Morgunblaðið - 12.11.2004, Síða 24

Morgunblaðið - 12.11.2004, Síða 24
24 FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Á MÁNÁRBAKKA á Tjörnesi sem er nyrsta býli í Suður-Þingeyjarsýslu og jafnframt nyrsta kúabú landsins, var nýlega farið í að fylla fjósið af kúm. Það hafði ekki verið nema rúmlega hálft áður og var keyptur kvóti til þess að ná þessari aukningu. Alls er um 32 bása að ræða ásamt geldneytaaðstöðu. Það eru hjónin Bjarni Sigurður Aðalgeirs- son og Jóhanna R. Pétursdóttir sem tóku þessa ákvörðun í sumar en þau hafa nú form- lega tekið við öllum rekstri á jörðinni af for- eldrum Bjarna. Bjarni hefur um langt árabil verið rútubíl- stjóri og unnið við búið að hluta. Jafnhliða kyn- slóðaskiptunum á jörðinni í sumar ákvað hann að hætta því starfi og snúa sér alfarið að bú- skapnum. Jóhanna hefur verið mikið í fjós- verkunum, en hún er frá Vopnafirði og flutti í Mánárbakka árið 1989. Þau hjón eru ekki al- veg ein við þetta því börn þeirra tvö, þau Máni Snær og Sunna Mjöll, eru líka farin að taka þátt í því sem þarf að gera og hafa gaman af. Langt frá mjólkurbúi Hér áður fyrr voru kúabú á flestum bæjum á Tjörnesi en þeim fækkaði eins og í öðrum sveitum. Í nokkur ár voru búin fimm að tölu en svo hætti búið í Mýrarkoti fyrir nokkrum ár- um og í sumar hætti búið á Ísólfsstöðum, en þaðan kemur kvótinn sem Bjarni og Jóhanna keyptu. Kúabúin á Tjörnesi eru því orðin þrjú, það er að segja í Ytri-Tungu og á Ketils- stöðum, auk Mánárbakka. Mjólkursamlagið er orðið langt frá síðan hætt var að vinna mjólk á Húsavík og er tölu- vert mikið lengra að sækja mjólkina frá Akur- eyri. Bíllinn kemur tvisvar í viku, en Bjarni segist ekki hafa neinar áhyggjur af fjarlægð- inni frá samlaginu. Vegalengdir vaxi mönnum ekki í augum í dag og fjósið á Tjörnesi hafi ákveðið gildi fyrir byggðina. Framtíðin verður auðvitað að skera úr um það hver þróunin í mjólkurflutningunum verður, en kúabændur hafa styrk hver af öðrum og segir Bjarni að það skipti sig miklu að framleiðsla haldist í Reykjahverfi sunnan Húsavíkur því ekki sé svo langt til sín þaðan. Tjörnesingar skipta áreiðanlega Norður- mjólk á Akureyri miklu máli en hjá þeim eru bæði frumutala og gerlatala lægst á fram- leiðslusvæðinu og þó víðar væri leitað. Því er einungis um úrvalsmjólk að ræða. Þessi mjólk- urgæði felast í því að fjósin eru ekki of stór, bara það sem hver fjölskylda ræður við og nær að hafa yfirsýn yfir með góðu móti. Verk- smiðjuvæðing í fjósum skilar ekki alltaf ár- angri og gríðarlegur fjármagnskostnaður er að sliga þau bú. Gott að vera heima í fjósinu Bjarni og Jóhanna eru áhugasöm og hafa tekið til hendinni utanhúss en búið er að mála veggi og þak á fjósinu. Þá er búið að setja skjólmön úr jarðvegi fyrir kýrnar rétt hjá og auk þessa er búið að malbika alveg upp að byggingunni. Það var gert í tengslum við framkvæmdirnar við Tjörnesveg og er aðkom- an að útihúsunum öll önnur. En hvað segir rútubílstjórinn við því að þurfa ekki lengur að fara sparibúinn að heim- an til þess að aka áætlunarbílum. Bjarni hlær og segist ekkert sakna þess ennþá og örugg- lega ekkert á dimmum hríðarmorgnum. Betra sé að hlaupa út í fjós og mjólka kýrnar. Þar sé notalegur vinnustaður. Bændurnir sem reka nyrsta fjós landsins fylla alla bása og framleiða aðeins úrvalsmjólk Fjósið er notalegur vinnustaður Morgunblaðið/Atli Vigfússon Samhent Fjölskyldan á Mánarbakka saman komin, með fjósið í baksýn, Jóhanna R. Péturs- dóttir og Bjarni S. Aðalgeirsson ásamt börnum sínum, þeim Sunnu Mjöll og Mána Snæ. Fjósum hefur fækkað um nærri helming í Þingeyjarsýslu á tutt- ugu árum. Það þykir því gleðiefni þegar menn taka sig til og auka framleiðslu sína. Atli Vigfússon fréttaritari heimsótti bændur í nyrsta fjósi landsins en þeir eru að auka við sig. Í fjósverkunum Máni Snær Bjarnason tekur fullan þátt í störfunum með foreldrum sínum. LANDIÐ AUSTURLAND Seyðisfjörður | Dagar myrk- urs verða haldnir hátíðlegir á Austurlandi líkt og á liðnu ári, en þeir hefjast í næstu viku, 18. nóvember. Dagskrá verður fjölbreytt og eru Austfirðingar hvattir til að taka þátt með virkum hætti, en einnig er ætl- unin að fá landsmenn til að heimsækja Austurland af þessu tilefni og vera með. Dagskrá verður í flestum sveitarfélögum en á vef Seyðis- fjarðarkaupstaðar má sjá að slökkt verður á öllum ljósa- staurum bæjarins í klukkustund á laugardags- kvöld og bæjarbúar hvattir til að gera slíkt hið sama, að myrkva hús sín. Boðið verður upp á svokallaða Afturgöngu og gestir beðnir að mæta með fjósalugtir, en ýmsar óvæntar uppákomur verða í göngunni. Dagar myrkurs Afturganga og engin ljós Bráðavandi leystur fyrst | Bæj- arráð Fljótsdalshéraðs fjallaði um skýrslu nefndar um sameiningu sveitarfélaga á síðasta fundi sínum um átak vegna eflingar sveitar- stjórnarstigsins. Samþykkt var sam- hljóða að skipa viðræðuhóp til að ræða við nefndina um framhald sam- einingarmála. „Bæjarráð samþykkir að Fljóts- dalshérað muni ekki koma að frekari ákvörðunum um sameiningu sveitar- félaga fyrr en búið er að leysa bráða- vanda sveitarfélaga sem verst eru sett með aukaframlagi í Jöfnunar- sjóð á þessu ári og búið verður að fara yfir tekjustofna og lagfæra þá til að sveitarfélög geti sinnt núver- andi verkefnum,“ segir bókuninni. Eskifjörður | Unnið er að því þessa dagana að reisa skemmu á Eskifirði sem mun hýsa Vélaverkstæði Ham- ars. Skemman sem áður var í Sand- gerði var tekin niður þar og flutt austur á land, til Eskifjarðar, „þar sem mun rísa eitt glæsilegasta véla- verkstæði á Austfjörðum,“ eins og Kári Pálsson, annar eigenda Véla- verkstæðis Hamars, orðaði það. Skemman er alls um 1.350 fermetr- ar að stærð og bætir mjög aðstöðu starfsmanna fyrirtækisins eystra. Hamar hefur starfað á Eskifirði um skeið, keypti á sínum tíma véla- verkstæði Hraðfrystihúss Eski- fjarðar sem nú heitir Eskja og hef- ur Hamar veitt félaginu þjónustu. Þá er Hamar einnig með ýmis önn- ur verkefni fyrir austan, svo sem fyrir Impregilo. „Verkefnin eru næg, það eru miklar hreyfingar þarna fyrir austan,“ sagði Kári, en alls starfa um 15 manns hjá félag- inu. Stefnt er að því að skemman verði fokheld fyrir jól og að hægt verði að hefja í henni starfsemi fyrir vorið. Hamar keypti af Hampiðj- unni búnað sem notaður er til fram- leiðslu á Polyice hlerum og verður honum komið fyrir í nýja húsnæð- inu. „Við munum þá geta veitt okk- ar viðskiptavinum þjónustu bæði á höfuðborgarsvæðinu og fyrir aust- an,“ sagði Kári. „Við erum að færa eina stærstu vélsmiðju á Íslandi austur.“ Vélsmiðjan Hamar ætlar að reisa um 1.350 fermetra skemmu á Eskifirði Ein stærsta vélsmiðjan flutt austur Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Hornafjörður | Vinnuaðstaða fyrir háskólanema í fjarnámi hefur verið opnuð í Nýheimum. Vinnuherberg- ið er í Frumkvöðlasetrinu og verð- ur opið hvenær sem fjarnemum hentar. Sagt er frá opnuninni á vefnum horn.is og þar er haft eftir Eyjólfi Guðmundssyni skóla- meistara að vinnuaðstaða verði fyr- ir 8-10 manns, aðgangur að tölvum, prentara og ljósritunarvél og há- hraðatenging fyrir fartölvur. Að auki geta fjarnemar fengið vinnu- aðstöðu í Frumkvöðlasetrinu og í hópvinnuherbergi FAS. Vinnuaðstaða fyrir háskólanema Djúpivogur | Nemendur leikskólans Bjarkatúns á Djúpavogi tóku ný- lega fyrstu skóflustunguna að nýj- um leiksskóla sem á að reisa við Hammersminni. Þrátt fyrir rok og rigningu tókst börnunum að ljúka ætlunarverkinu með sóma. Leikskólinn verður 293 fermetr- ar að stærð og skiptist í tvær deild- ir. Á teikningunum er meðal annars gert ráð fyrir sal, listakrók, fata- klefa og vinnuaðstöðu fyrir starfs- fólk. Arkís teiknaði skólann og Svarthamar ehf. byggir. Börnin hófu framkvæmdir Morgunblaðið/Sólný Skóflustunga Nemendur hefja framkvæmdir, Diljá Ósk Snjólfsdóttir, Ísak Elísson, Birta Hrönn Ágústsdóttir og Viktoría Brá Óðinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.