Morgunblaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.11.2004, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Húsbændur og hjú? Verulegar breyting-ar verða á gróður-fari á norðurslóð- um í kjölfar þeirrar hlýnunar sem vísindamenn spá þar fram til ársins 2001. Í skýrslu norður- skautsráðsins um hlýnun loftslags á norðurslóðum kemur fram að búast megi við að skógar muni víða vaxa þar sem nú er sífreri, gróður verði þéttari og að tré muni vaxa ofar í fjall- lendi en nú. Þó er tekið fram að þetta muni gerast á mismunandi tíma á land- svæðunum við norður- skautið; þar sem jarðvegur og aðrar aðstæður eru heppilegar muni þessar breytingar verða orðnar áberandi strax á þessari öld en annars staðar geti þróunin tekið lengri tíma. Þá er og gert ráð fyrir að breytingar á gróð- urfari ásamt hækkandi sjávarmáli muni verða til þess að minnka mjög flatarmál sífrerasvæða og það verði minna en það hefur verið undanfarin 21 þúsund ár að minnsta kosti. Þetta mun þýða að uppeldisstöðvar margra fuglateg- unda skreppa saman og sömuleiðis bithagar dýra sem lifa á opnum há- sléttum norðursins. Reyndar í sumum tilvikum það mikið að líkur kunna að vera á að einhverjar þessara dýrategunda deyi út en í öðrum tilvikum munu stofnar væntanlega minnka umtalsvert. Ekki er einhlítt að gróður þéttist og færist norðar með hlýnandi loftslagi á norðurslóðum. Breyt- ingar á loftslagi hafa áhrif á marga þætti og innbyrðis samspil þeirra og því ekki létt verk að gera lang- tímaspár. Þannig benda vísinda- menn á að sums staðar gætu myndast eyðimerkur eða sand- auðnir; með hækkandi hitastigi eykst uppgufun raka og þar sem rakamyndunin nái ekki að halda í við aukna uppgöfun vegna hækk- andi hitastigs geti land því þornað og orðið að eyðimörk. Útbreiðsla skóganna með minnsta móti núna Terry V. Callaghan, forstjóri við Abisko-vísindarannsóknarstöðina í Svíþjóð, segir að þær breytingar sem spáð er að verði á loftslagi og veðurfari á norðurslóðum séu miklu meiri en menn hafi upplifað a.m.k. síðustu 110 þúsund árin en hann tekur fram að erfitt sé að segja fyrir umhvernig þær muni koma fram á einstökum landsvæð- um. „En ef við förum aftur á móti milljónir ára aftur í tímann eru þær hins vegar ekki meiri. Það voru hitabeltisskógar á norður- skautssvæðinu og það er hægt að finna leifar hitabeltisskóga á Grænlandi, Svalbarða og fleiri stöðum við Norðurskautið. Síðustu átta þúsund árin hefur kólnað smám saman á norðurskautssvæð- inu og kaldasti tíminn var á litlu ís- öldinni sem lauk fyrir rúmum hundrað árum. Mörk skóga hafa verið að færast niður og suður á bóginn þannig að útbreiðsla skóg- anna er væntanlega með minnsta móti núna sé horft til nokkurra ár- þúsunda. En nú lítur út fyrir að þessi þróun muni snúast alveg við með hlýnandi veðurfari og skóg- arnir fari að leita norður á bóginn. En þessar breytingar á loftslagi, sem við spáum, munu ekki bara verða til þess að skógurinn endur- heimti þau svæði sem hann hefur misst á síðustu átta þúsund árum heldur mun hann ná miklu norðar og hærra upp.“ Keðjuverkun sem eykur hlýnunina enn frekar Callaghan segir að vissulega geti hlýnunin á norðurslóðum haft já- kvæð áhrif en neikvæðu hliðarnar séu margar og stórar. „Eftir því sem skógurinn færist norður verð- ur frjósemi jarðvegarins meiri og þannig skapast mörg ný tækifæri. En,“ leggur Callaghan áherslu á, „eftir því sem skógurinn tekur að vaxa norðar verður ákveðin keðju- verkun sem verður til þess að það hlýnar enn frekar. Skógurinn gleypir nefnilega í sig miklu meiri geislun og hita. Sífreri eða t.d. heiðarnar á Íslandi eru þaktar snjó á vetrum sem endurkastar geisl- uninni en gleypir hana ekki í sig en ef þar tækju að vaxa tré sem ná langt upp fyrir yfirborð snjósins taka þau til sín geislun og hita. Þannig að eftir því sem skógurinn hlýnar hækkar hitastig og trén færa sig enn norðar o.s.frv.“ Callaghan bendir hins vegar á að þar sem land muni þorna geti stað- an orðið sú að tré nái ekki að þríf- ast þannig að vissulega geti mynd- ast trjálaus svæði sem myndu líkjast sífrerasléttunum sem loðfíl- ar gengu á fyrir um tíu þúsund ár- um. „Það er mögulegt en kannski ekki mjög líklegt að við gætum upplifað eins konar eyðimerkur- áhrif. Ef við lítum t.d. á Ísland, þar sem gróður er víða lítill og hraun- yfirborð algengt, gæti hlýnun orðið til þess að landsvæði þornuðu upp.“ Callaghan segir að menn hafi einnig áhyggjur af því að eftir því sem skógurinn færist norður á bóginn aukist hættan á skógareld- um, skordýraplágum o.s.frv. „Þannig að því fer fjarri að það séu bara góðar fréttir að það hlýni hér á norðurslóðum. Og þá eru líka ótalin áhrif þessarar hlýnunar á ýmsar dýrategundir.“ Fréttaskýring | Hlýnun loftslags á norðurheimskautssvæðunum Skógarnir á leið norður Sífrerasvæðin munu skreppa saman með umtalsverðum áhrifum á dýralíf Terry V. Callaghan Áhrifin á gróðurfar verða víða sýnileg á þessari öld  Með vaxandi hlýnun á norð- urslóðum er allt útlit fyrir að skógar muni vaxa þar sem nú er sífreri, að gróðurinn verði þétt- ari og að tré muni vaxa ofar í fjalllendi. Þetta mun þó gerast á mismunandi tíma á norður- skautssvæðinu. Þar sem jarð- vegur og aðrar aðstæður eru heppilegar verða þessar breyt- ingar orðnar áberandi strax á þessari öld en annars staðar get- ur þessi þróun tekið lengri tíma. arnorg@mbl.is Á SÉRSTÖKUM fundi norrænna og þýskra þingmanna í Berlín á þriðjudag, ítrekaði Joschka Fisch- er, utanríkisráðherra Þýskalands, vilja Þjóðverja til að fá fastafull- trúa í öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna. Fischer flutti erindi um framtíðarþróun Evrópusam- bandsins (ESB), en að framsögu lokinni var gef- inn kostur á fyrirspurnum. Þá beindi Sólveig Pétursdóttir, formað- ur utanríkismálanefndar Alþingis, þeirri spurningu til ráðherrans hvort spenna milli ESB-ríkja vegna ásóknar Þjóðverja í fastasæti í ör- yggisráðinu gæti ekki komið niður á þróun utanríkisstefnu sambands- ins, en Ítalir, Spánverjar og Pól- verjar hafa lagst gegn því að Þjóð- verjar fái fastafulltrúa og telja að ef Evrópa eigi að fá nýtt sæti í örygg- isráðinu þá eigi það að koma í hlut ESB. Ennfremur spurði Sólveig Fischer hvernig hann mæti líkur Þjóðverja í ljósi úrslita forsetakosn- inga í Bandaríkjunum en stjórn Bush hefur ekki tekið vel í ósk Þjóðverja um fastafulltrúa. Hugmyndin um fastafulltrúa ESB ekki raunhæf Fischer svaraði því til að stjórn Þýskalands þætti hugmyndin um fastafulltrúa ESB í öryggisráðinu allra góðra gjalda verð en þó væri hún óraunhæf við nánari athugun. Ef ESB fengi fastafulltrúa þá hlytu Bretar og Frakkar að missa sín föstu sæti en álfunni væri mun bet- ur þjónað með þremur fastafulltrú- um þjóðríkja í stað eins fyrir ESB. Hvað andstöðu Bandaríkjamanna varðar taldi Fischer að í ljósi síð- ustu þróunar í alþjóðamálum hlyti það að vera vilji þeirra að styrkja hlutverk öryggisráðsins og aðkomu SÞ að lausn alþjóðlegra deilna og átaka. Það yrði m.a. gert með því að veita Þjóðverjum fast sæti. Hann minnti jafnframt á að auk þess að vera fjölmenn þjóð legðu Þjóðverjar til næsthæsta fjárfram- lagið til rekstrar SÞ og þriðja stærsta framlagið til friðargæslu- mála. Aðspurð segist Sólveig hafa varp- að spurningunum fram þar sem hún hafi verið að velta kröfu Þjóð- verja fyrir sér í tengslum við al- þjóðastjórnmálin. „Það að Þýska- land sé að sækjast eftir föstu sæti í öryggisráðinu hefur skapað ákveðna spennu innan Evrópusam- bandsins. Ég var því að velta fyrir mér hvaða áhrif þessi umleitan Þýskalands gæti haft á utanríkis- stefnu Evrópusambandsins og sam- band þess við önnur ríki. Mér finnst mjög mikilvægt, ekki síst í kjölfar forsetakosninganna í Banda- ríkjunum þar sem Bush náði endur- kjöri, að Bandaríkin sem stórveldi og Evrópusambandið og Evrópa öll nái betur saman í utanríkismálum,“ segir Sólveig og tekur fram að sjálf hafi hún fulla trú að menn muni leggja sig eftir bættum samskiptum þjóðanna. Frá stofnun SÞ hafa fimm ríki, Bandaríkin, Rússland, Kína, Frakk- land og Bretland, átt fastafulltrúa með neitunarvald í öryggisráði SÞ en lengi hefur verið rætt um að gera umbætur á ráðinu og samsetn- ingu þess. Þess er vænst að sérstök nefnd sem Kofi Annan, aðalfram- kvæmdastjóri SÞ skipaði til að gera tillögur um umbætur, muni skila skýrslu sinni í desember. Þjóðverjar sækjast eftir fastafulltrúa í öryggisráði SÞ Hefur skapað spennu innan Evrópusambandsins Sólveig Pétursdóttir STARFSSTÖÐ Landsvirkjunar í Hrauneyjum verður lögð niður um næstu áramót og rekstur hennar sameinaður starfsstöðinni í Búr- felli. Nú er heildarfjöldi starfa í stöðvunum 56 en eftir sameiningu er gert ráð fyrir 37 ársverkum að sumarvinnu frátalinni. Nemur fækkunin því 19 störfum þegar áhrif breytinganna verða að fullu komin fram. Er níu starfsmönnum sagt upp nú en auk þeirra er öllum öðrum starfsmönnum í Hrauneyj- um og í Búrfelli boðinn starfsloka- samningur. Kemur þetta fram í til- kynningu frá Landsvirkjun. Þar kemur fram að Landsvirkj- un rekur fimm aflstöðvar á Þjórs- ár- og Tungnaársvæðinu og til þessa hafa verið þar tvær starfs- stöðvar, önnur við Búrfell og hin í Hrauneyjum. Á undanförnum misserum hefur það verið til skoð- unar hvort skynsamlegt geti verið að sameina starfsstöðvarnar og reka aflstöðvarnar fimm frá einni starfsstöð og var í kjölfar mats- vinnu ákveðið að sameina rekstur aflstöðva í Þjórsá og Tungnaá. Rekstur Hrauneyjafossstöðvar- innar hófst árið 1981 og starfs- stöðin í Hrauneyjum hefur verið rekin frá þeim tíma með óbreyttri mönnun og verklagi að mestu. Í tilkynningunni segir að miklar tækniframfarir hafi orðið á þeim 23 árum sem liðin eru frá því að starfsemin hófst í Hrauneyjum. Valið stóð á milli starfsstöðvarinn- ar í Hrauneyjum og í Búrfelli. Sá grundvallarmunur er á þessum tveimur starfsstöðvum að Hraun- eyjar eru inni á hálendinu en Búr- fell í byggð. Starfsmannaaðstaða er mun betri í Búrfelli en í Hraun- eyjum og forsendur til að bæta hana enn frekar eru allar Búrfelli í vil. Starfsstöð í Hrauneyjum lögð niður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.