngum að hjá hver ann- arri.“ Þessar konur eru óragar við að taka málin í sínar hendur því þær lærðu ungar að vinna og taka frum- kvæði. Sumar þeirra voru aðeins tólf ára þegar þær unnu við að breiða út fisk á steina og aðrar hafa komið nálægt hákarlaveiði. „Okkur fannst semsagt vanta gallerí hér í Vesturbæinn og við vildum koma verkunum okkar á framfæri, svo við ákváðum að gera eitthvað í mál- unum og stofnuðum þetta gallerí.“ Svo einfalt er það og þótt sumum finnist í fyrstu að staðsetningin sé ekki hentug, þá segja þær vinkon- urnar að þegar betur sé að gáð sé þetta mjög skemmtilegur staður. „Hér erum við í nágrenni við stórt hótel þar sem fjölmargir ferðamenn fara um og við erum einnig með há- skólann stutt frá okkur og allt unga fólkið þar svo ekki sé minnst á Þjóð- arbókhlöðuna. Og svo er stórt heim- ili og vinnustaður hér beint á móti, hin gamalgróna Grund.“ Samningsliprar listakonur Þær hafa fengið mjög góð við- brögð frá nágrönnunum sem hafa verið duglegir við að reka inn nefið í litla vinalega galleríið. „Hingað kom fullorðinn maður sem hafði unnið við að afgreiða þegar Silla og Valda búðin var hér, og honum þótti svo gaman að aftur væri komið líf í sjoppuna.“ Þær halda við þeim góða sið sem hefur loðað við húsnæðið að hafa annars konar opnunartíma en geng- ur og gerist. „Hér er opið fjóra daga vikunnar en þegar nær dregur jól- um ætlum við að hafa oftar og leng- ur opið hjá okkur. Einn kosturinn við að vera fjórar með þetta gallerí er að við getum skipst á með að vera á staðnum.“ Þær fullyrða að verðinu á verkunum sé stillt í hóf og bæta við að ekkert mál sé að semja um greiðslur. Morgunblaðið/Kristinn Hressar í rokinu framan við nýja galleríið sitt í gömlu sjoppunni: F.v. Alda, Kristjana, Erna með Ernu ömmustelpu og Kristín. Gamla góða Grund blasir við út um gluggann á Galleríi 49. Erna litla lætur fara vel um sig í vinnunni hjá ömmu sinni. Gallerí 49 er opið á mið- vikudögum, fimmtudögum og föstudögum kl. 12–18 og á laug- ardögum kl. 11–15. khk@mbl.is Skiltið er gamla pulsuskiltið sem þær máluðu og gerðu að sínu. Gamla ulla- bjakkbúðin verður gallerí FJÓRAR listakonur kraft- miklar opnuðu um síð- ustu helgi nýtt gallerí við Hringbrautina í Reykja- vík sem heitir Gallerí 49 og dregur nafn sitt af götunúmerinu. Þetta eru þær Erna Guðmarsdóttir, Alda Ármanna Sveins- dóttir, Kristín Arngríms- dóttir og Kristjana F. Arndal. Í Galleríi 49 eru til sölu fjölbreytt verk eftir þær allar, olíumálverk, grafíkverk, myndir málaðar á silki, vatns- litamyndir, teikningar, kort með ljóðum og fleira. Flestir sem eru eldri en tvævetur og hafa búið í borginni við sundin blá í meira en fimm ár, kannast nokkuð vel við þetta lágreista hús- næði þar sem til margra ára hefur verið verslunarrekstur, nú síðast sjoppa og vídeóleiga. „Gráa sjoppan beint á móti Grund“ kölluðu sumir Vesturbæingar hana þegar hún var og hét. Hús ullabjakksins En þótt litla húsnæðið á horninu láti ekki mikið yfir sér, býr það yfir sögu sem tengist listinni og það finnst konunum fjórum skemmtileg tenging. „Þórbergur Þórðarson bjó hér í blokkinni sem gall- eríið okkar er áfast og þá var hér í þessu litla hús- næði verslun Silla og Valda. Ég hef heyrt að þegar Lilla Hegga skrapp út í þessa litlu búð, þá hafi Þórbergur spurt hana: „Ertu að fara út í ullabjakk- ið?“ Okkur finnst skemmtilegt að vera með gallerí í húsi ullabjakksins,“ segir Erna Guðmarsdóttir, ein af kon- unum fjórum, en hún og maður hennar, Steinþór Sigurðsson málari og leikmyndateiknari, hafa verið með vinnustofu þarna tvö und- anfarin ár. Fannst vanta gallerí í Vesturbæinn En hvernig kom það til að þeim stöllum datt í hug að setja upp sitt eigið gallerí í miðju íbúðahverfi í Vesturbænum? „Við erum búnar að vera sam- ferða svo lengi í lífinu, kynntumst fyrst í Myndlista- og handíðaskól- anum fyrir tuttugu árum, höfum verið að kenna við sama skóla, setið fyrir hjá hver annarri og þrjár okk- ar voru saman í Galleríi Sneglu þeg-  FRUMLEGT NÚ GETA BÖRNIN LEIKIÐ OG LÆRT MEÐ DVD NÝJA ÞRÁÐLAUSA LEIKTÆKIÐ BREYTIR DVD SPILARANUM ÞÍNUM Í LEIKJAVÉL FRÆÐSLU- OG ÞROSKALEIKIR FYRIR 3 ÁRA OG ELDRI ALLIR LEIKIR Á ÍSLENSKU ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.