Morgunblaðið - 12.11.2004, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2004 27
DAGLEGT LÍF
ar það var við lýði. Við þekkjumst
því orðið nokkuð vel og vitum
hverju við göngum að hjá hver ann-
arri.“
Þessar konur eru óragar við að
taka málin í sínar hendur því þær
lærðu ungar að vinna og taka frum-
kvæði. Sumar þeirra voru aðeins
tólf ára þegar þær unnu við að
breiða út fisk á steina og aðrar hafa
komið nálægt hákarlaveiði. „Okkur
fannst semsagt vanta gallerí hér í
Vesturbæinn og við vildum koma
verkunum okkar á framfæri, svo við
ákváðum að gera eitthvað í mál-
unum og stofnuðum þetta gallerí.“
Svo einfalt er það og þótt sumum
finnist í fyrstu að staðsetningin sé
ekki hentug, þá segja þær vinkon-
urnar að þegar betur sé að gáð sé
þetta mjög skemmtilegur staður.
„Hér erum við í nágrenni við stórt
hótel þar sem fjölmargir ferðamenn
fara um og við erum einnig með há-
skólann stutt frá okkur og allt unga
fólkið þar svo ekki sé minnst á Þjóð-
arbókhlöðuna. Og svo er stórt heim-
ili og vinnustaður hér beint á móti,
hin gamalgróna Grund.“
Samningsliprar listakonur
Þær hafa fengið mjög góð við-
brögð frá nágrönnunum sem hafa
verið duglegir við að reka inn nefið í
litla vinalega galleríið. „Hingað kom
fullorðinn maður sem hafði unnið
við að afgreiða þegar Silla og Valda
búðin var hér, og honum þótti svo
gaman að aftur væri komið líf í
sjoppuna.“
Þær halda við þeim góða sið sem
hefur loðað við húsnæðið að hafa
annars konar opnunartíma en geng-
ur og gerist. „Hér er opið fjóra daga
vikunnar en þegar nær dregur jól-
um ætlum við að hafa oftar og leng-
ur opið hjá okkur. Einn kosturinn
við að vera fjórar með þetta gallerí
er að við getum skipst á með að vera
á staðnum.“ Þær fullyrða að verðinu
á verkunum sé stillt í hóf og bæta
við að ekkert mál sé að semja um
greiðslur.
Morgunblaðið/Kristinn
Hressar í rokinu framan við nýja galleríið sitt í gömlu sjoppunni: F.v. Alda,
Kristjana, Erna með Ernu ömmustelpu og Kristín.
Gamla góða Grund blasir við út um gluggann á Galleríi 49. Erna litla lætur
fara vel um sig í vinnunni hjá ömmu sinni.
Gallerí 49 er opið á mið-
vikudögum, fimmtudögum og
föstudögum kl. 12–18 og á laug-
ardögum kl. 11–15.
khk@mbl.is
Skiltið er gamla
pulsuskiltið sem
þær máluðu og
gerðu að sínu.
Gamla ulla-
bjakkbúðin
verður gallerí
FJÓRAR listakonur kraft-
miklar opnuðu um síð-
ustu helgi nýtt gallerí við
Hringbrautina í Reykja-
vík sem heitir Gallerí 49
og dregur nafn sitt af
götunúmerinu. Þetta eru
þær Erna Guðmarsdóttir,
Alda Ármanna Sveins-
dóttir, Kristín Arngríms-
dóttir og Kristjana F.
Arndal. Í Galleríi 49 eru
til sölu fjölbreytt verk eftir
þær allar, olíumálverk,
grafíkverk, myndir
málaðar á silki, vatns-
litamyndir, teikningar, kort
með ljóðum og fleira.
Flestir sem eru eldri en tvævetur
og hafa búið í borginni við sundin
blá í meira en fimm ár, kannast
nokkuð vel við þetta lágreista hús-
næði þar sem til margra ára hefur
verið verslunarrekstur, nú síðast
sjoppa og vídeóleiga. „Gráa sjoppan
beint á móti Grund“ kölluðu sumir
Vesturbæingar hana þegar hún var
og hét.
Hús ullabjakksins
En þótt litla húsnæðið á horninu
láti ekki mikið yfir sér, býr það yfir
sögu sem tengist listinni og það
finnst konunum fjórum skemmtileg
tenging. „Þórbergur Þórðarson bjó
hér í blokkinni sem gall-
eríið okkar er áfast og þá
var hér í þessu litla hús-
næði verslun Silla og
Valda. Ég hef heyrt að
þegar Lilla Hegga skrapp
út í þessa litlu búð, þá hafi
Þórbergur spurt hana:
„Ertu að fara út í ullabjakk-
ið?“ Okkur finnst skemmtilegt
að vera með gallerí í húsi
ullabjakksins,“ segir
Erna Guðmarsdóttir, ein af kon-
unum fjórum, en hún og maður
hennar, Steinþór Sigurðsson málari
og leikmyndateiknari, hafa verið
með vinnustofu þarna tvö und-
anfarin ár.
Fannst vanta gallerí
í Vesturbæinn
En hvernig kom það til að þeim
stöllum datt í hug að setja upp sitt
eigið gallerí í miðju íbúðahverfi í
Vesturbænum?
„Við erum búnar að vera sam-
ferða svo lengi í lífinu, kynntumst
fyrst í Myndlista- og handíðaskól-
anum fyrir tuttugu árum, höfum
verið að kenna við sama skóla, setið
fyrir hjá hver annarri og þrjár okk-
ar voru saman í Galleríi Sneglu þeg-
FRUMLEGT
NÚ GETA BÖRNIN LEIKIÐ
OG LÆRT MEÐ DVD
NÝJA ÞRÁÐLAUSA LEIKTÆKIÐ BREYTIR DVD
SPILARANUM ÞÍNUM Í LEIKJAVÉL
FRÆÐSLU- OG ÞROSKALEIKIR FYRIR 3 ÁRA OG ELDRI
ALLIR LEIKIR Á ÍSLENSKU ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA