Morgunblaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2004 31 MENNING á sunnudag Ellen‚Ef barnið þitt kæmi og segði: Það var strákur sem kýldi mig í nefið, myndirðu þá svara: Farðu þá út og kýldu hann enn meira? Slíkur Bush-ismi leiðir af sér eintómar hörmungar.‘ Íbúðalánasjóður auglýsir skráningu skuldabréfa í Kauphöll Íslands. Íbúðabréf Íbúðalánasjóðs – Flokkur HFF150914 Nafnverð útgáfu Nafnverð þeirra bréfa sem nú verða skráð er 1.000.000.000,- krónur og hefur áskrift fengist að öllum bréfunum. Opinn flokkur Skuldabréf flokksins eru til 10 ára. Skuldabréfin eru jafngreiðsluskuldabréf með föstum vöxtum og tveimur árlegum afborgunum, 15. mars og 15. september og með lokagjalddaga 15. septem- ber 2014. Skuldabréfin eru verðtryggð samkvæmt vísitölu neysluverðs. Grunneining skuldabréfanna er ISK 1. Auðkenni flokksins verður HFF150914, ISIN númer XS0205348427. Skráning Umsjónaraðili skráningar í Kauphöll Íslands er Deutsche Bank AG London. Skráningarlýsingu og gögn sem vitnað er til í henni má nálgast hjá Íbúðalánasjóði, Borgartúni 21, 105 Reykjavík. Skráningardagur Kauphöll Íslands mun taka bréfin á skrá þann 16. nóvember 2004. Borgartúni 21 105 Reykjavík Sími: 569 6900 - 800 6969 Fax: 569 6800 Skráning skuldabréfa í Kauphöll Íslands FA B R IK A N Mörgum þykir það líklegaekki sjálfgefið að starf-rækt sé sinfóníuhljóm- sveit í ekki stærri bæ en Akureyri, jafnvel þótt umdæmi hennar sé ör- lítið stærra. Guðmundur Óli Gunn- arsson er á öðru máli. Fyrir rösk- um áratug setti hann á laggirnar Sinfóníuhljómsveit Norðurlands – hljómsveit sem fyrir margt löngu hefur fest sig í sessi, ekki aðeins í norðlensku tónlistarlífi, heldur á landsvísu. Jón Hlöðver Áskelsson, tónlistar- gagnrýnandi Morgunblaðsins, kemst svo að orði í umsögn um flutning hljómsveitarinnar á Sin- fóníu nr. 2 í D-dúr eftir Johannes Brahms á tónleikum í febrúar á þessu ári: „Það varð strax ljóst í fyrsta þætti Brahms- sinfóníunnar nr. 2, allegro non troppo, að hér færi enginn „svang- ur“ frá borði. Þéttur og mikill hljómur hljómsveitarinnar barst að mínum eyrum eins og þarna væri níutíu manna hljómsveit að leika, en ekki fimmtíu manns, og und- urfagurt stefið í sellóunum hljóm- aði þétt og grípandi, stefið sem um margt er líkt laginu sem Brahms samdi síðar og við sungum í barna- skólanum „Sofðu vært, sofðu rótt“. Guðmundi Óla tókst svo að halda spennuboganum út í gegnum verk- ið og í ólgandi hljómkviku lokaþátt- ar með tilheyrandi logni á undan stormi náðist hápunktur, sem und- irstrikaði bæði hvers flytjendur eru megnugir og jafnframt hvílíkur snillingur Brahms var og tilfinn- ingamaður, enda þótt hann vildi sjálfur ekki við það síðarnefnda kannast […] Sinfóníuhljómsveit Norðurlands er boðberi nýs tíma í tónlistarlífi á Akureyri og þarf að gera sér grein fyrir því.“    Tólfta starfsár hljómsveitarinnarhefst með tónleikum í Glerár- kirkju á Akureyri kl. 16 á sunnu- dag. Á efnisskrá eru tvö verk; Sellókonsert eftir Robert Schu- mann og Sinfónía nr. 4 í e-moll op. 98 eftir Johannes Brahms. Tón- sprotinn verður í hendi Guð- mundar Óla Gunnarssonar. Einleikari á tónleikunum verður Nicole Vala Cariglia, ungur Ak- ureyringur sem býr og starfar nú um stundir í Boston í Bandaríkj- unum. „Það er virkilega gaman að koma heim og spila einleik með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands,“ segir Nicole Vala sem kemur gagn- gert í þeim erindum. Hún hefur komið sér makindalega fyrir í sín- um gamla heimabæ, þegar blaða- maður nær tali af henni – og bíður í eftirvæntingu. „Þetta er eiginlega „mín hljóm- sveit“,“ heldur hún áfram. „Ég byrjaði að spila með hljómsveitinni þegar ég var í námi við Tónlistar- skólann á Akureyri en hefð er fyrir því að lengra komnir nemendur spili með henni. Það er góður siður enda mjög mikilvægt að nemendur fái tækifæri til að kynnast atvinnu- hljómsveit svo snemma. Síðan hef ég spilað oft með hljómsveitinni. Kom til dæmis fram á öllum tón- leikum hennar í fyrra, þótt ég væri búsett fyrir sunnan.“ Þetta er samt í fyrsta sinn að Nicole Vala leikur einleik með hljómsveitinni. „Ég hlakka til að vera í þessu hlutverki að þessu sinni og ekki spillir það fyrir að fyrsti kennarinn minn, Óliver Kent- ish, kemur að sunnan til að spila með hljómsveitinni á tónleikunum. Hvað getur það verið betra?“    Nicole Vala ætlar að spila Selló-konsert eftir Robert Schu- mann á tónleikunum. Hann var saminn árið 1850 en frumfluttur í Leipzig tíu árum síðar, að tónskáld- inu látnu. „Konsertinn var skrif- aður á síðasta gróskuskeiði Schu- manns sem tónskálds. Hann var ýmist þunglyndur eða manískur á þessu skeiði og hefur greinilega verið í síðarnefnda ástandinu þeg- ar hann samdi verkið því hann lauk við það á tveimur vikum,“ segir Nicole Vala og bætir við að þetta sé hennar uppáhaldskonsert. Hún segir að konsertinn sé í senn lýrískur og innhverfur, undir niðri kraumi angist. „Verkið er dæmi- gert fyrir Schumann á þessum tíma.“ Nicole Vala er, sem fyrr segir, búsett í Boston um þessar mundir og lætur vel af sér ytra. Hún hafi nóg að gera. „Meðan mér líður vel úti og hef nóg fyrir stafni verð ég þar. Það er samt alltaf gaman að koma heim og spila. Ég vil alls ekki tapa niður þeim tengslum,“ segir Nicole Vala, sem íslenskir tónlistar- unnendur geta næst séð á Myrkum músíkdögum eftir áramót. Þar mun hún flytja íslenska tónlist fyrir selló og píanó, ásamt Árna Heimi Ing- ólfssyni.    En aftur norður í land. NicoleVala segir það mikið afrek hjá Guðmundi Óla að hafa byggt upp jafn öfluga hljómsveit og SN úti á landsbyggðinni. „Auðvitað kemur alltaf hluti af hljóðfæraleik- urunum að sunnan fyrir hverja tón- leika en það breytir því ekki að Guðmundur Óli hefur byggt upp sterkan kjarna hérna fyrir norðan. Það er virkilega gaman að hafa al- vöru hljómsveit á Akureyri enda nýtur SN velvildar og tónleikar hljómsveitarinnar eru iðulega vel sóttir.“ Nicole Vala Cariglia hittir þarna naglann á höfuðið. Ísland er lítið land. Það breytir því þó ekki að það er mikilvægt fyrir tónmenningu þjóðarinnar að atvinnumennska sé stunduð víðar en á höfuðborg- arsvæðinu. Mikil vakning hefur verið á Austurlandi á liðnum miss- erum, einkum í kringum Óperu- stúdíó Austurlands. Sinfóníu- hljómsveit Norðurlands er annar máttarstólpi á landsbyggðinni sem brýnt er að styðja við og hvetja til dáða. Enginn fer svangur frá borði ’Það er virkilega gamanað hafa alvöru hljóm- sveit á Akureyri enda nýtur SN velvildar og tónleikar hljómsveit- arinnar eru iðulega vel sóttir.‘ AF LISTUM Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Nicole Vala Cariglia er gestur Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.