Morgunblaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2004 25 MINNSTAÐUR Sendibíladekk AGILIS SNOW-ICE Keflavík | Tuttugu og fimm nem- endur skráðu sig til náms á nýrri flugþjónustubraut við Fjölbrauta- skóla Suðurnesja. Námið hefst um áramót. Flugþjónustubrautin er sam- starfsverkefni Fjölbrautaskólans og Flugþjónustunnar á Keflavík- urflugvelli ehf. (IGS). Námið tekur eina önn. Það er bóklegt og síðan tekur við starfsnám hjá IGS. Það undirbýr nemendur fyrir vinnu við innritun og aðra þjónustu við flug- farþega í Flugstöð Leifs Eiríks- sonar. Ólafur Jón Arnbjörnsson, skólameistari Fjölbrautaskóla Suð- urnesja, segir að stefnt hafi verið að því að taka inn tólf nemendur en vegna góðrar aðsóknar og óska Flugþjónustunnar hafi verið ákveðið að tvöfalda þann fjölda. Nú er verið að taka viðtöl við þá sem innrituðu sig. Ólafur Jón segir að margir nem- endanna komi af Suðurnesjum en líka alls staðar að af landinu. Kröfur eru gerðar um þriggja ára nám af máladeild í framhaldsskóla. Morgunblaðið/Golli Innritun Þeir sem sækja nám á flugþjónustubraut Fjölbrautaskóla Suður- nesja læra meðal annars vinnubrögð við innritun farþega. Góð aðsókn að nýrri flugþjónustubraut SUÐURNES Reykjanesbær | Gengið hefur verið formlega frá stofnun sjálfseignar- stofnunar um Íþróttaakademíu í Reykjanesbæ og ráðningu Geirs Sveinssonar, fyrrverandi atvinnu- manns í handknattleik, sem fram- kvæmdastjóra. Fimm stofnanir og fyrirtæki gerð- ust stofnaðilar að sjálfseignarstofn- uninni en það eru auk Reykjanes- bæjar Sparisjóðurinn í Keflavík, Eignarhaldsfélag Suðurnesja, Sjóvá-Almennar og Íslandsbanki. Í fulltrúaráði er gert ráð fyrir fulltrú- um sextán félagasamtaka, fyrir- tækja og stofnana sem tengjast íþróttum og heilsueflingu. Þá er unnið að skipun sérstaks ráðgjafar- hóps. Í fyrstu stjórn Íþróttaakadem- íunnar sitja Árni Sigfússon formað- ur, Hrannar Hólm varaformaður, Una Steinsdóttir ritari, Geirmundur Kristinsson og Sigurður Valur Ás- bjarnarson meðstjórnendur. Í vara- stjórn eru Geir Newman og Böðvar Jónsson. Á morgun verður tekin fyrsta skóflustunga að húsnæði Íþrótta- akademíunnar, sem staðsett verður við Reykjaneshöllina í Njarðvík. Fasteignafélagið Fasteign hf. byggir húsið og leigir Reykjanesbæ það fyr- ir starfsemi Íþróttaakademíunnar. Íþróttaakademía undirbúin Gengið frá stofnun sjálfseignar- stofnunar Njarðvík | Atlantsolía hyggst reisa sjálfsafgreiðslubensínstöð við Bið- skýlið í Njarðvík. Framkvæmdir hafa verið boðnar út og gert ráð fyrir að það taki þrjá mánuði að koma stöðinni upp, að því er fram kemur á vef Víkurfrétta. Atlantsolía hefur opnað olíuaf- greiðslu við Sandgerðishöfn og hyggst opna bensínstöð þar. Fyrir- tækið hefur sótt um aðstöðu víðar á Suðurnesjum. Atlantsolía við Biðskýlið Keflavík | Elís Reynarsson við- skiptafræðingur hefur verið ráðinn til starfa sem fjármálastjóri við Heil- brigðisstofnun Suðurnesja. Elís er 45 ára viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Fram kemur á vef Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja að Elís hefur víðtæka starfsreynslu, bæði af fjármálastjórnun og starfs- mannahaldi. Síðast vann hann hjá Gúmmívinnustofunni í sjö ár og hafði þar yfirumsjón með fjármálum, skrifstofu og starfsmannahaldi. Þar á undan gegndi hann starfi fjármála- stjóra hjá Fasteignamati ríkisins. Ráðinn fjár- málastjóri HSS ♦♦♦ ♦♦♦ Fréttasíminn 904 1100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.