Morgunblaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is KOMDU sæl, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráð- herra. Ef lífið er hálftími þá hef ég beðið í korter og nú er mig að bresta þol- inmæði og því tek ég til þess ráðs að skrifa þér opið bréf og spyrja þig ráða. Hvernig beðið í korter? Jú, eftir að fólk skilji tilgang minn sem lista- manns. Með starfi mínu og framlagi tel ég mig hafa haft áhrif á samtíma minn á ýmsan hátt og slíkt starf kostar peninga. Þá peninga, sem ég hef aflað, hef ég umsvifalaust sett strax inn í starfið aftur. En það þarf meira til og áratugum saman hef ég sótt um starfslaun lista- manna og alltaf fengið höfnun án nokkurra skýringa. Því tek ég til þess ráðs að skrifa þér þetta opna bréf þar sem ég er líka orðinn þreyttur á að bíða eftir fundi með þér. Ég pantaði viðtals- tíma 8. ágúst síðastliðinn og hef ekki fengið neitt svar og nú er enn einu sinni að renna upp tími til að sækja um starfslaun listamanna. Þess vegna langar mig til að leita ráða hjá þér til að reyna að láta það heppnast í þetta sinn. Ég óska sem sagt leiðbeininga þinna sem æðsta og valdamesta manns menntakerfis okkar og spyr; hvað þarf til til að umsókn komi til greina? Og á höfn- un á styrk ekki að vera rökstudd? Og ég bíð eftir svari. Kannski þekkirðu ekki sögu mína og þess vegna ætla ég að stikla á mjög stóru svo þú áttir þig á mál- inu. Það eru nefnilega 29 ár liðin síðan ég var settur í biðstöðu, eða kannski má kalla það úthýsingu eða svartan lista. Ég útskrifaðist sem leikari frá skóla Þjóðleikhússins vorið 1970 og frá þeim tíma og fram til 1975 lék ég í kvikmyndum, gerði plötur með eigin söngvum, leik- stýrði, lék í leikhúsum og sjón- varpið gerði þætti um starf mitt. Ég var sem sagt eftirsóttur í starfi mínu. Öll sú eftirspurn hvarf sem dögg fyrir sólu í ágústbyrjun 1975 og sú staða er óbreytt enn þann dag í dag. Og lái mér hver sem vill að ég er orðinn þreyttur á því ástandi. Ástæðunnar er að leita í þeirri staðreynd að ég tók upp á því að berjast fyrir réttindum samkyn- hneigðra árið 1975, en í þá daga var slíkt talið vera glæpsamlegt og við það framtak hættu plötur mínar að seljast, og margt fólk hætti að hlusta á tónlist mína, ég var umvaf- inn þögn og fyrirlitningu og varð að lokum að flýja land til að halda lífi og heilsu. Það sýnir ástandið að það tók mig nærri þrjú ár að koma sam- an Samtökunum 7́8 og enn fleiri ár þar til aðrir samkynhneigðir ein- staklingar þorðu að koma fram und- ir nafni og sýna andlit sín opin- berlega. Alla daga síðan, í þessa áratugi, hef ég staðið einn og óstuddur að framtaki mínu sem listamaður því eina úrræði mitt var að fara um landið og ræða við fólkið um fjölbreytileika mannlífsins í gegnum söngva mína. Ég gerðist eins manns leikhús. Ég þurfti aldrei að nefna samkynhneigð á nafn þar sem allir vissu að ég var samkyn- hneigður, það hafði ekki farið fram hjá einum einasta einstaklingi í landinu, og hatursmenn slíks höfðu sig vel í frammi gagnvart mér og reynt var meira að segja að drepa mig, svo ég tali ekki um aðrar ávirðingar, leyndar og ljósar. Í stuttu máli, ég fékk á mig svo fjandsamlegan stimpil meðal manna að hann loðir við mig ennþá. Getur það verið ástæðan fyrir því að ég fæ aldrei listamannalaun? Með tíð og tíma og vegna þraut- seigju minnar að gefast ekki upp, ávann ég mér virðingu fólks sem hlustaði og það er svo komið í dag að stór hópur fólks kemur á tón- leika mína enda viðhorf manna til samkynhneigðar stórbreytt. Ég gerði mér strax í upphafi far um að sýna ábyrgð í starfi mínu vitandi að ég var eini sýnilega maðurinn sem fór um landið og gekkst við að vera samkynhneigður. Þessi afstaða mín mótaði allt mitt vinnulag svo og við- horf annarra til mín. Eina vinnan sem ég fékk í 22 ár var sú vinna sem ég skóp mér sjálfur. Ég hef mátt safna saman peningum til að gefa verk mín út sjálfstætt og listi minn yfir höfnun fjármagnsaðila er langur og sama er að segja um plötuútgefendur hér á landi. Ég hef enga „mulningsvél“ á bak við mig og á því mjög erfitt með að koma verkum mínum að og fá athygli í fjölmiðlum. Það er ekki heiglum hent að stunda starf það sem ég hef gegnt. Margir hafa reynt og gefist upp. Engan veit ég sem hefur haldið dampi jafnlengi og ég, einn og óstuddur. Þakka ég þetta úthaldi mínu, menntun minni og þekkingu á eðli leikhússins, svo og móttöku og skilningi þess fólks sem hefur sótt tónleika mína og skilið hvað ég er að fjalla um. Sá hópur hefur farið stækkandi. Starf listamanns er tímafrekt og kostnaðarsamt og Opið bréf til Þorgerðar Katrínar Frá Herði Torfasyni söngvaskáldi: Í ÁGÚST sl. skilaði nefnd sem forsætisráðherra skipaði til að kanna réttarstöðu samkynhneigðs fólks skýrslu með nið- urstöðum nefnd- arstarfsins. Nið- urstöður þessar eru athyglisverðar og þok- ar nokkuð í átt jafn- réttis en gætir þó enn fordóma og vantrausts í garð samkyn- hneigðra. Einhverra hluta vegna virðist helmingur nefnd- armanna ekki hafa lagt sama skilning í hlutverk sitt ef marka má afstöðu þeirra til annars af tveimur helstu umfjöllunar- efnum nefndarinnar, sem voru annars veg- ar réttarstaða sam- kynhneigðra í sambúð og hins vegar réttur samkynhneigðra til að eignast og ala upp börn. Í skipunarbréfi nefndarinnar kemur skýrt fram að mínu viti að nefndin skuli gera tillögur um úr- bætur og benda á nauðsynlegar aðgerðir til þess að jafna stöðu samkyn- hneigðra og gagnkynhneigðra í samfélaginu. Þó að í skýrslunni sé sérstaklega tekið fram að enginn skoðanamunur hafi verið hjá nefndarmönnum um að samkynhneigðir einstaklingar séu jafnhæfir uppalendur og gagn- kynhneigðir þá er það niðurstaða þriggja nefndarmanna að ekki sé rétt að heimila ættleiðingar sam- kynhneigðra para á erlendum börn- um og að ekki sé rétt að aðrir en gagnkynhneigð pör eigi aðgang að tæknifrjóvgunum. Rök nefnd- armannanna þriggja fyrir ættleið- ingum á erlendum börnum eru þau að Asíulönd leyfa ekki ættleiðingar til samkynhneigðra og með því að breyta lögunum muni samkyn- hneigðir skemma fyrir gagnkyn- hneigðum. Á það í alvöru að hafa úr- slitaáhrif á okkar löggjöf hvað stendur í lögum Taílands eða Kína? Málið er að á Íslandi getum við haft lög sem kveða á um jafna stöðu samkynhneigðra og gagnkyn- hneigðra í samfélaginu þó að As- íubúar séu ekki nálægt því jafnlangt á veg komnir og brjóti á mannrétt- indum sinna þegna hvort sem þeir eru samkynhneigðir eða ekki. Frændur okkar Svíar breyttu þessu fyrir tveimur árum og ekki hefur það útilokað samstarf þeirra um ættleiðingar til gagnkynhneigðra frá Asíulöndunum. Svo ljóst er að nefndarmenn þessir þurfa ekki að óttast að við þessi samkynhneigðu séum að skemma fyrir gagnkyn- hneigðum. Önnur rök hjá þessum sömu nefndarmönnum sem að mér vega sem samkynhneigðri móður eru þau að börn samkynhneigðra foreldra verði fyrir ákveðnu félagslegu álagi og ekki sé á sálrænt álag kjörbarna frá öðrum löndum meira leggjandi. Hér er væntanlega verið að vísa í fordóma samfélagsins gagnvart bæði nýbúum og samkynhneigðum. Í sömu skýrslu og fram kemur að fordóma þurfi að uppræta með fræðslu og umræðu sem gerir samkyn- hneigða sýnilegri í þjóðfélaginu ályktar helmingurinn af nefnd- inni að fordómum skuli viðhaldið í íslenskri lög- gjöf. Og þá eru það sjón- armið sömu nefnd- armanna hvað varðar tæknifrjóvganir. Að sama skapi skiptast skoðanir nefndarmanna við þetta atriði eins og ættleiðingarnar og rök- in í þetta skipti eru þau að hagsmunum barns- ins til að þekkja bæði móður og föður sé best þjónað með því að neita lesbískum pörum um rétt, sem gagnkyn- hneigðum er færður. Ég ber nafn föður míns en þekki hann lítið sem ekki neitt. Ég þekki reyndar marga sem svo er komið fyrir enda sýnir Íslendingabók svo ekki verður um villst að ekki eru allir Íslendingar rétt feðraðir og börn getin í lausa- leik jafnvel algengari en gengur og gerist hjá öðrum vestrænum þjóð- um. Hjónaskilnaðir eru tíðir hér á Íslandi og ósjaldan rata forræð- isdeilur foreldranna í fjölmiðlana. Oftar en ekki er hagsmunum barnanna best þjónað með því að meina öðru foreldri umgengnisrétt og hvað er þá orðið um rök nefnd- armanna um að barn skuli þekkja bæði föður og móður? Í barnalög- unum er réttur barna til að þekkja faðerni sitt undirstrikaður og þessu beita þessir þrír nefndarmenn fyrir sig. Á sama tíma er gagnkyn- hneigðum pörum gefinn möguleiki á aðstoð lækna til tæknifrjóvgunar með gjafasæði sem sótt er til Dan- merkur þar sem nafnleynd ríkir um sæðisgjafana. Á sama tíma eru börn ættleidd til landsins af gagnkyn- hneigðum pörum og enginn mögu- leiki á að rekja uppruna/faðerni flestra þeirra. Á sama tíma er lesb- ískum pörum meinaður aðgangur að tæknifrjóvgunum af þeirri ástæðu að barnið mun ekki þekkja faðerni sitt? Þetta eru niðurstöður þriggja af sex nefndarmönnum sem áttu að gera tillögur um úrbætur og benda á nauðsynlegar aðgerðir til þess að jafna stöðu samkynhneigðra og gagnkynhneigðra. Af öllu ofansögðu má vera ljóst að málflutningur og rök þessara þriggja nefndarmanna er litaður af hræðsluáróðri og fordómum í garð samkynhneigðra og hvað varðar hagsmuni barnanna þá verður þeim alltaf best þjónað með því að hæfir foreldrar sinni uppeldishlutverkinu burtséð frá því hvort um samkyn- hneigt eða gagnkynhneigt fólk er að ræða. Eða eins og kom fram í skýrslunni og ég tiltek í upphafi máls míns þá var enginn skoð- anamunur hjá nefndarmönnum um að samkynhneigðir einstaklingar séu jafnhæfir uppalendur og gagn- kynhneigðir. Ég er samkynhneigð móðir tveggja barna og trúi ekki öðru en hæstvirtir alþingismenn muni í vet- ur þegar málefni þessi verða rædd á alþingi virða sjálfsögð mannréttindi okkar samkynhneigðs fólks og stað- festa þar með tilverurétt minn og fjölskyldu minnar í íslensku þjóð- félagi. Um réttarstöðu samkynhneigðra Svanfríður A. Lárusdóttir fjallar um réttindi samkyn- hneigðra Svanfríður A. Lárusdóttir ’Niðurstöðurþessar eru at- hyglisverðar og þokar nokkuð í átt jafnréttis en gætir þó enn fordóma og van- trausts í garð samkyn- hneigðra.‘ Höfundur er móðir og félagi í Samtökunum ’78. EKKERT blaðanna hefur nú orðið aðra ritstjórnarstefnu en annað. Einkennin eru nokkur. Svona mis- munandi hvort er; andúð eða hatur á: Bandaríkjunum, Ísrael, gyð- ingum, repúblikönum og trúrækn- um kristnum mönnum. Þeir síðast- nefndu eru jafnan uppnefndir bókstafstrúarmenn eða ofsa- trúarmenn. Sérstaklega er Bush forseti grunaður um að trúa því sem stendur í biblíunni og jafnvel að láta það hafa áhrif á siðferð- isafstöðu sína. Hafandi þekkt og stundum umgengist eitthvað af fólki sem trúir á Krist, þá hef ég aldrei getað merkt þessa miklu hættu sem af kristnu fólki stafar. Ég býst jafnvel við að okkur hinum væri gangan eftir Hafnarstræti tryggari væru nokkru fleiri þess- arar stórhættulegu trúar. Reyndar fer nú svokallaður forystusauður hinna kristnu, biskupinn hérna, heldur ekki mikið fram á skilning á þessum efnum, enda ekki um músl- ima að tefla sem hann bað okkur að sýna umburðarlyndi. Dauðir gyðingar í Ísrael, jafnt börn sem aðrir, eru nú ekki mikið tiltökumál. – Hafa þeir ekki kallað hermdarverkin yfir sig? Vandlæt- ingin er geymd handa öðrum fórn- arlömbum. Evrópumenn hafa hafist handa við gamalkunna, aldagamla iðju sem þeir gerðu nokkurra ára- tuga hlé á, sem sé að kenna gyð- ingum um allt sem aflaga fer. Hvernig stendur á að enginn sýnir því nokkurn skilning að þessir fáu sem eftir voru á lífi í Evrópu hrökt- ust þaðan í stríðslok? Þessi út- breidda gyðingaandúð Íslendinga sem birtist okkur í fjölmiðlunum kemur hins vegar spánskt fyrir sjónir. Reyndar getum við ekki ver- ið stoltir af framkomu þáverandi ríkisstjórnar í garð flóttamanna fyr- ir stríð sem voru sendir héðan beint í dauðann. Þeim mun undarlegra finnst mér alltaf að sjá Steingrím í fremstu röð þar sem hörðustu and- stæðingar gyðinga koma saman. Hitt er svo annað að ekki verða blaðamenn sakaðir um skort á um- burðarlyndi í öllum efnum. Konur sem huldar eru frá hvirfli til ilja, arkandi um strætin í borgum Evr- ópu, eiga að hafa rétt til þess. Við eigum sömuleiðis að sýna framandi menningu umburðarlyndi og vest- rænar konur að hylja sig ef þær þurfa eitthvað að vera að rápa til Austurlanda. Fyrir utan nú yf- irdrepsskapinn í allri umfjöllun. – Við eyðum stórfé í dönskukennslu á ári hverju. Samt er eins og enginn nenni að kynna sér mistök sem grannþjóðir okkar gerðu í mál- efnum innflytjenda og leiddu til stórvandræða sem hægt hefði verið að forðast. Útlendingaeftirlitið er því í sífelldri vörn gagnvart fjöl- miðlunum vegna þess að það sinnir skyldum sínum. Hvað er að? Reyndar er tvískinnungur vinstri- manna ekki nýtt fyrirbæri. Þannig hafa þeir alltaf verið, ólíkar kröfur eftir því hver í hlut á og mestar kröfur til þeirra sem maður hefði haldið að þeir gætu ekki búist við neinu af. Það sem er nýtt er að eng- inn er til varnar. Bandaríkin eru t.d. óalandi og óferjandi jafnt í Mogganum og Hljóðviljanum. Fréttakonan á Hljóðviljanum, sem dregur hvern einasta róttæk- ling sem hingað til lands kemur á flot, spyr hvort Bandaríkin geti tal- ist lýðræðisríki. Svarið er eins og við er að búast því að viðmælandinn er hún sjálf og hún svarar alvöru- þrunginni röddu. Nei, þau eru á hraðri leið þar frá. Enda kaus þetta þekkingarsnauða fólk allt öðruvísi en hún hefði sjálf gert. Þetta segir sig sjálft. Svona í framhjáhlaupi; vill þetta fólk ekki athuga hvort heitið á bók Michaels Moores, eða hvað hann heitir, þetta eftirlæti þeirra, stangist á við 233. grein al- mennra hegningarlaga, eða er kannski einn hópur undanþeginn vernd ákvæðisins? Kannski mætti nú spyrja fleiri að þessu. Svo farið sé úr einu í annað er annars gaman að sjá að hluti þessarar grúppu, Laxnestrúflokkurinn, þorir aldrei í Guðberg, en hamast á Hannesi í gríð og erg. En það er ekki ástæða til algerr- ar svartsýni. Skoðanasystkinum mínum vil ég benda á að enn eru gefin út blöð þar sem hinn nýi rétt- trúnaður er ekki allsráðandi eða undanslátturinn alger. Það er t.d. svo í Danmörku heyrist mér. Þar munu vera blöð sem enn þora að benda vinstriintellígensunni á eilíf- ar þversagnirnar. Hér og annars staðar í Evrópu eru næg málefni fyrir hendi. Mannréttindum var t.d. aldrei ætlað að vera skjól og vörn til að stunda afbrot þótt þeir sem hafa fengið þau á heilann haldi það. Nærtækt er að brýna Alþingi og ríkisstjórn til að gera það sem gera þarf til að gera lögreglu og dóm- stólum aftur kleift að tryggja ör- yggi borgaranna. EINAR S. HÁLFDÁNARSON, Hverafold 142, Reykjavík. Einstefna fjölmiðlanna Frá Einari S. Hálfdánarsyni, sem fjallar um blöðin og einkenni þeirra:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.