Morgunblaðið - 12.11.2004, Side 49

Morgunblaðið - 12.11.2004, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2004 49 FÉTTIR FJARLÆGJUM STÍFLUR VALUR HELGASON ehf. Sími 896 1100 - 568 8806 Röramyndavél til að skoða og staðsetja skemmdir í frárennslislögnum DÆLUBÍLL úr vöskum, wc-lagnir, baðkerum, niðurföllum, þak- og drenlögnum Bridsfélag Hreyfils Hafinn er fimm kvölda tvímenn- ingur og urðu úrslit þessi fyrsta kvöldið: Daníel Halldórss. - Kári Sigurjónss. 99 Jón Sigtryggss. - Skafti Björnss. 98 Einar Gunnarss. - Ágúst Benediktss. 87 Björn Stefánss. - Ragnar Björnss. 86 Keppnin heldur áfram nk. mánu- dagskvöld í Hreyfilshúsinu og hefst spilamennskan kl. 19.30. Heimsókn menntskælinga til Bridssambandsins Nú á haustönn er brids kennt til eininga í Menntaskólanum við Hamrahlíð og Menntaskólanum við Sund. Nemendur þessara skóla hitt- ust í Síðumúlanum á dögunum og tóku nokkur spil sér til skemmtunar, þó keppnisskapið væri líka með í för. Lokastaðan: Helgi - Bó Hall, MS 15 Darri - Sindri, MH 12 Sigurður - Ólafur, MS 9 Björn - Þorkell, MS 7 Ísak - Heiður, MH 6 Guðjón efstur í Gullsmára Lokið er 12 sveita keppni Brids- deildar FEBK, Gullsmára. Efstu sveitir voru þessar: Sveit Guðjóns Ottóssonar 215 Sveit Ara Þórðarsonar 207 Sveit Einars Markússonar 197 Sveit Þorgerðar Sigurgeirsd. 171 Í sigursveitinni í sveitakeppninni spiluðu Guðjón Ottósson, Guðmund- ur Guðveigsson, Sigtryggur Ellerts- son og Þorsteinn Laufdal. Fram undan er tvímenningur alla mánu- og fimmtudaga. Skráning kl. 12:45 Íslandsmót yngri spilara Íslandsmót yngri spilara í tví- menningi verður spilað helgina 13.–14. nóvember. Í flokki yngri spilara eru þátttakendur fæddir 1. janúar 1980 eða síðar. Þátttaka er ókeypis. Íslandsmót heldri spilara Íslandsmót heldri spilara í tví- menningi verður spilað sömu helgi. Lágmarksaldur er 50 ár og sam- anlagður aldur pars minnst 110 ár. Bæði mótin eru haldin í Síðumúla 37 og hefst spilamennska kl. 11:00 báða dagana. Keppnisstjóri er Sigurbjörn Har- aldsson. Skráning er hafin í s. 587 9360 og www.bridge.is Hornfirðingar efstir í Landstvímenningnum Alls tóku 60 pör þátt í Landství- menningnum að þessu sinni. Spilað var á fjórum stöðum: Reykjavík, Ísafirði, Akureyri og Hornafirði. Lokastaðan: Guðbr. Jóhannss.-Gunnar, Hornaf. 68,83 % Hrafnh. Skúlad.-Jörundur Þórðars., R 59,98 Frank Guðms.-Arnar Hinrikss, Ísaf. 59,81 Marinó Steinarss.-Sig. Erlings., Ak. 58,58 Frímann Stefánss.-Björn Þorlss., Ak. 58,43 Baldur Bjartms.-Halldór Þorvss., R 57,74 Finnur Magnúss.-Þórir Sveinss., Ísaf. 57,47 Gísli Steingrss.-Sigurður Steingrss. 57,13 Bridsfélag Borgarfjarðar Mánudaginn 8. nóvember var framhaldið með aðaltvímenning fé- lagsins. Tungnamennirinir Örn og Kristján voru í miklu stuði og skor- uðu manna mest þetta kvöld. Aðrir sem áttu gott kvöld voru Örn Einarsson – Kristján Axelsson 73 Annar Einarsdóttir - Jón H. Einarsson 60 Hörður Gunnars.– Ingim. Ingimundars. 45 Jón Eyjólfsson – Baldur Björnsson 44 Röð efstu para að loknum tveimur kvöldum er sem hér segir: Hörður Gunnars. – Ingim. Ingimundars. 114 Anna Einarsdóttir – Jón H. Einarsson 106 Sveinbjörn Eyjólfsson – Lárus Pétursson 75 Örn Einarsson – Kristján Axelsson 68 Bridsdeild FEB í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Glæsibæ, mánud. 1.11. 2004. Spilað á 11 borðum. Meðalskor 216 stig. Árangur N/S Auðunn Guðmss. - Ólafur Ingvarsson 259 Sæmundur Björnss.- Oliver Kristóferss. 247 Albert Þorsteinss. -Bragi Björnsson 243 Árangur A/V Ingib. Stefánsd. - Margrét Margeirsd. 267 Jóhanna Guðmundsd. - Örn Sigfússon 241 Soffía Theodórsd. - Elín Jónsd. 223 Bridsfélag Suðurnesja Feðgarnir Óli Þór Kjartansson og Kjartan Ólason sigruðu í sveitarokki en með þeim spilaði í pari Karl Her- mannsson. Þeir hlutu 189 stig. Vign- ir Sigursveinsson og Úlfar Kristins- son urðu í öðru sæti með 181 stig og þríeykið Garðar Garðarsson, Gunn- ar Guðbjörnsson og Grethe Íversen urðu í þriðja sæti með 175. Hæstu skor síðasta spilakvöld fengu Arnór Ragnarsson og Guðjón Svavar Jensen með 37 og Sigríður Eyjólfsdóttir og Sigfús Yngvason með 35. Næsta keppni er barometer 3–4 kvöld með 6–7 spilum milli para. Mæting kl. 19.30 mánudagskvöld á Mánagrund. Frá heimsókn menntskælinganna til Bridssambandsins. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson STJÓRNVÖLD skortir skýra fram- tíðarsýn í málefnum tónlistarskól- anna í tengslum við vinnu við nýja lagasetningu um starfsemi þeirra, að því er fram kemur í nýrri ályktun Samtaka tónlistarskólastjóra, STS. Telja samtökin að núgildandi lög um fjárhagslegan stuðning við tón- listarskóla frá árinu 1963 uppfylli skilyrði sem þarf til að skapa nauð- synlegan lagaramma um blómlega tónlistarfræðslu á Íslandi. Í ályktuninni er lýst yfir áhyggj- um vegna nokkurra atriða sem nefnd hafa verið í tengslum við endurskoð- un laganna. Þar með talið hugmynd- ir um gjaldtökuheimild, sem yrði til þess að stærri hluta kostnaðar yrði velt yfir á nemendur og heimili, skiptingu kostnaðar, án þess að tillit sé tekið til sérstöðu tónlistarnáms, takmarkaðan aðgang að tónlistar- skólum m.t.t. aldurs sem útilokar fullorðna frá tónlistarnámi og hug- myndir um að hætt verði að greiða kennslukostnað stórs hóps nemenda sem stundar nám í tónlist. Í álykt- uninni kemur fram að Samtök tón- listarskólastjóra óska eftir að eiga aðild að viðræðum sem standa yfir milli menntamálaráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um kostnaðarskiptingu vegna tón- listarnáms á framhalds- og háskóla- stigi. Þá er á það bent að auka þurfi þátt listnáms í grunnmenntun þjóð- arinnar og sem dæmi fái innan við helmingur grunnskólabarna lög- bundna fræðslu í tónmennt. Samtök tónlistarskólastjóra um ný lög um tónlistarskóla Vilja aðild að viðræðum um kostnaðarskiptingu WALDORFSKÓLINN Sólstafir heldur sinn árlega jólabasar laugardaginn 13. nóv- ember í húsnæði skólans að Hraunbergi 12 í Breiðholti. Boðið er upp á úrval leikfanga s.s. ýmiss konar brúður og tréleikföng sem starfs- menn og foreldrar leikskóla og skóla hafa unnið að síðustu vikur. Þá verða til sölu handmálaðar ljósaseríur, luktir, töskur, heilsukonfekt, mataruppskriftir o.fl. Einn- ig er selt kaffi og vöfflur. Basarinn er til styrktar uppbyggingu Waldorfskóla á Ís- landi. Basar í Waldorf- skólanum VEGNA 100 ára afmælis Goðdala- kirkju í Skagafirði verður hátíð- armessa þar sunnudaginn 14. nóv- ember kl. 13.30. Sr. Jón Aðalsteinn Baldvinsson vígslu- biskup prédikar og sóknarprest- urinn sr. Ólafur Þ. Hallgrímsson þjónar fyrir altari. Kirkjukór Mælifellsprestakalls syngur við at- höfnina. Organisti er Sveinn Árna- son. Í tilefni þessa verða kaffiveit- ingar í boði sóknarnefndar á Bakkaflöt að lokinni athöfn og þar mun sóknarprestur flytja erindi um kirkjuna. Goðdalakirkja í Skagafirði 100 ára ÞÝSKA sendiráðið mun í tilefni af minningardegi látinna her- manna, „Volkstrauertag“, sem er sunnudaginn 14. nóvember, minn- ast dagsins með breska sendi- ráðinu, en á ensku nefnist þessi dagur „Remembrance day“. Er ákveðið að hittast á bifreiðastæð- inu við Fossvogskirkju þann dag kl. 10.45. Athöfnina annast séra Arn- grímur Jónsson. Minningarathöfn um látna hermenn frá Þýskalandi HINN 23. september var undirrit- aður í Valetta á Möltu samningur milli Íslands og Möltu sem mun koma í veg fyrir tvísköttun á fyr- irtækjum og einstaklingum hvors lands fyrir sig. Af hálfu Íslands undirritaði samninginn Sverrir Haukur Gunn- laugsson, sendiherra Íslands á Möltu með aðsetur í London, og Cecilia Attard-Pirotta, ráðuneytis- stjóri utanríkisráðuneytis Möltu. Samningurinn var undirbúinn af starfsmönnum fjármálaráðuneyta beggja ríkja. Samningurinn hefur þann tilgang að efla fjárfestingar milli landanna en sem kunnugt er rekur lyfja- samsteypan Actavis lyfjaverksmiðju á Möltu með 300 starfsmönnum. Tvísköttunarsamn- ingur við Möltu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.