Morgunblaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2004 45
MINNINGAR
www.mosaik.is
LEGSTEINAR
sendum myndalista
MOSAIK
Hamarshöfði 4 - sími: 587 1960
Guðmundur
Jóhannsson
f. 10. 6. 1932
d. 8. 3. 1989
Minning þín lifir
Hvíl í friði
✝ Sigtryggur Ólafs-son fæddist í
Brekku í Glerárþorpi
14. nóvember 1922.
Hann lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á
Akureyri 2. nóvem-
ber síðastliðinn. Sig-
tryggur var yngstur
barna hjónanna Ólafs
Jakobssonar, f. á Efri-
Skálateig í Norðfirði
29. ágúst 1878, d. 8.
apríl 1945, og Krist-
bjargar Jónsdóttur, f.
í Gyðugerði í Flatey 2.
júní 1884, d. 14. apríl
1966. Systkini Sigtryggs voru Sig-
ríður, Bjargey, Ingvar, Snjólaug
Sigurbjörg, Guðrún Jónína, Har-
aldur Norðfjörð, Brynhildur og
Jón. Þau eru öll látin.
Sigtryggur kvæntist 21. október
1944 eftirlifandi eiginkonu sinni,
Kristínu Þorbjörgu Stefánsdóttur,
f. 11. ágúst 1925. Hún er dóttir
hjónanna Stefáns Sveinbjörnsson-
ar, bónda í Miðbæ í Svarfaðardal,
og Sigurlínar Snjólaugar Krist-
jánsdóttur. Börn Sigtryggs og
Kristínar eru: 1) Ólafur, f. 23. mars
1945, d. 26. júní 1984, var kvæntur
Árnýju Helgadóttur, f. 30. septem-
ber 1947. Börn þeirra eru: a) Sig-
tryggur, f. 5. október 1967, maki
Sandy og eru þau búsett í Banda-
ríkjunum. Barnsmóðir hans er
Kristín Linda Sævarsdóttir og eiga
þau tvo syni, Sævar, f. 17. október
1988, og Ólaf, f. 16. desember 1990.
b) Guðjón Þór, f. 26. maí 1969,
maki Inga Guðrún Halldórsdóttir,
f. 27. ágúst 1962, börn þeirra eru
Árný Edda, Hanna Björg og
Salómon Örn. c) Inga Hafdís, f. 24.
febrúar 1972. Börn hennar og Sig-
urðar Óla Ingvarssonar eru Fann-
ar Þór og Hanna Lára. 2) Hörður,
f. 5. mars 1948, búsettur á Akur-
eyri. 3) Heimir, f. 16.
mars 1952, búsettur í
Garðabæ, maki Her-
borg Þorgeirsdóttir,
f. 14. júlí 1954, dóttir
þeirra er Linda Ösp,
f. 3. október 1984,
unnusti Björn Fann-
ar Björnsson, f. 24.
júlí 1978. Sonur Her-
borgar er Birgir Ax-
elsson, f. 17. maí
1978. Börn Heimis og
Sumarrósar Guð-
jónsdóttur eru: a)
Sigurður, f. 12. nóv-
ember 1972, maki
Signý Dröfn Arnardóttir, f. 8. júlí
1973, börn þeirra eru Eva María og
Arnór Heimir. b) Kristín, f. 14.
október 1974, maki Kristján Úlf-
arsson, f. 19. ágúst 1972. Sonur
hennar og Róberts Andersen er
Adam Árni. 4) Guðrún Hólmfríður,
f. 1. desember 1959, búsett á Ak-
ureyri, maki Stefán Guðmundsson,
f. 14. nóvember 1958, dóttir þeirra
er Kristín Jóhanna, f. 31. maí 1979,
unnusti Halldór Þórisson, f. 23.
desember 1979. Einnig fæddust
Sigtryggi og Kristínu tvö börn
andvana.
Sigtryggur var búsettur í Gler-
árþorpi á Akureyri allan sinn ald-
ur. Hann starfaði sem netagerðar-
maður í um 30 ár en réðist þá sem
bréfberi hjá Pósti og síma á Ak-
ureyri. Þar starfaði hann í 20 ár
uns hann lét af störfum 67 ára að
aldri. Sigtryggur lék knattspyrnu
á sínum yngri árum með knatt-
spyrnufélaginu Þór og var þar
virkur félagi til dauðadags. Einnig
söng hann með Kirkjukór Lög-
mannshlíðarsóknar í rúm 40 ár.
Útför Sigtryggs verður gerð frá
Glerárkirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 14. Jarðsett verður í
Lögmannshlíðarkirkjugarði.
Tengdafaðir minn, Tryggvi eins og
hann var ávallt nefndur á meðal sam-
ferðamanna, er látinn eftir erfiða lífs-
baráttu undanfarna mánuði. Tryggvi
ól allan sinn aldur í Glerárþorpinu og
var því innfæddur Þorpari sem var
talsvert æðra en að vera Akureyring-
ur. Hann henti oft gaman að því að
hann hefði aldrei sofið handan Glerár
nema í tilhugalífinu.
Í æsku voru íþróttir hans áhugamál
og í mörg ár spilaði hann knattspyrnu
með Þórsurum. Eftir að hann hætti
að spila mætti hann á alla leiki til að
hvetja sína menn.
Mesta gæfa Tryggva í lífinu var
þegar hann villtist yfir Glerá forðum
og fann Stínu sína sem staðið hefur
við hlið hans alla tíð síðan, en þau áttu
nýlega 60 ára brúðkaupsafmæli. Sam-
an hafa þau arkað æviveginn og upp-
lifað gleði og sorgir. Þau eignuðust 6
börn, en tvö dóu í fæðingu. Stærsti
sorgardagur í lífi þeirra var þó er elsti
sonur þeirra 39 ára tók sér það
ákvörðunarvald að hverfa á vit for-
feðra sinna frá konu og börnum.
Síðustu starfsár sín var hann bréf-
beri sem þá tilheyrðu stétt virðulegra
embættismanna sem gengu í júní-
formi með kaskeiti og leðurtöskur.
Þannig ferðaðist hann um bæinn á
hjólinu hvernig sem viðraði. Þó að
hann væri alla tíð láglaunamaður
tókst þeim hjónum með mikilli útsjón-
asemi að spara aura til elliáranna.
Hann hélt fast um budduna sína og
bankabókina þó svo að aldrei væri
hann nískur, hann vildi bara ekki eyða
í neina vitleysu. Tryggvi hafði mjög
ákveðnar skoðanir sem hann viðraði
umbúðalaust. Hann var vel greindur
og víðlesinn enda átti hann myndar-
legt safn sjaldgæfra bóka. Hann var
mikill gleðimaður, þótti gott að fá sér
brjóstbirtu og hafði skemmtilegan
frásagnarstíl. Söngvari var hann góð-
ur og söng í kirkjukór yfir 40 ár.
Hann eignaðist aldrei bíl heldur fór
allra sinna ferða á hjólinu sínu eða
gangandi. Því urðu það mikil viðbrigði
þegar heilsu hans fór að hraka að
komast ekki lengur ferða sinna. Síð-
ustu gönguferðir þessa merka
íþróttamanns voru eftir svalagólfinu
heima með stuðningi göngugrindar.
Hvíl þú í friði, kæri tengdapabbi, og
takk fyrir samfylgdina.
Herborg Þorgeirsdóttir.
SIGTRYGGUR
ÓLAFSSON
var mjög hændur að Huju frænku
sinni og vildi helst eiga hana einn.
Mér fannst alltaf gaman að heyra
þessar sögur því það er ekki oft sem
maður fær tækifæri til að kynnast
pabba sínum sem litlum strák á
Ströndum. Þuríði fékk ég að kynnast
upp á nýtt síðustu árin hennar og
voru þau kynni mér dýrmæt. Í mín-
um huga lifir minning um einstak-
lega góða og sérstaka persónu. Mér
birtist hún sem jákvæð manneskja
sem kaus að horfa á jákvæðar hliðar
lífsins. Huja hafði mjög ákveðna sýn
á lífið, sýn sem mér finnst gott að
trúa á. Í hennar huga var ekki til
neinn dauði, aðeins flutningur á milli
staða. Eftir að hún flutti í Sunnuhlíð
áttum við stundum samræður um
flutninginn. Hún talaði um að nú
væri kominn tími til að fara yfir
landamærin og var hún orðin mjög
sátt við það. Ég er viss um að henni
líður vel núna og að hún fylgist með
okkur sem eftir lifum.
Elín Þuríður Samúelsdóttir.
Elsku Huja. Við kynntumst ekki
fyrr en seint á þinni lífsleið, enda
munaði rúmlega 70 árum á okkar
fæðingardögum, en það stóð ekki í
vegi fyrir að við yrðum vinir. Ég rifja
upp öll skiptin sem ég kom til þín í
Þverbr., þegar við sátum saman við
eldhúsborðið, klifurplantan lá upp
um alla skápa, litlu vinir þínir tíst-
andi innan úr herbergi og sólin að
mjaka sér inn um gardínurnar. Það
var þá sem við áttum okkar bestu
stundir, og þó að þú hefðir frá mörgu
að segja, kynnir sögur hátt í hundrað
ár aftur í tímann og segðir mér þær
eflaust flestar, þá kunnirðu svo vel að
hlusta líka. Alltaf ef mér lá eitthvað á
hjarta þá gat ég talað um það við þig,
þú dæmdir aldrei heldur hlustaðir af
alúð og reyndir svo að hjálpa mér að
finna lausn. Þú settir aldursmuninn
út á svalir og komst fram við mig eins
og jafningja, eins og við værum bara
tvær sálir, jafnar fyrir guði, og ég
þakka þér fyrir það. Ég á svo margar
minningar frá öllum mínum heim-
sóknum til þín og svo öll skiptin sem
þú varst með okkur mömmu, pabba
og Klóa á jólunum, þar sem þú fékkst
fleiri pakka en við öll hin til samans.
Já, margar góðar minningar en ég
held að það sé tvennt sem stendur
upp úr. Annars vegar hversu heitt þú
trúðir á líf eftir dauðann en við vor-
um búin að gera samning, að það
okkar sem fyrst færi kæmi og léti
hitt vita, og man ég að ég bað þig um
að koma að degi til, svo ég yrði ekki
hræddur, en þú hlóst og sagðir mig
ekkert hafa að óttast, þetta væri bara
þú. Hins vegar svo hversu mikið
skáld þú varst og hversu heillaður ég
var af öllum þessum fallegu vísum
sem þú bjóst til, svo heillaður að ég
fór að reyna að semja líka og hef ver-
ið að því síðan. Þú kenndir mér
tæknina og sömdum við saman
fyrsta ljóðið mitt, ljóðið okkar.
Finnst mér því við hæfi, elsku
frænka, að kveðja þig með ljóðum,
það seinna samdi ég eftir að þú varst
farin og hið fyrra það fyrsta, sem við
sömdum við eldhúsborðið hjá þér,
klifurplantan allt í kring og sólin
skein gegnum gluggann. Ég bið að
heilsa afa, og þangað til við hittumst
næst, farðu í friði.
Kertastubbur stendur hér,
fallegur bæði og sætur.
Litli loginn yljar mér,
innst í hjartarætur.
Horfin, farin, kemur ekkı́ aftur,
sárt er að sakna þín, frænkan mín kær,
Undrandi, glöð, æskunnar kraftur,
siglir með englum, til himna nú rær.
Jesú á móti þér töfrandi tekur,
býður þig velkomna veldi hans í.
Að tárunum liðnum, um kinnarnar lekur,
við minningar ljúfar um þig nú ég bý.
(A.I.R.)
Þínir vinir,
Arnar og Klói.
Fallin er hjartans fögur rós
og föl er kalda bráin.
Hún sem var mitt lífsins ljós,
ljúfust allra, er dáin.
(Jóna R. K.)
Elsku Þuríður mín, þá er kallið
komið og lífsgöngu þinni lokið og
ljósið bjarta vefur þig í kærleiksrík-
um faðmi sínum. Kynni okkar Þur-
íðar hófust í mars 1994 en þá var ég
send til hennar á vegum heimaþjón-
ustu Kópavogs. Maður tók strax eftir
hvað framkoma hennar öll var fáguð
og bros hennar milt. Í viðmóti var
hún blíð en föst fyrir og stóð fast á
sínu.
Það var svo sérstakt hvað sterk
tengsl og vinátta myndaðist okkar á
milli strax við fyrstu kynni. Þegar ég
minnist hennar kemur margt ljúft
upp í hugann, hún var svo tryggur og
góður vinur. Hún var engri lík, alltaf
ljúf í lund og sérstaklega fórnfús. Ég
tel það til algjörra forréttinda að hafa
fengið að kynnast þessari einstöku
konu sem ég á svo ótalmargt að
þakka. Ég átti athvarf hjá henni þeg-
ar sorgin barði að dyrum hjá mér í
tvígang. Þá var það hún sem huggaði
og umvafði mig ást sinni og hlýju og
hjálpaði mér að takast á við sorgina.
Þuríður var ein af þessum fágætu
perlum sem með léttri lund og æðru-
leysi gera okkur hinum lífið léttara.
Elsku Þuríður mín, þá skilja leiðir
í bili eins og þú orðaðir það, og ég
þakka vináttuna og allar ljúfu og
notalegu samverustundirnar sem við
höfum átt í gegnum árin hér heima í
Þverbrekku og síðustu árin þín í
Sunnuhlíð. Það var gaman að sjá
hvað það gladdi þig mikið þegar ég
kom með diskinn hans Páls Rósin-
krans til að spila fyrir þig uppáhalds-
lagið þitt, „Liljuna“, sem þér þótti
svo fallegt og þú gast hlustað á aftur
og aftur. Svo sungu litlu fuglarnir
þínir með. Þessar minningar geymi
ég vel ásamt öllum fögru minning-
unum sem ég á um þig.
Mig langar að kveðja þig með ljóði
Péturs Pálssonar:
Ég vona, að fyrir mig guð vilji gjalda
þér gleðina og ástina margþúsundfalda.
Mér finnst sem ég haldi í höndina þína,
í hjartanu ógleymdar minningar skína.
En sofðu, já, sofðu í ró.
Guð geymi þig.
Margrét Geirsdóttir.
og þakklæti með þeim orðum sem
Trausti kvaddi okkur alltaf með. Guð
blessi ykkur.
Þorkell og Halldóra.
Í dag er kvaddur Trausti Sigur-
jónsson, lengi bóndi á Hörgshóli í
Vesturhópi. Um leið má segja að
kvödd sé heil sveit, hin eru farin á
undan og bæirnir flestir í eyði. Hug-
urinn leitar aftur, staðnæmist við ár-
ið 1949. Eftir langt hlýindaskeið var
vorið með eindæmum snjóþungt, allt
fé á innistöðu. Á hús voru tekin hross
sem aldrei höfðu í hús komið. Þetta
kom þó ekki að sök því að haustið
1948 voru fjárskiptin og fé á fóðrum
því ekki nema helmingur þess sem
áður var. Fé var því vel fóðrað og af-
urðir urðu góðar um haustið. Nú var
hugsað til framtíðar. Fé þurfti að
fjölga ört til að búin gætu gefið næg-
ar afurðir og það hillti jafnvel undir
mjólkursölu. Þetta vor tóku þeir sig
saman Trausti á Hörgshóli og faðir
minn, Björn í Bjarghúsum, og
keyptu saman Massey Harris-drátt-
arvél sem var öflugri og hraðari en
þær dráttarvélar sem þegar voru til
á einstaka stað, Farmall og Allis
Chalmers. Þegar hér var komið
höfðu jarðýtur í umferðarvinnu víða
brotið land til ræktunar þótt skurð-
grafa kæmi ekki fyrr en í síðla
hausts 1951, en fullvinnsla og frá-
gangur með hestaverkfærum gekk
seint og illa. Þeir sáu sér því leik á
borði og fengu nokkuð upp í kostnað
við þessa dýru vél með því að leigja
hana til jarðvinnslu austur í Víðidal
um sumarið. Ekki var horft í það
þótt vélamaðurinn, bróðir minn,
hefði fermst um vorið, enda voru
reglugerðir eða tilskipanir sem vörð-
uðu slíkt ekki upphugsaðar fyrr en
áratugum síðar. Framundan voru ár
framkvæmda með mikilli ræktun,
stækkun bústofns og byggingu
nýrra útihúsa. Aðrar minningar eru
frá góðviðrisdögum að vetrinum
þegar bændur skruppu á milli bæja
til að spjalla saman. E.t.v. áttu þeir
eitthvert erindi. Þá atvikaðist það
stundum svo að í eldhúsinu í Bjarg-
húsum voru þeir saman fjórir,
Trausti á Hörgshóli, Konráð í Böðv-
arshólum og Sölvi á Síðu auk föður
míns. Konráð og Sölvi endursögðu
bækur sem þeir höfðu nýverið lesið
og allir skiptust þeir á að segja sög-
ur. Þessir bændur voru allir skóla-
gengnir eftir því sem þá tíðkaðist,
Konráð í Ólafsdal, Trausti og Sölvi á
Hvanneyri og faðir minn í Hvamms-
tangaskóla Ásgeirs Magnússonar,
en þeirri skólagöngu lauk á miðjum
vetri 1920 með því að skólanum var
lokað vegna taugaveiki sem átti upp-
tök í vatnsbóli skólans. Hvernig það
atvikaðist að þeir komu allir saman
veit ég ekki,en síminn kom ekki fyrr
en 1953.
Nágrenni var í huga mínum mjög
gott í Vesturhópinu á þessum tíma,
menn gerðu hver öðrum greiða eftir
því sem við varð komið. Hörghóll er
ekki næsti bær við Bjarghús og sam-
gangur því að ýmsu leyti meiri við
aðra bæi sem nær liggja þrátt fyrir
samvinnu um tæki. Elstu synir
Trausta eru einu og tveimur árum
yngri en ég og áttum við því nokkra
samleið, en leið mín lá í skóla og því
rofnuðu þau tengsl en slitnuðu aldrei
alveg.
Á þessum árum tíðkaðist lítt að
konur færu á milli bæja. Helst að
þær færu stundum með áætlunar-
ferðum kaupfélagsbílsins í kaupstað-
inn, og svo á kvenfélagsfundi. Sigríð-
ur Sigfúsdóttir kona Trausta var
engin undantekning að þessu leyti.
Hún helgaði sig heimilinu. Einnig
var til heimilis Guðbjörg Sigurðar-
dóttir frá Hvítadal, móðir Trausta.
Hún vann heimilinu líka mikið og lét
sér annt um velferð sona sinna. Hún
var nokkuð hörð í viðmóti og ekki
laust við að ungum sálum stæði
beygur af henni sem mun þó hafa
verið óþarft. Trausti sjálfur var jafn-
an hress í bragði og með hugann við
það hvernig hann gæti komið sem
bestum stoðum undir búið. Blátt
áfram í framgöngu, smáglettinn og
ekki sýtingssamur um smámuni.
Þegar hann heilsaði mér sautján ára
unglingnum með kossi tók ég það
sem merki þess að hann teldi mig
fullorðinn. Og skömmu seinna spurði
hann mig hvort ég ætlaði ekki að
fara í háskólanám í búnaðarfræðum
eftir menntaskóla. Spurningin kom á
óvart, mér hafði ekki hugkvæmst að
búvísindi gætu verið alvöruvísindi á
borð við grasafræði, jarðfræði eða
stærðfræði, en þetta er til marks um
framfarahyggju Trausta. Öðrum
datt ekki í hug að ég gæti orðið ann-
að en læknir, sýslumaður eða prest-
ur.
Fyrir nokkrum árum fór ég á góð-
viðrisdegi í september með Trausta
austur í Vesturhóp. Við svipuðumst
um og rifjuðum upp gamla daga. Á
Hörghóli hafði búskapur lagst niður
fyrir löngu, nema Agnar sonur hans
nytjar landið fyrir hross. Af bæjar-
hólnum er ágætt útsýni. Þar var
íbúðarhúsið og fjósið en fjárhúsin
voru niðri undir vegi. Trausti sagði
frá baráttunni við að hafa nóg til
heimilisins. Árið 1948 tók til starfa
mjólkurbú á Blönduósi. Það sótti
einkum mjólk í Austur-Húnavatns-
sýslu, en einnig fór mjólkurbíll vest-
ur í sýslu og safnaði mjólk sem var
flutt á þjóðveginn í veg fyrir hann.
Trausti dreif í því að koma upp fjósi
fyrir átta kýr og hann hóf mjólkur-
söluna um 1950–52. Mjólkina þurfti
að flytja á klakk austur að Auðunar-
stöðum eða á kerru fram að Vatns-
horni um 7 km. Mjólkursalan skipti
bændur miklu máli því að tekjurnar
komu fyrr og menn fóru að sjá pen-
inga.
Með Trausta Sigurjónssyni hverf-
ur af sjónarsviðinu seinasti bóndinn
frá æskudögum mínum. Kvödd er
heil kynslóð og meira en það. Bú-
jarðir í framhluta sveitarinnar eru
horfnar úr ábúð nema Böðvarshólar,
þótt land sé víða nytjað til hrossa-
beitar, tún til slægna og hús til frí-
stundadvalar. Spurningin vaknar, til
hvers börðust bændur fyrir hálfri
öld þegar fjárfestingar þeirra eru að
litlu eða engu orðnar? Baráttan skil-
aði fullþroska kynslóð sem hélt lífs-
baráttunni áfram þótt hún fyndi sér
annan vettvang og slóðir forfeðr-
anna yfirgefnar.
Hólmgeir Björnsson.