Morgunblaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2004 33 UMRÆÐAN It’s how you live Á ALÞINGI bíður nú annarrar umræðu þingsályktunartillaga sem miðast að því að gera hjólreiðar að fullgildum kosti í samgöngumálum með því að koma ákvæðum um hjól- reiðabrautir í vegalög. Sveitarfélög eins og Reykjavíkurborg hafa á und- anförnum árum gert mikið átak í lagningu útivistar- og göngustíga. Það er þakkarvert því sýni- lega hefur það aukið hjólreiðar í borginni. En slíkir stígar eru ekki hugsaðir út frá þörfum þess sem vill nota hjólið sem sam- göngutæki. Hjólreiðabrautir eru samgönguæðar Í nágrannalöndum okkar byggja menn samgöngumannvirki með það í huga að hjólreiðamenn þurfi að eiga greiða leið um þau. Vinnureglur eru mis- munandi milli landa en t.d. í Noregi er talið nauðsynlegt að leggja hjól- reiðabrautir meðfram vegum sem taka við 18–20 þúsund bílum á sólarhring. Það sama gildir um vegi þar sem hámarkshraði er meiri en 60 km/klst og umferð ökutækja meiri en tvö þúsund bílar á sólar- hring. Ef við yfirfærum þessa reglu á okkar aðstæður mætti búast við að leggja þyrfti hjólreiðabrautir með- fram helstu stofnbrautum höf- uðborgarsvæðisins, sem myndi þá gera hjólreiðafólki kleift að hjóla milli sveitarfélaganna á svæðinu. Slíkt er ekki hægt í dag nema með því að leggja sig í mikla hættu. Hjólreiðabrautir eru ekki gang- stéttir heldur samgönguæðar sem gerðar eru fyrir allt að 40 km hraða og lúta sömu lögmálum og akbrautir. Þær verða að vera greiðfærar, sýni- legar og öruggar svo almenningur líti á þær sem valkost gagnvart ak- vegum. Þar þurfa að ríkja sam- ræmdar umferðarreglur og umferð- armerkingar svo að þeir sem nota jöfnum höndum ak- brautir og hjólreiða- brautir þurfi ekki að fara eftir mismunandi reglum hvort heldur sem notaður er bíll eða reiðhjól. Þá þarf að ríkja fullt jafnræði milli hjól- andi og akandi vegfar- enda gagnvart hönnun umferðarmannvirkja. Líta verður á hjólreiða- brautir sem hluta af ak- vegakerfinu sem taki við hluta af daglegri um- ferð. Þá fá fleiri tæki- færi til að ferðast með vistvænum, heilsusamlegum og ódýrum hætti. Arðsemi hjólreiðabrauta Aukin notkun reiðhjóla í sam- göngum ætti að vera sjálfsagt mál í sveitarfélögum sem hafa innleitt Staðardagskrá 21 – dagskrá fyrir 21. öldina. Hjólreiðar eru líka órjúf- anlegur hluti sjálfbærra samgangna, en Íslendingar hafa undirgengist slíka stefnu bæði á alþjóðavettvangi og líka á vettvangi Norðurlandanna. Með því að auka hlut reiðhjóla í um- ferðinni drögum við úr hávaða- og loftmengun og stuðlum að bættu heilsufari þjóðarinnar. Því fleiri sem kjósa reiðhjólið því minna slit verður á akvegum og sé litið til þess hversu fáir eru í hverj- um bíl má gera ráð fyrir að hver hjólreiðamaður fækki einkabílunum í umferðinni um einn, sem eykur aft- ur rými á akvegum fyrir þá sem í raun þurfa á bílum að halda. Þannig geta hjólreiðabrautir því aukið arð- semi akbrauta. Yfirvöld Kaup- mannahafnarborgar hafa ákveðið að auka vægi hjólreiða úr 33% af heild- arumferð í 40% á allra næstu árum. Á meðan hjólreiðamönnum hefur fjölgað þar um 21% hefur bílum að- eins fjölgað um 6% síðastliðin sex ár. Þannig má ná fram sparnaði í bygg- ingu umferðarmannvirkja á landi sem er bæði dýrt og skynsamlegra að nýta undir annað. Því betur sem staðið er að upp- byggingu hjólreiðabrauta, þeim mun betur nýtast þær undir farartæki sem ekki hafa náð fótfestu hér á landi vegna aðstöðuleysis. Má þar t.d. nefna rafmagnsreiðhjól sem henta fjölmörgum einstaklingum, s.s. eldra fólki og þeim sem vilja fá hjálp upp erfiðar brekkur. Vel gerð- ar hjólreiðabrautir henta vel til um- ferðarfræðslu. Almenn notkun barna og unglinga á þeim gæti því orðið góður grunnur fyrir ökunámið. Heilsufarslegur ávinningur Almenn notkun einkabíla á stóran þátt í því hreyfingarleysi sem í seinni tíð hefur skapað margvísleg heilsufarsleg vandamál. Ábyrgð stjórnvalda á að bjóða upp á aðra valkosti er því mikil. Í norskri skýrslu sem gefin er út af Trans- portøkonomisk institutte er nið- urstaðan sú að arðsemi við gerð göngu- og hjólreiðabrauta er veru- leg sé litið til heilbrigðisþátta. Í skýrslunni er varlega áætlað að hver nýr hjólreiðamaður spari samfélag- inu 10 þúsund NOK á ári vegna heilsufarsávinnings. Í Odense í Dan- mörku, borg með um 120 þúsund íbúa, hefur verið unnið með mark- vissum hætti að því að auka hjólreið- ar og ávinningurinn síðastliðin fjög- ur ár er 20% aukning hjólreiða og 33 milljónir DKK með bættu heilsufari almennings. Þetta átak er talið hafa bætt og lengt líf borgarbúa umtals- vert og dauðsföllum hjá aldurs- flokknum 15–49 ára hefur fækkað um 20%. Vakin er athygli á því að þessar tölur taka einungis til heilsu- farsþátta. Allir vinna Þjóðhagslegur ávinningur af því að leggja góðar hjólreiðabrautir er ótví- ræður og fjölgun þeirra sem velja vélarlausan farkost er því mikið hagsmunamál. Og þótt ekki sé hægt að gera ráð fyrir að vægi hjólreiða í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu verði það sama og í Kaupmannahöfn þá má segja að þótt þær verði ekki nema 10% af núverandi umferð, þá sé ávinningurinn mikill og vel í sam- ræmi við alþjóðlegar skuldbindingar Íslands á sviði umhverfismála. Hjólreiðabrautir í vegalög Kolbrún Halldórsdóttir fjallar um samgöngumál ’Þjóðhagslegur ávinn-ingur af því að leggja góðar hjólreiðabrautir er ótvíræður og fjölgun þeirra sem velja vélar- lausan farkost er því mikið hagsmunamál.‘ Kolbrún Halldórsdóttir Höfundur er þingmaður VG í Reykjavík. Eftirfarandi greinar eru á mbl.is: Gunnlaugur Jónsson: „Sú staðreynd að stúlkan á um sárt að binda má ekki valda því að rangar fullyrðingar hennar verði að viðteknum sannind- um.“ Ólafur F. Magnússon: „Sigur- inn í Eyjabakkamálinu sýnir að umhverfisverndarsinnar á Ís- landi geta náð miklum árangri með hugrekki og þverpólitískri samstöðu.“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir: „Viljum við að áherslan sé á „gömlu og góðu“ kennsluað- ferðirnar? Eða viljum við að námið reyni á og þjálfi sjálf- stæð vinnubrögð og sjálfstæða hugsun?“ Bergþór Gunnlaugsson: „Ég hvet alla sjómenn og útgerð- armenn til að lesa sjómanna- lögin, vinnulöggjöfina og kjara- samningana.“ Sveinn Aðalsteinsson: „Nýj- asta útspil Landsvirkjunar og Alcoa er að lýsa því yfir að Kárahnjúkavirkjun, álbræðsl- an í Reyðarfirði og línulagnir þar á milli flokkist undir að verða „sjálfbærar“!“ Hafsteinn Hjaltason: „Landakröfumenn hafa engar heimildir fyrir því, að Kjölur sé þeirra eignarland, eða eignar- land Biskupstungna- og Svína- vatnshreppa.“ María Th. Jónsdóttir: „Á landinu okkar eru starfandi mjög góðar hjúkrunardeildir fyrir heilabilaða en þær eru bara allt of fáar og fjölgar hægt.“ Guðmundur Hafsteinsson: „Því eru gráður LHÍ að inntaki engu fremur háskólagráður en þær sem TR útskrifaði nem- endur með, nema síður sé.“ Á mbl.is Aðsendar greinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.