Morgunblaðið - 12.11.2004, Side 30

Morgunblaðið - 12.11.2004, Side 30
30 FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MENNING LISTMUNAUPPBOÐ verður haldið á sunnudagskvöld kl. 19.00 á Hótel Sögu, Súlnasal Boðin verða upp um 160 verk, þar á meðal fjöldi verka gömlu meistaranna. Verið velkomin að skoða verkin í Galleríi Fold, Rauðarárstíg 14 – 16, í dag kl. 10.00 – 18.00, á morgun kl. 10.00 – 17.00 og á sunnudag kl. 12.00 – 17.00. Sími 551 0400 Hægt er að nálgast uppboðsskrána á netinu: www.myndlist.is Um veruleikann, manninnog ímyndina er heitisýningar á nýrri ís-lenskri myndlist, sem opnuð verður í Listasafni Íslands í kvöld. Þar verða um 40 verk eftir 20 listamenn, og ljósi varpað á þá nýsköpun sem átt hefur sér stað í íslenskri myndlist síðasta áratug. Sýningin leiðir í ljós, að sögn Ólafs Kvaran, forstöðumanns Listasafns- ins, að í list samtímans er stöðugt verið að reyna á og umbreyta mörkum listarinnar – að í dag eru ekki til staðar sértæk lykilhugtök sem hægt er að nota til að greina og lýsa listinni til að heimfæra hana undir þröngan stíl eða hugmyndir. Höfundar verkanna eru Ásmund- ur Ásmundsson, Birgir Snæbjörn Birgisson, Birgir Örn Thoroddsen, Egill Sæbjörnsson, Erling Þ.V. Klingenberg, Finnur Arnar Arn- arson, Gabríela Friðriksdóttir, Gjörningaklúbburinn, Guðný Rósa Ingimarsdóttir, Guðrún Vera Hjartardóttir, Hildur Bjarnadóttir, Jóhann Ludwig Torfason, Magnús Sigurðarson, Margrét H. Blöndal, Markmiðh, Olga Soffía Bergmann, Ósk Vilhjálmsdóttir, Valgerður Guðlaugsdóttir, Unnar Örn Jón- asson Auðarson og Þóroddur Bjarnason. Sterk samfélagsleg skírskotun Ólafur Kvaran segir að það sé mikilvægt að Listasafn Íslands fjalli um samtímalistina og geri til- raun til að svara spurningunni, hvað það sé sem hafi verið mest einkennandi fyrir íslenska myndlist undanfarin ár. Jafnframt sé það safninu metnaðarmál að önnur sýn- ing með áþekkum markmiðum verði haldin hér að ári. „Það er að sjálfsögðu ögrandi og spennandi verkefni fyrir listasafn að takast á við slíkt viðfangsefni, en mæli- kvarðinn á virkni safns í sínum samtíma er eðlilega hverju það miðlar, hvort sem það eru list- söguleg viðfangsefni með ráðandi söguleg viðmið eða list sem er nær okkur í tíma. Listasafn er stofnun sem gefur kost á margvíslegum boðskap, upplifunum og upplýs- ingum en er jafnframt hlaðin tákn- rænni vísan til varðveislu og að- gengis að menningararfinum. Það sem skiptir samt sem áður meg- inmáli er, að safnið með miðlun sinni og sýningarstefnu taki þátt í að efla samtalið milli listar og al- mennings bæði hvað varðar tján- ingu listamanna og upplifun fólks. Þannig verður safnið vettvangur sem styrkir tjáningarfrelsi og mik- ilvæg skoðanaskipti.“ Markmið sýningarinnar er að sögn Ólafs að kynna þá listamenn sem hafa látið að sér kveða á síð- astliðnum áratug og fást einkum við vísanir í veruleikann, manninn og ímyndina sem að sjálfsögðu skarist með ýmsu móti. Þessi merk- ingarsvið hafi með margvíslegum hætti sett sterkan svip á þá ný- sköpun sem hefur átt sér stað í ís- lenskri myndlist á undanförnum ár- um. „Sýningin bregður ljósi á að listin í dag býr yfir sterkri sam- félagslegri skírskotun hvort heldur er með vísan í hversdagsleikann eða mannslíkamann, að þá eru jafn- framt skapaðar áleitnar líkingar og tákn fyrir nýjar áríðandi frásagnir um þjóðfélagið og stöðu ein- staklingsins. Samtímis eru tekin fyrir mörg átakaefni í umræðu samtímans: ábyrgð vísindanna, kynhlutverk, lífsgæði, ímyndin eða hlutverk og staða listarinnar. Sýn- ingin leiðir í ljós, að í list samtím- ans er stöðugt verið að reyna á og umbreyta mörkum listarinnar – að í dag eru ekki til staðar sértæk lyk- ilhugtök sem hægt er að nota til að greina og lýsa listinni til að heim- færa hana undir þröngan stíl eða hugmyndir.“ Á sýningunni verður gerð tilraun með miðlun upplýsinga um verk og listamenn með gsm-farsímatækni. Með þessari tækni verður hægt að sækja upplýsingar um myndlistina og heyra frá listamönnunum sjálf- um auk þess sem notendur geta sagt frá eigin reynslu með því að senda sms-skilaboð sem verða birt á heimasíðu Listasafns Íslands. Myndlist | Sjónum beint að nýsköpun á nýrri sýningu Listasafns Íslands Safnið efli samtal milli listarinnar og almennings Xetra er svöng, tölvumálverk eftir Jóhann Ludwig Torfason. Landnám, myndband og kofi eftir Ósk Vilhjálmsdóttur. Hundálfur eftir Olgu Soffíu Bergmann. Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.