Morgunblaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 34
Y asser Arafat var fremstur meðal palest- ínskra þjóðernis- og sjálfstæðissinna í nær hálfa öld en ekki eru allir á eitt sáttir um ágæti hans eða árangurinn, nú þegar hann er allur. Arafat varð 75 ára gamall og var stundum sagður hafa níu líf, jafnt líkamlega sem í stjórnmálum og dæmalaus þrautseigja hans vakti að- dáun margra. Lágvaxni Palestínu- maðurinn, með stóru augun, höfuð- klútinn og skeggstubbana, varð lifandi goðsögn og framan af litu margir Vesturlandamenn á hann sem rómantíska hetju. Ógleymanlegt var fyrir sjón- varpsáhorfendur þegar hann gekk í sal allsherjarþings Sameinuðu þjóð- anna 1974. Hann var í hefðbundnum herklæðum sínum, með (líklega tómt) skammbyssuhylki í beltinu – og ólífuviðargrein í hendinni til að tákna friðarvilja sinn. Hann fékk að ávarpa samkomuna þótt hann væri ekki fulltrúi sjálfstæðs ríkis. „Ég kem hér í dag með ólífuviðargrein og byssuna sem baráttumenn frelsis bera. Látið ekki ólífuviðargreinina falla úr hendi minni,“ sagði hann. Hann hét fullu nafni Mohammed Abdel-Raouf Arafat al-Qudwa al- Hussaini og fæddist 4. ágúst 1929. Opinberlega er sagt að hann hafi fæðst í Jerúsalem en líklegra er að Kaíró í Egyptalandi sé raunverulega fæðingarborgin. Arafat ólst þó með vissu upp í Kaíró en var í nokkur ár í fóstri hjá ættingjum í Jerúsalem. Verktaka í Kúveit og Fatah Arafat lauk prófi í verkfræði við Kaíró-háskóla 1956, var mjög virkur í stúdentapólitík og starfaði síðan í Kúveit þar sem hann rak eigið verk- takafyrirtæki. Árið 1958 stofnaði hann með nokkrum félögum sínum Fatah-skæruliðahreyfinguna til að berjast gegn Ísraelum. Arafat yfir- gaf Kúveit 1964 og sama ár voru regnhlífarsamtökin Frelsissamtök Palestínu, PLO, stofnuð. Hann tók sér stríðsnafnið Abu Ammar og 1969 var hann kjörinn forseti fram- kvæmdastjórnar PLO. Hraklegur ósigur arabaríkja í sex daga stríðinu 1967, þegar Ísraelar lögðu undir sig Vesturbakkann og Gaza auka Gól- anhæða í Sýrlandi, varð enn til að efla hatur Arafats í garð Ísraela. Hann vakti aðdáun landa sinna 1968 er hann varðist af harðfylgi árás Ísr- aelshers á aðalbækistöð Fatah í Karameh í Jórdaníu. Svo fór að Ísraelar höfðu sig á brott en skildu eftir sig brunna skriðdreka þar sem Arafat lét mynda sig, sigri hrósandi. Loksins höfðu arabar unnið sigur og vikuritið Time birti mynd af Arafat á forsíðu sinni. Og baráttuandi Palestínu- manna og vonir um að þeim tækist að endurheimta land sitt og reka Ísr- aela á haf út glæddust mjög. Vopn- aðir hópar í arabalöndum höfðu eignast sitt heróp: Fatah. PLO hlaut árið 1974 viðurkenn- ingu Arababandalagsins sem eini fulltrúi Palestínuþjóðarinnar og samtökin fengu tveim árum síðar að- ild að bandalaginu. Arafat beitti miklum klókindum til að ná þessum árangri. Eina alvarlega andstaðan sem hann þurfti að berjast við í röð- um eigin þjóðar var frá ofstækisfull- um samtökum á borð við Hamas og Íslamska jihad. Hann gætti þess að deila og drottna og tryggja að eng- inn af nánustu samstarfsmönnunum gæti ógnað stöðu hans. Síðustu árin voru þeir margir búnir að fá sig full- sadda á einræðistilburðunum og í heilt ár neitaði t.d. Mahmoud Abbas að tala við Arafat. Abbas braut þó odd af oflæti sínu þegar Arafat lagð- ist banaleguna og heimsótti hinn gamla félaga sinn. Flókinn persónuleiki Arafats var nógu áhrifamikill til að hann ávann sér mikla virðingu flestra landa sinna þrátt fyrir að baráttusagan einkenndist af stöðugum ósigrum, hann varð „faðir þjóðarinnar“ en Palestínumenn áttu sér varla til sjálfstæða þjóðarvitund fyrr en um miðja 20. öld. Sú vitund var að mestu leyti verk Arafats. Hann var auk þess einstaklega snjall í að túlka pólitísk mistök og ósigra með þeim hætti að Palestínumenn kenndu ávallt öðrum en honum um. Arafat leit ávallt á sig sem stríðs- mann. Fátítt mun hafa verið að hann nefndi í ræðum sínum að Palestínu- menn þyrftu líka að huga að öðru en baráttu gegn Ísraelum, eins og stuðla að betri menntun eða öðrum framförum. Hefur verið sagt að PLO sé illa búið undir að stjórna friðsamlegu samfélagi; samtökin hafi nær enga reynslu á því sviði. Útlagi með fullar hendur fjár Áföllin voru mörg og árum saman var Arafat stöðugt á ferðalögum, út- lægur og víða illa séður, einnig í arabaríkjunum, þrátt fyrir fögur orð leiðtoga þeirra. PLO voru lengi með aðalstöðvar sínar í Jórdaníu þar sem þau voru eins konar ríki í ríkinu, með eigin herafla. Þess má geta að meira en helmingur íbúa landsins er af pal- estínskum ættum. En Hussein kon- ungur hrakti samtökin þaðan árið 1970 til Líbanons. Arafat tók með mönnum sínum fullan þátt í innanlandsófriðnum í Líbanon og héldu þeir áfram að gera skyndiárásir á skotmörk í Ísrael. Ár- ið 1982 varð innrás Ísraela í Líbanon þess valdandi að enn varð Arafat að flýja við illan leik með mönnum sín- um, nú til Túnis. Þar urðu nú að- alstöðvar PLO. Arafat tókst lengst af að tryggja öflugan peningastuðning við sam- tökin frá Sádi-Arabíu og fleiri olíu- auðugum arabalöndum. Hann gerði þau hrapallegu mistök að styðja inn- rás Saddams Husseins í Kúveit 1990 og dró þá mjög úr fjárstuðningnum. Sjálfur hafði hann alltaf síðasta orðið um það hvernig tekjunum skyldi varið og vitað er að margir af nán- ustu samstarfsmönnum hans hafa gegnum tíðina verið gerspilltir. Um- deildara er hvort hann hafi sjálfur hagnast óeðlilega. Arafat var piparsveinn fram á miðjan aldur. Árið 1990 giftist hann með leynd ungri Palestínukonu, Suha og eignuðust þau dóttur árið 1995. Ekki var skýrt frá hjónaband- inu opinberlega fyrr en 1992. Arafat reyndi ávallt að sveipa einkalíf sitt mikilli leynd og ekki að ástæðulausu enda fjendurnir margir og amk. 40 sinnum var reynt að ráða hann af dögum. Flugrán og samúð Liðsmenn hans gripu framan af til þess að ræna flugvélum til að vekja athygli á málstaðnum, síðar beittu þeir blóðugum hryðjuverkum gegn óbreyttum borgurum. Yfirleitt reyndi Arafat að styðja ekki með op- inskáum hætti hryðjuverk og árið 1988 fordæmdi hann slíkar aðferðir í sögulegri yfirlýsingu. Hann viður- kenndi einnig með fremur óljósu orðalagi lagalegan tilverurétt Ísr- aels og lýsti formlega yfir stofnun Palestínuríkis. Árið á undan byrjaði fyrri uppreisn, intifada, Palestínu- manna á hernumdu svæðunum gegn Ísraelum og Arafat taldi nú rétt að grípa tækifærið og koma um. Viðurkenning hans á ti Ísraels hafði í för með sér a ríkin samþykktu að rætt PLO sem þau höfðu hunsa Svo fór að árið 1991 hófst Madrid friðarferli sem punkti sínum með Óslóar unum 1993. Palestínumen fá sitt eigið ríki, fyrst fen sjálfsstjórn á afmörkuðum á Vesturbakkanum og Gaza Ári síðar sneri Arafat he legðinni og um haustið de friðarverðlaunum Nóbe Yitzhak Rabin, forsætis Ísraels og Shimon Peres, u ráðherra Ísraels. Arafat v kjörinn fyrsti forseti P manna með þorra atkvæ 1996. Bjartsýni þeirra sem lausn væri loksins í augsý unum hefur aldrei verið me Umdeild goð Fréttaskýring | Yasser Arafat, leiðtogi Palest- ínumanna, var lifandi tákn baráttu þjóðar sinnar fyrir sjálfstæði. Palestínumenn hafa aldrei átt annan þjóðarleiðtoga og syrgja hann margir. En í grein Kristjáns Jónssonar kemur fram að Ísrael- ar segi Arafat hafa ýtt undir hryðjuverk. Yasser Arafat á unglingsárunu Yasser Arafat hóf ferilin lítt þekktur, útlægur skær foringi sem ekki hikaði við beita hryðjuverkum til að hygli á málstaðnum. En ha ótvíræður forystumaður í baráttu Palestínumanna o hríð virtist hann ætla að tr sér sess í sögunni sem frið ingi. Útlagi og þjóðarfaðir 34 FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ARFLEIFÐ ARAFATS Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu-manna, lést í gær á sjúkrahúsi íParís og verður borinn til grafar í Ramallah á Vesturbakkanum í dag eftir minningarathöfn í Egyptalandi. Arafat var mjög umdeildur á löngum ferli sín- um. Hann hefur verið kallaður faðir pal- estínsku þjóðarinnar og átti stóran þátt í að móta þjóðarvitund Palestínumanna. Í fjóra áratugi leiddi hann frelsisbaráttu þeirra. Pólitísk seigla hans var með ólík- indum og sýndi hann hvað eftir annað að varhugavert var að afskrifa hann. En að- ferðir Arafats voru oft fordæmdar, enda stunduðu liðsmenn hans blóðug hryðju- verk þótt hann reyndi að styðja þau ekki. Arafat stofnaði skæruliðahreyfinguna Fatah árið 1958 og árið 1969 varð hann framkvæmdastjóri Frelsissamtaka Pal- estínu, PLO, regnhlífarsamtaka, sem stofnuð höfðu verið fimm árum áður. 1974 viðurkenndi Arababandalagið PLO og var sá árangur þakkaður Arafat. Árið 1988 fordæmdi hann hryðjuverk, en meiri athygli vakti þegar hann nokkru síðar viðurkenndi tilverurétt Ísraels. Árið 1991 hófst friðarferli, sem leiddi til þess að Arafat og Yitzhak Rabin, þáver- andi forsætisráðherra Ísraels, undirrit- uðu svokallað Óslóarsamkomulag 1993. Árið 2000 reyndi Bill Clinton Banda- ríkjaforseti að hafa milligöngu um end- anlegt samkomulag í Camp David, en allt kom fyrir ekki. Deilt hefur verið um ástæður þess að ekki náðist samkomulag í Camp David. Clinton skellir skuldinni á Arafat í ævi- sögu sinni og hann er ekki einn um það. Sagt er að í Camp David hefði Arafat átt kost á að endurheimta 95% af hernumdu svæðunum, en í stað þess að segja já hafi hann sett fram kröfuna um endurkomu allra flóttamanna til Ísraels, sem hefði haft í för með sér að Ísrael væri úr sög- unni. Þessi útgáfa kann að vera hentug, en bæði ísraelskar og palestínskar frá- sagnir benda hins vegar til þess að hægt hefði verið að leysa þetta mál hefðu Ísr- aelar lýst yfir pólitískri og siðferðislegri ábyrgð sinni, gegn því að tiltölulega fáir flóttamenn, sem ættu enn nána ættingja meðal ísraelskra araba fengju að snúa aftur. Þetta kann að vera sagnfræði í hugum flestra, en skiptir þó máli, eigi pólitísk arfleifð Arafats að ráðast af því að hann „gat ekki sagt já“ í Camp David. Meira máli skiptir þó hvað gerist næst. Um leið og hans er minnst eru við- brögðin við andláti Arafats víða á þann veg að nú skapist tækifæri til að ná ár- angri í deilunni fyrir botni Miðjarðar- hafs. Ísraelar hafa haldið því fram að hann hafi um langt skeið verið dragbítur í deilunni milli þeirra og Palestínu- manna. Nú er Arafat allur og kemur þá í ljós hvort Ísraelar eru tilbúnir að standa við stóru orðin. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísr- aels, hefur víða verið borinn lofi eftir að hann ákvað einhliða að hverfa frá Gaza- svæðinu og leysa upp fjórar byggðir landtökumanna á Vesturbakkanum. Að- gerðir Sharons hafa kostað hann harða gagnrýni innan eigin flokks og þær eru ekki hafnar yfir gagnrýni, þótt það sé kannski ekki á forsendum gagnrýnenda hans í ísraelskum stjórnmálum. Áber- andi er að Sharon semur ekki við Palest- ínumenn, heldur tekur sínar ákvarðanir. Ísraelar ræða ekki einu sinni við Palest- ínumenn um skipulagningu brottflutn- ingsins frá Gaza. Einnig vekur athygli að hvað sem líður áætlunum um að loka byggðum landtökumanna á Vesturbakk- anum er ekkert lát á framkvæmdum í byggðum þeirra. Nú er því að sjá hvort Ísraelar muni standa við fyrirheit sín þegar Arafat er allur. Fráfall Arafats skapar einnig tóma- rúm í röðum Palestínumanna eins og oft vill verða þegar sterkur leiðtogi hefur verið lengi við völd. Fréttaskýrendur í arabaheiminum sögðu í gær að enginn annar leiðtogi gæti notið jafnmikillar virðingar heima fyrir og sigrast á inn- byrðis ágreiningi Palestínumanna með sama hætti og Arafat. Þótt deilan fyrir botni Miðjarðarhafs snúist ekki um stór- an blett á jörðinni hefur hún haft mikla þýðingu og skapað mikla spennu í heims- málunum. Segja má að Arafat hafi náð eins langt og honum var fært. Eftirmenn hans geta vonandi borið gæfu til þess að draumurinn um sjálfstætt ríki Palestínu rætist, en það geta þeir ekki einir. Til þess þarf samningsvilja Ísraela og þrýsting alþjóðasamfélagsins með Bandaríkin í broddi fylkingar. Kannski má segja að arfleifð Arafats muni velta á því hvert framhaldið verður. „ÍSLANDS ÞÚSUND ÁR“ Á Alþingi Íslendinga hefur verið lögðfram tillaga um nýjan þjóðsöng. Rökin fyrir tillögunni eru þau að nauð- synlegt sé að taka upp þjóðsöng sem er auðveldari í flutningi og hentar betur til almennrar notkunar. Flutningsmenn til- lögunnar mæla sérstaklega með tveimur söngvum sem þjóðinni eru vissulega hjartfólgnir; Ísland ögrum skorið, eftir Eggert Ólafsson og Sigvalda Kaldalóns, og Ísland er land þitt, eftir Margréti Jónsdóttur og Magnús Þór Sigmunds- son. En þó ekki sé deilt um vinsældir þess- ara söngva og sess þeirra í þjóðarvitund- inni hlýtur fólk að spyrja hvort það, ásamt ofangreindum rökum þingmann- anna, vegi nógu þungt til að réttlæta jafn afdrifaríka ákvörðun og þá að breyta um þjóðsöng. Í lofsöngnum Ó, Guð vors lands, er vís- að langt út fyrir þann veraldlega veru- leika er dregur landi og þjóð mörk. Þar er vísað til stærra samhengis en hver og einn upplifir í sínu hversdagsamstri – hverrar þjóðar sem hann er og hvaðan sem hann kemur. Sú vísun verður þó til án þess að höfundi sjáist yfir eitt einasta „smáblóm“, því hann skynjar vel að styrkur þess stóra er fólginn í hinu smáa. Það sama á við um þjóðir og því er þessi eiginleiki íslenska þjóðsöngsins helsti kostur hans og án nokkurs vafa rótin að þeirri virðingu sem hann nýtur – og á að njóta áfram – í hugum fólks. Tón- málið hæfir þeirri dramatík sem í text- anum felst fullkomlega og er einstaklega vel til þess fallið að vekja bæði lotningu gagnvart því altæka og ljúfa samsömun með því sértæka. Þjóðsöngvar eru sameiningartákn. Ekki einungis á hverjum tíma fyrir sig, heldur þvert á tímann og aldirnar. Þjóð- söngvar tengja hverja nýja kynslóð horfnum kynslóðum og arfi fortíðar. En þeir fleyta jafnframt hverju augnabliki fyrir sig í sögu þjóðar á vit framtíðarinn- ar. Því í hugmyndinni að baki þjóðsöng felst einmitt fyrirheit um stærri veru- leika en þann sem markar lífi einstak- lingsins og tíðaranda hverju sinni skorð- ur. Með því að breyta um þjóðsöng væri bæði brotið gegn tilgangi hans sem sam- einingartákns og þeirri helgi sem hann hefur öðlast í hugum þjóðarinnar – í þeim kröftuga hljómi sem rödd þjóðar nær við að safnast og sameinast um eina hugsun og einn tón.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.