Morgunblaðið - 12.11.2004, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2004 51
FRÉTTIR
Innifalið í verði er:
Æfingatreyja, sokkar og
stuttbuxur
Morgunmatur
Allar nánari uplýsingar í síma 896 2386 og á heimasíðu okkar www.knattspyrnuskólinn.is
Skráning er á: skraning@knattspyrnuskolinn.net
4.3.2.m.fl. karla – 3.2.mfl.kvenna
Æfingar 3x í viku
Þriðjudagar, Fimmtudagar og Föstudagar kl: 06.30 - 07.30.
4 vikur kosta 21.900
4.975 kr per mánuð miðað við 3 mán. greiðsludreifingu.
5.flokkur karla og 4. flokkur kvenna:
Æfingar 2x í viku
Mánudagar og Miðvikudagar kl: 06.30 - 07.30
4 vikur kosta 15.900
4.433 kr per mánuð miðað við 3 mán. greiðsludreifingu.
Námskeið
4 vikur: 15. Nóv–10. Des.
Markmannsþjálfun:
Guðmundur Hreiðarsson
ATVINNU-
AUGLÝSINGAR
I
I
KENNARAR
Námsmatsstofnun óskar eftir
að ráða kennara eða aðila með
reynslu af skólastarfi til að hafa
umsjón með samræmdu stúdents-
prófi í íslensku 2. desember nk.
Starfið felst í yfirsetu og umsjón með
prófinu í framhaldsskólum víðs vegar
um landið.
Námsmatsstofnun óskar eftir
að ráða íslenskukennara til að fara
yfir samræmt stúdentspróf
í íslensku í desember nk.
Skilyrði er að umsækjendur hafi
kennt íslensku á framhaldsskólastigi.
Umsóknarfrestur er til 14. nóvember
nk. Nánari upplýsingar eru veittar hjá
Námsmatsstofnun næstu daga í
síma 550 2400. Umsóknareyðublöð
fást hjá stofnuninni að Borgartúni 7a
en einnig er hægt að sækja um á
netinu; slóðin er www.namsmat.is
!
" ! # $ % &
Umboðsmaður
óskast í Vík í Mýrdal
Hjá Morgunblaðinu starfa rúmlega 350 starfs-
menn. Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í
Kringlunni 1 í Reykjavík, en einnig er starfrækt
skrifstofa í Kaupvangsstræti 1 á Akureyri.
Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins.
Þarf að geta hafið störf 26. nóvember.
Umsóknarfrestur er til 16. nóvember.
Umsóknir sendist til
Bergdísar Eggertsdóttur,
Kringlunni 1, eða á netfangið
bergdis@mbl.is .
Nánari upplýsingar í síma
569 1306 á skrifstofutíma.
ICELANDAIR bauð fjölskyldum í
leik í Kringlunni á laugardag, en þá
fór fram kosning um það hvaða
barnamat félagið á að bjóða upp á í
þotum sínum. Flugeldhúsið eldaði
fjóra vinsæla barnarétti, þ.e. pyls-
ur, ýsunagga, kjúklinganagga og
pitsuhálfmána og var öllum gestum
í Kringlunni á aldrinum 2–12 ára,
og aðstandendum þeirra, boðið að
smakka, gera samanburð og greiða
sínum uppáhaldsrétti atkvæði.
Að sögn Maríu Rún Hafliðadótt-
ur, forstöðumanns viðskiptaþjón-
ustu Icelandair, verður farið eftir
niðurstöðum könnunarinnar og
strax um áramótin verður byrjað
að bjóða upp á sigurréttinn.
Úrslit verða tilkynnt síðar og
dregið verður úr atkvæðaseðlunum
og mun einn heppinn þátttakandi
vinna ferð til Parísar með fjölskyld-
unni.
Börnin
velja
flugvéla-
matinn
Ljósmynd/Halldór Kolbeins
Börnin gátu smakkað á fjórum mismunandi réttum.
SAMTÖK herstöðvaandstæðinga
bjóða þeim Davíð Oddssyni utan-
ríkisráðherra og Halldóri Ás-
grímssyni forsætisráðherra að
þiggja áfallahjálp „af hálfu fær-
ustu sérfræðinga“, ráðherrunum
að kostnaðarlausu. Ályktun þess
efnis var samþykkt á landsráð-
stefnu samtakanna hinn 6. nóv-
ember sl.
Í ályktuninni segir að í skiptum
fyrir herlið á Keflavíkurflugvelli
hafi Davíð og Halldór boðið „í
fyrsta lagi skilyrðislausan stuðn-
ing Íslands við ólöglegt árásarstríð
í Írak, í öðru lagi aðstoð íslenskra
hermanna við hernám Afganistans,
í þriðja lagi stuðning Íslendinga
við sitjandi forseta í Bandaríkj-
unum“. Þar sem ljóst sé að ráð-
herrunum hafi ekki tekist að gera
Íslendinga að undirlægjum Banda-
ríkjastjórnar vilji samtökin bjóða
þeim áfallahjálp.
Þá hvetja samtökin til þess að
„herlið það er gengur undir dul-
nefninu friðargæslulið“ verði kall-
að heim frá Afganistan. Ljóst sé
að störf þessa liðs sé í engu sam-
ræmi við þau borgaralegu verkefni
sem ríkisstjórnin hafi gefið í skyn
að það ætti að gegna.
Samtök herstöðvaandstæðinga
krefjast þess að auki að ríkisstjórn
Íslands skipi sér í hóp með meiri-
hluta ríkja heims sem vill að
kjarnorkuveldi stefni óhikað að því
að eyða öllum kjarnorkuvopnum
sínum.
Landsráðstefna Samtaka herstöðvaandstæðinga
Bjóða ráðherrum áfallahjálp