Morgunblaðið - 12.11.2004, Side 39

Morgunblaðið - 12.11.2004, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2004 39 UMRÆÐAN Velkomin í Eignamiðlun, elstu starfandi fasteignasölu á landinu. Velkomin í trausta og ábyrga þjónustu hjá fólki sem er með áratuga reynslu af fasteignaviðskiptum. Velkomin í pottþétt fasteignaviðskipti, -við sjáum um allt fyrir þig, -nema flutningana. Velkomin heim! ÍSLEN SKA A U G LÝSIN G A STO FA N /SIA .IS EIG 26088 LJÓ SM YN D : SILJA M A G G Síðumúla 21 sími 588 90 90 www.eignamidlun.is FYRIR liggur að það eina sem vantar nú til þess að ljúka samn- ingum við kennara eru peningar. Sveitarfélögin sam- þykktu miðl- unartillöguna. Í Fréttablaðinu 10. nóv. sl. segir Birgir Björn miðlunartillög- una kosta „rúmlega 29%“. Ný tillaga frá KÍ, lögð fram 8. nóv. kostar tæp 35%. Verkfall það sem nú er nýhafið – og getur staðið mjög lengi – strandar sum sé á u.þ.b. 500 millj- ónum, sem sveit- arfélögin þurfa að bæta í samninginn og málið er leyst. Menntamálaráð- herra stendur á önd- inni af æsingi á Al- þingi og segir að enga peninga sé að hafa hjá ríkinu, á sama tíma og hún heldur 200 millj. króna sam- kvæmi í París fyrir íslenskar menningar- elítusnobbfígúrur. Vinstri grænir Hinn október sl. lögðu vinstri grænir fram frumvarp á Alþingi, sem fel- ur í sér heimild sveitarfélaga til þess að hækka útsvarsálagningu um 1% frá 1. jan. 2005. Á sama tíma lækkar tekjuskatt- ur um 1%, þannig að í raun yrði ekki um neina skattheimtuhækkun að ræða, einungis tilfærslu. Sveitarfélög landsins fengju til sín u.þ.b. 5–6 milljarða í tekjuauka árlega, með því að fullnýta heim- ildina, sem að sjálfsögðu hvert og eitt sveitarfélag hefur algjört sjálfræði um. Lykillinn Í ofangreindu frumvarpi VG felst í raun og veru lykillinn að lausn deilu launanefndar og kennara. Miðað við samþykkt þess gætu sveitarfélög samið sómasamlega – ekki bara við kennara – heldur allt sitt starfsfólk og samt átt töluverðan afgang til niðurgreiðslu skulda, eða annarra brýnni verkefna. Þetta frumvarp þarfnast skjótrar af- greiðslu og stuðnings allra flokka. Borgarstjórn Reykjavíkurborgar samþykkti fyrir skömmu tillögu sem styður anda þessa frumvarps með 15 at- kvæðum – þ.e. sam- hljóða. Slíkt gerist nánast einu sinni á öld að menn séu sammála á þeim bæ. Nefnd um skiptingu tekjustofna sveitarfé- laga getur svo – þrátt fyrir afgreiðslu frum- varpsins haldið áfram sínum hæglátu störf- um í kyrrþey. Höggvum á hnútinn Almenningur getur myndað mjög sterkan þrýsting á að frum- varp þetta verði sam- þykkt sem fyrst með því að senda þing- mönnum stjórnarinnar stuttan og kurteislegan tölvupóst með ósk um að frumvarpið verði tekið strax á dagskrá, afgreitt með afbrigðum og hraði, og sam- þykkt. Hvort vill fólk flytja grunn- skólann til ríkisins, eins og menntamálaráðherra hefur velt upp, eða fjármuni frá ríki til sveit- arfélaga? Gunnar heitinn Thoroddsen sagði í stjórnmálaumræðu: „Vilji er allt sem þarf.“ Hversu mikinn vilja hefur Hall- dór Ásgrímsson? Lykillinn að lausn verkfalls kennara Teitur Bergþórsson fjallar um kennaraverkfallið Teitur Bergþórsson ’Hvort vill fólkflytja grunn- skólann til rík- isins, eins og menntamála- ráðherra hefur velt upp, eða fjármuni frá ríki til sveitarfé- laga?‘ Höfundur er grunnskólakennari. Fáðu úrslitin send í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.