Morgunblaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 60
60 FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MENNING ÍSLENDINGAR fá að sjá glæpagrínmyndina After the Sunset á sama tíma og Bandaríkjamenn en hún er frum- sýnd vestra um helgina líkt og hér. Sjarmatröllin Pierce Brosnan og Woody Harrelson eru í aðalhlutverki ásamt bombunni Salma Hayak. Myndin byrjar þar sem margar stórglæpamyndir enda, á paradísareyju þar sem glæpasnillingarnir (Hayak, Brosnan) slaka á og njóta auðæfa sinna. Fulltrúi FBI, sem hefur verið á eftir parinu í sjö ár (Harrelson), eltir þau og hefur enga trú á því að þau séu sest í helgan stein. Hann verður sannfærður um að þau séu að skipu- leggja stórtækt demantarán af nálægu skemmti- ferðaskipi og þá fyrst fara hlutirnir að verða verulega flóknir. Brett Ratner leikstýrir myndinni en hann hefur gert myndir á borð við Rush Hour og Red Dragon. Frumsýning | After the Sunset Paradís glæpamanna Glæpaskötuhjúin Max Burdett (Pierce Brosnan) og Lola Cirillo (Salma Hayak) hafa það náðugt á sólríkri eyju. ERLENDIR DÓMAR: Metacritic.com 40/100  Enter- tainment Weekly 67/100  Hollywood Reporter 50/ 100  Variety 50/100 (metacritic) ÓBEITIN eða The Grudge er ein- hver óvæntasti smellur það sem af er árinu. Engin hrollvekja hefur fengið eins mikla aðsókn um frum- sýningarhelgi og verður það að telja stórmerkilegt því leikstjóri hennar er japanskur og hefur aldrei áður gert Hollywood-mynd. Hann heitir Takashi Shimizu og framleið- andi myndarinnar, Spider-Man- leikstjórinn Sam Raimi, fenginn til að gera myndina einfaldlega vegna þess að hann hafði gert frumgerð- ina Ju-on: The Grudge, sem er vin- sæl japönsk hrollvekja. „Fyrst hafði ég ekki áhuga á því að endurtaka mig, en komst svo að þeirri niðurstöðu að betra væri að ég klúðraði endurgerðinni frekar en einhver annar,“ sagði Shimizu í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins á dögunum. En sama hversu mikið hann reyndi, hann gat greinilega ekki klúðrað neinu því myndin hefur verið hreint fádæma vinsæl í Bandaríkjunum þar sem hún hefur halað inn átta sinnum meira en kostaði að framleiða hana. Fyrir ut- an það að þykja skotheldur hrollur og smella vel inní þá tískubylgju sem eru japanskar hrollvekjur þá hefur nærvera aðalleikkonunnar Söruh Michelle Gellar heilmikið að að segja en hún á sér dyggan hóp aðdáenda frá því hún lék vampíru- banann Buffy. Shimizu hefur þegar gert jap- anska útgáfu af framhaldinu, Ju-on: The Grudge 2 og hafa þeir í Holly- wood nú sett allt á fullt til að geta komið út endurgerð á því framhaldi sem allra fyrst. Ekki liggur ljóst fyrir þó hvort Shimizu og Gellar verði með í þeirri mynd. Frumsýning | The Grudge Japanskir draugar eru allra drauga hræðilegastir. ERLENDIR DÓMAR Roger Ebert Guardian  BBC  Metacritic.com 43/100 New York Times 50/100 Variety 30/100 Hefnd að handan HINN virti kanadíski leikstjóri Guy Maddin verður gestur Alþjóð- legrar kvikmyndahátíð- ar í Reykjavík sem hald- in verður í Regnbog- anum, Háskólabíói og Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi, dagana 17. – 25. nóvember næstkom- andi. Guy Maddin á ættir að rekja til Íslands en nýj- asta kvikmynd hans, Heimsins trega- fyllsta tónlist (The Saddest Music in the World), verður opnunarmynd há- tíðarinnar, sem verður næstkomandi miðvikudag. Dagskrá hátíðarinnar verður helguð „rödd Íslendinga í al- þjóðlegri kvikmyndagerð“ og er skipulögð sem kynning og undirbún- ingur fyrir fyrstu stóru hátíðina sem haldin verður haustið 2005. Frumsýndar verða m.a. Jargo, verðlauna- kvikmynd Maríu Sól- rúnar Sigurðardóttur, Rithöfundur með mynda- vél, ný heimildarmynd um Guðberg Bergsson eftir Helgu Brekkan, Undir stjörnuhimni, saga suður-afrísku götustúlk- unnar og poppstjörn- unnar Friedu Darvel eftir þau Helga Felixson og Titti Johnson og heimild- armyndin Stjórnstöðin (Control Room) sem vakið hefur athygli víða um heim að undanförnu en hún fjallar um Íraksstríðið frá ólíkum sjónarhóli vestrænna og arabískra fjölmiðla. Viðstödd hátíðina verða m.a. vest- ur-íslenski leikstjórinn Sturla Gunn- arsson, Helga Brekkan, María Sólrún Sigurðardóttir, Helgi Felixson, Titti Johnson og Ólafur Sveinsson sem frumsýnir nýja Berlínarmynd sína á hátíðinni. Alls verða sýndar 16 kvikmyndir á hátíðinni, en að auki verður efnt til fyrirlestra og umræðna þeim tengd- um. Alþjóðleg kvikmyndahátíð stend- ur jafnframt fyrir málþingi um hlut- verk og gildi kvikmyndahátíða í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi laugardaginn 20. nóvember. Þar munu Jannike Ahlund stjórnandi Kvikmyndahátíðarinnar í Gautaborg og Helga Stephenson einn stofnenda og stjórnenda Toronto-hátíðarinnar flytja erindi. Meðal annarra íslenskra og erlendra þátttakenda eru Sigurjón Sighvatsson, Dagur Kári Pétursson, Hrafnhildur Gunnarsdóttir og Þor- finnur Ómarsson. Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík 17.–25. desember Guy Maddin Guy Maddin viðstaddur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.