Morgunblaðið - 12.11.2004, Síða 60

Morgunblaðið - 12.11.2004, Síða 60
60 FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MENNING ÍSLENDINGAR fá að sjá glæpagrínmyndina After the Sunset á sama tíma og Bandaríkjamenn en hún er frum- sýnd vestra um helgina líkt og hér. Sjarmatröllin Pierce Brosnan og Woody Harrelson eru í aðalhlutverki ásamt bombunni Salma Hayak. Myndin byrjar þar sem margar stórglæpamyndir enda, á paradísareyju þar sem glæpasnillingarnir (Hayak, Brosnan) slaka á og njóta auðæfa sinna. Fulltrúi FBI, sem hefur verið á eftir parinu í sjö ár (Harrelson), eltir þau og hefur enga trú á því að þau séu sest í helgan stein. Hann verður sannfærður um að þau séu að skipu- leggja stórtækt demantarán af nálægu skemmti- ferðaskipi og þá fyrst fara hlutirnir að verða verulega flóknir. Brett Ratner leikstýrir myndinni en hann hefur gert myndir á borð við Rush Hour og Red Dragon. Frumsýning | After the Sunset Paradís glæpamanna Glæpaskötuhjúin Max Burdett (Pierce Brosnan) og Lola Cirillo (Salma Hayak) hafa það náðugt á sólríkri eyju. ERLENDIR DÓMAR: Metacritic.com 40/100  Enter- tainment Weekly 67/100  Hollywood Reporter 50/ 100  Variety 50/100 (metacritic) ÓBEITIN eða The Grudge er ein- hver óvæntasti smellur það sem af er árinu. Engin hrollvekja hefur fengið eins mikla aðsókn um frum- sýningarhelgi og verður það að telja stórmerkilegt því leikstjóri hennar er japanskur og hefur aldrei áður gert Hollywood-mynd. Hann heitir Takashi Shimizu og framleið- andi myndarinnar, Spider-Man- leikstjórinn Sam Raimi, fenginn til að gera myndina einfaldlega vegna þess að hann hafði gert frumgerð- ina Ju-on: The Grudge, sem er vin- sæl japönsk hrollvekja. „Fyrst hafði ég ekki áhuga á því að endurtaka mig, en komst svo að þeirri niðurstöðu að betra væri að ég klúðraði endurgerðinni frekar en einhver annar,“ sagði Shimizu í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins á dögunum. En sama hversu mikið hann reyndi, hann gat greinilega ekki klúðrað neinu því myndin hefur verið hreint fádæma vinsæl í Bandaríkjunum þar sem hún hefur halað inn átta sinnum meira en kostaði að framleiða hana. Fyrir ut- an það að þykja skotheldur hrollur og smella vel inní þá tískubylgju sem eru japanskar hrollvekjur þá hefur nærvera aðalleikkonunnar Söruh Michelle Gellar heilmikið að að segja en hún á sér dyggan hóp aðdáenda frá því hún lék vampíru- banann Buffy. Shimizu hefur þegar gert jap- anska útgáfu af framhaldinu, Ju-on: The Grudge 2 og hafa þeir í Holly- wood nú sett allt á fullt til að geta komið út endurgerð á því framhaldi sem allra fyrst. Ekki liggur ljóst fyrir þó hvort Shimizu og Gellar verði með í þeirri mynd. Frumsýning | The Grudge Japanskir draugar eru allra drauga hræðilegastir. ERLENDIR DÓMAR Roger Ebert Guardian  BBC  Metacritic.com 43/100 New York Times 50/100 Variety 30/100 Hefnd að handan HINN virti kanadíski leikstjóri Guy Maddin verður gestur Alþjóð- legrar kvikmyndahátíð- ar í Reykjavík sem hald- in verður í Regnbog- anum, Háskólabíói og Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi, dagana 17. – 25. nóvember næstkom- andi. Guy Maddin á ættir að rekja til Íslands en nýj- asta kvikmynd hans, Heimsins trega- fyllsta tónlist (The Saddest Music in the World), verður opnunarmynd há- tíðarinnar, sem verður næstkomandi miðvikudag. Dagskrá hátíðarinnar verður helguð „rödd Íslendinga í al- þjóðlegri kvikmyndagerð“ og er skipulögð sem kynning og undirbún- ingur fyrir fyrstu stóru hátíðina sem haldin verður haustið 2005. Frumsýndar verða m.a. Jargo, verðlauna- kvikmynd Maríu Sól- rúnar Sigurðardóttur, Rithöfundur með mynda- vél, ný heimildarmynd um Guðberg Bergsson eftir Helgu Brekkan, Undir stjörnuhimni, saga suður-afrísku götustúlk- unnar og poppstjörn- unnar Friedu Darvel eftir þau Helga Felixson og Titti Johnson og heimild- armyndin Stjórnstöðin (Control Room) sem vakið hefur athygli víða um heim að undanförnu en hún fjallar um Íraksstríðið frá ólíkum sjónarhóli vestrænna og arabískra fjölmiðla. Viðstödd hátíðina verða m.a. vest- ur-íslenski leikstjórinn Sturla Gunn- arsson, Helga Brekkan, María Sólrún Sigurðardóttir, Helgi Felixson, Titti Johnson og Ólafur Sveinsson sem frumsýnir nýja Berlínarmynd sína á hátíðinni. Alls verða sýndar 16 kvikmyndir á hátíðinni, en að auki verður efnt til fyrirlestra og umræðna þeim tengd- um. Alþjóðleg kvikmyndahátíð stend- ur jafnframt fyrir málþingi um hlut- verk og gildi kvikmyndahátíða í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi laugardaginn 20. nóvember. Þar munu Jannike Ahlund stjórnandi Kvikmyndahátíðarinnar í Gautaborg og Helga Stephenson einn stofnenda og stjórnenda Toronto-hátíðarinnar flytja erindi. Meðal annarra íslenskra og erlendra þátttakenda eru Sigurjón Sighvatsson, Dagur Kári Pétursson, Hrafnhildur Gunnarsdóttir og Þor- finnur Ómarsson. Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík 17.–25. desember Guy Maddin Guy Maddin viðstaddur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.