Morgunblaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 55
Fjárfestingarfélagið Atorka hf. gerði hluthöfum í Afli Fjárfestingarfélagi hf. tilboð í hluti þeirra hinn
10. september 2004. Tilboðið rann út 8. október 2004 og hefur Fjárfestingarfélagið Atorka hf. nú
þegar eignast 98,75% af virku hlutafé í Afli fjárfestingarfélagi hf.
Í 24. og 25 gr. laga nr. 2/1995, um hlutafélög, er heimild fyrir hluthafa sem á meira en 90% hlutafjár
í félagi og ræður yfir samsvarandi atkvæðamagni, að fara fram á að aðrir hluthafar í félaginu skuli
sæta innlausn á hlutum sínum. Fjárfestingarfélagið Atorka hf. og stjórn Afls fjárfestingarfélags hf.
hafa komist að samkomulagi um að sá réttur verði nýttur.
Innlausnartímabilið er frá 12. nóvember – 10. desember 2004.
Greiddar verða 2,50 kr. fyrir hvern hlut í Afli fjárfestingarfélagi hf. og er gengið hið sama og boðið
var í yfirtökutilboðinu. Greitt verður fyrir hlutina með reiðufé eigi síðar en þremur virkum dögum
eftir að innlausnartímabilinu lýkur.
Hluthafar í Afli fjárfestingarfélagi hf. fá á næstu dögum sent eyðublað þar sem þeim er gefinn kostur
á að samþykkja innlausnina og tilgreina inn á hvaða bankareikning þeir óska eftir að söluandvirði
hluta þeirra í Afli fjárfestingarfélagi hf. verði lagt. Þeir hluthafar sem ekki skila samþykki á inn-
lausninni með upplýsingum um bankareikning fá söluandvirði hluta sinna greitt inn á geymslu-
reikning í nafni rétthafa. Frá þeim tíma telst Fjárfestingarfélagið Atorka hf. réttur eigandi hlutarins,
sbr. 25. gr. laga nr. 2/1995, um hlutafélög.
Ef ekki næst samkomulag um innlausnarverð verður það ákveðið af matsmönnum sem dómkvaddir
eru í heimilisvarnarþingi Afls fjárfestingarfélags hf. Ef ákvörðun matsmanna leiðir til hærra inn-
lausnarverðs en Fjárfestingarfélagið Atorka hf. bauð gildir það einnig fyrir þá hluthafa sem ekki hafa
beðið um mat og sæta innlausn. Kostnað við ákvörðun verðsins greiðir Fjárfestingarfélagið Atorka
hf. nema dómstóll telji vegna sérstakra ástæðna að viðkomandi minnihluti hluthafa skuli að nokkru
eða öllu leyti greiða kostnaðinn.
Óski hluthafar frekari upplýsinga eru þeir vinsamlegast beðnir að hafa samband við Fyrirtækjaráðgjöf
Landsbanka Íslands hf., Hafnarstræti 5, 101 Reykjavík, í síma 410 4000; en Fyrirtækjaráðgjöfin hefur
umsjón með innlausninni.
Reykjavík, 12. nóvember 2004
Fjárfestingarfélagið Atorka hf.
Stjórn Afls fjárfestingarfélags hf.
410 4000 | landsbanki.is
Banki allra landsmanna
Í
SL
EN
SK
A
AU
G
LÝ
SI
N
G
AS
TO
FA
N
/S
IA
.I
S
L
BI
2
64
52
11
/2
00
4
Í
SL
EN
SK
A
AU
G
LÝ
SI
N
G
AS
TO
FA
N
/S
IA
.I
S
L
BI
2
64
52
11
/2
00
4
Tilkynning um innlausn hlutafjár
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2004 55
DAGBÓK
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Félagsstarf
Árskógar 4 | Bað kl. 8–14, handa-
vinna kl. 9–12, smíði og útskurður,
kl.13–16.30, bingó kl. 13.30.
Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa-
vinna, böðun, frjálst að spila í sal.
Dalbraut 18 – 20 | Kl. 9–11 kaffi og
blöð, kl. 9–12 baðþjónusta, kl. 9–
16.45 hárgreiðslustofan opin, kl.
11.15–12.15 matur, kl. 10–14 opin
handavinnustofa, kl. 15–15.45 kaffi.
Félag eldri borgara Kópavogi | Opið
hús verður fyrir félagsmenn FEBK
og gesti þeirra kl. 14 í Félagsmið-
stöðinni Gullsmára laugardaginn 13.
nóv. Dagskrá: Píanóleikur Elsa Fann-
ey Jónsdóttir. Leiftur frá liðnum ár-
um. Kaffi og meðlæti. Sigríður Norð-
kvist stjórnar fjöldasöng. Félagar
fjölmennið og takið með ykkur gesti.
Brids í Gjábakka í dag kl. 13.
Félag eldri borgara Reykjavík |
Árshátíð Félags eldri borgara í
Reykjavík verður 12. nóvember í Ás-
garði, Glæsibæ.
Hátíðarræðu flytur Guðni Ágústs-
son ráðherra. Fjölbreytt skemmti-
atriði. 3ja rétta matseðill. Happ-
drætti. Hljómsveitin Klassík leikur
fyrir dansi. Verð kr. 3.700. Miða-
pantanir á skrifstofu FEB.
Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 |
Eldri borgarar koma saman í dag,
föstudag, kl. 14, og syngja. Myndlist-
arhópur eldri borgara, sem starfar í
félagsheimilinu, hefur sett upp sýn-
ingu vatnslitamynda.
Félagsstarf aldraðra, Garðabæ |
Slökunarjóga og teygjur kl. 10.30 og
11.30. Opið í Garðabergi kl. 13–17.
Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–
16.30 vinnustofur opnar, kl. 10.30
létt ganga um Elliðaárdalinn, frá há-
degi spilasalur opinn.
Félagstarfið Langahlíð 3 | Vina-
bandið skemmtir kl. 14.
Furugerði 1 | Kl. 13.30 kemur leik-
hópur frá Listaháskóla Íslands og
leikles Saumastofuna eftir Kjartan
Ragnarsson.
Hraunbær 105 | Kl. 9 útskurður og
hárg., kl. 10 fótaaðgerð, kl. 12 hádeg-
ismatur, kl. 14 bingó, kl. 15 kaffi.
Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnu-
stofa. Böðun virka daga fyrir hádegi.
Fótaaðgerðir, hársnyrting.
Hæðargarður 31 | Opið félagsstarf
kl. 9–16 Listasmiðja, myndlist,
frjálst. Gönuhlaup kl. 9.30, bridge kl.
13.30, hárgreiðslustofa 568-3139,
fótaaðgerðarstofa 897-9801. Mið-
arnir á Edith Piaf komnir S. 568-
3132. Skráning í framsögn- og upp-
lestur í Listasmiðju. Kennari Soffía
Jakobsdóttir leikari.
Norðurbrún 1, | Kl. 9 opin hár-
greiðslustofa, kl. 9–12 myndlist, kl.
10 boccia, kl. 14 leikfimi, kl. 15 koma
börn frá Leikskólanum Hólaborg og
syngja í kaffitímanum.
Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla
og fótaaðgerðir Kl. 9.15–14.30 hann-
yrðir, kl. 11.45–12.45 hádegisverður,
kl. 13.30–14.30 sungið v/flygilinn, kl.
14.30–15.45 kaffiveitingar, kl. 14.30–
16 dansað í aðalsal við lagaval Hall-
dóru, terta með kaffinu.
Þórðarsveigur 3 | Bænastund og
samvera kl. 10.
Kirkjustarf
Breiðholtskirkja | Foreldramorgunn
föstudaga kl. 10–12. Kaffi og létt
spjall. Sögustund fyrir börnin.
Hallgrímskirkja | Starf með öldr-
uðum þriðjudag og föstudaga kl. 11–
14. Súpa, leikfimi, kaffi og spjall.
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía |
Samkoma kl. 19.30. Bænastund kl.
19. Kirkja unga fólksins. Ræðumaður
Helge Flatoy frá Noregi.
Njarðvíkurprestakall | Ytri-
Njarðvíkurkirkja:
Sunnudagaskóli 14. nóvember kl. 11 í
umsjá Margrétar H. Halldórsdóttur
og Gunnars Þórs Haukssonar og
Natalíu Chow Hewlett organista.
Foreldrar eru hvattir til að mæta
með börnunum. Baldur Rafn Sig-
urðsson sóknarprestur. Kirkjuvogs-
kirkja (Höfnum):
Sunnudagaskóli sunnudaginn 14.
nóvember kl. 13.30 í umsjá Mar-
grétar H. Halldórsdóttur og Gunnars
Þórs Haukssonar.
Foreldrar eru hvattir til að mæta
með börnunum. Baldur Rafn Sig-
urðsson sóknarprestur.
Kynning
Prisma – miðstöð fyrir fólk með
átraskanir | Einstaklingsviðtöl, hóp-
meðferð og fjölskylduvinna fyrir fólk
með átraskanir. Einnig geta for-
eldrar, makar og aðrir aðstandendur
fengið upplýsingar og stuðning hjá
starfsfólki Prismu. Nánari uppl í s.:
692 2299, 690 3569, 659 3463 og
895 6514.
LEIKRITIÐ Svik eftir breska
leikskáldið Harold Pinter í
þýðingu Gunnars Þorsteins-
sonar verður frumsýnt á
Litla sviði Borgarleikhússins
í kvöld kl. 20, en það var
frumsýnt á Akureyri í síðasta
mánuði. Svik einkennast,
eins og önnur verk Pinters, af
tilfinngaríkum þögnum og
dulbúnu dægurspjalli í þeim
tilgangi að skapa spennu og
yfirvofandi ógnun. Leikritið
er opinskárra en flest verk
Pinters og fjallar um hjónin
Robert og Emmu sem leikin
eru af Ingvari E. Sigurðssyni
og Jóhönnu Vigdísi Arn-
ardóttur og Jerry, vin þeirra
til langs tíma, en með hlut-
verk hans fer Felix Bergs-
son.Leikstjóri er Edda Heið-
rún Bachman, en sýningin er
sett upp í samstarfi Borg-
arleikhússins, Sagnar ehf.,
Leikhópsins á senunni og
Leikfélags Akureyrar.
Morgunblaðið/Sverrir
Svikin færast
suður
ÓL í Istanbúl.
Norður
♠KD53
♥D965 S/AV
♦–
♣ÁKG85
Vestur Austur
♠86 ♠104
♥Á7 ♥G43
♦Á964 ♦KDG8732
♣107643 ♣2
Suður
♠ÁG972
♥K1082
♦105
♣D9
Í upphafi sjöundu lotunnar í úrslita-
leik Ítala og Hollendinga höfðu Ítalir
77 stiga forskot.
Sem er mikið, en ekki óyfirstíg-
anlegt þegar 32 spil eru eftir. Hollend-
ingar náðu 9 stigum í fyrsta spili lot-
unnar og áhorfendur á
Bridgebase.com voru vongóðir um
spennandi lokasprett. En sú von brást
fljótt:
Vestur Norður Austur Suður
Nunes Brink Fantoni Prooijen
– – – 2 hjörtu *
Pass 4 spaðar Allir pass
* Norskir tveir – veik spil með
minnst 4–4 í hálitunum.
Sex spaðar er virkilega glæsileg
slemma í NS, en Hollendingarnir áttu
engan möguleika eftir að suður kaus að
vekja á hindrunarsögn.
En Lauria og Versace rötuðu leiðina
upp í slemmu á hinu borðinu:
Vestur Norður Austur Suður
Verhees Versace Jansma Lauria
– – – Pass
Pass 1 lauf 1 tígull 1 hjarta *
2 lauf 4 tíglar * Pass 4 hjörtu *
Pass 4 spaðar Pass 5 lauf *
Pass 6 spaðar Allir pass
Lauria passar í byrjun og Jansma
kýs að koma rólega inn á einum tígli yf-
ir laufopnun Versace. Hjartasvar
Lauria er yfirfærsla í spaða og stökk
Versace í fjóra tígla „splinter“ með
spaðaslemmu í huga. Lauria tekur þátt
í leitinni með fjórum hjörtum og reynir
svo aftur með fimm laufum.
Það er hrein unun að sjá þessi vinnu-
brögð: 12 slagir og 11 IMPar til Ítala.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.isÁrnaðheilla
dagbók@mbl.is
80 ÁRA afmæli.Stefanía
Magnúsdóttir, Lang-
holtsvegi 124, verður
áttræð hinn 17. nóv-
ember næstkomandi.
Hún býður vinum og
vandamönnum að
fagna tímamótunum með sér á morg-
un, laugardaginn 13. nóvember, kl. 15–
18 í safnaðarheimili Fríkirkjunnar við
Laufásveg. Blóm og gjafir eru afþakk-
aðar en gestir geta látið Krabbameins-
félagið njóta gjafmildi sinnar í söfn-
unarbauk á staðnum.
80 ÁRA afmæli. Ídag, 12. nóv-
ember, er áttræð
Stefanía Ágústs-
dóttir, húsfreyja, Ás-
um í Gnúpverja-
hreppi. Hún er að
heiman.
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6
5. Rc3 a6 6. Bg5 e6 7. f4 Db6 8. Dd3
Dxb2 9. Hb1 Da3 10. f5 Be7 11. Be2
Da5 12. Bd2 Dc7 13. fxe6 fxe6 14. g4
h6# 15. e5 dxe5 16. Dg6+ Kf8 17. Rf3
Bd7 18. g5 Be8 19. Dd3 hxg5 20. Rxg5
Bf7 21. Rxf7 Kxf7 22. Hg1 Bd8 23. Re4
Rxe4 24. Dxe4 Rc6 25. Dg6+ Kf8 26.
Hf1+ Bf6
Staðan kom upp á Ólympíu-
skákmótmótinu sem lauk fyrir
skömmu í Calviu á Mallorca. Teimour
Radjabov (2.663) hafði hvítt gegn
Jonathan Rowson (2.577). 27. Hxf6+!
gxf6 28. Dxf6+ Kg8 29. Hb3! Hh7 30.
Bh6 Da5+ 31. Kf1 og svartur gafst upp
enda ekki hægt að svara hótuninni
Hb3-g3+ með viðunandi móti.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Hvítur á leik.
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Fréttir
í tölvupósti